Alþýðublaðið - 23.06.1976, Side 10
10
Miðvikudagur 23. júní 1976 Stejfö''
Lausar stöður
Þrjár kennarastööur við Fiensborgarskólann I Hafnar-
firöi, fjölbrautaskóla, eru lausar tii umsóknar. Kennslu-
greinar: Stæröfræöi, efnafræöi, liffræöi, viöskiptagreinar
(bókfærsia, hagfræöi og skyidar greinar). Æskiiegt er aö
umsækjendur geti kennt fleiri en eina námsgrein og aö
umsækjendur um kennarastööu I stæröfræöi hafi, auk
stærðfræöimenntunar, menntun og reynslu I tölvuvinnu.
— Kennarar skulu fullnægja þeim kröfum, sem geröar eru
til kennara i hliöstæöum námsgreinum viö menntaskóla.
Laun skv. launakerfi starfsmanna rlkisins.
Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferii
og störf, skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu
Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 20. júlf n.k. — Umsóknar-
cyöublöð fást I ráðuneytinu.
Menntamálaráöuneytiö
21. júni 1976.
Tvö lyfsöluleyfi, sem
forseti íslands veitir
1. Lyfsöluleyfið i Borgarnesi er laust til
umsóknar. Leyfið veitist frá 1. október
1976.
Samkvæmt heimild i 32. gr. lyfsölulaga
nr. 30/1963 er viðtakanda gert skylt að
kaupa vörubirgðir og áhöld lyfjabúðar-
innar. Einnig getur fráfarandi lyfsali
gert viðtakanda skylt að kaupa húseign-
ina Borgarbraut 23, þar sem lyfbúðin og
ibúð lyfsalans er.
2. Lyfsöluleyfi á Egilsstöðum er laust til
umsóknar.
Lyfjabúðinni er aðallega ætlað að þjóna
heilsugæzluumdæmi Egilsstaða sbr. a-
lið 1. töluliðs gr. 16.6. i lögum un heil-
brigðisþjónustu nr. 56/1973.
Leyfið veitist frá 1. júli 1977.
Umsóknarfrestur um leyfi þessi er til 20.
júli 1976. Umsóknir sendist landlækni.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
22. júni 1976.
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok —
Geymslulok á Wolkswagen I allílestum iitum. Skiptum á i
einum degi meö dagsfyrirvara fyrir ákveöið verð.
Reyniö viöskiptin. ^
Bilasprautun Garðars Sigmundssonar.
Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. j
TRÉSMIÐJA
BJÖRNS ÓLAFSS0NAR
REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975
HAFNARFIRÐI
HÚSBYGGJENDUR!
Munið hinar vinsælu TI-
TU og Siottlistaþétting-
ar á öllum okkar hurö-
um og gluggum.
*
Ekki er ráð nema i
tíma sé tekið.
Pantið timanlega.
Aukin hagræðing
skapar lægra verð.
Leitið tilboða.
BÉ)
„Stultuskórnir” falle
hættu
Skótlzkan hefur tekiö mjög
miklum breytingum á slðari ár-
um. 1 staö mjóu tánna og pinna-
hælanna komu nokkurs kona
,,stultuskór”sem flestir eöa all-
ir kannast viö. Hafa þessir skór
veriö mjög eftirsóttir og þött
hinir eigulegustu.
En það eru þó ekki allir á einu
málium ágætiþeirra. Þaðhefur
sumsé komið i ljós að skór af
þessu tagi hafa reynzt vera
hættulegir. Eftir að þeir komu á
markaðinn, jókst mjög að fólk
þyrfti að leita læknis vegna þess
að skórnir halda illa að fætinum
ogekki þarf nema smásteinvölu
til að fóturinn vindist eða jafn-
vel brotni. Víða erlendis hefur
kveðiö svo rammt aö þessu að
læknar hafa tekið sig saman og
sent út yfirlýsingar þess efnis að
þeir réðu fólki frá þvi að ganga
á slikuin skóm, vegna slysa-
hættu.
