Alþýðublaðið - 30.09.1976, Side 6

Alþýðublaðið - 30.09.1976, Side 6
6 VETTVANGUR 1. þáttur Umræðunum um skattamisréttið er hvergi nærri lokið — enda má segja að með birtingu skattskrár i sumar hafi mælirinn verið fullur. Á sama tíma og upplýsist að nokkuð stór hópur há- tekjumanna kemst með öllu hjá því áð greiða lög- boðna skatta til samneyzlu þjóðarinnar vegna aðstöðu til tekjuöf lunar, sem þjóðfélagið hefur fært þeim í hendur — þá hefur almenningur fengið örlitla innsýn í heim skipulagðrar f jármálaspillingar, þar sem þekkt nöfn úr heimi viðskiptalíf s koma við sögu. I leiðara Þjóðviljans hinn 15. sept. s.l. er gerð grein fyrir nokkrum þeim tillögum, sem Al- þýðubandalagið hefur lagt á- herzlu á að fylgt verði til að leið- rétta ójafna auðsöfnun i islenzku þjóðfélagi. Þessar fimm tillögur telur Þjóðviljinn brýnast að fylgt verði: ■ „1. Afnumin verði þau fyrningarákvæði i skattalög- um sem gera kleift að afskrifa varaniega eign — 20-30 ára — á örskömmum tima, 5 árum eöa svo eins og nú er. Þetta þýðir að setja verður aiveg nýjar fyrningarreglur þar sem tekið verði eölilegt mið af hugsaniegum nýtingartfma eignanna. Fella ber niður flýtifyrningu og veröstuöuls- fyrningu. Með þessum hætti kæmu stórauknar upphæðir til sam- neyslunnar, sem þannig mætti létta af almenningi. ■ 2. Felia verður niður tekju- skatt af almennum launatekj- um, en hækka tekjuskatt af fyrirtækjum og hátekjumönn- um þar á móti. Tii þess að svo megi verða ber að breyta frá- dráttarreglum til skatts með margvislegum hætti. t þeim efnum vill þjóöviljinn leggja sérstaka áherslu á að settar verði skorður við vaxtafrá- drætti, þannig að hann verði að hámarki til dæmis miöaöur við vaxtakostnaö af skuldum vegna hóflegrar ibúðar. Með þessum hætti yrði komið i veg fyrir það að einstaklingar gætu dregið frá tekjum sinum fyrir skatt vexti af skuldum vegna margra eigna Ibúðar- húsa eða fyrirtækja. ■ 3. Settar verði skýrar reglur sem komi i veg fyrir að at- vinnurekendur geti ruglað saman fjárhag fyrirtækjanna og sjálfra sin. ■ 4. Settar verði strangar reglur um innheimtu sölu- skatts, þannig að ekki takist að stela undan hundruðum miljóna eða miljarði eins og sérfræðingar telja að nú sé unnt. ■ 5. Eignaskattur á stóreigna- mönnum veröi hækkaður verulega og ekki tekiö tillit til skuldanna við álagningu eignaskattsins nema með tak- mörkuöum sérstökum hætti. 1 rauninni ætti I þessu verð- bólgu- og skuldaþjóðfélagi að gera eignina að sifellt stærri skattstofni, en i staðinn að hlifa tekjunum við álagningu beinna og óbeinna skatta. Það sem ræður úrslitun um af- komu manna i þessu þjóð- félagi er það hversu þeim tekst að búa sér til skuldir sem afskrifast í verðbólgunni með- an eignirnar hlaða utan á sig. Þess vegna væri þaö veröugt viðfangsefni verkalýðs- hreyfingar og verkalýðsflokks að reyna aö knýja fram þá stefnu i skattamálum að eign- irnar verði stærri grundvöllur skattanna en nú er.” Fimmtudagur 30. september 1976 bia^1' Er ekki orðin þörf gagngerra brevtinga á skattheimtn Tiér? „Viltu nótu"? er tíöum spurt þegar keypt er þjónusta af minni fyrirtækjum eða einstaklingum í mörgum iðn- greinum og þjónustustarfsemi. Fallist viðskiptavinur- inn á að þiggja söluskattinn í mútur eru viðskiptin hvergi bókfærð, og ekki þarf að standa sameiginlegum sjóðum þjóðarinnar skil á lögboðnum gjöldum. Þótt ekki sé alls kostar greint rétt frá i fyrrgreindri forystu- grein Þjóöviljans um viöbrögö þingmanna viö tillögum Alþýöu- bandalagsins — þá er kannske rétt aö staldra viö og ihuga aö hve miklu leyti nú er samstööugrund- völlur meöal allra þingmanna stjórnarandstööunnar. Telja menn sig hagnast á misréttinu? I fyrsta lagi er rétt aö gera sér grein fyrir þvi aö almennur stuöningur kjósenda viö skatta- breytingatillögur Alþýöuflokks- ins og