Alþýðublaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 6
6 ÚTLðND
Þriðjudagur 21. september 1976
STJÓRN CEAUSESCUS í RÚMENÍU
TEKUR NÚ FASTAR í TAUMANA
Nýlega voru forstjóri
og yfirverkfræðingur i
rúmensku fyrirtæki
dæmdir til dauða fyrir
að hafa látið útlend-
ingum i té leynilegar
upplýsingar um efna-
hagsmál Rúmeníu.
Beiðni um náðun var
þegar i stað visað á
bug. Talið er, að þessar
upplýsingar hafi verið
afhentar Bandarikja-
mönnum eða Vestur-
Þjóðverjum, en þessar
tvær þjóðir eru mikil-
vægustu viðskipta-
þjóðir Rúmeniu. —
Fyrir þremur árum
gerðist svipaður at-
burður, þegar rúm-
enskur starfsmaður i
viðskiptalifinu var
dæmdur til dauða fyrir
,, efnahagsnjósnir”.
Dauðarefsingu hefur
verið beitt i Sovétrikjunum,
þegar komist hefur upp um
stórfelldsvikog spillingu, en þó
eru aftökur fyrir afbrnt tengd
efnahagslifi ekki algengar i
1
Austur-Evrópu og þykja heldur
hroðalegar.
Þessir siðustu atburðir i
Rúmeniu sanna betur en áöur
hörku rúmensku stjórnarinnar.
Lög um rikisleyndarmál voru
hert að mun fyrir tveimur
árum. tltlendingar fá ekki leyfi
til að búa i einkahúsnæði, þeir
verða að gista i hótelum rikis-
ins.
Allar hömlur eru nú að verða
svo strangar að þær eru alvar-
legar hindranir i vegi efnahags-
legrar samvinnu i Rúmeniu og
vesturlanda. Rúmenia hefur
verið eina landið i Austur-
Evrópu, sem hefur heimilað
vestræna fjárfestingu i fyrir-
tækjum, sem eru rekin i sam-
vinnu Rúmena og útlendinga.
Arangurinn hefur þó orðið harla
litill, og ein ástæðan er sú, að
útlendingarnir fá ekki aðgang
að nauðsynlegum upplýsingum.
Dauðadómarnir fyrrnefndu
munu heldur ekki hafa
hvetjandi áhrif á þessi viðskipti
hvorki heima fyrir né erlendis.
A sama tima og þetta gerist er
stöðugt þrengt að ibúum
landsins á sviði menningar-
mála, eða allt siðan að
Ceausescu, forseti Rúmeniu,
kom heim frá Kina 1971. A fjöl-
mennri menningarráð-
stefnu i júni s.l. var skýrt frá
nýjum hugmyndafræðilegum
mistökum. Afleiðingin var sú,
að leiðtogar kommúnista-
flokksins skipuðu hugmynda-
fræðinefnd eftir ráðstefnuna, og
erverkefni hennar að samræma
starf og efla eftirlit með
menningarlifi og fræðslustarfi.
Oddamaður nefndarinnar er sj-
álfur Ceausescu, forseti, sem nú
virðist hafa náð völdum á
flestum veigamestum þáttum
þjóðmála.
Aðal-tilgangur hinnar nýju
stefnu skal vera sá, að búa til
nýja tegund sósialista, nýtt fólk,
sem á að starfa i mjög svo
„þróuðu” samfélagi. Ceausescu
á nú að verða aðal-hugmynda-
fræðingurinn, sjálfstæður
marxistiskur hugmynda-
fræðingur, og eiga skoðanir
hans að lýsa leiðina að þvi
marki, að skapa nýtt fólk, nýja
þjóð, þar sem margir sjá Maó,
formann að tjaldabaki.
A fyrrnefndri menningarráð-
stefnu stóð hver ræðumaðurinn
upp á fætur öðrum til að hylla
Ceausescu sem hugsuð og hug-
myndafræðing. Hugmynda-
fræðingurinn Dumitru Popescu
lýsti einlægri aðdáun sinni á
miklum skilningi og hugmynda-
auðgi leiðtogans, og kvaðst vera
stoitur yfir þætti þessa manns
(Ceausescu) i endurnýjun max-
ismans og frekari þróun.
