Alþýðublaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 14
14 FRÁ MORGNI
Fimmtudagur 30. september 1976Ma%fd
Fréttagetraun
1. Hver er maöurinn?
2. Hvaö kostar nýr Range Rover?
3. Hver er Þjóögarðsvöröur á
Þingvöllum?
4. Þýzka söng- og leikkonan
Gisela May skemmti sjónvarps-
áheyrendum i gær. Fyrir hvaö er
hún frægust?
5. Hvaö er langurþráður i
einum kvensokkabuxum?
6. Hvaða liö varð Færeyja-
meistari i knattspyrnu i ár?
7. Hvað heitir formaöur Sam-
bands Alþýðuflokkskvenna?
8. Hvað er langt siðan Leðuriðjan
Atson tók til starfa?
9. Hvað heitir formaður franska
kommúnistaflokkssins?
10. Hvaða verktaki var með
lægsta tilboðið i steypuvinnu
vegna byggingar járnblendiverk-
smiðjunnar við Grundartanga?
fiátan
Skýringarnar fiokkast ekki
eftir láréttu og lóðréttu NEMA
við tölustafina sem eru i reitum
i gátunni sjálfri (6,7 og 9). Lá-
réttu skýringarnar eru aðrar
merktar bókstöfum, en lóðréttu
tölustöfum.
SVOR:
'J'H HoqQiaJH'Ot
sibqojbim ssSjooo '6
J? 0k '8
jiHQpspunuiQno uijsijh í
HL '9
'uni 6 'S
stqaajH uinQpfj
? guiutnu 3o umiint juXj t
uossipjia jmijjia t
jjuptjiui í-l‘E Z
UOSSJEJO mv 'I
Velmegunin veldur of háum
blóðþrýsingi
Það færist nú mjög i
vöxt að fólk þjáist af of
háum blóðþrýstingi.
Þessi þróun hefur
valdið miklum áhyggj-
um, enda getur sjúk-
dómurinn dregið þung-
an dilk á eftir sér, ef sá
sem af honum þjáist
kemst ekki undir lækn-
ishendur í tæka tíð.
Dauðalikur kvenna
sem eru með sjúkdóm-
inn eru tvöfalt fleiri en
þeirra sem heilbrigðar
eru. Hjá körlum eru
likur á dauða þrefalt
hjá þeim sem sjúkir
eru miðað við hina heil-
brigðu. Það er þvi vel
þess virði að gefa sjúk-
dóminum gætur 1 g um-
fram allt að reyna að
grafast fyrir um orsak-
irnar.
Eitt þekktasta tilfellið nefnist
essential hypertension. Þetta
tílfelli er mjög algengt, einkum
þó i hinum þróaðri löndum, og
virðist sjúklingum fjölga mjög
eftir þvi sem á liður.
En hverjar eru svo orsakirnar
fyrirofháum blóðþrýstingi? Jú,
það er viðurkennt að hvers kon-
ar streita getur leitt til aukins
blóðþrýstings. Streitan skapast
svo af ýmsum þáttum sem auð-
kenna hvert svokallað velmeg-
unarþjóðfélag, svo sem spennu,
sem skapast af of miklu vinnuá-
lagi, hinum mikla flýti, sem
fylgir velmeguninni og jafnvel
umferðinni.
Gagnlegur fyrr á
timum.
„Fyrr á timum” gat verið
mjög þýðingamikið, að blóð-
þrýstingurinn ykist hjá fólki,
undir vissum kringumstæðum.
Sérstaklega átti þetta við þá
sem þurftu að beita afli, t.d. við
véiðar og i bardögum, svo eitt-
hvað sé nefnt. Þegar blóðþrýst-
ingurinn hækkar, streymir auk-
ið blóðmagn út i vöðvana, til
heilans og hjartans, og gerir
þessum liffærum kleift að auka
starfsemi sina til muna. Þegar
áreynsla liffæranna minnkar
svo aftur, fer þrýstingur blóðs-
ins aftur i eðlilegt horf.
Hjá nútimamanninum er
þessari likamsstarfsemi öðru
visi háttað. Blóðþrýstingurinn
eykst við ýmis tækifæri, en sú
aukning er ekki nema til óþurft-
ar hjá allflestum, þar sem kyrr-
setufólk hefur enga vöðva sem
geta nýttaukinn þrýsting blóðs-
ins. Og það er einnig annað atr-
iði, sem vert er að gefa gaum.
Enginn veit hversu blóðþrýst-
ingurinn lækkar aftur, þar sem
ekki eru tilstaðar neinir vöðvar
i áreynslu, sem minnka hann.
