Alþýðublaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 2
2 STJÓRNMÁL Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Keykjaprent hf. Kitstjóri «g ábyrgöarmaður: Arni Gunnars- son. Kréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. Aðsetur ritstjórnar er í Siðu- múla 11, simi 81866. Auglýsingar: 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1000 krónur á mánuði og 50 krónur i lausasöl 1. blaöió 17. JÚNÍ ( dag er þjóðhátíðardagur. (slendingar fagna 32ja ára gömlu lýðveldi sínu og minnast þess um leið að í dag eru liðin 165 ár síðan Jón Sigurðsson, íslenzk frelsishetja, fæddist í þennan heim á f jörðum vestur. Á þjóðhátíðardegi er von að menn og konur gleðjist og hneigist til já- kvæðrar hugsunar. Lýð- veldið hef ur staðið af sér áföll og það stendur enn. Hér býr fólk við frelsi til orðs og æðis, tiltölulegt efnahagslegt jafnræði, óspilltari náttúru en ger- ist með iðnvæddari þjóð- um. Þjóðfélag okkar er þess háttar að við eigum alla möguleika á þvi að stofna hér fyrirmyndar- ríki, sem gæti orðið öðr- um þjóðum hvort tveggja, öf undsvert og til eftirbreytni. Að vísu hefur þjóðfélagið agnúa sem af þarf að sníða, kannske vandamál sem rista dýpra í þjóðarsálina og þjóðarvitundina en menn höf ðu áður gert sér grein fyrir. En engu að siður er það svo að frjáls þjóð sem jafnframt skil- ur og virðir hin dýpri rök frelsisins, sem veit og viðurkennir hversu við- kvæmt og vandmeðfarið hugtak frelsiðer, sú þjóð er líka fær um að lagfæra sjálfa sig og hefja nýja ferð inn í bjartari fram- tíð. Þeir kólgubakkar sem hafa verið að hlaðast upp á himninum fyrir ofan okkur eru samt margvís- legir. Erlend skuldasöfn- un íslenzkrar þjóðar er með þeim hætti, að þjóð- in getur ekki til mikillar lengdar staðið aðgerðar- laus andspænis henni. Á næstu árum mun meira en fimmta hver króna aflaðs gjaldeyris fara í það að greiða þessi erl- endu lán. Þetta eru svo óhugnanlegar staðreynd- ir að engu tali tekur. Frammi fyrir slíkum vanda hefur þjóðin ekki staðið fyrr. Sjálfu efna- hagslegu sjálfstæði landsins er tef It i tvísýnu. Það er verið að binda börnum þessa lands skuldabagga, traðka á þeirri Ijóðrænu undir- stöðu, sem er sjálfstæði þessa lands. Verðbólguhjólið snýst áfram með ógnarhraða. I allri þeirri miklu umræðu sem um verðbólgu hefur átt sér stað, gleymist þó stundum það, sem þó ekki minnstu máli skiptir. Hér er átt við hin siðspillandi áhrif verðbólgunnar. Hvernig verðbójgan smátt og smátt gerir allan þorra þjóðarinnar að bröskurum, hvernig mönnum, jafnvel börn- um, lærist í þessu ástandi að braska með verðmæti sem þau eiga ekki og hafa aldrei aflað. Verðbólgan hefur þann innbyggða eiginleika að gera þegna landsins smám saman óheiðarlega, að láta þá glata eiginleikanum að gera greinarmun á réttu og röngu í f jármálalegum efnum. Og á síðustu mánuðum hefur æ betur verið að koma í Ijós að þjóðfélagið býr við enn ægilegri meinsemdir en menn áður almennt höfðu látið að sér hvarfla. Skipuleg glæpastarfsemi virðist hafa náð að festa hér rótanga sína, fjármála- afbrot virðast tíðari og stærri umfangs en vís- ustu mönnum hafði áður dottið