Alþýðublaðið - 05.10.1976, Síða 8
8 OB VMSUM ÁTTUM
YFIRLÝSING
Sl. fösiudag blrtiat á baksföu
Alþýöublaösins klausa þar sem
sagt var að <g hefði selt Birgi
ls'.eifi Gunnarssyni aumar-
bústað við Þingvallavatn. Þessi
klausa verður svo tllefni þess
að blm. Tlmans hrlngir helm til
min um kl. 22 sama kvöld og
segist þurfa aö fá þessa ,M6r-
frétt" ataðfesta. Eg bentl
manninum á. að það gcti
tsepast veiíð tllefnl tll frétta.
hvort ég hefði selt eða ekki aelt
sumarbústað við Þingvallavatn,
en ef sllkar bústaðasölur teld-
ust til frétta fyrir Tlmann v*ri
handhcgast fyrir blaða-
mannlnn að skrifa um kaup og
söiu framkvKmdastjóra
Timans á sumarbústöðum á
þessum slóóum. þ.á m. sumar-
búxtaóakaup hans af Knúti
Bruun hrl. og fjölskyldu hans.
um það bil er Grjótjötunn. hið
frsega sklp kom til landsins.
SJálfur teldi ég þetta lltið
fréttaefnl, en það stsði þeim
Timamönnum sannarlega naer
en mln viðskipti.
Þesair útúrsnúningar mlnlr
urðu svo tll þess að maðurinn
hafði eftlr mér á forslðu
Tlmans daglnn eftir að ég hefði
engan sumarbústað selt Birgi
Islelfl Gunnarssyni. Ekki skal
ég lasta blaðamanninn þðtt úr
þessu samtali yrði klúður og
tKpast getur Tlmlnn vænzt
þjónustulipurðar af mér eftir
þá umfjöllum. scm ég hef skii
I þvi blaói á undanförnum
mánuðum og rcyndar ekki talið
svaravcrða hlngað til. Þar sem
hér cr hlnx vcgar cfllr sjálfum
mér haft, þykir mér rétt að
leiðrétta ummælin, þótt þau
séu efnislega rétt. þar sem eign
sú er um ræðir var á nafni konu
mlnnar er hún var aeld.
Snemma á sl. sumri seldum
vlð hjðnin suraarbústað er vld
áttum I Svtnahlið I Grafningi.
Ymsir höfðu áhuga á að kaupa
bústaðinn og meðal þeirra voru
Birgir Isleifur Gunnarsson og
kona hans. Slzl þótti okkur
verra að selja þeim en ein-
hverjum öðrum. Ekki fékk
Birgir Isleifur Gunnarsson
neitt lánað I sumarbústaðnum
umfram venjuleg útborgunar-
kjör. enda greiddu þau hjón
þaö sem upp var sett og viö
máttum vcl við una.
X. oktébrr 1978.
Kvelao R. Eyjðlfsson.
Vandséður
eðlismunur
Glæpamenn eru samir
viö sig. Vinnubrögö
þeirra þekkja engin
landamæri og þeirra
tungumál er i rauninni
eitt og alþjóölegt. Skyld
vinnubrögöum glæpa-
manna eru svo vinnu-
brögö minni háttar
skúrka, sem temja sér i
hvivetna siöi og vinnu-
brögö hinna stóru glæpa-
manna. Þar er enginn
eölismunur á og skúrk-
amir eiga sér þaö aö tak-
marki aö komast i hóp
hinna stóru.
En svo er til hópur ann-
arra aöferöa en ekki
óskylds eðlis. Það eru
þeir, sem skreyta sig
hjúpi hinna heiðarlegu
viöskiptamanna, en
temja sér vinnubrögö
glæpamannanna. Þeir
eiga þaö sammerkt meö
öllum sinum sálufélögum
að ef þeir komast i hættu
þá reyna þeir aö beita
hótunum. Þegar bent er á
athafnir þeirra benda
þeir bara sjálfir á móti á
glæpi annarra. Einmitt
vegna þess hve afbrota-
menn skortir samstööu
komast svo mörg brot
upp.
Þetta eiga skúrkar og
glæpamenn sammerkt
4jm allan heim, og þá eins
nér á landi. Þetta er
þeirra eyrnamark.
Mál sem
mætti
rannsaka
Eins og blaöalesendum
er kunnugt haföi Sveinn
R. Eyjólfsson milligöngu
um þaö aö útvega bygg-
ingarsjóöi Sjálfstæöis-
hússins milljón krónur i
framlag frá Armanns-
felli, en þar er Sveinn
hluthafi. Sveinn er jafn-
framt framkvæmdar-
stjöri þess dagblaðs hér á
landi, sem telur sig jafn-
oka Washington Post f
rannsóknarblaöa-
mennsku. Ætli Katherine
Graham þætti ekki sam-
likingin ærumeiöandi fyr-
ir sig?
