Alþýðublaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 123. tbl. — 1976 — 57. árg. Áskriftar- síminn er 14-900 I BLAÐINU I DAG i'l^ÉfcVil/fflTT Hvernig er hægt að lifa af þessu kaupi? I þeirri óöaveröbólgu, sem nú rikir hér á landi, reynist mörgu alþýöuheimilinu ] erfitt að láta enda ná saman. Alþýðu- blaðið ræddi við nokkra verkamenn og konur um efnahagsástandið. Flestir eru þeirrar skoðunar að ástandiö geti ekki versnað frá þvi sem nú er. 3C Sacr: OTLðND Konur myrða í eldhúsinu Morðið er eitt þeirra fylgikvilla, sem oftast kemur i kjölfar æðstu tækniþróunar nútimaþjóðfélagsins. Bandariskur fræði- maður hefur komist að þeirri niðurstöðu að morð séu orðin að þjóöariþrótt þar i landi. Konur velji helzt eldhúsiðtilþessara iþróttaiðkana, en karlmenn svefnher- bergið. Hvernig geta fatlaðir keypt og rekið bifreið? Inútimaþjóðfélagier bifreiöin ekki lengur munaður og fyrir hreyfihamlaða er hún ómissandi. Þetta hafa stjórnvöld ekki alltaf gert sér grein fyrir, en þó hefur margt þróast til betri vegar frá þvi sem áður var. 3CH3' l ,acz ’Ol :c=3^Q Ritskoðun á Reykjavíkurflugvelli t Horninu i dag er sárlega kvartað undan þvi að ekki skuli hægt að fá blaöiö Samúel á flugbarnum á Reykjavikurflugvelli. Er þvi haldið fram að kona sú, sem gerir inn- kaup á blöðum fyrir farþega sé hlutdræg i vali sinu á lesefni. =na =C3C Kosningarnar á Italíu Sigur Italska Kommúnistaflokksins bygg- ist á þvi að flokkurinn lagði til atlögu við spillt valdakerfi spillingu og algert dug- leysi stjórnvalda i efnahagsmálum. Þó dugði þetta ekki til. Við Islendingar getum mikiðlært af niðurstöðum kosning- anna. J^=SL JI_l L. _J LJ'ÍSOLJOl —1 -------------- PPC3CT OC3Q _____ __.. 3 ’Ot 70=3 AF HVERJU ERU GJALDEYRIS- TEKJUR AF LAX- VEIÐI A HULDU? Hinn 3. júni sl. birtist frétt i Alþýöublaðinu, þar sem greint var frá gjaldeyristekjum okkar tslendinga vegna leigu á lax- veiðiám til útlendinga. A siðasta ári voru þessar tekjur hundrað milljón krónur. Alþýðublaðið hefur rætt við nokkra menn sem alimikið þekkja til laxveiða hér á landi og spurt þá álits á þeirri fullyrðingu, að gjaldeyrissvindl eigi sér staö i sambandi við leigu á iaxveiðiám til út- lendinga. Að sjálfsögðu hafa menn ýmsar skoðanir á þessu máli og flestir vilja ekkert láta hafa eftir sér Það virðist þó vera nokkuð almenn skoðun manna, að þessar hundrað milljónir, sem við fengum i gjaldeyri fyrir laxveiðileyfi i fyrra séu aðeins brot af þeim gjaldeyri sem út- lendingar greiddu á þvi ári fyrir að fá að stunda þetta vinsæla sport i islenzkum veiðiám. I frásögn blaðsins af þessu máli, sem að framan getur, sagði Sigurður Jóhannesson, að þeir hjá Gjaldeyriseftirlitinu hefðu nokkuðgóða aðstöðu til að fylgjast með þessum gjald- eyristekjum. Þegar þeim hefði þótt of litill gjaldeyrir koma frá tilteknum leigusölum hefðu þeir gert athugasemd við það og hefði þannig verið hægt að koma i veg fyrir gjaldeyrissvik. Ekki virðast allir jafn trúaðir á kerfispottinn i þessu efni og gruna að þar séu ýmis göt á og ef til vill sum þeirra, sem kunna að leka meira en góðu hófi gegnir. Það virðist orðin nokkuð land- læg hugsun á íslandi, að svindl sé eitthvað sem allur almenn- ingur sé orðinn þátttakandi i, á einn eða annan hátt. Þegar svo er komið er ekki óeðlilegt að tortryggni gæti einnig i garö þeirra embættismanna og starfsmanna, sem fara með eftirlit þessara mála fyrir hönd hins opinbera. Oft hefur verið rætt um sam- tryggingarkerfi stjórnmála- flokkanna og stjórnmálamanna i sambandi við allskyns „hagræðingu á lögum og reglu- gerðum”. Spurningin er einnig sú hvort þetta tryggingakerfi spillingarinnar sé ekki einnig komið inn fyrir dyr embættis mannakerfisins. Ekki hafa aðrir fjölmiölar. séð ástæðu til að andmæla þeirri staðhæfingu blaðsins fyrir rúmum hálfum mánuði, að störkostleg fjármálasvik þróist i skjóli þagnarskyld unnar. —BJ Mesta ánægjan - og minnstu til kostað___ Það verða ekki öll gæði lífsins keypt fyrir peninga, ekki einu sinni skattsvikna. Mörg hver mesta ánægjan fæst fyrir ekki neitt, nema áhugann og einlægan vilja til að njóta ánægjunnar, líkt og þetta silungsveiðifólk, sem hefur brugðið sér í blíðviðrinu út fyrir borgina, með ó- dýran veiðibúnað. Myndina tók DG.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.