í hug, og þessi um- fangsmikla glæpastarf- semi hefur jafnvel teygt arma sína víðar og tekið á sig enn óhugnanlegri myndir. Smygl virðist viðamikið — ekki það smygl þegar farmaður- inn eða ferðamaðurinn tekur með sér eina og eina vínflösku til þess að drýgja tekjur sínar — heldur skipulagt smygl þar sem miklu meiri f jár- munir eru í húfi. Og gegnt þessum vá- gestum, sem í sjálfu sér kunna allir að stafa frá sömu eða svipuðum rót- um, mengun hugarfars- ins, virðast stjórnvöld standa ráðþrota. En öllu þessu má breyta og allt þetta má lagfæra, ef og þegar framsækin öfl þjóð- félagsins taka höndum saman. Vilji fjölmargra er fyrir hendi. En um leið og hugurinn hvárflar að slíkum mál- um á þjóðhátíðardegi, þá er hitt jafn Ijóst, að f þessu landi höfum við möguleika á því að byggja upp þjóðfélag, sem getur tekið öðrum þjóðfélögum fram. AAeð- fram vegna þess að vegna fámennis höfum við tækifæri til þess að láta sérhvern þegn njóta sín til fulls. Hér þyrfti enginn að týnast í fjöl- menni, hér þyrfti enginn að firrast. En það er verk að vinna. —VG Fimmtudagur 17. júní 1976 „MÍN HEITASTA ÓSK AÐ FYLKINGAR VERKFALLS- MANNA RIDLIST STRAX” - segir Jón Múli Árnason þulur — Það er rétt, að þulir taka ekki þátt I þessu yfirvinnubanni og min heitast ósk þessa dagana er sú að fylkingar verkfalls- manna útvarpsins riðlist sem fyrst, sagði Jón Múli Arnason þulur i samtali við Alþýðublaðið i gær. Svoleiðis var, að þegar samn- ingarnir voru til umræðu i út- varpinu skipaði starfsmanna * félagið sérstaka launamála- nefnd, hélt Jón Múli áfram. Brátt kom i ljós að það vildi far- ast fyrir að boöa þuli á fundi þessarar nefndar. Þegar tillög- ur nefndarinnar bárust okkur svo I hendur kom svo i ljós, að nefndin hafði illa að verki stað- ið. Þulir höfðu verið lækkaðir um einn flokk. Þessu mótmæl- um við að sjálfsögðu og gerðum það strax i mal. Siðan var verið að læðupokast með undirskrift- arskjal um yfirvinnubann ef ekki yrði gengið að kröfum starfsmannafélagsins. Jón Múli tók fram, að það hefði kostað þuli mikla og langa baráttu að komast I sama launaflokk og fréttamenn, það er 24. flokk, en fréttamenn taka nú laun I þeim flokki. Þulir vildu ekki una þvi að eiga að vera i 23. flokki og eiga þá kanski að hækka um einn flokk til þess eins að standa i stað meðan að öðrum væri ætlað að hækka um allt að sex flokka. Þá sagði Jón Múli að þulir vildu ekki taka þátt i yfirvinnu- banninu þar sem það væri ólög- legt. Opinberir starfsmenn væru skyldugir til þess að vinna allt að 12 stundir i yfirvinnu á viku effarið væri fram á það. Sérstaða útvarps. 1 þriðja lagi vilja þulir mót- mæla þvi að starfsmannafélagið skuli alltaf vera að miða laun útvarpsmanna við almennan vinnumarkað. Það væru þá ekki nema fréttamenn og tæknimenn sem það gætu, en Jón sagðist vilja taka fram að illa væri farið með tæknimenn I launakjörum útvarpsins. Það væri fjöldinn allur af útvarpsmönnum, t.d. þulir, sem gætu ekki komið með neinar viðmiðanir um sambæri- leg störf á hinum almenna vinnumarkaði. Þetta væru helstu forsendur þess að þulir tækju ekki þátt i yfirvinnubanni starfsmannafélagsins. Skitt