Nú hefur Alþýðublaðið
upplýst aö sami Sveinn
seldi borgarstjóranum i
Reykjavik sumarbústaö i
Svinahliö i Grafningi.
Þetta var ekki birt sem
frétt um það aö þarna
heföu verið á feröinni
óeölileg viöskipti. Aðeins
bent á, aö eftir að Birgir
Isl. Gunnarsson borgar-
stjóri, sem svarið hefur af
sér öll tengsl viö
Armannsfell, sem hann
var eitt sinn hluthafi i og
lögmaöur fyrir, kaupir
borgarstjórinn sumarbú-
staö af Sveini. Var sagt aö
gott útsýni væri úr bú-
staðnum yfir Armanns-
fell.
Timinn reyndi að fá
þessa frétt staöfesta hjá
Sveini, en viöbrögð hans
urðu, eins og hann upp>-
lýsir sjálfur igtein i Dag-
blaöinu i gær, aö reyna aö
gera ekkert úr þessu.
Þess i staö hóf hann aö
dylgja viö blaöamann
Timans um aö eitthvað
væri meira en litiö bogiö
viö kaup Kristins Finn-
bogasonar, fram-
kvæmdarstjóra Timans á
sumarbústaö af Knúti
Bruun, hrl., eins af hlut-
höfum i Grjótjötni. Hvaö
segir Jónas Kristjansson,
ritstjóri, um slikt tilboö
um samsæri þagnarinn-
ar? Hvar er hiö islenska
Washington Post? Yfir-
stjórn Dagblaösins telur
þessi sumarbústaöakaup
framkvæmdastjóra Tim-
ans fréttnæm, en skýrir
ekki frá þeim, heldur
geymir upplýsingarnar til
aö verzla um gagnkvæma
þögn.
Þaö ætti eitthvert dag-
blaðiö, sem leggur kapp á
rannsóknarblaða-
mennsku aö kynna sér
allarhliöar þessa máls og
leggja sannleikann á
boröiö.
Svo notuð séu orð
Jónasar Kristjáns-
sonar: ’Dagblöö eru
frjáls og óháö ef þau búa
ekki viö aðhald stjóm-
málaflokka, þrýstihópa
og voldugra aöstandenda,
heldur aöhald lesenda
sinna’.
Einkum skyldi lagt
kapp á aö upplýsa
hugsanlegan þátt ’vold
ugra aöstandenda dag-
blaöa’ aö þessum málum
öllum.
Margur er
ríkari en
hann hyggur
1 nýútkomnu fréttabréfi
Flugvirkjafélags Islands
er svohljóöandi greinar-
korn, sem ber fyrirsögn-
ina: Til ihugunar.
Mikil og merkileg tiö-
indi hafa gerst frá þvi aö
júni fréttabréfiö okkar
kom út. Núna eigum viö
islendingar (flugvirkjar)
stóreignir á Keflavikur-
flugvelli, sem enginn
vissi um þá. Eiga menn
aö hlægja eöa gráta. Ef til
vill færi bezt á þvi aö
gera hvort tveggja.
Margar spurningar koma
i hugann, þvi máliö er
harla óskil janlegt. A
meöan islenzkir flug-
virkjar hafa i áraraöir
þurft aö gegna störfum
sinum viö hin frumstæö-
ustu skilyröi, höfum viö,
án þess aö vita þaö, átt
þrjú vönduö upphituö og
notaleg flugskýli á Kefla-
vikurflugvelli. Þaö heföi
ekki veriö amalegt hér
áður fyr, aö geta flogiö
sexunni, fjarkanum, köt-
unni, þristinum og fleiri
flugvélum suöur á Kefla-
vikurflugvöll i stóru skoö-
anirnar. Flugfélögin,
Gæzlan og yfirleitt allir
sem hafa rekið flug á Is-
landi, allir undir sama
þaki. Hugsiö ykkur millj-
ónirnar sem heföu spar-
ast, aðstöðumuninn, ör-
yggið. Við skulum ekki
ásaka neinn, þótt yfir-
sjónin sé mikil, heldur
hvetja þá, sem ráða þess-
um málum i dag, aö bæta
úr svo um munar. Þar
scm við flugvirkjar áttum
beinan þátt i þessari upp
götvun, getum viö
kannski sjálfum okkur
um kennt, aö hafa ekki
haft afskifti af þessum
málum fyr. Þaö er svo
greinilegt, og ljósar eftir
þvi sem frá liöur, aö
margt i flugmálum okkar
þarf aöhald. Viö getum
hjálpaö til viö aö veita
þetta aöhald, þvi fátt,
sem lýtur að fluginu, er
okkur óviökomandi’.
