Alþýðublaðið - 23.06.1976, Qupperneq 7
biaSfð Miðvikudagur 23. júní 1976
7
hann bregður sér i hempu og
stjórnar swingelgrúppu leikar-
anna.
Nú átti undirritaður ekki þess
kost að sjá æfingu, hvað þá
glugga i handrit og er slæmt, þvi
dálitið var nú vont að fá brú I
leiktextann, sem gæti stytt
manni leið til skilningsstaða.
Það var kannski nánast eins og I
heimboði hjá ættingjum að
skoða myndvörpu, brot úr
þessu, brot úr hinu, og mynda-
tökumaðurinn útskýrir dálitið
hikandi og sýningin þvi nokkuð
laus i reipum.
A þröngu sviðinu i Lindarbæ,
er ekki margra kosta völ um
staðsetningar, og það þótti mér
einn veikasti punkturinn I fram-
göngu leikara; stirðlegar
hreyfingar sem virðast vera
eftir Guðbjörgu A. Skúladóttur,
en þar má kenna reynsluleysi
leikenda. Þrátt fyrir það, var
margt vel gert, og sumt
skemmtilega, en að minu mati
verður ekki séð i raun, hvursu
vel þjálfaður þessi hópur fer á
brott frá Leiklistarskóla
tslands. Varla von. Spurningin
hlýtur að vera: Hvar og hvernig
fær þetta fólk tækifæri til þess
að þroska með sér hæfileikann;
að tjá sig á leiksviði. Er þörf
nýrra leikara að sinni? Svo
virðist nú vera. Hvernig verður
þeim tekið af „kollegum?”
Leikarar, með árafjölda að
baki, eru sjálfsagt heimarikir,
vilja láta yngja sig upp, frekar
en vikja fyrir ungum. Það er
ákaflega mannlegt.
Ég mun ekki að þessu sinni,
tiunda til einkunnar einstaka
flytjendur. Þeirra vinna er hóp-
vinna, öll taka þau þátt i þvi „að
smiða spegilinn” og öll verða
þau að sætta sig við að ég tel
andlitin reynslulitil, túlkunina
föla, en þó átti hver leikari sinn
góða sprett, sumir ágætan.
Þeir sem þarna léku heita:
Sigurður Sigurjónsson, Þórunn
Pálsdóttir, ölafur örn Thor-
oddsen, Asa Helga Ragnars-
dóttir, Elisabet Bjarklind
Þórisdóttir, Nanna Ingibjörg
Jónsdóttir, Sólveig Halldórs-
dóttir, Anna S. Einarsdóttir,
Evert K. Ingólfsson, Viðar
Eggertsson. Aðstoðarleikstjóri
var Svanhildur Jóhannesdóttir,
raddþjálfarar Asta Thorstenson
og Hilde Helgason, ljósamaður
Vignir Jóhannsson. Leikmynd
gerðunemendur i Myndlista- og
Jónas Jónasson skrifar úr leikhúsinu
SPEGILL
SPEGILL
Þeir sýndu i Lindar-
bæ i Reykjavik i gær,
félagar i Nemendaleik-
húsi Leiklistarskóla
Islands 1976, annað
verkefni sitt, og nú i til-
efni brautskráningar.
Þau birtust hvert af
öðru á sviðinu, ný and-
lit með finlega drætti
reynsluleysis, en
brjóstin að springa af
löngun og vilja fá að
gera. Þau öfl i mann-
esljunni löngun og vilji,
fá þó ekki ætið stýrt til
sigurs, en oft munar
litlu.
Hvursu djúpt skal
maður nú glugga i það
sjónarspil sem þetta
unga fólk bauð fram og
hvursu skarpt skal
brýna i dómi túlkunar?
Varlega, vil ég meina,
rétt eins og ég tel óráð-
legt að skamma 9
mánaða gamalt barn
fyrir það að labba ekki
upprétt heldur ferðast
á f jórun , sem er miklu
gáfulegra enn sem
komið er þroskanum.
