Alþýðublaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 6
6 alþýöu Fimm+udagur 10. júní 1976 blaöiö Jónas Jónasson skrifar úr leikhúsinu: Sagan af dátanum - LR og Kammersveit Reykjavikur - Iðnó Charles-Ferdinand Ramuzog Igor Stravinsky hittust árið 1915 þegar Stravinsky dvaldi sem oftar vegna heilsuleysis konu sinnar i háfjallaloftslagi sviss- nesku alpanna, skammt frá Montreux. Skáldið Ramuz var fæddur i Sviss og á þeim árum voru margir listamenn þar vegna striðsins. Þeir leituðu oft hver annan uppi og áttu andrik sam- töl. Það tókst samvinna með þeim Stravinsky og Ramuz er þeir skrifuðu saman „L’Historie du Soldat” árið 1918. Verkiö er niðurstaöa þeirra á tjáningar- formi, eins og þeir töldu ástand- ið vera i styrjaldarlok, leikhús- verk miklu mest. Þeir vildu gera verkið þannig úr garði að tjáningarform hvors þeirra um sig nyti sin þannig að það snerti hvaða áheyranda sem er, ein- falt, i frásögn i texta en Stra- vinsky fékk fullt frelsi við tón- smiðina. Niðurstaðan: ákaflega erfitt verk fyrir flytjendur alla. Nú hefur tekizt hér á tslandi, slikt samstarf tónlistarmanna og leikara, að með miklum ágætum er. Kammersveit Reykjavikur átti þann draum að flytja verkið og Leikfélag Reykjavikur hafði lengi velt þeim draumi fyrir sér, að tengja tónlist listastarfsemi leikhúss- ins og sá þarna kærkomiö tæki- færi og ekki leið á löngu áður en báðum aðilum varð ljóst á æfingum verksins, sem lista- menn allir unnu án greiðslu, að hér var i uppsiglingu slik sýning að hún yrði að fá fullan byr og ekki minna en á við aðrar leik- sýningar áætlaðar á leikárinu, verkið yrði unnið i anda höfunda, sem vildu flétta saman margar listgreinar og flytja i leikhúsinu. Arangur samstarfs- ins kom i ljós i gærkvöldi, og varð öllum til stórrar gleði. Sag- an af dátanum kom mér algjör- lega á óvart og vissi ég þó að aö margt getur skemmti- legt gerzt i Iðnó. 1 skemmstu máli varð ég oft agn- dofa yfir leiktækni leikara, snilli hljóðfæraleikara undir stjórn Páls Pamplicher Pálssonar og Harald G. Haraldsson fletti merku blaði i annars stuttri leiksögu sinni, sem dátinn, sem á i eilifu striði við djöfulinn, sem leikstjórinn af lúmskri hug- kvæmni felur konu aö leika, Sig- riöi Hagalin, sem sýndi alveg frábært ágæti i öllum sinum gervum til hillinga þeim ves- lings soldát sem kom heim úr striðinu til að uppgötva að hann var búinn að týna vinskap sins bezta vinar, móðir hans horfir á hann eins og týndan son og vill ekki finna og þegar dátinn stekkur á glugga sinnar elsku sem hlýtur að hafa beðið hans, er hún bara háttuð hjá manni sinum og börnum tveim! Marg- ur maðurinn, og þarf ekki soldát til, mundi nú segja jafnvel upp- hátt: djöfullinn sjálfur! Og ekki stendur á þeim vinskap. Siðan hefst eins konar alþjóðleg Sæmundarsaga nema i þessari hefur djöfsi yfirhöndina og sigr- ar i lokin. Inn i þessa sögu af dáta flettist af snilld, sögumað- ur, leikinn af Jóni Sigurbjörns- syni á látlausan en hóflega kíminn máta, tekur meira að segja þátt i leiknum sem kóngur og gerir vel, og þróttmikil rödd hans berst skýr út yfir salinn i gegnum margofna og vandmeð- farna tónlist snillingsins, sem i flutningi þarna af miklum ágæt- um var aldrei úr sambandi við leiksviðið. Svo koma trúðir og leika margvisleg hlutverk af leiftrandi gleði, og svo mikilli leikni i látæði öllu, að mér fannst stundum ég væri ekki i gömlu Iðnó, heldur einhverju landi bak við tunglið, þar sem látbragðsleikur væri gömul list- ræn hefð. Þau voru sem samof- in, Valgerður Dan og Daniel WiIliamsson.Svo kemur auðvit- að prinsessa sem byrjar að elska dátann og dansar af þokka og góðri tækni, Nanna ólafs- dóttir, en þótt hún sé prinsessa tapar hún að lokum. Þýðingu leiktexta gerði Þorsteinn Valde- marssonaf prýði, höfundur list- dans er Helga Magnúsdóttir og hefur hún gert gott verk, og svo er það hann Kjartan Ragnars- son.maðurinn með leikþræðina ihöndum sér : Sá kann til verka heldur betur. Kammerhijóm- sveitin lék af miklum ágætum