Alþýðublaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 5
0- ssssr Miðvikudagur 23. OTLðND 5 istar heldur bætt stööu sina, en þö ekki eins mikið og fylgis- menn þeirra höfðu vænzt. Sósialistar töpuðuenn, hlutu um lOafhundraði — en gengi þeirra hefur verið þverrandi undanfar- in ár. Hvað hefur gerzt? Það er ljóst aö lokaáróðurs- sókn Kristilegra demókrata hefur borið árangur. Síðustu vikuna fyrir kosningar hafa þeir látiö áróðursvélar sinar berja það inn i ítali að kommúnistum væriekki treystandi þeir myndu smám saman eyðileggja italskt lýðræði og Itölsk mannréttindi. Það er bersýnilegt að þessi áróður þeirra hefur heppnazt. Að visu voru erfiðleikar þeirra þeir, að erfitt var að benda á foringja kommúnista, Berlingu- erogkalla hann andstæöing lýð- réttinda: en þeir sögðu aö það væri mennirnir á bak við Berlinguer sem bæri að óttast. Og ýmislegt úr gömlum ræðum og ritum framámanna kommúnista var auðvitað ekki sérlega traustvekjandi. Það er samt ljóst að allur þorri ítalskra kjósenda hefur litið svo á að valkostirnir væru aðeins tveir, — fjórði stærsti flokkurinn er raunar ný-fasistar, svo útlitið var ekki glæsilegt. Og þetta ástand hef- ur, þrátt fyrir allt, hrætt stóran hóp fólks aftur inn I herbúðir Kristilegra demókrata. Af hverju óánægja? Kommúnistum hefur mis- tekizt að verða stærsti stjórn- málaflokkur Italiu, hvað sem seinna verður. Þrátt fyrir spár fyrir nokkrum vikum og þá trú margra helztu framámanna Kristilegra demókrata að sá flokkur myndi tapa miklu fylgi. Astæðan með óánægju i garð Kristilegra demókrata var augljós. Flokkurinn varð eins kona,r akkeri ítaliu eftir fall Mussólinis og lok heimsstyrj- andarinnar siðari. Þá átti hann, sem stjómunarflokkur, mestan þátt i þvi að endurreisa ítaliu úr rústum heimsstyrjaldarinnar ogstýra þeim erfiðu árum sem i hönd fóru. Á þetta minnir flokkurinn lika ósleitilega i hverjum kosningum — en nú er svo komið, sem vonlegt er, að yngri kynslóðin hugsar litið um þrjátiu ára gömul afreksverk. En óánægjuástæðurnar voru fleiri. Öðaverðbólga hefur geisað i landinu með öllu þvi braski og eignatilfærslum sem henni fylgja, stjórnin, eða menn innan hennar hafa flækzt enn i alls konar hneykslismál, svo sem mútumál Lockheed-verk- smiðjanna, og hafa jafnvel verið uppi kröfur um að for- sætisráðherrann, Aldo Mori, segði af sér. Spilling margs konar hefur viða grafið um sig, Siðan bætist við að eftir langan stjórnarferil Kristilegra demó- krata eru ftalir orðnir leiðir á þvi að hafa alltaf sömu andlitin fyrir framan sig. Hvað tekur við? öngþveiti virðist blasa við itölskum stjórnmálum. Berlinguer vill samvinnu kommúnista sinna við Kristi- lega demókrata — það sögulega samvinnu. Kristilegir demó- kratar hafa hins vegar alger- lega hafnað samvinnu við kommúnista. Sósialistar hafa um loaf hundraði atkvæða. Þeir verða sennilega i lykilaðstöðum en i flokki þeirra gætir hins vegar mikillar óánægju með kosningaúrslitin, svo liklegt er að þar veröi fljótlega skipt um forustumenn. En það er áreiðanlegt að framundan er mikið öngþveiti i itölskum stjórnmálum. KRISTILEGIR DEMOKRAT- AR HÉLDU VELLI — en