—BS.
Góöir fundarmenn.
Sumum ykkar hefur nú kannski
dottiö i hug, þegar þiö sáuö þetta
erindi um jafnréttismál á dag-
skrá þessa fundar, aö enn væru
þær aö þessar rauösokkur og
hvort þessum málum væri ekki
þegar komiö i höfn, meö sam-
þykkt laga um jafnrétti kynjanna
á siöasta Alþingi. Ef einhverjir
ykkar hafa haldiö aö svo væri c;
þaö hinn mesti misskilningur.
Raunverulegt jafnrétti á ennþá
langt i land. Enn rikir misrétti i
skólum landsins, ennþá er langt
frá aö réttlæti riki i launamálum,
enn rikir misrétti á heimilunum,
ennþá er þjóöfélagiö i heild gegn-
sýrt af aldagömlum hlugsunar-
hætti karlmannasamfélagsins,
þegar sjálfsagt þótti aö karlmenn
einir skipuöu allar ábyrgöarstöö-
ur og stjórnuöu stóru og smáu i
þjóöfélaginu.
Bara skrautfjöður?
En hvaö þá meö jafnréttislögin,
gera þau þá ekkert gagn? Eru
þau kannski bara skrautfjöður i
hatti karlmannaþjóöfélagsins?
Þau geta oröiö þaö ef viö sofnum
á veröinum og höldum aö öllu sé
borgiö meö þessum lögum. Þaö
getur veriö okkur gagnlegt að
rifja upp litiö dæmi um ástand
þessara mála i dag.
Skrifstofustjórinn og
konurnar sjö.
Nýlega var kveöinn upp i
Borgardómi Reykjavikur dómur i
máli þingritara eins, gegn
Alþingi. Þessi umræddi þingritari
var kona, sem vildi ekki una þvi
aö vera verr launuö en karl-
maöurinn sem vann viö hliö
hennar sambærileg störf.
HUn hélt þvi fram i réttinum aö
störf hennar og umrædds karl-
manns væru i alla staöi sambæri-
leg og jafnframt vottuöu þaö 7
starfssystur hennar ásamt 3
öörum starfsmönnum Alþingis.
Hins vegar hélt skrifstofu-
stjórinn, sem aö sjálfsögöu er
karlmaöur, þvi fram, aö karl-
ritarinn heföi unniö ábyrgöar-
meiri störf, m.a. stjórnaö verkum
i forföllum yfirmanns þings-
skrifta. Jafnframt kom i ljós aö
enginn af þingriturunum vissi af
þvi, aö hann ætti aö gegna þvi
starfi, enda haföi hann heldur
aldrei gert þaö Og hver var svo
niðurstaöa dómsins? Jú, aö sjálf-
sögöu skyldi kvennahjal hinna 7
kvenna dæmt dautt og ómerkt, en
orö hins háttvirta skrifstofustjóra
karlmannasamfélagsins tekin
gób og gild.
A þessu getum viö séö aö um-
mlli 7kvenna hrökkva skammt á
móti fullyrðingu eins karlmanns.
Þetta dæmi og önnur þvilik sýna
okkur, konum i Alþ.fl. aö við
veröum aö gera upp hug okkar l
þessum efnum og velta þvi fyrir
okkur hvaö viö eigum aö gera,
hvert viö viljum stefna og hvernig
viö eigum aö vinna.
Norskar Alþýðuflokks-
konur hafa sina stefnu-
skrá.
Norskar Alþfl. konur hafa
þegar velt þessum málum fyrir
sér og mótaö sina stefnuskrá um
jafnréttismál, sem þær fengu
samþykkta á flokksþingi norska
Alþ.fl. fyrir 1-2 árum. Þegar viö
Kristin Guöm. og Helga
Einarsdóttir vorum i heimsókn
hjá þeim I fyrra, kynntumst viö
þessari stefnuskrá norsku Alþfl.
kvennanna. Okkur þóttihún mjög
athyglisverö og i mörgum atvik-
um til eftirbreytni fyrir Alþfl.
konur á íslandi. Viö tókum okkur
þvi til og þýddum hana lauslega i
þeirri von aö þaö gæti siöar oröiö
stuöningur þegar fariö veröur aö
móta og marka stefnu islenskra
Alþ.fl. kvenna l þessum málum.