Við þekkjum öll, fjölda að-
stæðna, þar sem einhvers konar
spenna, eða taugaálag valda og
háum blóðþrýstingi, og þar við
situr. Margir hafa óeðlilega há-
an blóðþrýsting, aðeins hluta af
deginum,einkum ef menn vinna
taugastrekkjandi vinnu.
Ákvæðisvinna er t.d. miklum
mun hættulegri að þessu leyti,
heldur en afgreiðsla i verzlun.
Undir ykkur sjálfum
komið.
Sem sagt, hár blóðþrýstingur,
sem einu sinni gat verið gagn-
legur, er nú hættulegur þeim,
sem af honum þjást.
Fólk verður að læra, að lifa
ekki við þær kringusmstæður,
sem valda auðveldlega háum
blóðþrýstingi. Þá er það fyrst og
fremst vinnan sem ber að at-
huga, þvi hún ein getur valdið
alltof háum blóðþrýstingi.
En menn verða einnig að hafa
hugsuná, að koma þrýstingnum
niður fyrir hættumörk. Er þá
bezta ráðið, að stunda iþróttir,
hjóla góðan spöl eða eitthvað
þvi um lfkt. Ef vöðvarnir fá að
starfa nægilega, er engin hættta
á langvarandi lasleika vegna
aukins blóðþrýstings.
FRAMHALDSSAGAN
Staðgengill sljörnunnar^^
eftir Ray Bentinck
ann. Shirley hafði valið siðan
þröngan kjól alsettan stjörnu-
löguðum silfurpalliettum.
Demantslokkar glitruðu i eyrum
hennar, hún var með demants-
hálsband og armband. A öðrum
handleggnum bar hún skósiðan
platinuminkapels Paulu. Hún
rétti Max hann og hann lagði
hann um axlir hennar — Hún er
þér til sóma Paula, sagði hann.
Paula hrukkaði ennið: —
Skartgripirnir minir! Pelsinn
minn! Neyddistu til að velja kjól,
sem ég hef aldrei farið i?
— Ég á að leika þig svo að ég
valdi það bezta.sagði Shirley ró-
lega og gekk út að Rolls Royce-
inum. Hún sá, að Barney beið
eftir að elta þau i öðrum bil... ef
ráðizt yrði á þau, sagði Max. 1
bilnum fékk Shirley Max til að
segja sér ævisögu sina, og nú
skildi hún fyrst, hve metnaðar-
gjarn hann var.
Hún hafði ákafan hjartslátt,
þegar hún heilsaði lávarði og lafði
Tolbory, en eftir þvi sem leið á
kvöldið varð auðveldara að brosa
og glitra eins og Paula, og fljót-
lega fann hún, að hún gat sagt
allt, sem hún átti að segja erfið-
leikalaust. Hún fann að henni
tókst frábærlega vel, og Max var
mjög elskulegur við hana. Þegar
þau voru aðfara leit lafði Tolbury
á hann og sagði: — Ég hef lesið i
blöðunum, að þið frk. Langton
farið að trúlofa ykkur, hættir unn-
usta yður þá að leika?
Max brosti til Shirley. — Þú
verður að svara sjálf elskan! Ég
vona að þú gerir það! Ég er svo
eigingjarn, að ég vil ekki eiga þig
með öðrum! Augnaráð hans hafði
breytzt svo mjög að Shirley fékk
ákafan hjartslátt. Hann taiaði
eins og hvert einasta orð væri að-
eins ætlað henni einni, og allt i
einufórhúnaðvona,að þetta yrði
hennar kvöld. Shirley yfirgaf lá-
varðinn og konu hans ljómandi af
hamingju, en þau voru ekki fyrr
setzt inn, en Max hallaði sér aftur
á bak og fékk sér sigarettu. —
Guði sé lof, að þessu er lokið!
Hann geispaði. — Var það ekki
erfitt? Þú værð þrjár stjörnur
fyrir leik þinn, og ég lika. Það
munaði minnstu að þau heyrðu
turildúfur kurra.
Shriley stirðnaði. Þetta kvöld
sem hafði skipt hana svo miklu
máli, skipti hann engu. Snertingin
á handlegg hennar, leiftrið í aug-
um hans, bliðyrðin... allt tilheyrði
hlutverkinu. Skyndilega gat hún
ekki barizt lengur við tárin. Max
sá það, og þegar hann sá tárin,
sagði hann: — Shirley þó! Þú
vissir að þetta var einn allsherjar
skripaleikur! Vertu ekki svona
vitlaus! Hún greip andann á lofti.