Höfundúr og leikstjóri,
Sigurður Pálsson, vann með
Gunnari Reyni Sveinssyni og úr
þeirri samvinnu kemur þessi
saga úr suðvesturbænum, flutt
af nýliðum. Gunnari Reyni
fellur auðsýnilega vel að vinna
með ungu og framagjörnu fólki,
þótt hann sé árum á undan þvi
að þroska. Gunnar virtist þegar
vera orðinn þroskaður lista-
maður þegar ég man fyrst eftir
honum berjandi silófóninn á
Röðli, sem þá var við Lauga-
veginn. Það er svo langt síðan! 1
dag er Gunnar allra kalla
yngstur og lögin hans og lag-
linur bera vott sköpunargleði og
maðurinn er allt i öllu; stjórn-
andi segulbands, pianóleikari,
trommuleikari, vibrofón leikari
og kallari til pásu, auk þess
handiðaskóla tslands, heldur
daufa.
Skólastjóri Leiklistarskóla
tslands er Pétur Einarsson.
Undir suðvesturhimni, er sýnt
I samvinnu við Norrænu músik-
dagana 1976. Þessum nem-
endum, sem ganga nú út I óviss-
una, óska ég alls góðs, bið þeim
aukast þolinmæði og raunsæi og
þroski, svo til gagns megi verða
öllum sem vilja framgang leik-
listar á tslandi. En þau verða að
gera sér ljóst, að þau standa nú
við rætur fjallsins. Þeirra er að
klifra brattann, ég bið þeim
góðs veðurs, og að mótlæti
herði þau, en ekki um of, heldur
fái þau notið viðsýnis þá upp er
komið. Höfundurinn Sigurður
Pálsson ræddi um nótt við leik-
stjórann i leikskrá og segir
honum að baksvið leiksins sé
skýrt tekið fram: Reykjavik nú
á dögum. Og leikstjórinn spyr:
„Er þetta raunsæ lýsing?”
Höfundur: „t raun og veru á
viðtækari hátt en gæti virst i
fyrstu andrá. Langanir og
draumar persónanna teiknast
skýrar en i raunveruleikanum
og ávallt á bakgrunn fyrirbæra
og valds, fjármagns, vinnu,
kynferðis.” Varla verður
Sigurður Pálsson metinn til
mikils frama fyrir þetta verk.
Þó sýnist mér hann hafi neist-
ann, áhugann og er bara að
vona að hann eignist þolin-
mæðina lika og verði spegla-
smiður góður, takist að endur-
spegla veruleikann og komi sér
saman við sjálfan sig um, hvaða
veruleika vilji spegla.
21. júni 1976
Jónas Jónasson
Um hugarfarsbreytingar á Alþingi
I umræðu siðustu misssera
um skertan áhrifamátt Alþingis
tslendinga hafa menn nefnt til
ýmis atriði, sem verða mættu til
þess að bæta ástandið, og veita
þinginu aftur sína fyrri stöðu I
hugum almennings.
Hefur verið minnzt á breyt-
ingar á kosningatilhögun, lög-
gjöf um stjórnmálaflokka,
einkum fjárreiður þeirra,
ýmsar breytingar á þing-
sköpum Alþingis, o.s.frv. Margt
athyglisvert hefur komið fram I
þessu og sitthvað nýtilegt. Hitt
er annað mál að óliklegt virðist
aðvandiþessi verði leysturmeð
löggjöf og lagabreytingu ein-
göngu, heldur sýnist meira
þurfa að koma til, sem er
hugarfarsbreyting sjálfra
alþingismanna og aukinn
metnaður, einkum þeirra, sem
hvað minnst láta að sér kveða.
Slik hugarfarsbreyting verður
auðvitað ekki á einni nóttu.
Viðbrögð þingmanna við
þeirri gagnrýni sem Alþingi
hefur sætt gefa nokkra hug-
mynd um hvers vænta megi úr
þeirri átt I endurreisnar
starfinu. Blaðalesendur hafa í -
vetur ööru hverju oröið varir við
fyrirferðarmikil opin bréfa-
skipti þeirra Matthiasar Jó-
hannessonar, Morgunblaðsrit-
stjóra og Gils Guðmundssonar,
alþingismanns Alþýðubanda-
lagsins, þar sem þeir félagar
hafa af miklum lærdómi svipt
hulu af ýmsum hinum dýpri
leyndardómum stjórnmálanna
og reynzt sammála um margt.