Þaö sem ég segi hér á eftir er aö
meira og minna leyti hugmyndir
sem koma fram i þessari stefnu-
skrá norsku Alþfl. kvennanna. 1.
kaflinn i stefnuskrá þeirra
nefnist, „Markmiöiö meö vinnu
okkar.” Þar sem mér finnst hann
eiga sérstakt erindi til okkar ætla
ég aö lesa hann hér i lauslegri
þýöingu. Þar segir:
„Meö starfi okkar I norska
Alþýöuflokknum viljum viö
breyta Noregi i sósialiskt þjóö-
félag. Allir eiga að hafa áhrif á
þær ákvaröanir, sem snerta þá
sjálfa. Enginn á að lifa af ávöxt-
Þriöjudagur 5. október 1976
SL
5&uv
Þriðjudag
ur 5. október 1976
VETTVANGUR 9
Ræða Ásthildar Ólafsdóttur á Landsfundi Sambands Alþýðuflokkskvenna:
□ Ummæli sjö kvenna hrökkva skammt á móti
fullyrðingu eins karlmanns
□ Jafnrétti verður ekki raunverulegt fyrr en
ábyrgðin á öllum störfum þjóðfélagsins
- þar með talin heimilisstörf og húsverk
skiptist í meginatriðum á bæði kynin
□ Barn á kröfu á samfélagið, að það þroski
það til samvinnu og til skilnings á
meðbræðrum sínum
□ Konurnar eiga skýlausan rétt til vinnunnar
- ekki sízt sjálfra sín vegna
□ ( þjóðfélagi framtíðarinnar ætti almenningur
að taka meiri þátt í skipulagningu íbúða og
hverfa allt frá byrjunarstigi hverju sinni
- Það verður að vera öllum til góðs, hvort sem
hin hefðbundna fjölskylda á hlut að máli eða
hin leiðin er farin — Það á að bua í haginn fyrii
alla aldursflokka. Þar á að ríkja jafnvægi í
búsetu og atvinnumöguleikum
KONUR ERU EINKANLEGA
í lAglaunastörfum
unum af vinqu annarra. Fram-
leiöslan á aö miöast við raun-
verulega þörf fólksins og allir
eiga aö lifa I samfélagi, sem
mótast af frelsi, jafnrétti og
samábyrgö einstaklinganna
gagnvart hver öörum.
Konur jafnt sem karlar
við stjórnvölinn
Þetta getur þvi aöeins oröiö, aö
þjóöfélaginu verði stjórnaö af
konum og körlum i sameiningu og
á jafnréttisgrundvelli. Meö sam-
þykktum og stefnuyfirlýsingum, i
stefnuskrám og starfsáætlunum
hefur norski Alþýöuflokkurinn
skuldbundið sig tU þcss aö taka
upp ákveöna baráttu á fjöl-
mörgum sviöum til aö breyta
stööu konunnar i þjóöfélaginu.
Kvenfélög norska Alþýöuflokks-
ins lita á þaö sem sérstaka
skyldu, aö frelsi konunnar veröi
gert aö raunveruleika meö raun-
hæfum stjórnmálaaögeröum bæöi
iAlþýöuflokknum sjálfum og meb
áhrifum flokksins i þjóöfélaginu.
1 dag standa konur höllum fæti i
framleiöslustörfunum, . i stjórn-
málastarfi, i opinberum félaga-
samtökum, i menntunarlegu til-
liti og svo mætti lengi telja. Staöa
konunnar i framleiöslustörfunum
er ekki í samræmi viö andlega og
likamlega hæfileika hennar,
heldur á hún rætur aö rekja til
verkaskiptingar milli karla og
kvenna sem varö til viö allt aðrar
þjóöfélagsaöstæöur en nú eru.
Vegna erföavenja og rikjandi for-
dóma fyrirfinna drengir og
stúlkur, karlar og konur, tvö mis-
munandi þjóöfélög. Þetta veldur
misræmi og miVlum vanda-
málum. M.a. hefur þetta leitt til
þess aö störfin i heild i þjóöfélag-
inu eru metin á annan hátt en
æskilegt er séö frá sjónarhóli
konunnar.
Húsmóðurstarfið hefur
sérstöðu
iHúsmóöurstarfiö hefur sér-
stoöu, þar sem þaö er ólaunaö og
þess vegna eru fæstar konur f jár-
hagslega sjálfstæöar. Konur eru
lika notaöar sem varavinnuafl i
þjóöfélaginu. Ef þrengist um á
vinnumarkaöinum eru þær
notaöar i ihlaupavinnu eöa þá i
hluta af fullu starfi. Þegar rfna-
hagsöröugleikar steöja aö, eru
þaö konurnar, sem fyrst er sagt
upp vinnunni. Einnig er konurnar
oftast aö finna I lægst launuöu
störfunum. Þess vegna eru þaö
fyrst og fremst atvinnurek-
endurnir, sem græöa á hinni
veiku stööu konunnar i þjóðfélag-
inu.
