Alþýðublaðið - 21.09.1976, Qupperneq 1
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER
Áskriftar-
síminn er
14-900
I BLAÐINU I DAG
3LJUUC
Þegar stytti upp
%
Ekki er hægt að segja, að sunnlendingar
hafi notið sólar i of rikum mæli i sumar.
En þeir njóta þess iika svo sannarlega
þegar hún sýnir sig á himninum, eins og
myndir ljósm. Alþ.bl. bera með sér.
Bls.7
IQí
3CZD9
LC
tacz
SCUCIIIOT
ÚTLðND
Minnkandi kjötframleiðsla
í Grænlandi
Geysilegur samdráttur hefur orðið i kjöt-
framleiðslu i Grænlandi og verður ekki
um neinn útflutning á lambakjöti að ræða
i ár.
Bls.6
0
fS7r
’fln
FRÉTTIR
Reisa nýtt frystihús
Á Drangsnesi er nú unnið af kappi við að
reisa nýtt frystihús i stað þess sem brann.
Er jafnvel talið að hægt verði aö hefja
störf i þvi i byrjun febrúarmánaðar.
Bls. 3
c=
Í
cc
Di
0
’cr
Hver sér um dreifingu
Alþýðublaðsins?
Gamall Alþýðuflokksmaður ritar bréf i
Hornið i dag. Kvartar hann undan slæ-
legri dreifingu blaðsins, einkum eftir að
það var tekið i fóstur hjá ihaldinu, eins og
hann kemst að orði.
Bls. 13
—Jjrr=^t=l5
JULJLZirbg—i'
= <=
5
□í
JLi.
Laun opinberra
starfsmanna
Óánægja opinberra starfsmanna vegna
rikjandi ástands i kjaramálum hefur
magnast mjög á undanförnum vikum.
Verðiekkert gert til að bæta ástandið, má
búast við algerri upplausn i röðum þeirra.
Bls.2
dZOCZHCZDi
'JL' T'CTT
íCZTcJiQC:
nCP'
-» «
Í
acz
Wl__IC—M_lao
-----LCZJ^DL
— _______________j nt1 —ic
ze zi.
SAMTOKIN VILJA
SAMSTARF VIÐ
ALÞYÐUFLOKKINN
Á kjördæmisráðstefnu Sam-
taka frjálslyndra og vinstri
manna i Vestfjarðakjördæmi,
sem haldin var á Núpi i Dýrafirði
nú um helgina, var gerð sam-
þykkt um stöðu og hlutverk Sam-
takanna, þar sem m.a. er talið
rétt að ihuga á næsta landsfundi
Samtakanna samstarf við Al-
þýðuflokkinn fyrir næstu kosning-
ar.
Alþýðublaðið leitaði til Karvels
Pálmasonar, formanns þing-
flokks Samtakanna, og sagði
hann að svohljóðandi samþykkt
hafi verið gerð:
Kjördæmisráðstefna SFV á
Vestfjörðum haldin að Núpi 19.
september 1976 minnir á það upp-
runalega markmið Samtakanna
að sameina alla lýðræðissinnaða
jafnaðar- og samvinnumenn i ein-
um flokki.
Allt frá stofnun 1969 hefur þetta
verið grundvallað i stefnuskrá
Samtakanna. Með þessu grund-
vallarsjónarmiði, sem samþykkt
var á stofnfundi Samtakanna I
nóvember 1969 var þvi slegið
föstu að Samtökin ættu ekki að
vera til langframa fimmti stjórn-
málaflokkurinn i landinu, heldur
tæki i baráttunni fyrir samein-
ingu vinstri aflanna.
Kjördæmisráðstefnan telur, að
i ljósi þeirrar þróunar sem oröið
hefur i islenzkum stjórnmálum á
undanförnum árum standi Sam-
tökin nú á timamótum varðandi
starf sitt og hlutverk. Það hlýtur
þvi að verða verkefni landsfundar
Samtakanna i otkóber næstkom-
andi að taka afstöðu til þess hvort
halda beri áfram starfi samtak-
anna eða leita nýrra leiða.
Samtökin á Vestfjörðum itreka
fyrri samþykktir sinar um nauð-
syn sameiningar lýðræðissinn-
aðra jafnaðarmanna i einum
flokki og vilja fá úr þvi skorið
hvort Alþýðuflokkurinn sem heild
eða i einstökum kjördæmum er
reiðubúinn til samstarfs við Sam-
tökin fyrir næstu kosningar.
Gylfi Þ. Gíslason:
„Ég fagna þessari ályktun”
Ég fagna ályktun þeirri
sem kjördæmisráöstefna
Samtakanna á Vestfjörð-
um hefur gert, sagöi Gylfi
Þ. Gíslason í gær, ef hún
táknar það, sem ég tel að
hún hljóti að tákna, að
Samtökin muni ekki bjóða
fram í næ; i kcsningum.
SJÁ VIÐTAl Á BLS. 2
Alþýðuflokkurinn ákveður annað framboð:
Magnús H. Magnússon í efsta
sæti í Suðurlandskjördæmi
Magnús H. Magnússon, fyrrum
bæjarstj. i Vestmannaeyjum, verð-
ur efsti maður á lista Alþýðuflokks-
ins i Suðurlandskjördæmi við næstu
Alþingiskosningar. Þetta var á-
kveðið á fundi kjördæmisráðs Al-
þýðuflokksins i Suðurlandskjör-
dæmi, sem haldinn var i Vest-
mannaeyjum á laugardag og
sunnudag.
Á fundinum var eftirfarandi til-
laga samþykkt einum rómi:
„Kjördæmisráð Alþýðuflokksins
i Suðurlandskjördæmi skorar ein-
róma á Magnús H. Magnússon,
fyrrum bæjarstjóra i Vestmanna-
eyjum að vera i kjöri fyrir Alþýðu-
flokkinn i Suðurlandskjördæmi við
næstu þingkosningar og skipa efsta
sæti á lista flokksins.
Jafnframt felur það stjórn kjör-
dæmisráðsins, i samráöi við
Magnús H. Magnússon, aö velja
aðra menn á listann”.
Magnús tilkynnti á fundinum að
hann myndi verða við þessari á-
skorun. A fundinum kom i ljós
mikill einhugur allra fulltrúa i
kjördæmisráðinu um þetta fram-
boð. A fundinum voru samþykktar
ályktanir um ýmis mál, og verða
þær birtar i blaðinu siöar i vikunni.
Kosningar.
Kosið var i stjórn kjör-
dæmisráðsins og þessir kjörnir:
Aðalmenn: Þorbjörn Pálsson.
Vestmannaeyjum, Einar Eliasson,
Selfossi, og Guðmundur Ingvars-
son, Hveragerði. Tilvara: Reynir
Guðsteinsson, Vestmannaeyjum,
Hjörtur Sveinbjörnsson, Stokks-
eyri, og Margrét ólafsdóttir,
Eyrarbakka.
Kjördæmisráðið kaus einnig þrjá
fulltrúa i flokksstjórn og tvo til
vara. Þessir náðu kjöri: Aðal-
menn: Reynir Guðsteinsson, Vest-
mannaeyjum, Vigfús Jónsson,
Eyrarbakka, og Hreinn Erlends-
son, Selfossi. Til vara: Ragnar
Guðjónsson, Hveragerði og Jó-
hannes óskarsson, Vestmannaeyj-
um. -
SJA VIÐTAL
Á BLS. 2