Alþýðublaðið - 23.06.1976, Page 9
VETTVANGUR 9
alþýAu-
blaðiA
Miðvikudagur 23. júní 1976
t að lifa
amanns?
i að
>eim
um
;yra
fór
ýðu-
blaðsins og ræddi við
nokkra verkamenn og
konur. Það kom fram,
að fólk er almennt
mjög óánægt með
frammistöðu ráða-
manna, og skilur
nánast ekki hvar þetta
ástand muni enda. Að
visu er nú árstimi mik-
illar atvinnu og er þar
af leiðandi kannski
dcki hægt að tala um
beinan skort, en það er
greinilegt að fólk horfir
uggandi til hausts og
vetrar þegar ástandi
atvinnumálum fer
aftur i það horf sem
venja er til. Er það
helsta von allra að góð
vertlð verði til bjargar.
óttir,
inum.
i hafa
ir eru
Ekki of sælir
af laununum
Við lögðum leið okkar niður á
höfn og tókum tali nokkra
verkamenn, sem þar starfa. Við
hittum fyrst Guðmund Jónsson
þar sem hann stóð á hafnar-
bakkanum og tók á móti alls
kyns varningi sem verið var að
hlfa i land úr millilandaskipi.
Guðmundur sagðist vera ein-
hleypur og búa með systkinum
sinum. Er viö spuröum hann
hvernig honum gengi að lifa af
laununum, taldi hann sig
nokkuð vel settan, að minnsta
kosti miðað við þá sem þyrftu að
sjá fyrir stórum fjölskyldum.
„beir eru ekki of sælir af
þessum launum, fjölskyldu-
mennirnir, sem þurfa karinski i
ofanálag að borga háa húsa-
leigu”.
A athafnasvæöi Eimskipa-
félagsins hittum viðfyrir Eyþór
Jónsson. Eyþór er ekkjumaður
og býr hann ásamt tveimur
dætrum sinum. Hann var ný-
kominn aftur til starfa, eftir aö
hafa veriö frá vinnu hátt á
annað ár vegna veikinda.
Varð að hætta námi
Er við spurðum hann hvernig
þau heffiu látið enda ná saman
meöan á veikindunum stóð,
sagði hann að báðar dæturnar
hefðu unnið úti og hefði önnur
þeirra oröið aö hætta námi til að
afla heimilinu tekna. Aö visu
hefði hann notið sjúkrabóta á
meðan á veikindunum stóð, en
þær eru 18600 kr. á mánuði og
það segir sig sjálft að sú upphæð
dugir skammt nú á timum. Viö
inntum Eyþór eftir þvi hvaö þau
hefðu sparað fyrst við sig, og
sagði hann að það heföu verið
ýmiskonar skemmtanir, svo
sem bió og leikhús, svo hefði
verið reynt að láta flikurnar
endasteins vel ogkostur var, til
að komast hjá fataútgjöldum.
Einnig væri matvara mjög dýr
en það sem hjálpaöi upp á væri
að þau feðgin væru öll I matar-
félögum, þ.e.a.s. borðuöu á
vinnustöðunum. Til dæmis
borgar Eyþór 860 kr. á viku
fyrir eina máltið á dag hjá
Eimskip, og má þaö teljast
Eyþór Jónsson, var nýkominn til starfa eftir að hafa verið frá vinnu á annað ar
HORFT MEÐ
KVfÐA TIL
HAUSTSINS
mjög vel sloppið. Er við
spurðum Eyþór hvað væri til
ráða, sagði hann að nú þyrfti að
sjá til þess að þau stórfyrirtæki
sem hafa veltu upp á milljóna-
tugi yröu látin borga skatta.
Einnig mættu sumir hinna efn-
aöri einstaklinga borga meira.
,,Jú, það er hægt aö skrimta,
með þvi að vinna 12 stundir á
dag” sagöi Hreggviður Daniels-
son verkamaður hjá Togaraaf-
greíðsiunni er viö röbbuðum við
hann I matarhléinu. Taldi
Hreggviður að verðbólgan færi
mjög illa meö menn, einkum og
sérilagi þá sem ættu fé i banka,
sagði hann að þeir töpuðu
stórum fúlgum. ,,Ég hef aldrei
verið svo rikur að ég heföi efni á
að leggja fé i banka”, sagöi
Hreggviður um leið og hann
stefndi hrööum skrefum út úr
mötuneyti Togar aafgreiösl-
unnar, — matartimanum var
lokiö.
Góða vinstri stjórn
,,Það sem við þörfnumsti dag
er góö vinstri stjórn, stjórn sem
þorir að horfast i augu við kjós-
endur”, sagöi Inga Jónatans-
dóttir starfsstúlka hjá" frysti-
húsinu tsbirninum i Reykjavik,
er blaðamaður Aiþýðublaðsins
innti hana eftir þvi hvað væri til
bragðs gegn slvaxandi verð-
bólgu og aukinni kjara-
skeröingu. „Hún mætti gjarnan
verða langlifari en sú siðasta”,
bætti Snjólaug Kristjánsdóttir
samstarfskona hennar við.
Sögðu þær, að þaö sem fyrst
og fremst fleytti fólki gegnum
þessa miklu erfiðleika væri
aukavinnan og svo ýtrasta spar-
semi. „Það lifir enginn af
rúmum þrettán þúsund krónum
á viku” sögðu þær, en það eru
þau laun sem konur fá fyrir 40
stunda vinnuviku i fiskaögerð.
Tjáöu þær okkur aö nú væri
mikil vinna hjá þeim, en þvi
miöur hefði ekki verið hægt að
segja þaö sama um s.l. vetur.
Lausráðnir verða
harðast úti
Þá var stopul vinna, vegna
skorts á hráefni. Bitnaði það
harðast á þeim sem voru laus-
ráðnir, hinir sem voru fast-
ráðnir nutu atvinnutryggingar
fjóra daga I viku, ef um verk-
efnaskort var aö ræða. Þá er at-
vinnurekendum heimilt að
segja fastráðnu fólki upp
störfum meö viku fyrirvara.
Sagði Snjólaug þeim hjá Isbirn-
inum það til hróss, að þeir heföu
ekki misnotað sér þetta ákvæði.
Aðeinseinu sinni hefði komið til
uppsagnar hjá fastráðnu starfs-
fólki siðan 1974, en þá tókreglu-
gerð um fastráðningu gildi. Þaö
var i sjómannaverkfallinu,
þegar séð var fram á langvar-
andi hráefnisskort. Er viö
spuröum þær, hvort ekki
vantaöi meiri samstöðu meðal
verkafólks, og hvort almenn
þátttaka i starfi verkalýösfélag-
anna væri næg, svöruðu þær
Inga og Snjólaug þvi til að vist
mætti áhuginn vera meiri.
Kváðu þær skýringuna á þvi
vera hinn langa vinnudag.
A meöan þaö þarf sifellt meiri
vinnu til að halda i við þær
geysilegu veröhækkanir sem
sifelltdynja yfir, er ekki við þvi
aðbúastað fólk hafibókstaflega
þrek til þess að taka virkan þátt
i starfi verkalýðsfélaganna. Er
viðspuröum þær að þvi hvernig
þeim litist á að þurfa að spara
enn frekar viö sig, sögðu þær, að
það mundi örugglega ekki
standa á vinnandi fólki að spara
við sig. Þaö væri reyndar búið
að gera það i mörg ár, það sem
vantaöi væri, að þeir sem
boöubu sparnaðarstefnu gengju
á undan og drægju sjálfir úr
neyzlu. Fyrr væri varla von til
að fólk tæki þá alvarlega.
—gek