Alþýðublaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 8
8 QR VIWISUM ATTUM Fimmtudagur 17. júní 1976 SÖMU LflUN FYRIR SÖMU STl í fyrrihluta þessarar greinar var fjallað um launamismun hjá nokkrum stéttum eftir þvi hvar þær starfa. 1 ljós kom m.a. að það getur munað allt að þvi 15 launaflokkum á mánaðar- launum iðnaðarmanna eftir þvi á hverjum hinna þriggja vinnu- markaða þeir hafa kosið að starfa, hjá þvi 'opinbera, hjá tSAL eöa á svokölluöum frjáls- um vinnumarkaði. Það var einnig athyglisvert að rikið sjálft leyfir sér launamismunun fyrir sömu störf. Skrifstofufólk t þvi sem hér fer á eftir verður fjailað um skrifstofufólk i bönk- um, i rikisverksmiðjum og hjá tSAL samanboriö við skrifstofu- fólk sem tekur sin laun eftir samningi Starfsmannafélags rikisstofnana við viðsemjendur sina. Einhver kynni að spyrja hvi skrifstofufólk á frjálsum vinnu- markaði er ekki tekið með i þessum samanburði, en þvi er til að svara að ekki hafa veriö gerðar neinar kannanir á kjör- um þeirra eftir þvi sem næst verður komist. Þaö er einnig vitaö og viðurkennt að slikar rannsóknir yrðu erfiðar i fram- kvæmd vegna þess aö rökstudd- ur grunur er fyrir þvi að nokkuð sé um yfirborganir skrifstofu- fólks á þeim markaöi. Þaö má hinsvegar ljóst vera að meöan ekki liggja fyrir áreiðanlegar upplýsingar um kjör skrifstofufólks i þessari grein atvinnulifsins þá veröur þess varla aö vænta að hægt verði að leggja fram óvé- fengjanlega réttmætar kröfur i samningaviðræðum um kaup og kjör. Að einhverra mati kann þó að vera betra að vita sem minnst um raunverulega stööu þessara mála. t þvi sem hér fer á eftir veröa tekin dæmi úr þeim samningum A ,°15 Símaverðir Iqo- • <r *8 5- a 'Í80- p5- 70- S F k R* t K i 5 v D R U K R R i / 5 R L. * RUCÍSUCRKfcW.. BUU- íwwjCr Ritó-silos Sk) TAWft LWUÓ SKv/. SrtmuÍKíGcuflA \J. R. sem rikið sjálft hefur gert við skrifstofufólk. Þannig verður gerður samanburöur milli annarsvegar samnings þess sem BSRB geröi viö fjármála- ráðherra þ. 1. april sl. og hins vegar samnings rikisverk- smiðjanna og ýmissa verk- alýðsfélaga sem undirritaður var i júni árið 1975. „Reglugerö um launakjör starfsmanna bankanna” frá i júli 1974 og launatöflu nr. 60 frá samvinnu- nefnd bankanna (þ.e. heildar- laun frá 1. marz 1976). Auk þessa er visað til samnings sem EKKI SITJfl ALLIR VIÐ SAMA BORÐ Af þeim myndritum sem hér eru birt og einnig þeim sem birt voru meö fyrrihluta greinar- innar er það Ijóst að langt er frá þvi að hér séu greidd sömu laun fyrir sambærilega vinnu. Það mætti skilja að einhver munur væri á milli þess sem kallað er frjáls vinnumarkaður og rikisins. Hitt er einkenni- legra að launamismununin er einnig mikil milli fyrirtækja sem eru I eigu rikisins og stofnana á þess vegum. Þessi mismunun er litt skiljanleg eða ekki. Þettaer þvf illskiljanlegra þegar þess er gætt að I báðum tilfellum er það fjármálaráöu- neytið sem er viösemjandi laun- J>eganna. Það ætti ekki að þurfa að minna á nauösyn þess að hið opinbera gangi á undan með að greiða sömu laun fyrir sambærilega vinnu. Meðan svoer ekki veröur þess ekki vænzt að slikt gerist á al- mennum vinnumarkaði. „með samanburði við kjör annarra"? Það er nokkuð kyndugt að I kjarasamningi þeim sem fjár- málaráðherra gerir fyrir hönd rikissjóös við launþega segir að miöað skuli við þau kjör sem tíðkast á almennum vinnu- markaöi. Myndrit þau sem birt hafa verið meö greininni sýna svo ekki verður um villzt að þetta atriöi hefur gersamlega verið hunzað og látið sem þaö væri ekki til. Með þessum orðum er ég þó ekki að lýsa yfir stuðningi viö að kjara- samningana skuli miða við svona atriði. Það sem ætti að liggja til grundvallar þegar ákvarðanir um laun eru teknar er sú einfalda spurning hvort tekjurnar nægi til framfærslu launþeganum. Það er það eina atriði sem hafa ber f huga. Við skulum lita á afleiöingar þessarar láglaunastefnu og þá fyrst hver áhrif hún hefur á launþegann. Launin eru það lág að sé þess kostur þá vinnur viðkomandi starfsmaður alla þá yfirvinnu sem unnt er aö fá. Það leiðir auövitaö til þess að hann veröur óvirkur i kjarabaráttunni ein- faldlega vegna þreytu. Þar af leiðir siöan að kjararýrnunin verður enn meiri þar sem laun- legarnir megna ekki að halda uppi virkri og almennri kjara- baráttu. Afleiðing þess er að launþeginn verður að vinna enn meiri yfirvinnu ef hann á að geta haldið lifinu i sér og sinum. Þetta er vitahringur sem erfitt er að losna úr. Hér