kommúnistar unnu á Kristilegir demókratar styðjast mjög við kaþólsku kirkjuna, og skömmu fyrir kosningar lýsti Páll páfi þvi' yfir að menn gætu ekki verið hvort tveggja marxistar og kaþólikk- ar. Óefað hefur þessi yfirlýsing haft nokkur áhrif. Kristilegir demókratar hafa haldið velli, þó svo þvi hafi ekki verið spáð fyrir nokkrum vikum. Helzta ástæðan er efalit- ið sú, að þrátt fyrir megna óánægju með stjómvöld,- þá hefúr, á siðustu dögum fyrir kosningar tekizt að hræöa kjós- endur með kommúnistum — og þriðji valkosturinn er ekki fyrir hendi á Italiu. rf Bandaríkjamanna: W MYRÐA HELZT I NU EN KARLAR ONAHERBERGIÐ Það er sálfræðingur i Kali- forniu, Donald Lunde, sem ritar þessa bók, en hann er einnig lektor við lagadeild Standford háskó—ns. Hann fullyrðir að morðæði sé að ná hámarki i Bandarfkjunum, og morð séu nánast að verða þjóðariþrótt. A árunum 1970 til 1974 voru fleiri manns myrtir i Banda- rikjunum en féllu i bardögum i Vietnam — og á þessu ári mun tala fallinna fyrir hendi með- bræðra sinna sennilega ná þvi að verða eitt morð á hverja þús- und Ibúa. Til fróðleiks má geta þess að það jafngiltinálægt 100 morðum i Reykjavik á ári, svo notuð sé viðmiðun fólksfjöldans. Aðeins 30% morðanna eru framin af ókunnugum, og i flest- um tilfellum eru þau tengd öðrum glæp, svo sem ráni. Bandariska þjóðin er stungin niður i húsagörðum sinum, fær rýting i bakið i húsasundum og skotin niður á bjórkrám um landið þvert og endilangt, og það eru i langflestum tilfellum einhverjir kunnugir fórnar- lömbunum, oftast nátengdir, sem verknaöinn fremja. Flest morðanna eru framin i fritima fólks, þannig að sál- fræöingurinn telur þau geta hæglega talizt til tómstunda- starfs. Erfiðastir innflýtjend- anna að þessu leyti til eru Ung- verjar, Albanir og Júgóslavar, sem myrða iðulega i hefndar- skyni, og þannig getur hvert morðið leitt af öðru. 1 fjórðungi tilfella þeirra morða, sem rannsökuð voru átti fórnarlambið sjálft upphafið, sem leiddi til morðsins. Það eru til dæmis eiginmenn, sem ergja svo konur sinar, að það endar með þvi að þær gripa til búr- hnifsins. 1 slikum tilfellum missir fórnarlambið ekki aðeins lifiö, heldur refsarhannmaka sinum, með þvi að gera hann að morðingja, segir Lunde. Hann hefur unnið aö þessari bók I samvinnu við rannsóknar- lögreglumann frá morðdeild New York lögreglunnar — ög á mörgum sviðum eru þeir sam- mála um niðurstöðurnar. En um aðrar niðurstöður Lundes eru skiptar skoðanir þessara tveggja manna. Þeir eru sammála um að morð séu mun algengari i þétt- býli — til dæmis eigi menn það á hættu i New York að verða myrtir fyrir þá sök eina að hafa óvart hrint einhverjum manni til á biðstöð lesta. Eða fyrir að gefa leigubilstjóra ekki nógu mikla drykkjupeninga. CROWN Verð 9.733 l 2000-—15004—1000---m !* 550 = 450 = 350p= 250 = 200= m Verð 12.8921 ♦ SW VOL. , O TONE : \im. i* ............ <» tw 5» 6 8 10 1416 kh* f. ^ MW 88 9« 102 108 mhz ***. , • TUNINO jj or iNCE \/erð 25.315 8 rása stereol Verð 1.795 Isetning samdægurs NÓATÚNI, SÍMI 23800, KLAPPARSTÍG 26 SÍMI 19800. BUÐIRNAR CROWN

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.