Alþýðublaðið - 23.06.1976, Síða 2
2 FRÉTTIR
alþýðU'
AAiðvikudagur 23. júní 1976 blaolð
Útgefandi: Alþýöuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri
og ábyrgðarmaður: Arni Gunnars-
son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs-
son. Aðsetur ritstjórnar er i Siöu-
múla 11, simi 81866. Auglýsingar: 14906. Askriftarsimi 14900.
Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1000 krónur á
mánuði og 50 krónur I lausasölu.
alþýÖU'
blaðiö
ítölskukosningarnar 1
og þriðja aflið |
Kristilegir demókratar, sjálfstæðistlokkur (talíu,
hafa haldið velli í kosningum þar í landi, sem fram
fóru á sunnudag og mánudag. Þeir halda tæplega
f jörutíu af hundraði atkvæða og tapa ekki tilfinnan-
lega. Kommúnistar bæta nokkuð við sig, en þó ekki
eins miklu og bjartsýnustu stuðningsmenn þeirra
höfðu vonað.
Það er f róðlegt að velta
því fyrir sér, hvað hafi
raunverulega gerzt á
ítalíu. Það virðist Ijóst að
fyrir allan meginþorra
kjósenda hafa valkost-
irnir eingöngu verið
tveir: Kristilegir demó-
kratar og kommúnistar.
Þriðja aflinu hefur ger-
samlega mistekizt að
hasla sér völl. Sósialistar
eru sundraðir, nýfasistar
vaða þar uppi auk ýmissa
enn smærri flokksbrota.
Svo augljóslega er þriðja
af lið ekki ýkja trú-
verðugt.
Itöisku kommúnist-
arnir hafa að mörgu leyti
haldið uppi svipaðri
gagnrýni og mjög hefur
færzt í vöxt að undan-
förnu í Bandaríkjunum
og ýmsum ríkjum Vestur-
Evrópu. Línurnar eru þó
um margt skýrari á
ftalíu. Gagnrýni þeirra
byggist á þvi að benda á
óðaverðbólgu, braskið
sem henni fylgir, þess
vegna afleit kjör þeirra
sem minna mega sín — og
síðast en ekki sízt
feiknarlega spillingu sem
hef ur graf ið um sig víða í
stjórnkerfi Kristilegra
demókrata. Nú síðast er
þess að minnast að
sjálfur forsætisráðherra
landsins, Aldo AAoro,
hefur sterklega verið
orðaður við mútumálin
miklu, sem kennd eru við
Lockheed-verksmiðj-
urnar. Á löngum
stjórnarferli hefur kerfið
spillzt.
Kristilegir demókratar
byggja þó auðvitað völd
sín á traustum grunni, og
þar vegur kaþólska
kirkjan — Páfagarður —
þyngst á metunum.
Kirkjan hefur kirfilega
verið virkjuð þeim í hag
Italskir kommúnistar,
undir forustu Berl-
inguers, hafa ráðizt gegn
þessu valdakerfi, dug-
leysi þess og spillingu.
Kommúnistar hafa ekki
komið nálægt landsstjórn
á (talíu í rúm þjrátíu ár,
en þeir hafa víða farið
með sveitarst jórnir,
reynt og tekist að gera
kerfið þar virkara og
heiðarlegra. Og þeir hafa
reynt að leggja sín klass-
ísku áhugamál til hiiðar,
afneitað austurblokkinni,
og styðja Efnahags-
bandalag og meira að
segja aðild að Atlants-
hafsbandalaginu.
Við þessar aðstæður
m
var eðlilegt að frétta-
skýrendur þættust sjá H
fram á hrun Kristilegra ■
demókrata og stórsigur H
kommúnista. Byrinn ■
virtist allur vera þeirra. g|
En nú hefur þetta ekki ■
gerzt, sigur þeirra er svo 83
lítill en ekki mikill, og
Kristilegir demókratar
hafa staðið í stað.
Skýring þessa hlýtur að
vera sú að á Italíu er
þriðja aflið ótrúverðugt.
Valdakerfið hefur á
síðustu dögum fyrir
kosningar ótæpilega róið
á þau mið að kommún- .
istum væri ekki treyst-
andi, og fötin sem þeir nú
klæddust væru einasta
blekkingardula Rifjuð
hafa verið upp fyrri orð
og fyrri skoðanir forustu-
manna þeirra, og á þvf
hamrað að valdataka
kommúnista hafi hvergi
verið til góðs — og dæmin
er að finna rétt utan við
landamæri (talíu. Og
þetta hefur tekizt —
mikill meirihluti ítalskra
kjósenda treystir ekki
kommúnistum, þrátt
fyrir þekkilegan mál-
flutning Berlinguers
sjálfs.
Nú bíður mjög væntan-
lega stjórnmálalegt öng-
þveiti ítala. Og þeirra
ógæfa er að verulegu
leyti sú að spillt valda-
kerfi hefur haldið sínu,
vegna þess að
kommúnistar — þótt
mildir séu um sinn —
hafa tekið forustu í and-
ófi gegn því. ftalir töldu
sig einasta hafa að velja
milli spillingar og
kommúnisma — og þeir
völdu spillinguna.