Vinnuafl karlmanna er notaö til
hins ýtrasta i atvinnulifinu. Þess
vegna eiga þeir ekki möguleika til
að njóta samvistanna við böm sin
og fjölskyldu sem skyldi. Viö
sjáum engan tilgang I þvi, aö
konur sækist eftir slikri aöstööu i
þjóöfélaginu. Aöeins meö þvl að
verkalýösstéttirnar fái aö stjórna
framleiöslutækjunum getum viö
mótaö samfélagiö þannig aö þaö
taki fullt tillit til barna og full-
oröinna, kvenna og karla. Frelsi
konunnar er óaöskiljanlegur hluti
af frelsi hinna vinnandi stétta.
Sama sagan
Meö þetta i huga álitur kvenna-
hreyfing norska Alþýöuflokksins:
aö frelsi kvenna fáist aöeins I
sósialistisku þjóöfélagi.
aö viö þær aöstæöur sem rikja
I dag séukonursá hópur í þjóo-
félaginu sem þarf aö eiga sér
baráttusamtök sem beita sér
fyrir séráhugamálum kvenna.
Kvennahreyfing norska
Alþýöuflokksins telur sig vera
slik baráttusamtök og vill meö
starfi sinu I Alþýöuflokknum
og samfélaginu vinna aö þvi
aö gera sósialistiskt samfélag
aö veruleika, sósíalistlkst
þjóöfélag sem er mótaö og
stjórnaö af konum og körlum i
sameiningu.”
Næsti kafli I stefnuskrá þeirra
norsku fjallar um konur I Alþfl.
norska, hver séu áhrif þeirra og
völd i flokknum, bæöi I stjórn-
sýslu og stefnumörkun. Kristin
Guömundsd. hefur gert þessu góö
skil, hvaö snertir okkur Alþýöu-
flokkskonur hér á landi I erindi,
semmargar okkar hafa vafalaust
heyrt hana flytja. Viö samanburö
á þvi sem þar kom fram og
upplýsingunum um þessi efni hjá
norsku flokkssystrum okkar kom
i ljós, aö þaö er nokkurnveginn
sama sagan i báöum löndunum,
þ.e. aö áhrif okkar og völd eru
hvergi nærri i réttu hlutfalli viö
tölu okkar i flokknum. Þó veröur
þaö aö segjast aö viö Alþ.fl.konur
á Islandi erum enn verr settar en
stöllur okkar i Noregi. Þær áttu
t.d. 1969 10 Alþfl. konur á þingi af
15 konum sem þá sátu á þingi og
þegar kosnir voru 15 menn i miö-
stjórn norska Alþfl. 1971 voru
kosnar 5 konur og 10 karlar.
Kvennahreyfing norska Alþfl.
kvenna telur þaö mikilvægt hlut-
verk sitt aö vinna aö auknum
áhrifum kvenna innan verkalýös-
hreyfingarinnar. Þeta á einnig
viö um okkur. Samvinna kvenna I
Alþfl. og verkalýöshreyfingunni
er nauösynleg til aö ná góöum
árangri. Þaö veröur aö hvetja
Alþfl. konur meira en gert hefur
veriö, til þess aö gerast starf-
samir félagar og láta ekki sitt
eftir liggja i þátttöku I trúnaðar-
og baráttustörfum þar.
Þekkingin eflir
sjálfstraustið
Gamaltorðtak segir aö mennt
sé máttur. Skortur á menntun og
starfsþjálfun er vafalaust mikil-
vægur þáttur i þvi, hve hægt
miöar i jafnréttisbaráttunni.
Konur finna til vanmáttar. Þess
vegna eru konur ófúsari aö gegna
forystustörfum eöa ráöa sig I
störf trúnaöarmanna. Þetta
undirstrikar þörfina á þvi aö
konur fái aukna menntun og sé
auöveldaöur aögangur aö skólum
og öörum fræöslustofnunum. I
mörgum tilvikum er skortur á
sjálfstrausti konum fjötur um fót,
en menntun og aukin þekking
eflir sjálfstraustiö. Þess vegna
þarf aö örva og hvetja konur til aö
afla sér menntunar, taka þátt i
námskeiðum, nota sér náms-
flokka og aöra fulloröinsfræöslu.
Konur á námsskeið um
sveitarstjórnarmál
Þaö þarf aö hvetja konur til aö
taka þátt i námskeiöum sem
fjalla um ýmis verkefni sveitar-
félaga og kostnaöurinn sem leiðir
af þátttöku þeirra á aö greiö
ast af sveitarfélögunum sjálfum.
