Alþýðublaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 16
Niðurstöður fimmtu skoðanakönnunar fllþýðublaðsins: MEIRIHLUTI ÞJÓÐARINNAR VILL LATA HERINN VERA UM KYRRT OG BORGA FYRIR 5. skoðanakönnun Alþýðublaðsins — niður- stöður Hvað segir fólk um herinn og hersetuna? Að þessu sinni fékk fólk að láta álit sitt i ljós varðandi eftir- farandi spurningar: Á að láta herinn fara? Á að láta herinn sitja á- fram endurgjaldslaust? Á að láta herinn greiða fyrir að vera hér árfam? Alls bárust 152 svör i pósti og siðan var hringt i aðra 152 og sömu spurningar lagðar fyrir þá. Af 152 svörum, sem bárust i pósti voru 64 utan af landi en 88 af Stór-Reykjavikur svæðinu. Svörin gegnum sima voru öll af Stór-Rey k ja vikur-svæðinu. Niðurstöðurnar eru sem hér segir: Það á að láta herinn fara sögðu: 52 i pósti, 53 i sima, alls 105 eða 34.5% Það á að láta herinn sitja áfram endurgjaldslaust sögður: 8 i pósti, 0 i sima, alls 8 eða 2.6% Það á að láta herinn greiða fyrir að vera hér áfram sögðu: 92 i pósti, 78 i sima, alls 170 eða 55.9% Auk þess, sem að ofan greinir vildu 9 ekki láta I ljós skoðun sina, eða 3.0% og 12 voru óá- kveðnir, eða 3.9% Þátttaka fólks utan af landi i Skoðanakönnun Alþýðublaðsins hefur farið stöðugt vaxandi, en alls bárust bréf frá 39 stöðum utan af landi, alls 64 bréf. Þá er þó nokkuð mikið um það að fólk sendi bréf með svörunum og ræðir um skoðun sina á málinu og reyni að rökstyðja hana á einn eða annan veg. Nokkrir þeirra, sem taka vildu leigu fyrir hersetuna bentu á mjög mikla efnahagsörðugleika hjá okkur. Tveir vildu láta leigu- peningana ganga beint til land- helgisgæzlunnar. Enginn vafi er á þvi að leigu- sjónarmiðinu hefur vaxið mikill fiskur um hrygg og af þeim 78 sem tjáðu sig i sima fylgjandi hersetu vildu allir taka leigu. Ef niðurstöður þessarar könnunar eru bornar saman við niðurstöður skoðanakönnunar Dagblaðsins sl. þriðjudag má gera ráð fyrir að ólik fram- setning spurninganna ráði þar nokkru um, en spurning Dag- blaðsins var: Finnst þér að bandariska herliðið eigi aj) vera áfram á Keflavikur- flugvelli? Niðurstöður þeirra voru þær, að með varnarliðinu voru rúml. 43% en á móti rúml. 41%. 1 Skoðana- könnun Alþýðublaðsins eru val- kostirnir þrir og þar virðist leigusjónarmiðið hafa ráðið miklu um afstöðu fólks. Að lokum má benda á, að i skoðanakönnun Dagblaðsins eru jafn mörg svör utan af landi og á Reykjavikursvæðinu. t Skoðanakönnun Alþýðublaðsins eru öll símasvörin af Reykja- vikursvæðinu og tæplega helmingur innsendra svara utan af iandi. Af skoðanakönnun Alþýðu- blaðsins og með hliðsjón af niðurstöðum i skoðanakönnun Dagblaðsins virðist okkur margt benda til þess að stuðningur við hersetuna sé meiri á Reykjavikursvæðinu heldur en úti á landsbyggðinni, en eins og áður er sagt er erfitt að ganga úr skugga um þetta atriði á grundvelli þessara tveggja skoðanakannana þar sem framsetning spurningana er nokkuð frábrugðin hjá hvoru blaði um sig, eins og áður segir. Ný skoðanakönnun fer af stað á morgun, en þá verður spurt. Áttum við að semja við Breta? Fólk er hvatt til að taka þátt i Skoðanakönnun Alþýðublaðsins og senda svörin inn sem allra fyrst. Þvi meiri sem þátttakan er þvi marktækari eru niður- stöðurnar. Siöarmeir er hug- myndin sú, að endurtaka sumar spurningarnar og kanna þar með hugsanlegar breytingar á aimenningsálitinu. Skoðanakönnun Alþýðublaðsins Pósthólf 320 Reykjavik. SÍS vill nánari samvinnu við ASÍ „Það kom greinilega fram”, sagði Hörður Zophóniasson, skólastj. nýkjörinn stjórnar- maður i SIS, ,,að mikill uggur er i samvinnumönnum vegna erfið- leika um rekstrarfé bænda, og raunar Sambandsins lika. Bændur, sem eru að mestu við- skiptavinir kaupfélagan na virðast ekki eiga kost á reksturs- fjáraukningu, að neinu ráöi en á- burður hefur t.d. hækkað geysi- lega sem kunnugt er.” „Hvað fleira athyglisvert bar helzt á góma?” „Talsvert var rætt um, að freista þess að auka samstarf við ASl og var ákveðið að fela stjórn Sambandsins að tilnefna 7 menn i nefnd, til að reifa það mál. Þá var rætt um atvinnulýðræði og að gefa starfsfólki kost á að hafa tvo áheyrnarfulltrúa á stjórnarfundum SÍS, annars þarf að