Ævarandi tjón á lik-
ama.
En það er ekki nóg með að
fólk sleppi meðsnúinn ökkla eða
beinbrot, af völdum „stultu-
skónna”.Læknarhafa bentá að
með mikilli notkun þeirra, geti
f
u
f'-í
r!
FRAMHALDSSAGAN
hreyfla fimm sæta vél með
bandariskum Franklin hreyfli.
Undir stýri sat tölvusölumaður,
sem hét Firgus, og vinur hans
Bullock lá og hraut i aftursætinu.
Fyrir framan hann stóð TWA
þota, sem ók nú að flugbrautinni,
öskraði og titraði andartak og
rann svo eftir flugbrautinni,
þangað til að hún tókst á loft og
breyttist úr valtrandi fugli i vél,
sem var fögur og þrungin yndis-
þokka.
Firgus ók litlu vélinni sinni að
flugbrautinni og beygði til hægri.
Nú lá flugbrautin opin fyrir hon-
um, og Firgus satþarna og glápti
á stjórntækin, meðan hann beið
eftir, að flugturinn gæfi honum
merki um að leggja af stað og
iðraðist yfir að hafa borðað þetta
chop suey, sem hann hafði fengið
i kvöldmatinn, og allt i einu voru
dyrnar opnaðar og inn kom
maður með byssu.
Firgus starði undrandi á hann.
„Havana?” spurði hann.
,,Upp íloftið, takk,” sagði Dort-
munder og leit út um hliðarglugg-
ann á svertingjana þrjá, sem
komu hlaupandi að vélinni.
„O.K., N733W,” sagði flugturn-
inn i heyrnartæki Firgusar. „Af
stað með þig.”
Dortmunder leit á hann. „Eng-
in læti,” sagði hann. Af stað með
þig”
„Já,” sagði Firgus. Sem betur
fer var hann vanur vélinni og gat
flogið, þó að hann væri utan við
sig. Hann setti vélina i gang þeir
þutu niður flugbrautina, svörtu
mennirnir námu másandi staðar
og vélin t<Mtst á loft.
„Gott” sagði Dortmunder.
Firgus leit á hann. „Við hröp-
um og þér drepizt,” sagði hann,
„ef þér skjótið mig.”
,,Ég ætla engan að skjóta,”
sagði Dortmunder
,,En við komumst ekki til
Kúbu,” sagði Firgus. „Við kom-
umst ekki lengra en til Washing-
ton á þvi bensini, sem er i
geyminum.”
„Mig langar ekkert til Kúbu,”
sagði Dortmunder. „Heldur ekki
til Washington.”
„Hvert ætlið þér þá? Ekki yfir
hafið, það er lengra.”
„Hvert ætluðuð þér?”
Firgus botnaði ekkert i þessu.”
Ég ætlaði til Pitsburg.”
.Eljúgið þá þangað,” sagði
Dortmunder.
„Ætlið þér til Pitsburg?”
„Hagið yður eins og ekkert hafi
i skorizt, sagði Dortmunder
„Hugsið ekkert um mig.”
„Ja, já,” sagði Firgus. „Allt i
lagi.”
Dortmunder horfði á sofandi
manninn i aftur sætinu oe svo út
um gluggann á ljósin fyrir utan.
Þeir voru þegar komnir dágóðan
spöl frá flugvellinum. Balabomo
demanturinn lá i jakkavasa Dort-
munders. Allt var i lagi.
Það tók stundarfjórðung að
fljúga yfir New York og til New
Jersey, og Firgus þagði allan
timann. En það leit út fyrir, að
hann væri heldur rólegri, þegar
þeir flugu yfir New Jersey, og
hann sagði: „Ég veit ekki hvað
gengur að yður, en þér voruð að
drepa mig úr hræðslu.”
„Fyrirgefið,” sagði Dort-
munder. „Mér lá á.”
„Það má nú segja, Firgus leit á
Bullock, sem steinsvaf. „Sá
verður hissa, þegar hann vakn-
ar,” sagði hann.