Alþýöubandalagsins.'sem Samtök frjálslyndra og vinstri manna hafa lýst stuöningi viö, er miklu meiri og viötækari en nem- ur fylgi stjórnarandstööuflokk- anna viö siöustu kosningar. Þaö er meöal annars vegna þess aö skattamál hafa sjaldnast oröiö hitamál i kosningabaráttu og aldrei veriö beinlinis kosiö um s 1 i k m á 1 . Auk þess hafa umræöur um skattamál alltaf fariö fram á þeim árstimum þegar stór hluti þjóöarinnar er i sumarfrii og Al- fiingi situr ekki — eöa þá aö svo ángt er liöiö á starfsár Alþingis, aö ekki gefst tlmi til aö sinna svo umfangsmiklum málum til neinnar hlitar. Oánægju meö misréttiö i skattamálum gætir langt inn i raðir sjálfstæöis- og framsóknar- manna, þótt sú óánægja þyki ekki viöeigandi meöal áhrifamanna þessara flokka eöa i þeirra hús- um. En sá grunur læöist óneitan- lega aö manni að margur i þeim stjórnmálaflokkum, utan þeirra flokka og jafnvel innan annara , haldi sig hagnast á þvi aö viö- halda þessu misrétti. Þetta er sá hópur manna, sem hefur notiö einhvers góðs af þeirri eigna- breytingu, sem veröbólgan hefur valdið, einkum húsbyggjendur. Agóöi þeirra er þó, ef grannt er skoöaö, ekki svo mikill aö það réttlæti skattamisréttiö til lang- frama. Stjórnarandstaðan þarf þvi hvorki af þessum ástæöum né nokkrum öörum aö óttast aö starfa aö frekari samræmingu þeirra stefnumiöa, sem þeir hafa i skattamálum. í leiðara Alþýðublaösins 21. september i fyrra, þar sem fjali- aö var m.a. um gloppur i sænsku skattalöggjöfinni, sagöi m.a.: „Þetta sama fyrirbæri er al- kunnugt hér á landi, þótt aldrei hafi verið jafn myndarlega á þvi tekið af islenzkum fjölmiðlum og nú átti sér stað I Sviþjóö. Nú eru- Sviar kunnir fyrir vandaða lög- gjöf á öllum sviðum. Samt gerist hróplegt óréttlæti varbandi tekju- skattsheimtu hjá þeim. Við hverju má þá ekki búast hjá þeim, sem minni reynslu hafa? i þessu sambandi er rétt að minna á, að fyrir tveim árum fluttu þingmenn Alþúðuflokksins tillögu um gagngera breytingu i skattheimtu á islandi. Kjarni til- lagnanna var sá, að horfið yröi frá þvi, að meginþorri einstak- linga greiddi tekjuskatt til rikis- ins af tekjum sinum, heldur greiddi gjöld sín til hins opinbera i formi óbeins skatts, söluskatts, sem siðar yrði breytt í virðis- aukaskatt, hliðstæðan þeim, sem nú er innheimtur i flestum ná- grannalandanna. Gert var ráð fyrir þvi, að þeir sem hefðu mjög háar tekjur skyldu áfram greiða stighækkandi tekjuskatt, og sömuleiðis skyldi greiða slikan skatt af atvinnurekstri. Jafn- framt var gerð tillaga um sér- staka tekjuöflun, sem verja skyldi til þess að hækka tekjur þeirra, sem lægstar tekjur hafa og ætla mætti, að greiöa mundu meira vegna hækkunar söluskatts en þeir hefðu greitt i tekjuskatt. i greinargerð tillögunnar og um- ræbum var sýnt fram á, að þetta væri fjárhagslega framkvæman- legt með þvi að framlengja þá- gildandi lagaákvæði um sölu- skattsinnheimtu í Viölagasjóð og bæta við þá hækkun 2-3 stigum, auk nokkurra annarra ráðstaf- ana.” Ranglát álagning beinna skatta ..Höfuðgallinn á beinum skött- um er sá, að byrðin er orðin ó- bærilega þung og álagning þeirra að mörgu leyti ranglát. Almennir launþegar eru farnir aö greiða frá þriðjungi til helmings af tekjum sinum I beina skatta. Þessi óhóf- lega skattheimta er orðin fjötur á framtakssemi og vinnuvilja og hemill á heiibrigban vöxt þjóðar- tekna. Það er hins vegar kostur við óbeina skatta, að þá ræður neytandinn meiru um það sjálfur, hversu mikið hann greiðir, meö þvi að ákveða hversu mikið hann kaupir umfram nauðþurftir. Tekjurnar nýtast betur. Hiö gamla markmib stighækkandi tekjuskatta að jafna tekjur næst nú miklu betur en eftir öðrum leiöum.” Þennan leiöara skrifaði Gylfi Þ. Gislason. Hugmyndir hans hafa hlotiö góöar móttökur víöa, en þeireru þó margir, sem telja aö á þeim séu tveir stórir annmarkar: 1 fyrsta lagi sé afnám tekjuskatts til litilla bóta nema til komi einnig viöamiklar breytingar á reglum um skattafrádrátt, — og i ööru lagi innheimtist söluskattur ekki of vel og margar leiðir séu fyrir innheimutmenn söluskatts að stinga honum undan. Jafnframt sé það reynsla Norðmanna og Dana, aö virðisaukaskattur inn- heimtist ekki betur en söluskatt- ur, jafnvel verr. Um þetta atriöi — og hlutfall söluskatts af skattheimtu rikis- sjóös var fjallaö ítarlega i sjón- varpsfréttum þann 14. þessa mánaðar.