athuga, hvernig þau mál geta þróast, sem hagkvæmast. Karl Steinar Guðnason og fleiri fluttu tillögu, sem var samþykkt um að reikningar dótturfyrir- tækja SIS skuli liggja frammi á aðalfundum Sambandsins, mun svo verða þegar á næsta aðal- fundi. Þá var flutt og samþykkt tillaga um að skora á stjórnvöld, að beita sér fyrir lánsfjár- aukningu til landbúnaöar og iðnaðar” lauk Hörður Zophónías- son máli sinu. GOÐVIÐRIÐ FYLLIR BÆNDUR BJARTSÝNI Það er ein stétt manna, öðrum fremur, sem mest hagnast á sliku veðurfari, sem við höfum notið að undanförnu. Viö ræddum við Gisla Kristjánsson hjá Búnaðar- félagi íslands og spurðumst frétta. Stóð víða tæpf með hey. Gisli kvað ástandið nokkuð gott um mestan hluta landsins. Fyrsta vika sumarsins var mjög góð nema helzt á Vestfjörðum. Siðan kom kuidakafli og fór gróður nokkuð illa út úr honum, en sið- asta vika eða tiu dagar, virðast hafa bjargað þvi vel vegna hlý- inda um allt Suöur- og Vesturland og ailt austur á Hérað. Helzt er það Norð-Austurland, sem ekki hefur notið hlýindanna. A mörgum stöðum stóð tæpt með hey, þar sem hey voru litil og léleg i haust. Var þetta einkum á Suður. og Vesturlandi og þurfti viða að flytja hey á milli staða. En þar sem voraði svona snemma, viröist þetta hafa - bjargazt. Þar sem heyin voru svona léleg, var eftirtekja mjólk- ur i lágmarki. Sauðburður gengur vel. Kýr eru almennt ekki komnar út nema þá helzt á stöku stað fyrir norðan. Sauðburður gengur vel og er lambadauöi viðast minni en venjulega. Sem dæmi um það, frétti blaöið, að hjá bónda einum i Borgarfirði, sem missti um 20 lömb i fyrra, dó aðeins eitt i vor og taldi þessi bóndi, að vorið væri það bezta siðan 1964. Vegna lélegrar mjólkurnytar og vegna hækkandi vöru-og á- burðarverðs, er fjárhagur bænda bágborinn um þessar mundir, en vegna góðviðrisins undan farna daga, hafa þeir tekið gleði sina og lita björtum augum til sumarsins enda taliö, að ekki þurfi nema nokkra hlýja og góða daga til við- bótar til þess að grasvexti sé bjargað. Og umfram allt, segir Gisli Kristjánsson, hefur ekki heyrzt um neitt kal i túnum i vor. ATA FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1 976 Tekið eftir: Halldór Ásgrimsson er yngsti maðurinn i hópi alþingis- manna, og hefur hann vakið á sér athygli fyrir greind og þekkingu á ýmsum málum á þingi. Afi hans og alnafni var lengi þingmaður Norðmýlinga og merkismaður. Halldór var kosinn endurskoðandi SIS á aðalfundi þess, þar sem Tómas Árnason treysti sér ekki til að gegna þvi starfi með þing- mennsku og forstjórastarfi Framkvæmdastofnunar. Endurskoðandastarfið er hátt skrifað (og launað) hjá SIS og sýnir kosning Halldórs, sem að visu var naumur sigur á fundinum, að hann nýtur álits i röðum Framsóknarmanna. Heyrt: Siðasta orusta þorskastriðsins á landi var háð á þingmannafundi NATO i Brússel nokkrum dögum áður en Einar og Matthias sömdu um algjört vopnahlé við Crossland i Osló. Haldnir voru margir nefndarfundir i Brussel og fjórir landar mættir til leiks. Fyrsta daginn var Tómasi Árnasyni teflt fram og sótti hann á Breta. Annan daginn var Benedikt Gröndal sendur fram á vig- vö.'iinn og gerði hann harða atiögu að Hoy lávarði og Patric Wall. Þótti Bretum nóg um er Benedikt sagði, að stefna þeirra á Islands- miðum hefði verið ótrúlega heimskuleg (incredibly stupid) og kvörtuðu undan. Þriðja daginn sendu ís- lendingar fram Kröflu- kappann Jón Sólnes, og þá gáfust Bretar upp. For- maður þeirra, Sir Geoffrey deFreitas kvaðst hafa splunkunýjar fréttir um að samningar væru að .smella saman og lauk þar með Brusselbardaga. Heyrt: Að bankaráðsmenn rikisbankanna megi nú eiga von á 40% hækkun á launum fyrir bankaráðs- störf. Bankaráðsmenn Seðlabankans hafa þegar fengið þessa hækkun og fá þeir nú liðlega 16 þúsund krónur á mánuði fyrir fundasetu. Frétt: Að i sumar sé von á mörgum auðugum útlend- ingum til laxveiða hér á landi. Flestir koma þeir i einkaþotum og dveljast hér i 3 til 7 daga. Þessum auðugu laxveiðimönnum hefur fjölgað ár frá ári og þeir vila ekki fyrir sér að greiða nokkur hundruð þúsund krónur fyrir ferðir, veiðileyfi og uppihald.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.