ísland nútímans á
margt skylt með (talíu.
En okkur verður að
takast að byggja upp
þriðja aflið sem verði
hvort tveggja — trú-
verðugt og heiðarlegt.
Þetta þriðja af I verður til
dæmis að spyrna gegn
hinni óhóflegu erlendu
skuldasöfnun — en
verður samt að finna til
þess aðra leið og reisnar-
meiri en að selja eða
leigja landið hernaðar-
bandalögum. Þetta þriðja
afl þarf að taka stjórn-
kerfinu tak, ráðast gegn
braski, óheiðarleika og
misnotkun aðstöðu.
Og gerist þetta, þá
bíður okkar betri framtíð
en nú virðist bíða vesa-
lings Italíu.
—VG
Einar Olgeirsson um úrslit ítölsku kosningannna:
MIKILL SIGUR
Kommúnistaflokkur
Italiu jók verulega við
fylgi sitt i kosning-
unum sem fram fóru sl.
sunnudag og mánudag.
Þó höfðu ýmsir gert
ráð fyrir, að sigur
þeirra yrði meiri en
raun varð á. Flokk-
urinn, undir forystu
Enrico Berlinguer,
hefur lagt mikla
áherzlu á uppbyggingu
á allri innri starfsemi
sinni, en Berlinguer
hefur verið aðalritari
flokksins frá þvi á
flokksþinginu 1970.
Skipulag flokksins
Umsvif og skipulag italska
Kommúnistaflokksins koma
meöal annars fram i umfangs-
miklu starfisérstakrastarfshópa
á vegum miöstjórnar flokksins.
Sem dæmi um þessa starfsemi
má nefna eftirfarandi starfs-
hópa, sem hver um sig er aö
vissu leyti einskonar stofnun
innan flokkskerfisins: 1. Skipu-
lagsmál, 2. Embættiskerfiö, 3.
Flokksskólarnir, 4. Verkalýös-
mál, 5. Endurbóta- og áætlunar-
mál, 6. Landbúnaöur, 7. Milli-
stéttir og samvinnumál, 8.
Vandamál Suöur-ttaliu, 9.
Útflytjendamál, 10. Blöö og
áróöur, 11. Sjónvarp og fjöl-
miölar, 12. Menningarmál, 13.
Menntamál, 14. Menningar- og
afþreyingarmái almennings, 15.
Bæjar- og sveitarstjórnir, 16.
Kvennastörf, 17. Alþjóðamál.
En þaö er ekki einungis góöu
innra skipulagi að þakka, aö
flokkurinn hefur náð þeim
árangri, sem raun ber vitni.
Flokkurinn hefur einnig lagað
stefnu sina i samræmi við þjóö-
félagslegar aðstæður á Italíu
þar sem ihaldsöflin hafa ráöið
rikjum undanfarna þrjá ára-
tugi.
Undir verndarvæng Kristi-
legra Demókrta hefur margs-
konar spilling og óreiða þróast
og efnahagsvandinn hefur
stööugt fariö vaxandi.
Kommúnistaflokkurinn hefur
þvi tekið upp baráttu gegn
þessari spillingu meö þeim
árangri, að máttarstólpar gam-
alla fordóma og ihaldssemi riða
til falls.
Engum dettur ihug að flokkur
Kristilegra Demókrata, með
Kathðlsku kirkjuna að baki,
verði gjörsigraður á eini ndttu.
En þaö sem nú er aö gerast á
Italiu er visbending um þróun,
sem getur einungis orðiö á einn
veg og þaðer i átt til sósiaiisma.
Einar Oigeirsson.
bað er heldur enginn vati á
þvi, að forystumenn Italskra
Kommúnista hafa komiö langt
til móts við andstæð öfl og
rikjandi hugsunarhátt á ýmsum
sviðum þjóðlifsins. Þeir hafa
m.a. lýst þvi yfir að þeir séu
fúsir til að mynda stjórn með
Kristilegum Demókrötum og
sætt sig við áframhaldandi veru
landsins i NATÓ. Þá hafa þeir
einnig lagt mikla áherzlu á
samvinnu við aðra flokka og þó
sérstaklega við sósialistaflokka
og flokka jafnaðarmanna.
Auk þess, sem hér hefur verið
sagt, má einnig benda á, að
flokkurinn hefur lýst þvi yfir að
hann virði lýöræðíslegt stjórnar
far og hefur sú stefnuyfirlýsing
tvimælalaust haft mikil áhrif og
aukið flokknum fylgi.
Djörf og sterk
stefna
Alþýðublaðið náði tali af
Einari Olgeirssyni og spurði
hann álits á úrslitum kosning-
anna á Italiu. Einar sagði, að
það mætti ef til vill teljast lán að
Kommúnistar og Sósialistar
skyldu ekki hafa náð hreinum
meirihluta i kosningunum.