Hið málefnalega
innlegg
í siðasta bréfi Gils (Þjdð-
viljinn 20. júni s.l.) vikur hann
að nokkrum atriðum varðandi
Alþingi, sem breyta mætti til
bóta. Nefnir hann þar til breyt-
ingar á deildaskiptingu
þingisins, að einungis verði ein
deild f stað þeirra tveggja, sem
nú eru. Ennfremur, að lagður
verði niður sá ósiður að.hrúga
verkefiium á þingið rétt fyrir
þingslit og fyrir jól og ætlast til
skyndiafgreiðslu. Þá telur Gils
að ráöherra eigi ekki að vera
jafnframt þingmaður, heldur
leggja niður þingmennsku
meðan ráðherradómur varir.
öll þessi sjónarmið eru at-
hyglisverð, þótt ekki sé ný af
nálinni. Um deildarskiptinguna
hefur lengi verið rætt m.a.
samdi Bjarni heitinn Benedikts-
son mikið rit um það efni á
sinum tima. Rök þau sem nú má
helzt færa fram fyrir tviskipt-
ingu eru þau að hún tryggi
vandaða meðferö þingmála.
Viröast þessi rök þó ekki vega
þungt, þegar litið er til kosta
þessað hafaeina deild, enda má
auðveldlega tryggja vandaða
málsmeðferð með einfaldari
hætti. Margt bendir til aö sú
skoðun, að Alþingi eigi að vera
ein deild eigi vaxandi fylgi að
fagna, en litið bólar á
aðgerðum. Um vinnuannir
þingsins fyrir jól og þingslit er
það að segja aö óliklegt er, að sá
'-andi verði leystur með löggjöf
eða annarri reglusmið, enda á
hann rætur að rekja til linkind-
ar þingm. sjálfra framar öðru.
Jafnskjótt og þingmenn hafa
gert rikisstjórn það ljóst, að þeir
afgreiði ekki mál, nema að
undangenginni itarlegri með-
ferð á þingi, er þessi vandi úr
sögunni sjálfkrafa. Hér þarf þvi
að koma til hið nýja hugarfar
þingmanna sem áður var á
minnzt.
Afsal ráðherra á þing-
mennsku meðan á ráöherra-
dómi stendur er hugmynd, sem
einnig er athygliverð þótt ekki
sé vist að hún breyti miklu um
stöðu þingsins.
„ Mánudags-Gils”
Auk þess málefnalega inn-
leggs, sem hér hefur verið
minnzt á, vikur Gils Guö-
mundsson i bréfi sinu nokkuð
frekar að þeirri gagnrýni sem
Alþingi hefur sætt, og þá i
öðrum tón. Kallar hann það meö
sinu þinglega orðalagi og eftir
að hann hefur lýst sjálfum sér
sem róttækum vinstri manni og
einlægum ihaldsandstæðingi,
skitkast, dómadagsbuil, stað-
lausa stafi og rakalausan
kjaftavaðal. Þá telur Gils aö
vondir menn hafi lýst alþingis-
mönnum sem duglausum slæp-
ingjum, fégráðugum, spilltum,
mútuþægum, siðlausum aum-
ingjum o.s.frv. Ennfremur að
þessa iðju stundi rikisfjölmiðlar
og dagblöð öll utan Morgun-
blaðiö og Þjóðviljinn.
Undirritaður kannast ekki
við að svo stórkostleg orðsins
listhafi verið notuð af þeim sem
leyft sér hafa að vikja gagn-
rýnisorðum aðhinu háa Alþingi.
Hinu muna flestir trúa að slik
tilþrif séu ekki á annarra færi en
reyndra stjórnmálamanna eða
alþingismanna með langa þing-
setu að baki. Flestir þeir sem
lagt hafa orð I belg I umræðunni
um galla islenzks stjórnarfars
hafa gert það I góðum hug og
með það eitt fyrir augum að
hafa áhrif til bóta. Hafi ein-
hverjum orðið það á að mæla
stærra ai hann hugsaði er full
ástæða til aö virða það til
vorkunnar, þega litið er til þess
hvernig fyrirmyndirnar eru.
Það var nefnt hér i upphafi að
vegur Alþingis yröi ekki aukinn
með löggjöf eingöngu heldur
þyrfti einnig að koma til hugar-
farsbreyting alþingismanna
sjálfra. Megi lita á viðbrögð
Gils Guðmundssonar sem
dæmigerð um afstöðu alþingis-
manna er greinilega ekki mikil
ástæða til bjartsýni i þessu efni.
Finnur Torfi Stefánsson