Alþýðublaðið - 03.07.1976, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 03.07.1976, Qupperneq 1
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ I Áskriftar- síminn er 14-900 I BLAÐINU I DAG Dublin sótt heim Það voru heldur betur viðbrigði fyrir veðurbarðan Islending að stiga út úr flug- vélinni á flugvellinum i Dublin, þvi úti var steikjandi hit milli 20 og 30 gráður. Blaðamaður var nýlega á trlandi og segir hann frá ferðalagi sinu i grein i blaðinu i dag. sjá opnu o iL !DÍ K ísscmciiicDí UTLðND P Að róa á annað borðið Menningarskipti eru orðin mikilvægur þáttur alþjóðlegrar spennuslökunar. Margt af þvi sem flutt er út undir hjúpi vestrænnar menningar á þó oft litið skylt við raunverulega evrópska og bandariska menningu. bls.5 7CZDS □ iaa DD 3 00 laDP1 FRÉTTIR Rætt við Thor Vilhjálmsson rithöfund „Ég vona að þessi launasjóður geti komið að gagni fyrir bókmenntirnar og fyrir höfundana, en til þess verður að gera greinarmun á föndri og skáldskap”. Rætt við Thor Vilhjálmsson um launasjóð rit- höfunda. . . . bis. 3 .□C ----cD^Q Eitthvað að fela? Eins og allir vita eru árlega margir að- ilar sæmdir heiðursmerkjum hérlendis. Þar á meðal munu vera margir útlend- ingar, en i skrá, sem er gefin út, er hvergi minnst á hverjir það eru. I tvö hundruð ár I dag eru Bandarikin öðrum þræði for- ysturiki i samstarfi þeirra þjóða sem lengst hafa náð i sókn til mannréttinda og þróaðra stjórnarhátta, en hins vegar risa- veldi og peningaafl sem aðrar þjóðir og minni þurfa að halda vöku gegnt. bls. 2 3 ZJ[_7- O CO C=, < □OOCDÍ O ZZ”= □a Ákveðið að leyfa veiðar á 15 þúsund tonnum af Suður- landssíld í haust Nú mun vera ákveðið að leyfa veiðar á allt að 15 þúsund tonn- um af sild út af Suðurlandi i haust. Tilkynning um þetta verður að likindum birt i næstu viku og þá skýrt frá þeim skil- yrðum sem sett verða i sam- bandi við veiðarnar. Uppistaða böndum og sumir bátar fóru langt fram úr leyfilegum skammti. A land bárust þá um 12 þúsund tonn. Aðstaða til strangara eftirlits er nú mun betri vegna reglugerðar íem samþykkt var i vetur og heimil- ar upptöku afla hjá þeim bátum irj þessara sildveiða verður fimm ára árgangur. Sildarhrygning er nú að hefjast fyrir Suðvestur- landi og togveiðar þvi bannaðar á vissu svæði fram til 15. júli. 1 fyrra var leyft að veiða 10 þúsund lestir af Suðurlandssild, en veiðarnar fóru þá mjög úr sem ekki fylgja settum reglum. Búast má við harðri samkeppni um veiðileyfi þar, sem um 150 bátar koma til greina, en ekki nema hluti þess fjölda sem kemst að. Allt í salt Alþýðublaðið hafði samband við Jakob Jakobsson fiskifræð- ing, sem er nýkominn úr rann- sóknarleiðangri með r/s Arna Friðrikssyni fyrir Suðurlandi. Hann sagði að sildarhrygning væri i þann veginn að hefjast og væri hanv biartsýwn á að klak tækist vel. Uppistaðan i þeim veiðum sem leyfðar verða i haust yrði fimm ára sild. Koma þyrfti i veg fyrir veiði á þriggja ára sild sem þarna væri að koma upp i stærð allt að 27 cm. Sá stofn væri góður og þyrfti að vernda vegna hrygn- ingar hans á næsta ári. 1 fyrra heföi fjögurra ára sildin verið aöaluppistaða i veiðunum og yngri sild yrði ekki nýtanleg nema bara i bræðslu en varla dytti neinum i hug lengur að veiða sild i gúanó. Jakob sagði nýju reglugerð- ina um upptöku afla gott stjórn- tæki til aö koma i veg fyrir brot á reglum, en i fyrra var þessu ekki tii að dreifa og þvi fór sem fór. Með núverandi flota mætti þurrka upp sildina á einu hausti ef ekki er haft strangt eftirlit, sagði Jakob. Klakið ræður úrslitum Um horfur á sildveiðum i vax- andi mæli sagði Jakob Jakobs- son, að þær færu fyrst og fremst eftir þvi hvernig klakið tækist hverju sinni. Nauðsynlegt væri að við færum okkur hægt við veiðarnar. Stofninn ætti langt i land með að ná fyrri stærð. En hvað getum við veitt þarna mikið magn i framtiðinni? Þessu svaraði Jakob á þá leið, að fyrir allmörgum árum hefði hann sagt, að vonandi yrði búið að byggja upp stofn Suðurlands- sildarinnar i lok þessa áratugs. í ljós kæmi nú að þetta væri ekki óhófleg bjartsýni, en afla- magn réðist af þvi hvað stofn- arnir verða stórir sem komast upp. Hugsanlegt væri að há- marksveiði árið 1980 geti orðið 40—50 þúsund tonn. —SG ’QC Loðnuveiðar leyfðar frá 15. júlí 1 ----------^CD-^OUl 5QE??=>c=,cr>a Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson hefur fundið tals- vert stórar loðnutorfur norður af Vestfjörðum og er vonast til að þarna megi veiða nokkuð magn af fallegri loönu. Tvö af þeim fjór- um veiðiskipum sem hafa fengið leyfi til að hefja tilraunaveiðar eru komin a miðin. Sjávarútvegsráðuneytið hefur vakið athygli á þvi, að sam- kvæmt reglugerð frá 20. febrúar eru allar loðnuveiðar bannaðar á timabilinu frá 15. mai til 15. júli 1976. Þeir fjórir bátar sem eru að hefja loðnuveiðar fengu til þess sérstakt leyfi ráðuneytisins, enda fá þeir styrk frá þvi ef halli verð- ur. Veiðar þessara báta eru háðar þeim skilyrðum, sem er að finna i reglugerðinni frá þvi i febrúar. Er m.a. bannað að veiða smá- loðnu, sem er minni en 12 cm að lengd sé hún verulegur hluti afl- ans. Varðar það sektum og upp- töku afla ef hlutur smáloðnu und- ir 12 cm er meiri en 55% af afla. og fjögurra ára, 13 til 15 cm að lengd. Siglfirðingar eru þegar farnir að biða þess að fá loðnu i bræðslu og er ekki óliklegt að upp úr miðjum júli fari hluti loðnu- flotans á veiðar ef tilraunaveið- arnar gefa góða raun. —sg Ritstjórn Sfdumúla II - Sfmi ðll

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.