Enda hefði það verið stefna
Italska Kommúnistaflokksins,
að nauðsynlegt væri að mynda
sterka rikisstjórn á breiðum
grundvelli, til þess að ráða við
þá efnahagsörðugleika, sem nú
hrjáði landið.
„Foringi ttalskra
Kommúnista, Berlinguer, hefur
mótað mjög djarfa og sterka
stefnu, þá einu sem fær er til
þess að ráða við þann ægilega
efnahagsvanda, sem hrjáir
þjóðina. Að Vfeu má búast við
hörðum átökum hjá Kristi-
legum Demókrötum út af sam-
vinnu við Kommúnistana, en
þar eru llka ýmsir áhrifamiklir
leiðtogar sem hlynntir eru slikri
stjornarmyndun,” sagði Einar
Olgeirsson.
Einar benti einnig á að flokk-
urinn hefði alla tlð verið mjög
sterkur og löngum markað
sjálfstæða stefnu i málefnum
Vestur-Evrópu. Meðan fasistar
fóru með völd og aðrir flokkar
voru bannaðir starfaði flokk-
urinn leynilega með miklum og
góðum árangri. Flokkurinn var
þvi i góðri aðstöðu til átaka eftir
strið og sérstaklega eftir Stalin
og Krutchev, þegar Italski
Kommúnistaflokkurinn fór að
marka sina ákveðnu og sjálf-
stæðu stefnu.
bessi stefna, sem nefnd hefúr
verið Söguleg málamiðlun,
gengur út frá þvi, að ekki sé nóg
að Kommúnistaflokkurinn og
Sósialistaflokkurinn nái
naumum meirihluta, heldur sé
nauðsynlegt að koma á breiðu
stjórnarsamstarfi þessara aðila
og Kristilegra Demókrata.
Skýringin á þessu er m .a. sú að
flokkurinn óttast valdarán
svipað þvi sem gerðist I Grikk-
landi,eða i Chile. Aukþess telur
flokkurinn heppilegt og jafnvel
nauðsynlegt að mynda stjórn á
breiðum grundvelli svo unnt
reynist aö ráða við efnahags-
vandann.
Að lokum sagði Einar
Olgeirsson að sigur flokksins i
kosningunum á Italiu væri stór-
kostlegur og áhrifa flokksins
mundi án efa gæta i stjórn-
málum Vestur-Evrópu á næstu
árum. Einar sagðist einnig
telja að stefna flokksins, hin
sögulega málamiðlun, mundi án
efa hafa sin áhrif á hugsunar-
hátt stjórnmálamanna hér á
landi. Það má þvi e.t.v. draga
þá ályktun, að hinn gamal-
reyndi leiðtogi íslenzkra
Kommúnista, Einar Olgeirsson,
sé hlynntari nýsköpunarstjórn
heldur en hreinni vinstri stjórn.
BJ
ER ENGINN
UNDRANDI?
Þessi fréttaklausa úr Visi sem
hér sézt er heldur óskemmtileg
að sjá. Þar lýsir einn réttar-
gæzlumaður þeirra varðhalds-
fanga, sem viðriðnir voru Geir-
finnsmálið þvi yfir að margt
benti til þess aö fangarnir heföu
getaö haft samband sin á milli.
Jón Zoega er annar réttar-
gæzlumaður tittnefndra fanga,
sem hafa lýst þessu yfir á stutt-
um tima. Segir Jón siðan:
„Meðal annars virtust
fangarnir stundum samræma
framburð sinn eftir á. beir
komu þá með sitthverja söguna
annan daginn, en daginn eftir
voru sögurnar eins.”
Hljóðeinangrun i fangelsinu i
Siðumúla er mjög léleg, m.a.
heyrist allt sem sagt er á gang-
inum inn I klefana, ef einhver
hdstar heyrist það milli klefa,
fangarnir geta talað saman
gegnum loftræstikerfin og aö
lokum má minnast á bréfa-
viðskipti sem fram fóru á milli
gæzluvarðhaldsfanga.
Réttargæzlumenn spurðust
oft fyrir um það meðan á varð-
haldsvist Geirfinnsfanganna
stóð, hvort þeir hefðu nokkra
möguleika á þvi að hafa sam-
band sin á milli, en þeir voru
fullvissaðir um að svo væri ekki.
Ekki eru þetta góðar fréttir,
að fangar, sem verið er aö yfir-
heyra, vegna gruns um þátttöku
i morði, smygli og öðrum
glæpamálum, geti talað sin á
milli og samræmt sögur sinar.
Ekki er verið að halda þvi fram,
aö þeir hafi notfært sér ástandið
en vist er, að þeir gátu það.
Merkilegt er, að þrátt fyrir
mjög áberandi galla á
einangrun i fangelsinu, þá hafi
réttargæzlumönnum fanganna
verið sagt, að enginn möguleiki
væri fyrir fangana að hafa sam-
band sin á milli. Ekki er að
vænta mikils árangurs úr svona
yfirheyrslum og ekki varð hann
mikill.
Ekki er að furða þó að
keraldið leki, þegar botninn...
ATA