Alþýðublaðið - 23.06.1976, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 23.06.1976, Qupperneq 16
PRÓFMÁL ALDARINNAR? Áhugasamir áhorfendur fyigjast meö yfirheyrslum. ------------------------------------------------------------------------- FYRSTA LAUNA- JAFN RÉTTISMÁLIÐ ^________________-J Sjö fyrrverandi þingritarar hafa höfðað mál gegn Alþingi vegna launamisréttis og er málið nú fyrir Borgardómi Reykjavikur. Ragnhildur Smith er stefnandi i fyrsta málinu, sem liggur fyrir og er það höfðað gegn forsetum Alþingis og f jármá1aráðherra. Lögmaður Ragnhildar er Gunn- laugur Þórðarson en lögmaður stefnda er Þorsteinn Geirsson. Setudómarar eru þau Már Pétursson, Adda Bára Sigfils- dóttir og Hákon Guðmundsson. Forsaga þessa máls er á þá leið að stefnandi hafði starfað hjá Alþingi, sem þingritari, undanfarin ár, i igripum 1966-1972, en sem fastur starfs- maður frá 1. janúar 1973. Var starfið einkum fólgið i þvi að vélrita ræður þingmanna upp af segulbandsspólum. Við ráðningu var stefnanda tjáð að starf hennar miðaðist við 13. launaflokk, og þvi fengi hún laun samsvarandi honum. Eini karlmaðurinn 5 launaflokkum hærri Það kom hins vegar á daginn að stefndi, Alþingi, greiddi mun hærri laun til karlmanns, sem var þingritari og vann þvi sam- bærilegt verk, eða samkvæmt 18. launaflokki. Þar sem stefn- andi vildi ekki una við misrétti þetta, hótaði hún, ásamt starfs- systur sinni, aðhætta fyrirvara- laust störfum, ef engin leið- rétting fengist. Varð þetta til þess, að Alþingi bauð þeim bráðabirj^arsamkomulag og hljóðaði það upp á hækkun um tvolaunaflokka. Að þessu gengu þingritararnir, og héldu áfram störfum um tima. Þegar ritararnir sáu fram á að þetta yrði aldrei nema óveru- leg leiðrétting á ranglæti þvi sem þær töldu sig vera beittar, ákváðu þær að hætta störfum, hvað þær gerðu i april 1974. Þegar hér var komið sögu, hafði karlmaður sá, sem gegndi störfum þingritara einnig hækkað i launum ogvar hann þá kominn i 21. launaflokk. Ekkert svar frá Alþingi Þessu næst ritaði lögmaður þingritaranna forsetum Alþingis bréf, eftir beiðni þeirra, þar sem hann tjáði þeim að konurnar teldu sig eiga laun inni hjá Alþingi vegna þess að þeim hefðu ekki verið reiknuð þau laun sem þær áttu rétt á samanborið við karlmanninn. Var farið fram á að þær fengju þessi laun greidd, að öðrum kosti yrði gripið til málshöfð- unar. Þegar sýnt var að Alþingi myndi ekki verða við þessum tilmælum, var fjármála- ráðherra og forsetum Alþingis stefnt, einsog áður sagði, og eru kröfur stefnanda á þessa leið: „Steftiandi krefst þess aðal- lega, að stefndu verði gert að greiða 4/7 hluta mismunar launa samkvæmt 13. og 18. l.flokki frá 1. janúar 1973 tli 31. janúar 1974 krónur 76.123.