og hefur lagt merkan skerf til þessarar sýningar og sannar að þeir áttu erindi stjórnarmenn- irnir tveir, sem lögðu leið sina á fund Leikfélags Reykjavikur. Útlit sýningar er skrifað á Jón Þórisson og ljósahönnuður (eru þeir nú farnir að hanna ljósið lika!) er Gissur Pálsson.og var einkar gott samspil bakljósa við staðreyndir verksins. Hér hefur býsna merkilegur hlutur gerzt. Ég sé ekki betur, en flutningur þessa verks hér, eigi erindi, ekki bara á lista- hátíð i Reykjavik i júni 1976, heldur hvaöa listahátlö sem er, hvar sem er. Og hana nú! 8. júni 1976, með þökkum JónasJónasson Islenzkubœttir Albyðublaðsins eftir Guðna Kolbeinsson Mun nú haldið áfram, þar sem frá var horfið i siðasta þætti að svara bréfi Sigurjóns Valdi- marssonar. Hann segir: „Eftirfarandi setning er tekin úr grein i dagblaði: „Reykja- vikurbörnin þurfa lika að upp- lifa réttardag eins og börnin i sveitinni”. Annaöhvort skil ég ekki orðið upplifa eða það er hrein vitleysa, þvi hvernig er hægt að lifa upp atburði, sem einstaklingurinn hefur ekki lifað áður, og jafnvel þó hann hefði lifað svipaðan atburö áður, t.d. réttardag, hvernig er þá hægt að lifa hann upp aftur nemama þá I huganum?” Ég hygg nú að Sigurjón skilji fullvel viöhvaðer átt, svo mjög sem þessi sögn hefur verið not- uð undanfarið bæði i ræðu og riti. En eins og hann sýnir glöggt framá með uppgerðu skilningsleysi sinu samrýmist þetta danskættaða sagnorð á engan h'átt islenskri tungu. Sama máli gegnir um nafnorðiö upplifunsem all mikið er notað. Talað er um að það sé hreinasta upplifun að sjá einhverja mál- verkasýningu eöa hluta á til- tekna danshljómsveit. Þarna fer oftast vel á að nota orðið reynsla ásamt viðeigandi lýsingarorði: Tala má um að þaö sé ógleymanleg reynsla að sjá málverkasýninguna og ánægjuleg reynsla aö hlýða á hljómsveitina. Og bréf Sigurjóns heldur áfram: „1 Sjónvarpi 26. sept. s.l. var talað um aö „starfa að land- búnaðarstörfum”. Mér finnst að þarna heföi útvarpið átt að vanda betur málfarið. Þetta lýsir sambærilegri fátækt i orðavali við það, er áður hefur verið talað um i þessum þætti, þ.e. að hlaupa i hlaupi, og sprengja sprengju. Hér má bæta viö orðalaginu aö „slasast íslysi” en það er langalgengast að svo sé tekið til orða, bæði i blöðum og útvarpi þegar meiðsli veröa á fólki i umferð- inni. Mér likar ekki þetta orða- lag, og er ekki i vafa um að blaða- og fréttamenn gætu flutt þessar hörmulegu fréttir á betra máli, ef þeir aðeins hugs- uöu um það.” Ég tek undir það að heldur finnst mér þetta hvimleið klif- un.Til viöbótar þessum dæmum má nefna að oft er talað um að keppa i keppni, vinna verka- mannavinnu eöa skrifstofu- vinnu o.þ.h. og að raða i röð. Ugglaust væri hægöarleikur að finna fleiri slik dæmi. Klifun af þessu tagi er oftast auðvelt að forðast: Segja má að menn stundi skrifstofuvinnu, taki þátt i keppni, keppi i hlaupi o.s.frv. Þá segir bréfritari: „I seinni tið hefur það færst i vöxt þegar talaö er um fólk sem er á feröalagi aö sagt er að fólk- ið „komi fram hjá” þeim stað sem nefndur er. Aður var ævin- lega, þar sem ég þekki til, sagt að fólk „færi fram hjá staðn- um.” Hér hef ég engu við að bæta, að sjálfsögðu fara menn fram hjá ákveðnum stað. Bréfinu lýkur með þessum orðum: „Þetta bréf er vist oröið lengra en góðu hófi gegnir, margt er þó ótalið af þvi er ég hefði viljað taka til meðferðar, má þar til nefna oröin „bigerö” og „blivur” sem mikið eru not- uð i fjölmiðlum, einnig orðin „fyrir rest”. Ég þakka Sigurjóni Valdimars- syni greinagott bréf og vona að hann skrifi þættinum sem oft- ast. „starfa að land- búnaðarstörfum” /■ frA TÓN- SMIÐJ- UNNI Til hv Gunnar Walkare sést þarna ásamt einum félaga sinna leika sænska sveitatónlist. Gunnar Walkare og félagar flytja afríkanska tónlist á Kjarvalsstöðum. Tónlist þessi , jafn fjar- læg og hún er okkur, féll í góðan jaröveg á- heyrenda. — Ijósm. ab: ieg Thor Vilhjálmsson form- aður BIL,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.