Þarkomst Guöjón Ein- arsson, fréttamaöur, svo aö oröi: 1 umræðum aö undanförnu um skattamisrétti og skattsvik hefur nær eingöngu veriö fjallaö um beina skatta, einkum tdcjuskatt, en litiö verið minnst á innheimtu óbeinna skatta, svo sem sölu- skattsins. Sölusk. er hins vegar langstærsti einstaki iiöurinn I tekjuöflun rikisins, og fær rikið meira en þriðjung heildartekna sinna meö álagningu söluskatts. Fréttastofa sjónvarpsins reyndi að afla sér upplýsinga um þaö i dag, bæði hjá Þjóöhagstofnun og fjármálaráðuneytinu aö hve miklu leyti söluskatturinn skilaöi sér til rikissjóðs, með öörum orö- um: hve mikið af skattinum inn- heimtistog hve miklu væri skotið undan. Þau svör fengust, aö um það væri ekkert hægt aö segja, engar nýlegar kannanir heföu verið gerðará þvi og engar áætlanir til um slikt. Umfang sölu- skattsins Samkvæmt fjárlögum eru tekj- ur rikissjóðs á þessu ári áætlaöar 60,3 milljaröar króna, sem skipt- ast þannig: Söluskattur 21,4 milljarðar króna, eða 35% af heildartekjum rikissjóös, aöflutn- ingsgjöld og tollar 10,5 milljarðar eða 17% heildarteknanna. Tekjuskattur og eignarskattur 7,9 milljarðar eöa 13% af heildar- upphæðinni, tekjur af áfengis- og tóbaksverzlun rikisins 6 milljarð- ar króna, eða 10% tekna rikis- sjóös á árinu, launaskattur 3 milljaröar, vörugjald 2,3 milljaröar, innflutningsgjald á benzini 1,7 milljarðar og svo eru ýmsir aðrir liðir, sem eru innan viö milljarður króna hver. Sam- tals eru þetta 60,3 milljaröar króna. Eins og fram kom hér áö- an eru tekjur rikisins af söluskatti áætlaðar 21,4 milljarðar króna i fjárlagafrumvarpinu. Viö endur- skoðun þessarar áætlunar I vor hækkaöi sölusk. upp i 23,8 milljaröa. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Daviðssonar hagfræðings hjá Þjóöhagsstofnun, innheimtast þessar tekjur bærilega, enda er hér um aö ræða tekjur, sem reynsla undanfarinna ára hefur sýnt, að 20% söluskattur gefi af sér miðað við verölagsþróun. En spurningin er hins vegar: Hve miklu hærri væri þessi upp- hæð, ef allir borguðu söluskattinn lögum samkvæmt, og hann skil- aöi sér allur á leiöarenda ofan i rikiskassann? Enginn viröist treysta sér til aö svara þeirri spurningu, enda eng- ar nýlegar kannanir til þess aö styðjast viö. Efnahagsstofnunin geröi fyrir allmörgum árum konnun á þessu og samkvæmt henni var talið, aö nálægt 4% af heildarupphæöinni skilaði sér ekki. Söluskattur af vörum og þjónustu hefur hækkaö verulega siðan þessi könnun var gerð og má e.t.v. ætla, að meiri tilhneig- ingar gæti til þess nú en áður aö halda honum eftir, enda ekki um neinar smáræðis upphæðir aö ræöa. Setjum svo, aö hérlendis nemi undandráttur á söluskatti 5%, þá ermeö öðrum oröum stolið undan hvorki meira né minna en 1200 milljónum króna. Sé undandrátt- urinn 10%, er samsvarandi upp- hæð 2.6C0 milljónir króna. En hvaöa söluskattssvik eru al- gengust i okkar þjóöfélagi? Söluskattsvikin gerast meö ýmsum hætti, en þaö sem algeng- ast mun vera er undandráttur á söluskatti I alls konar þjónustu- starfsemi smærri fyrirtækja. Hver kannast ekki við þaö, að viöskiptavininum sé boöið að losna viö að greiða söluskattinn gegn þvi að fá enga kvittun fyrir viðskiptin. — „Viltu nótu” er

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.