- og 4/7 hluta mismunar launa sam- kvæmt 17. og 21. l.flokki 31. janúar — 30. april 1974 krónur 21.162,- eða alls krónur 97.285,-, auk 15% uppbóta krónur 14.600,-, eða alls krónur 111.865,’ auk þess eru gerðar vaxta- kröfur. Langdregnar yfirheyrslur í seinvirku kerfi 1 gær fór fram málflutningur i máli Ragnhildar Smith gegn forsetum Alþingis og fjármála- ráðherra. Voru þar mættir lög- menn stefhanda og stefndu, ásamt setudómurum. Að beiðni lögmanns stefnanda var leitt fram vitni I málinu og var það upptökustjóri Alþingis. Stóöu vitnaleiðslur yfir I um það bileina og hálfa klukkustund þá hafði vitnið svarað alls fimm spurningum, svörin verið bókuð og lesin upp til staðfestingar. Var áheyrendum þá sjáanlega fariö aö lengja eftir að heyra málflutning lögmanna, enda lltinn fróðleik að hafa af vitna- leiðslum. Þvi næst tók til máls lögmaður stefnanda, Gunn- laugur Þórðarson. Rakti hann gang mála, en vék siðan að jafn- launaráði og þeim afskiptum, sem það hafði af málinu. Sagöi lögmaðurinn m.a. aö hann teldi þá stofnun ekki standa undir nafni, ef öll hennar störf væru á eina lund. Hefði verið leitað á- lits ráðsins á þessu máli, og það Gunnlaugur Þóröarson flytur mál þingritaranna. hefði látið fara fram athugun á þvi, hvort allir þingritararnir ynnusams konar starf. Þaðhafi hins vegar komið á daginn, að ráðið hafi ekki séð sér fært að taka vitnis burð 8 launþega fram yfir ummæli yfirmanns og kvaðst hann álita að slik stofnun væri með öllu óþörf. Þá benti lögmaðurinn á, að störf þingritara Alþingis væru alls ekki sambærileg við venjuleg vélritunarstörf. Upptökuskilyrði væru erfið og upptakan oft óskýr, enda flyttu þingmenn ekki ræður sinar, með það i huga að þeir væru að tala inn á segulband. Það bæri þvi alls ekki að lita á störf þing- ritara sem venjuleg skrifstofú- störf, eða launa þau samkvæmt þvi. Að sfðustu vék Gunnlaugur að þeim launamismun sem þama heföi átt sér stað og taldi hann i hæsta máta óréttlátan. Það væri vitað að karlmaðurinn sem i hlut ætti, hefði unnið ná- kvæmlega siimu störf og kven- fólkið. Að visu hefði skrifstofu- stjóri Alþingis ekki viljað viður- kenna þessa staðreynd, en sagt að hann fylgdist gjörla með störfum þessa fólks, og vissi þvi hvernig þeim væri háttað. En samkvæmt vitnisburði nú- verandi starfsstúlku Alþingis, sem unnið hefur þar um þriggja mánaða skeið, hefði skrifstofu- stjdri komið aðeins einu sinni inn til starfsfólksins á þessum tima. Eins hefði verið bent á að laun kvennanna væru lægri, heldur en laun karlmannsins, þar sem þær hefðu ekki getaö tekið að sér aukavinnu sem skyldi. Sannleikurinn væri hins vegar sá, að kvenfólkið hefði aldrei skorast undan að taka þá auka- vinnu sem beðið var um, en karlmaðurinn hefi nánast aldrei komið nálægt slikum hlutum. Þá væri það talandi dæmi um það jafnrétti sem rikti á stað- num, að konurnar þurftu að nota stimpilklukku, þegar þær færu I vinnu og úr, en karl- maðurinn ekki. Þetta sýndi ef til vill bezt hvernig málum væri háttað, og þvi óþolandi órétti, sem þær hefðu verið beittar á vinnustað. —JSS. Lokað á laugardögum Að gefnu tilefni vilja Kaup mannasamtök tslands minna á það, að verzlanir á Reykja- vikursvæðinu verða lokaðar næstu 10 laugardaga (Þ.e.a.s. þar til I september), sam- kvæmt samningi við Verziunarmannaféiag Reykjavikur. Hins vegar er heimilt að hafa verzlanir opnar til kl. 22 á föstudagsk völdum , sam- kvæmt samþykkt Reykja- vikurborgar