veröur ekki gerð tilraun til þess að lýsa félagslegum af- leiðingum fyrirkomulagsins. Láglaunastefnan er ekki siöur varhugaverð fyrir ríkiö vegna þess að greiði það mun lægri laun en unnt er aö fá fyrir hliö- stæö störf á frjálsum vinnu- markaði þá er það eðlilegt að fólk taki frekar vinnu sem þar er að fá en að ráðast til hins opinbera eða stofnana á þess vegum. Nýlegt dæmi þessa er að læknir einn sem er sérhæfður i lungnasjúkdómum kom hingaö heim til starfa. Hann gegndi samtals rúmlega einni aöstoöarlæknisstöðu á 3 deildum. Aðeins ein þeirra starfaði á hans sérsviði. Þessum lækni var boðin pró- fessorsstaða við stórt og frægt sjúkrahús eriendis og hefur þar heila deild fyrir sina sjúklinga. Þetta dæmi er tekið i þeim til- gangi að sýna fram á hættuna á þvi að láglaunastefnan, þegar til lengri tima er litið, veröur þess valdandi að hæfur vinnu- kraftur hlýtur aö leita kjöt- katlanna. Hér var rætt um lækni en þeir hafa að því er almanna- rómur segir góð laun, hvað þá með hina sem hafa enn verri iaun. Þess ber að geta aö nokkrir starfshópar gætu ekki leitað annarra atvinnurekenda en hins opinbera. Hér er átt við þær stéttir sem eru að meira eða minna leyti i störfum sem krefj- ast sérhæfingar og sú sérhæfing kemur aöeins að notum I störfum hjá þvi opinbera. Til dæmis um þetta má nefna sjúkraliða, hjúkrunarfræðing, fóstru, og öll þau störf sem eru unnin hjá rikinu einvöröungu. Þetta fólk lendir inni i blind- götu og verður oft að sætta sig við verri kjör ef það vill vinna aö þeim störfum sem þaö hefur sérhæft sig til. Hver þurfa launin að vera? Það er ekki tilgangurinn með þvi sem skrifað hefur veriö I þessari grein að fárast yfir þvi hve þeir sem SFR-menn hafa verið bornir saman við hafa há laun. Samanburðarhóparnir komast nær þvi að hafa það sem kallast getur mannsæmandi laun þó ekki séu allir á þeim báti. Hitt má vera Ijóst hve laun félaga I SFR eru lág. Til þess að sýna fram á hve lág launin eru skulum viö lita á hver útgjöld visitöluf jöl- skyldunnar eru f dag. Árs- útgjöld hennar eru samkvæmt grundvelli vfsitölu framfærslu- kostnaðar á verðlaginu I byrjun þessa mánaðar kr. 1.530.000.00 Þessi upphæð svarar til 127.500 króna á mánuði. Ekki er þó óhætt að gleypa þessa tölu alveg hráa, þvl hún segir I raun og veru ekki hverja fjárhæö visitölufjölskyldan þarf til þess að lifa einn mánuð á þessu ári. Talan er þannig fengin að tekið var meðal tal út- gjalda 100 fjölskyldna fyrir 10 árum og sú summa er reiknuð til verölagsins eins eins og það er I dag. i hópi þessara 100 fjölskyldna eru ýmsar sem hafa mun meiriútgjöld en meðaltalið segir til um og auðvitað aörar sem eyöa minnu. Tölurnar segja þvi aðeins til um hver meðalútgjöldin eins og þau voru, þegar könnunin var gerð, með þeirri breytingu að kostn- aðurinn er reiknaður á verðlaginu eins og það var f byrjun júnimánaðar. Þessi grundvöllur er að nokkru leyti úr sér genginn og má reikna með þvi að vægi sumra þátta hans verði að auka vegna þess hve þeir hafa hækkað. Sem dæmi um þetta mættinefna hve húsaleiga hefur hækkað á þessum tima, ekki þá sem er að finna i skattafram- tölum og slikum plöggum. öörum þáttum þyrfti ef laust að breyta ýmist til lækkunar eða hækkunar vegna þess hve neyzluhættir hafa breyzt frá þvi að upplýsinganna sem grund- völlurinn er byggður á, var aflaö fyrir 10 árum siðan. Þrátt fyrir galla sina er grundvöllurinn notaður til við- miöunar og notaður viða t.d. er hann títt nefndur í kjarasamn- ingum. Lokaorö. Við samningu þessarar greinar hefur verið stuðst við greinargerö sem SFR lét vinna, til þess að sýna fram á launamun fyrir sömu störf og til þess að geta rökstutt kröfur sinar án þess að tind séu til dæmi til itrustu viðmiðunar i kjarasamningum. Alþýðublaðið kann beztu þakkir fyrir aðgang að þessari greinargerð. Allar þær skoðanir og sjónar- mið sem fram koma i greininni eru á ábyrgð þess sem hana skrifar og er við hann að sakast ef ekki er farið með rétt mál. Að siöustu mátti itreka nauð- syn þess að starf og þeir fjár- munir sem Kjararannsókna- nefnd hefur til ráðstöfunar verði aukið til muna. Þau plögg sem sú nefnd gefur út er raunveru- lega þaö eina sem hægt er að byggja á þegar geröur er samanburður á launum og kjörum. Starf nefndarinnar er gott svo langt sem það nær en það þyrfti að vera mun öftugara til þess að auðvelda aðilum vinnumarkaðarins viö samn- ingagerð. Eirikur Baldursson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.