Sveitarstjórnarmenn Alþfl.
veröa aö beita sér fyrir þvi aö i
fjárhagsáætlunum sveitarfélag-
anna sé gert ráö fyrir þessum
kostnaöi. Þá eigum viö Alþýöu-
flokkskonur aö stuöla aö og
standa fyrir ráöstefnum og
vinnuhópum þar sem stefnuskrá
flokksins og ýmis sérmál kvenna
eru tekin til umfjöllunar. Þaö er
jafnframtáriöandi aö þau viöhorf
og stefna sem menn koma sér
saman um á þessum vettvangi
verði vandlega kynnt forystu-
mönnum Alþýöuflokksins. Þá er
kannski ekki úr vegi aö hyggja
litið eitt aö stööu konunnar i
fram leiöslustörfunum.
Staða konunnar hefur
breytzt
Staöa konunnar i framleiöslu-
störfunum hefur breyst meö
breyttum atvinnuháttum I þjóö-
félaginu. Þróunin hefur oröiö sú,
aö æ meira af heimilisiönaöi er
gert i vélum. Fjölmargt af þvi,
sem konurnar áöur fyrr inntu af
höndum heima, er nú gert af
verksmiðjum og þjónustufyrir-
tækjum ýmis konar. Verkaskipt-
ingin á heimilimum hefur hins
vegar litiö breyzt. Mörgum finnst
þaö eðlilegt aö allur vinnudagur
konunnaj* sé á heimilinu, allt ævi-
starf hennar sé bundiö viö heim-
iliö. En jafnvel þótt þurfi aö sinna
heimili og smábörnum, þá eru
heimilisstörfin langt frá þv.i áö
vera fullt ævistarf fyrir eina
manneskju.
Þess vegna er það staöreynd:
aö jafnrétti karla og kvenna
veröur ekki raunverulegt fyrr en
ábyrgöin á öllum störfum þjóö-
félagsins, þar með talin heimilis-
verk og húsverk, skiptist i megin-
atriöum á bæöi kynin.
Og þess vegna er þaö líka
mikilvægt pólitiskt markmiö aö
vinna aö þvi, aö konur jafnt sem
karlar fái aö sinna því starfi I
þjóöfélaginu sem hæfileikar
þeirra og vilji stendur til.
Barnið á að þroskast til
samvinnu og skilnings
I samfélaginu i dag er mjög
vafasamt hvort heimilin ein geti
veitt vörnum þann félagslega
undirbúning, sem er forsenda
fyrir hamingjuriku llfi. Litlu fjöl-
skyldurnar hafa tekið viö af stóru
fjölskyldunum, sem áöur voru
algengastar. Barn sem er aö
hluta til á heimili sinu og dag-
vistarstofnun meö sérþjálfuöu
starfsliöi, fær meiri alhliöa örvun
og umönnun en þaö barn, sem
aöeins er heima.
Barn á kröfu á samfélagið, aö
þaö þroski þaö til samvinnu og til
skilnings á méöbræörum slnum.
Þess vegna veröum við Alþýöu-
flokkskonur aö gera þær kröfur til
forustumanna okkar, bæöi i
landsmálum og sveitarstjórnar-
málum, aö þeir berjist fyrir þvi
meö oddi og egg, aö sem viöast sé
komiö á fót dagvistarstofnunum
og skóla-dagheimilum, þannig aö
sérhvert barn geti notiö dvalar
þar um lengri eða skemmri tima,
jafnframt þvi, aö móður þess er
tryggö aöstaöa til aö geta verið
frjáls þátttakandi í atvinnulifinu,
ef hugur hennar stendur til þess.
Hæfileika kvenna á að
nýta
Konurnar eru vinnuafl og þær
eiga skýlausan rétt til vinnunnar,
- ekki sist sjálfra sin vegna*
Framlag konunnar i atvinnulifinu
er nauösyn, sem verður brýnni
meö hverju árinu sem liöur.
Þjóöfélagið verður að nýta vinnu-
afl og hæfileika kvenna. Þaö
hefur ekki ráö á ööru. Sá hluti
þjóöarinnár sem framleiöslu-
störfin stundar, fer sifellt minnk-
andi. Fleiri og fleiri nota mikinn
tima til aö mennta sig, lifaldurinn
lengist og eftirlaunaaldurinn
færistniöur. Færri eiga aö brauö-
fæða fleiri en nokkru sinni áöur.
Meiri timi foreldra fyrir
börn
Ef viö eigum aö halda hagvext-
inum á komandi árum, aö ekki sé
talaö um aö auka hann, þá gerir
þetta miklar kröfur til þess hluta
þjóöarinnar, sem stundar
atvinnulifiö. Þjóöfélaginu ber
skylda til aö gera ráö fyrir
öllum þjóöfélagsþegnunum,
þegar veriö er aö skipuleggja
vinnustaöi i bæjum og i sveitum.
