Alþýðublaðið - 16.06.1976, Side 1

Alþýðublaðið - 16.06.1976, Side 1
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ Áskriftar- síminn er 14-900 I BLAÐINU I DAG uuim ar Sjálfstæður elnstaklingur? Er barnið sjálfstæður einstaklingur með tilfinningar og eigin skoðanir, eða er barnið eign foreldranna sem gátu það aft sér og hafa alið önn fyrir þvi og gert það T sem það er. Er foreldrum heimilt að‘J ákveða allt fyrir barnið eða hver er réttur þess? Sjá bls. 8-9 ’c Sac; UTLðND r- ngj :í Pólitískur heiðarleiki? Verður Jimmy Carter næsti forseti Bandarikjanna. Honum er fundið skoð- analeysi til foráttu, en aðrir segja hann vera fulltrúa þess sem koma skal i banda- riskum stjórnmálum: Heiðarleiki í orði og á borði. Sjá bls. 5 >a' -j’ qgaeiw ■ auc:--1 ia tí BE InocJ' CT3C Mikið fall í lyfjafræði Af 17 nemum sem gengust undir próf sem veitti réttindi til starfa sem aðstoðarlyjfa- fræðingur náðu aöeins 7 tilskilinni eink- unn. Þessi fallprósenta er óvenju há. Sjá baksíðu. 3ca> LCE 501 D? acz Hi ;cc-jqQgc Gildi skoðanakannana Það er alltaf hætta á þvi að þeir sem aðhyllast öfgaskoðanir, á hvorn veginn sem er, móti endanlegar niðurstöður skoðanakannanna sem gerðar eru, eink- um ef um er að ræða mál sem menn greinir á um. Sjábls. 13 ^dL ,D Q Ríkið gefur og rfkjð tekur Rikið tekur og rikið gefur. Ein helzta tekjulind rikissjóðs er sala á áfengi og tóbaki. A sama tima greiðir rikið stór framlög til þess að hressa upp á andlegt og likamlegt ástand þeirra sem verða þessari tekjulind að bráð. Sjá bls. 2. íacz 3C3! iLJL-JL. o pa Wí~5 =>l_M_J I_* ,-l---- » —~~1C s’SOUfeöaOi íQf Of fljótir á sér með karfaverðshækkunina? - óvíst um frekari hækkun á Bandaríkjamarkaði — Það á eftir að koma i ljós hvort verðið á karfaflökum á Banda- rikjamarkaði þolir aukningu á útflutningi héðan, sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson frarxi- kvæmdastjóri SH i sam- tali við Alþýðublaðið. Nýlega ákvað verð- lagsráð sjávarútvegsins 46% hækkun á karfaverði. Eyjólfur sagði, að nú nýlega hefði orðið smáhækkun á karfa i Banda- rikjunum, en sú hækkun væri hverfandi miðað við þessa hækk- un hér. Verðjöfnunar- sjóður yrði að gripa inn i til að hægt væri að greiða þetta verð. Hins vegar væri möguleiki á að unntverðiaðselja meira magn af karfa vestur, en það yrði ekki fyrr en seinna i sumar eða haust sem i ljós kæmi hvort aukið framboð leiddi til lækkunar á verði i Bandarikjunum. Arið 1974 voru flutt út til Banda- rikjanna 580 lestir af karfaflök- um, en sama ár til Sovétrikjanna 7.554 tonn eða tæp 93% af út- flutningi karfa. Aukin eftirspurn virðist nú vera eftir karfaflökum vestra vegna minna framboðs frá öðrum löndum. Talið er, að hér megi veiða allt að 80 þúsund lestir af karfa á ári og með verð- hækkuninni er stefnt aö stór- aukinni sókn I karfann vegna minnkandi þorskafla. —SG Þjóðhátíð á morgun A morgun er þjóðhátlö ísiendinga. Þótt þessi litli snáði, sem DG festi á filmu viti minnst af þvi, þá er ýmislegt á dagskrá, einkum fyrir börn I borginni um miðjan dag á morgun, og i úthverfum borgarinnar annað kvöld. Almenn útihátið i miðborginni virðist hins vegar úr sögunni, hvort sem mönnum ifkar það betur eða ver. Á blaðsiðu 3 er dag- skrá hátiðarhaldanna. Fylgizt með frásögnum blaðsins af Listahátfð Tröllkonan, elzta grafík- myndin á Kjarvalsstöðum Útvarpsmenn halda yfirvinnu- banni áfram meðan þeir bíða úrskurðar kjaranefndar - óska breytinga á röðum í launaflokka Yfirvinnubann starfsmanna Rikisútvarpsins heldur áfram og hefur ekki verið rætt við þá siðan 1. júni. Starfsmenirnir hafa sent kjarnefnd bréf um kröfur sinar varðandi röðun i launaflokka og á nefndin að hafa lokið störfum næstu mánaðamót. Úrskurður hennar á að vera bindandi fyrir báða aðila. Dóra Ingvadóttir formaður Starfsmannafélags Rikisútvarps- ins sagði að yfirvinnubanni yrði haldið áfram um óákveðinn tima. Fréttamenn og tæknimenn hefðu t.d. viðmiðun við stéttarbræður sem ekki starfa hjá rikinu og launamismunurinn væri mikill. Það væri staðreynd að rikis- starfsmenn hefðu dregist langt aftur úr i launum og enginn lifði lengur á fastakaupinu. Dóru var ekki kunnugt um að starfsmenn sjónvarpsins hyggðu á mótmæla- aðgerðir að sinni, en sjónvarpinu verður lokað vegna sumarleyfa þann 1. júni. Útvarpsþulir taka ekki þátt i yfirvinnubanninu og vinna eftir þörfum eins og áður. —SG

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.