Ný fimm ára áætlun
rúmensku þjóðarinnar hefur
verið rækilega kynnt. Neyt-
endur eiga að fá 55% meira kjöt,
180% meira af fiski og 100%
meira af ávöxtum. Þessar háu
tölur leysa ekki raunveruleg
vandamál þjóðarinnar og
Nicolai Ceausescu, sem er með öll lykilembætti á sinni hendi, á nú
aö setjast á stail i Rúmeníu sem sjálfstæður marxistfskur kenni-
maður. V '
vandamál afkastalitils land-
búnaðar. Tölurnar þykja með ó-
likindum háar, en neytendur
geta þó lifað i þeirri von að
þjóðin sé á réttri leið á þessu
sviði. Hins vegar er litil von um
að bragðgóðir ávextir verði á
boðstólum á andlega sviðinu.
(Dag Halvorsen-þýtt og endur-
sagt).
Samdráttur í
kjötfram-
leiðslunni á
Grænlandi
- fslenskt lambakjöt
á borðum þar f landi
I ár mun ekkert
grænlenzkt lambakjöt i
heilum skrokkum
verða á markaði i
Grænlandi. öll fram-
leiðsla á sauðfjárkjöti á
að fara i vinnslu i kjöt-
iðnaðarstöðinni i Nars-
sak.
Þetta upplýsir for-
stjóri kjötiðnaðar-
stöðvarinnar i Nassak,
Ingv. Hóegh, i blaðinu
Grænlandspósturinn
fyrir skömmu. í ár
mun aðeins um 4000
lömbum og fullorðnu fé
slátrað, á móti 10-11.000
i fyrra. Að auki er svo
það fé sem bændur
slátra sjálfir heima.
Venjulega hefur slátrun á
vegum kjötiðnaðarstöövarinnar
hafizt um miðjan ágúst, en i ár
hefst hún ekki fyrr en i lok sept-
ember. Nú mun öll framleiðslan
verða seld i Grænlandi og verð-
ur þvi ekki um að ræða neinn út-
flutning á grænlenzku lamba-
kjöti i ár, likt og verið hefur sið-
ustu árin. Hins vegar hefur ver-
iðtalað um innflutning á lamba-
kjöti i heilum skrokkum frá Is-
landi og Nýja-Sjálandi. Það
mun væntanlega verða ódýrara
en innlenda framleiöslan, ekki
sizt eftir nýlegan samning fjár-
bænda og kjötkaupenda, sem
orsakaði 10% hækkun slátur-
verðs.
Það verður ekkert grænlenzkt lambakjöt flutt út i ár. Harður vetur þar um slóðir hefur leitt af sér mik-
inn samdrátt í framleiðslunni, og I stað þess hefur verið talað um innflutning á lambakjöti I heilum
skrokkum frá islandi og Nýja-Sjálandi.
Samdráttur i kjötframleiöslu
Grænlendinga stafar af afar
hörðum vetri i ár. Hundruð
kinda bókstaflega týndust i
fanndyngjunni og fóðuröflun
hefur verið erfiðleikum bundin.
tJtfJutningur á ísl.
kjöti til Grænlands
ekki nýtilkominn
Vegna fréttar Grænlands-
póstsins um útflutning á is-
lenzku lambakjöti til Græn-
lands, sneri Alþýðublaðið sér til
Skúla Ólafssonar deildarstjóra
búvörudeildar SÍS, og spurði um
sannleiksgildi hennar.
Skúli sagði, að sala á lamba-
kjöti á markaðinn i Grænlandi
væri ekki nýtilkomin, heldur
hefði Samband islenzkra sam-
vinnufélaga haft slik viðskipti
við Grænlandsverzlunina i Dan-
mörku við og við siðustu 10 ár.
Gegnum hana hefði verið selt
isl. lambakjöt á Grænlands-
markað þegar innlenda kjöt-
framleiðslan á Grænlandi hefði
ekki annað eftirspurn. Sagði
Skúli að nú i september og októ-
ber færu 70-80 tonn af lamba-
kjöti frá íslandi áleiðis til Græn-
lands. Væri það svipað magn og
hefði farið árlega, þegar kjöt
hefði á annað borð veriö selt til
Grænlands.
Aukinn heildarútflutn-
ingur dilkakjöts frá ís-
landi
Skúli ólafsson sagði, að i ár
væri áætlað að flytja út um 5000
tonn af isl. dilkakjöti á markað
erlendis. Langmest af þessu
kjöti fer á markað á Norður-
löndum, enda eru engir inn-
flutningstollar lagöir á þar,
nema i Danmörku. Til Noregs
er á ætlaö að fa ri um 3000 tonn af
kjöti, um 650 tonn til Sviþjóðar,
300 tonn til Danmerkur og 600
tonn til Færeyja. Sagði Skúli aö
færeyski markaðurinn væri
traustur og vaxandi, enda dræg-
ist innlend kjötframleiðsla
heldur saman. —ARH