Ef atvinnulifiö er skipulagt meö
þaö fyrir augum, aö allir sem til
þess eru færir taki þátt I þvi, þá
mun hver einstaklingur á vinnu-
markaöinum geta stytt vinnu-
tlma sinn. Þaö leiðir aftur til
þess, aö foreldrar fá meiri tima
tilað vera með börnum sinum, og
njóta fjölskyldulifsins, og allir fá
meiri og betri tækifæri til aö njóta
lifsins. A þetta held ég aö viö
veröum aö leggja mjög rika
áherslu og vekja bæði karla og
konur i flokknum og annars
staöar til umhugsunar um þetta
eins og fleira i jafnréttismálum.
En þaö er þrennt sem er ein-
kennandi fyrir stööu kvenna i
atvinnulifinu: Þær eru fyrst og
fremst i störfum sem eru á ein-
hvern hátt tengd eöa i ætt viö hin
hefðbundnu heimilisstörf eða
uppeldisstörf. Þær finnast
einkanlega i láglaunastörfum.
Þær finnast sjaldan i störfum
yfirmanna.
Leiðbeiningar um
starfsval
Alþýöuflokkurinn á aö setja sér
þaö markmiö aö tryggja jafnari
dreifingu kvennanna i atvinnu-
lifinu I hin ýmsu störf, sem þar
eru og eru þá ekki störf yfir-
manna undanskilin. Mikilvægt
tæki til aö ná þessu eru
leiöbeiningar um starfsval. I dag
er eölilegast að þessar leiöbein-
ingar um starfsval fari fram i
skólunum. En margt bendir þó til
þess, aö slikar leiöbeiningar muni
mótast um of af hefðbundinni
verkaskiptingu.
Þess vegna þarf aö gæta þess
vel aö leiöbeinendur um starfsval
miði leiöbeiningar sinar viö hæfi-
leika og færni hvers einstaklings,
burt séð frá þvi hvort drengur eða
stúlka á þar hlut aö máli. Einnig
aö á öllum vinnumiðlunarskrif-
stofum landsins sé sérstök
upplýsinga- og ráðgjafaþjónusta
fyrir konur sem óska aö fara aö
vinna utan heimilis eftir aö hafa
eingöngu stundað heimilisstörf i
nokkur ár. Þessi upplýsinga- og
ráðgjafarþjónusta veröi öllum
kunn og meöal annars veröi reynt
aö leita þá uppi sem hennar
þarfnast.
Vinnumiðlunar-
skrifstofur fái nýtt
starfssvið
I framtlðinni á aö gera vinnu-
miölunarskrifstofurnar aö þjóö-
félagsleg. miöstöövum sem leiti
uppi og skrái allar óskir um
atvinnu og komi síðan á framfæri
þeim atvinnumöguleikum sem
fyrir hendi eru hverju sinni.
Jafnframt ættu vinnumiðlunar-
skrifstofurnar aö hafa á hendi
ráögjöf og leiðbeiningarum þjálf-
unar- og menntunarmöguleika
kverna, sem gera þær hæfari til
þáttiöku I atvinnulífinu. I
samfélaginu i dag er reiknað meö
þvi að verksviö giftra kvenna sé
innan veggja heimilisins. Það er
skortur á vinnu fyrir konur og
þjónusta viö heimilin er ófull-
nægjandi. Mikinn meirihluta full-
orðinna kvenna vantar starfs-
menntun. eöa aðra menntun til
þess að þær veröi samkeppnis-
hæfar á vinnumarkaöinum.
Meöan engin breyting veröur á
þessu munu margar konur vinna
einungis á heimilum sinum, en
vinnuframlag þeirra á heimil-
unum er ekki reiknaö meö I
þjóöartekjunum. Þær fá ekki laun
fyrir vinnu sina og hafa þess
vegna ekki atvinnutekjur, sem
veita þeim fjárhagslegt sjálf-
stæöi.
Meðal heimavinnandi hús-
mæöra er á vissan hátt atvinnu-
leysi. Þaö kemur ekki fram á
skýrslum. Ef þær láta skrá sig
atvinnulausar hafa þær ekki rétt
til atvinnuleysisbótatrygginga.
Ef viö eigum aö vænta bóta á
þessu fyrir þær sem vinna heima
verðum við aö skilgreina oröiö
húsmóðir.
Skilgreining á starfi
húsmóður
Og norskar alþýöuflpkkskonur
skilgreina þaö þannig: Húsmóöir
er einstaklingur án launa, sem
ber ábyrgð á stjórn og umönnun
fjölskyldu, er samanstendur af
börnum og öðrum t.d. öldruðum
eða öryrkjum, sem ekki geta séð
um sig sjálfir og ekki fá aöra
umönnun. Af þessu leiöir þaö, aö
sú kona sem dvelur innan veggja
heimilis án þess að þurfa að
annast börn, gamalmenni eða
öryrkja getur ekki talist hús-
móðir samkvæmt þessari skil-
greiningu. Hún á þess vegna
fullan rétt á að láta skrá sig
atvinnulausa, ef þjóöfélagið er
ekki þess megnugt aö veita henni
tækifæri til vinnu. Jafnfráleitt er
þaö aö láta konu sem lifir eins og
skrautjurt i blómapotti eigin-
manninum til augnayndis og
ánægju veröa aö einhverjum
skattaf riðindum fyrir eigin-
manninn.