— Þú hefur þó ekki trúað þessu
ástarþvaðri?
Hún færði sig út i horn og leit
undan. Max sat samanbitinn og
þögull. Eftir andartak tók hann
um hönd hennar, en hún dró hana
að sér. — Heyrðu nú shirley sagði
hann bliðlega. — tmyndaðu þér
ekki að þú sért ástfangin af mér.
Þú átt eftir að reyna margt, áður
en þú hittir þann eina rétta.
— Ég vil ekki tala við þig! sagði
hún með ekkasogum.
— Þú verður að tala þetta úr
þér! sagði hann. — Mér þætti
mjög leitt að vita ef ég hefði gert
þig óhamingjusama því að mér
þykir vænt um þig, og ég vona, að
þú sért vinur minn! Ég er ekki
rómantiskur, Shirley. Það er ekki
til neins að gráta út af mér. Lif
mitt er helgað leiklistinni...
— Það er helgað Paulu, hrópaði
hún æst,
— Hún getur hjálpað mér, og
kannski ég hjálpi henni? sagði
Max rólega. — Svo geturðu ekki
búizt við þvi, að ég ræði samband
okkar Paulu við þig hér og nú!
lörvæntingu sinni þráði Shirley
aö særa hann jafnmikið og hann
hafði sært hana. — Það er vegna
þess, að þú blygðast þin fyrir að
ræða það! sagði hún illilega. —
Það vita allir, hvernig hún er.
Hún hefur átt i ótal ástarævin-
týrum... svo mörgum að enginn
maður með snefil af sómatilfinn-
ingu myndi standa I biðröðinni til
að njóta útþvældra ástaratiota
hennar...
— Nú er nóg komið! Rödd hans
var isköld. — Þér er velkomið að
láta reiðina bitna á mér, en sjáðu
Paulu i friði.
Þau þögðu það sem eftir var
leiðarinnar. — Fyrirgefðu, Max
tautaði hún, þegar billinn nam
staðar við herrasetrið. Hann
svaraði engu.
Paula og Silverstein voru á fót-.
um til að heyra, hvernig hefði
gengið. Shirley fór beint upp til að
losna við spurningarnar, og þar
flýtti hún sér úr lánsklæðunum.
Hún hataði allt, sem tilheyrði
Paulu... sérstaklega Max. Shirley
vissi, að Paula yrði reið, ef hún
skilaði ekki fötunum og skart-
gripunum strax, svo að hún fór i
slopp og bar alla dýrðina inn i
herbergið við hliðina. Hún var i
þann veginn að fara þegar hún
heyrði Paulu og Max koma. Þau
námu staðar fyrir utan dyrnar. —
Þú áttir ekki að fara með henni,
Max, heyrði hún Paulu segja. —
Ég vissi að þér myndi hund-
leiðast!
— Þetta var indælt boð, drafaði
Max.
— En ég vil ekki hafa að þú
flækist með öðrum! Paula var
hörkuleg. — Ég hef gefið þér
allt... allt, sem þú vildir. Þú átt að
vera hjá mér!
— Það get ég lika,sagði Max ró-
lega. — En við gátum ekki látið
Shirley fara eina, og þar sem hún
lék þig var minn staður við hlið
hennar.
Það varð smáþögn og Shirley
bjóst við að þau væru að kyssast.
Hún var dauðhrædd um, að þau
kæmu bæði inn, en sem betur fór
var Paula ein. — Hvað ertu eigin-
lega að gera hér? spurði hún
frekjulega.
— Skila fötunum! svaraði
Shirley rólega. — Vertu róleg...
ég veðsetti ekki demantana þina!
— Voru lávarðarnir og lafðirn-
ar hrifin?
— Það veit ég ekki! svaraði
K0STAB0Ð
á kjarapöllum
KJÖT & FISKUR
B reiðholti
Siilli 71200 — 74201
>>* ©
íb^
PÚSTSENDUM
TROLOFUNARHRINGA
3Iol).ínnrsi UnfBSon
UmiS.iUcfli 30
á'lllll 19 209
I nun
DUÍÍfi Síðumúla 23 /ími 64900
Heimiliseldavélar,
6 litir - 5 gerðir
Yfir 40 ára reynsla
Rafha við Óðinstorg
Símar 25322 og 10322
Birgir Thorberg
málarameistari
simi 11463
önnumst alla
málningarvinnu
.— úti og inni —
gerum upp gömul húsgögn ^