og laggo... I langri grein i Þjóðviljanum s.l. sunnudag drepur Jón Múli á bréf frá útvarpsstjóra til starfs- mannafélagsins þar sem hann bendir á að verið sé að fremja lögbrot. Siðan segir svo I grein- inni: „Stjórn Starfsmannafélagsins tók bréfi útvarpsstjóra eins og hverju öðru innanhússgrini og taldi ástæðulaust að kalla sam- an félagsfund, þótt lög félagsins og almennt velsæmi krefjist fundar þegar alvara er á ferð- um. Skitt og laggo með landslög sem misvitrir alþingismeiri- hlutar setja okkur — öðru máli gegnir um lög starfsmanna- félags: stjórn félagsins má helst ekki brjóta þau, án þess að eiga á hættu að glata þá i leiðinni þvi sem henni kann að lokum að reynast meira virði en launa- flokkahækkun — virðingunni.” — SG GÆTI GOSIÐ A „VONDUM STAÐ" - segir Páll Um þessar mundir berast stööugar fréttir um jarðfræöi- legar breytingar á Kröflu- svæðinu. i gær átti Alþýðublaðið stutt viðtöl við þrjá menn einn frá Raunvisindadeild Háskólans, annan frá Orkustofnun og yfir- verkfræðing viö Kröfluvirkjun. Páll Einarsson, jarðeðlis- Einarsson, jaröfræöingur fræðingur á Raunvisindadeild- inni sagði mjög óliklegt að jörðin myndi rifna ef til goss' kæmi. Hitt væri mun liklegra að gosiö kæmi upp á ákveðnum staö, jafnvel „vondum staö” ef svo mætti að orði komast i þessu sambandi. 1 dag eru skjálftanir bundnir við ákveöið svæði en það gæti breyzt eða hlaupið út undan sér. Páll sagði að þeir fengju send reglulega hingað suður mæii- gögn frá skjálftamælum á Kröflusvæðinu. Við höfum þá samband við Gest Gislason hjá Orkustofnun til að fá upplýsingar um magn gassins. Gesiur sagði að þeir mældu gasinnihald þess vatns STARFSMANNAFELAG RIKISSTOFNANA GERIR ATHUGASEMD: HVER ER UPPI í SKÝJUM? „1 Morgunblaðinu 16/6, 1976 er að finna viðtal við Höskuld Jónsson, ráðuneytisstjóra, þar sem hann lýsir viðhorfum fjár- málaráöuneytisins I yfirstand- andi kjaradeilu. Höskuldur ger- ir þar sérstaklega að umtalsefni ,,....að samninganefnd rikisins hefði gert öllum félögunum til- tekið tilboð og það hefðu átt sér staö skoðanaskipti milli nefnd- arinnar og samninganefnda þessara félaga.” (Tilboöið fylg- ir meö bréfi þessu, sem fylgi- skjal). Síðan segir Höskuldur: „Ef kröfur eru upp i skýjun- um og ekkert horft á það sem kringum er, þá þjónar þaö tak- mörkuöum tilgangi að leggja mikla vinnu I það....” (undir- strikun okkar). Að lokum segir Höskuldur að þaö væri lögð „....áhersla á það að einstaka menn sem þættu illa settir gagnvart almennum vinnumarkaði, fengju launa- flokkahækkun út úr samningun- um, en aðrir yröu að biöa eða fengju ekkert sllkt.” í greinagerð Starfsmanna- félags rikisstofnana (svo og annarra félaga BSRB) hefur einmitt veriö lögð mikil vinna i aö gera yfirlit yfir það, sem tlðkast á „almennum vinnu- markaði”, og af meðfylgjandi plöggum ætti hverjum og einum að vera ljóst að kröfur SFR eru langt frá þvi að brúa það bil, sem nú er á milli félagsmanna SFR og „almenna vinnumark- aðarins” — meira að segja þeg- ar um er að ræða aðra samn- inga, sem rlkið er aðili aö. Það væri kanski ekki úr vegi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.