Hins vegar þarf ríkið að launa
einstaklingi sem gegnir störfum
húsmóöur eftir skilgreiningunni
hér aö framan meö auknum fjöl-
skyldubótum og skattalækkunum
og meta þar meö þessi stðrf sem
gagnleg fyrir þjóöfélagiö i heild.
Þjóðfélag
framtiðarinnar
I þjóöfélagi framtiöarinnar
veröur aö rikja frelsi fyrir hvern
einstakling og þaö veröur aö búa
þannig aö honum aö hann geti
notiö hæfileika sinna og áhuga-
mála. Þar verður aö vera
þjónusta bæöi fyrir unga og
aldna, fyrir fjölskyldur og einnig
fyrir einstæða.
I þjóðfélagi framtlöarinnar ætti
almenningur aö taka meiri þátt I
skipulagningu ibúða og Ibúða-
hverfa allt frá byrjunarstigi
hverju sinni. I dag er mest tillit
tekið til hinnar venjulegu fjöl-
skyldu þ.e.a.s. móöur, fööur og
tveggja til þriggja barna innan
viö eða á skólaaldri. En þetta er
ekki nógu raunhæft. Þjóöfélag
framtiöarinnar verður aö hafa
þarfir einstaklingsins i sjónmáli.
íbúöahverfi framtiðarinnar
verður aö risa eftir þeirri grund-
vallarreglu. Þaö veröa að koma
þjónustu- og tómstundastofnanir,
sem gera samfélagið þægilegra
og tillitssamara en þaö er viðast
hvar i dag.
Þaö veröur öllum til góös, hvort
sem hin heföbundna fjölskylda á
hlut aö máli, þar sem karl-
maöurinn aflar fjárins og konan
vinnur á heimilinu eöa hin leiöin
er farin, þar sem báðir aöilar
taka þátt i atvinnulifinu.
Einstæöir og aldraöir hafa
einnig þörf fyrir aöstoö sikra
þjónustumiðstöðva. Höfuöatriöiö
i skipulagningu slikra hverfa er
þaö, aö fullt jafnvægi sé, i búsetu
og atvinnumöguleikum.
Samfélag framtiöarinnr á aö
búa i haginn fyrir alla aldurs-
flokka, fyrir einstæöa jafnt sem
fjölskyldur, meöal annars meö
þviaö byggja hús fyrir félagslega
aöstööu, iþrótta- og leiksvæöi,
kvikmynda- og kaffihús og þannig
mætti lengi telja.
Samfélag framtiöarinnar á aö
sjá um að atvinnustaöir séu sem
næst byggðakjarnanum og það á
að leggja áherslu á aö atvinnulifiö
i byggðahverfinu bjóöi upp á
breytilegan vinnutima.
Jafnframt þvi að samgöngur
milli vinnustaða og heimilis séu
bæöi þægilegar og ódýrar.
Samfélag framtíöarinnar sér um
aöalltaf séu fyrirhendi nægilegar
dagvistunarstofnanir fyrir börn
og litíö verði á tómstundaheimili
fyrir börn og unglinga I hverf-
unum sem sjálfs%gðan hlut. I
samfélagi framtiöárinnar veröi
skólabörnum gefinn kostur á
máltiöum i skólani>na,og einsettur
skóli og samfelldur'slTóladagur
veröur talinn til sjálfsagöra
mannréttinda nemenda.
Þetta á erindi til okkar
Ég hef nú drepiö hér á ýmsa
þætti, sem mér finnst aökallandi
aö taka rækilega til umhugsunar,
mikiö áf þessum punktum er
tekið úr stefnuskrá norskra Alþfl.
kvenna en allt sem ég hef tekið
frá þeim finnst mér aö eigi einnig
erindi til okkar hér á landi og
vona ég aö þiö ræöiö þessi mál
itarlega i starfshópunum hér á
eftir.
Okkur miðar með þvi
móti einu
Og þetta frambúöarsamfélag
sem ég hef rætt um hér á und-
an verðum við Alþýðuflokks
konur að vera þátttakendur i að
marka og móta og þaö getum viö
þvi aðeins gert, að við leggjum
okkur allar fram, leggjum fram
vinnu og aftur vinnu til þess að
efla Alþfl. og jafnaðarstefnuna,
enmeð þvi móti einu miðar okkur
áfram á leiðinni til betra og rétt-
látara þjóöfélags.