En Bullock hélt áfram að sofa,
og enn leið stundarfjórðungur, en
þá sagði Dortmunder: „Hvað er
þarna niðri?”
„Þarna hvar?”
„Þessi ljósa rönd þarna.”
Firgus leit niður og sagði:
„Þessi þarna? Þetta er aðalbraut
áttatiu. Ein af nýju þjóðbrautun-
um, sem verið er að leggja. Þessi
erekkitilbúin ennþá. Ogorðinúr-
elt. Það eru þessar litlu einka-
vélar, sem eru framtiðin. Vitið
þér.”
„Hann lltur út fyrir að vera til-
búinn,” sagði Dortmunder.
„Hann hver?”
„Vegurinn þarna niðri. Hann
litur út fyrir að vera fullgerður.”
„Það er ekki búið að opna hann
fyrir umferð enn. „Firgus var
leiður. Hann brann i skinninu
eftir að segja Dortmunder um
einkaflugvélar i Bandarikjunum.
„Lentu þarna,” sagði Dort-
munder.
Firgus starði á hann. „Hvað á
ég að gera?”
„Þetta er nógu breið braut fyrir
svona vél,” sagði Dortmunder.
„Lendið þarna.”
„Hvers vegnaV
„Til að ég komist út. Bara ró-
legur, ég ætla ekki að skjóta
yður.”
Firgus lækkaði flugið. „Æ, ég
veit ekki,” sagði hann. „Það eru
engin lendingarljós þarna. ”
„Þér getið það,” sagði Dort-
munder. „Þér eruð góður flug-
maður. Égfinn, að þér eruð það.”
Hann hafði ekki hundsvit á flugi.
Firgus breiddi úr sér. „Ja, ég
gæti vistlent henni,” sagði hann.
„Það verður erfitt en ekki
ómögulegt.”
„Gott.”
Firgus flaug enn tvo hringi,
áður en hann gerði tilraunina.
Hann var greinilega óstyrkur og
óstyrkurinn hafði áhrif á Dort-
munder, sém var einmitt i þann
veginn að skipa honum að fljúga
áfram, þeir fyndu áreiðanlega
betri stað seinna. En það var ekki
um betri stað að ræða. Dort-
munder gat ekki sagt Firgusi að
lenda á fiugvelli, svo að hann
varð að láta hann lenda á óvenju-
legum stað, og það var þó a.m.k.
steinsteypt ræma þarna fyrir
neðan, sem var nægilega breið til
að lenda flugvélinni á.
Það gerði Firgus, og hann gerði
það vel, þegar hann hafði loks
safnað kjarki. Hann lenti eins og
fjöður, nam staðar eftir tvö
hundruð og fimmtiu metra, og
leit gleiðbrosandi á Dortmunder.
„Þetta kalla ég flugmennsku,”
sagði hann.
„Ég lika,” sagði Dortmunder.
Firgus leit á Bullock og sagði
reiðilega: „Bara, að hann gæti
andskotazt til að vakna!” Hann
hnipptti i Bullock. „Vaknaðu!”
„Látið hann sofa,” sagði Dort-
munder.
„Ef hann sér yður ekki,” sagði
Firgus,” trúir hann mér aldrei.
Hæ, Bullock! Þú missir af öllu
mannandskoti! ” Hann hnippti
aftur i Bullock og fastara en
áður.
„Takk fyrir ferðina,” sagði
Dortmunder og fór.
„Bullock!” öskraði Firgus og
reif ogtætti i vin sinn.” Vaknaðu i
guðs bænum!”
Dortmunder hvarf út i myrkrið.
Bullock vaknaði við öll höggin,
settist upp, greispaði og néri
stýrunarúraugunum, leit ikring-
um sig, deplaði augunum,
hrukkaði ennið og sagði: „Hvar i
andskotanum erum við?”
„A þjóðbraut áttatiu i Jersey,”
sagði Firgus, „Sérðu manninn
þarna? Flýttu þér að sjá hann,
áður nen hann hverfur.
Það var
einu
sinni
dem-
antur...