um iokunartima verziana. —'AV. BORANIR VIÐ KROFLU HEFJAST í NÆSTU VIKU Nú er unnið að þvi að gera starfsáætlanir fyrir stóru borana sem eru i eigu Orkustofnunar og fleiri aðila. Jötunn, sem verið hefur við boranir við Laugaland I Eyja- firði, mun ljúka störfum þar á næstu dögum og er gert ráð fyrir að hann verði fluttur austur að Kröflu i næstu viku. Þar er gert ráð fyrir að boraðar veröi alls 4 holur I sumar og er á- ætlað að þær verði um 2 þúsund metrar aö dýpt hver. Borinn Dofri, sem var við boranir á Kröflusvæðinu I fyrra sumar, er nú nýverið byrjaður að bora holu i Mosfellssveit og ekki hefur verið afráðið hvenær hann lýkur þvi verki né heldur hvert hann verur fluttur að þvi loknu. Komið hefur til tals að senda hann til Selfoss eða til Kröflu en næg verkefni er að finna á báðum stöðunum. Það vekur nokkra athygli að nú er I ráði að bora niður á það dýpi, sem talið var um áramót vera hættulega mikið og höfðu menn þá i huga holuna, sem sleit af sér öll bönd I fyrra. MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1976 alþýðu blaðið HEYRT, SÉÐ OG HLERAÐ Lesið: 1 tslendingiá Akur- eyri, að samkvæmt skoðanakönnun sem þar var gerð sé nú þörf fyrir 750 pláss á dagvistunarstofn- unum fyrir börn til við- bótar við þau 200 dagvist- unarpláss, sem bærinn rek- ur nú. Tekiö eftir: Aö meira að segja Páli Heiðar Jónsson hefur I vikulegum Visis- greinum sinum tekið þátt i þvi að narta og naga utan i þá Hauk Guðmundsson og Kristján Pétursson en Páll hefur venjulegast haldið sér utan og ofan við dæmi- gerða flokksmennsku. Gárungar segja að þetta sé vegna þess að framsóknar- mennska sé ekki pólitisk skoðun heldur sáraástand. Heyrt: Að einn þeirra tignu gesta sem hingað til lands munu koma I sumar séu John Conaily, bandariski stjórnmálamaðurinn sem meðal annars var i bifreið- inni með John F. Kennedy þegar hann var myrtur i Texas árið 1963. Vegna fréttar blaðsins i dag um laxveiði og gjaldeyrismál þá má samt ætla að hinn bandariski ráðamaður verzli yfir borðið og ekki undir það. Heyrt: Að i bigerð sé að endurvekja Stúdentaféiag jafnaðarmanna, enda séu stúdentar margir orðnir þreyttir á þvi sem þeim finnst vera staðnað starf Verðandi og Vöku. Lesið: t Dagblaðinu i gær að nú hefur ólafur Jóhannesson, dómsmála- ráðherra bætzt i hóp þeirra ráðherra sem taka undir þau sjónarmið að við ættum að hafa meiri fjár- hagslegan ávinning af veru varnarliðsins hér en viö höfum haft til þessa. Þá hafa fjórir ráðherrar lýst sig fylgjandi þessum hug- myndum, en tveir eru and- vigir. ■■ Heyrt: Að megn óánægja sé meðal margra starfs- manna Rikisútvarpsins, sem telji að yfirvinnubann starfsmannafélagsins hafi staðið nógu lengi, að öllum sé ljóst að starfsfólkið vilji bætt kjör, og að nú væri skynsamíegra að láta staöar numið. Frétt: Aðeins einn hefur sótt um stöðu bæjarstjóra á Akureyri, en en eins og kunnugt er hefur Bjarni Einarsson sagt starfi sinu lausu. Umsækjandinn er Jón Sæmundur Sigurjóns- son, ættaður frá Siglufirði, en umsóknarfrestur a- til 15. júlí.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.