Alþýðublaðið - 05.10.1976, Síða 13

Alþýðublaðið - 05.10.1976, Síða 13
alþýðu- waðið Þriðjudagur 5. október 1976 ...TILKVOLDS 13 30. þing SUJ. Verður haldið á Akureyri dagana 8. og 9. okt. 1976. Dagskrá auglýst siðar. Sigurður Blöndal (form.) Harpa Ágústsdóttir (ritari) Alþýðuflokksfólk i Vesturlandskjördæmi Aðalfundur kjördæmisráös sunnudaginn 10. október. verður haldinn f Borgarnesi Sveinn Guðmundsson formaður Frá Trúnaöarráði Alþýöuflokks- félags Reykjavikur. Listi með uppástungumum fulltrúa Alþýðuflokksfélags Reykjavfkur á 37. þing Alþýðuflokksins liggur frammi á skrifstofu félagsins, Hverfisgötu 8-10. Uppstillingarnefnd FUJ i Hafnarfirði Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 7. október í Alþýöuhúsinu I Hafnarfirði, og hefst hann kl. 8.30. Dagskrá. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á 30. þing SUJ önnur mál. Stjórnin. Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna I Reykjavík Fundur I hverfisráði Breiðholts 2 og 3 veröur haldinn miðvikudaginn 6. október i fundarsal verzlunarinnar Kjöt og fiskur Seljabraut 54. Þetta verður óformlegur kaffifundur þar sem spjallað verður um þau mál sem mönnum liggja á hjarta, m.a. skólamál hverfisins og.aðstöðu fyrir börn. Formaður hverfisráðs Breiöholts 2 og 3 Sigurður Blöndal Alþýðuflokksfélag Reykjavikur. Allsherjar atkvæðagreiðsla um kjör fulltrúa á landsfund AÍþýðufÍokksins fer fram i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu laugardaginn 9. og sunnudaginn 10. október n.k. Stjórnin. Ulvarp 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til- kynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Grænn varstu, dalur” eftir Richard Llewellyn ólafur Jóh. Sigurðs- son islenzkaði. óskar Halldórs- son les (9). 15. Miðdegistónleikar. Hlómsveit undir stjórn Efrem Kurtz leikur Adagio fyrir strengja- sveit eftir Samuel Barber. André Navarra og Eric Parkin leika Sónötu fyrir selló og pianó eftir John Ireland og Gervase de Peyer og Eric Parkin leika Fantasiusónötu i einum þætti fyrir klarinettu og pianó eftir sama höfund. Eastman- Rochester sinfóniuhljómsveitin leikur Sinfóniu nr. 3 i einum þætti eftir Roy Harris: Howard Hanson stjómar. 16.00 fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.30 Sagan: „Sautjánda sumar Patrick" eftir K.M. Peyton. Silja Aðalsteinsdóttir les þýð- ingu sina (10) 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Fimm dagar i Geilo. Gunnvör Braga segir frá nýloknu þingi norrænna barna- og unglingabókahöfunda: —■ fyrra erindi. 20.00 Lög unga fólksins. Sverrir Sverrisson kynnir. 21.00 Járnfriðardúfur. Sigmar B. Hauksson tekur saman þátt meö ljóðum og tónlist andófs- manna i Austur-Evrópu. 21.50 „Skriðan mikla”, smásaga eftir Mark Twain. Óli Hermannsson þýddi. Jón Aöils leikari les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: Ævisaga Siguröar Ingjalds- sonarfrá Balaskarði.lndriöi G. Þorsteinsson rithöfundur les (18). 22.40 Harmonikuiög. John Molinari leikur. 23.00 A hkjóðbergi.,,Lif og dauði Rikarðs konungs annars” eftir William Shakespeare. Með aöalhlutverkin fara: John Gielgud, Keith Michell, Leo McKern og Michael Horden. Leikstjóri: Peter Wood. — síðari hluti. 23.55 Fréttir. Daskrárlok. SJonYarp 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Vopnabúnaöur heimsins. Sænskur fræðslum.flokk- ur um vigbúnaðarkapp- framleiðslu I heiminum. Loka- þáttur. M.a. er fjallað um jafn- vægi i vigbúnaði stórveldanna, bann viö kjarnorkutilraunum, leiðir til afvopnunar og rætt við ölvu Myrdal, fulltrúa Svia hjá Sameinuðu þjóðunum, en hún hefur setiö ráðstefnur um af- vopnun. Þýöandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.15 Carl Michael Bellman. CMB-trióið flytur lög eftir Bell- man. Trióið skipa Fred Akerström, Katarina Fritzen og örjan Larsson. (Nordvision- Sænska sjónvarpið). 21.30 Columbo. Bandariskiir sakamálamyndaflokkur. Hættulegt einvigi. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 22.45 Dagskrárlok. Auglýsiö í Alþýðublaðinu HORNIÐ Er starfsfólk á spítölum bundið þagnareiði? Er starfsfólk á spitölum ekki bundið þagnareiði? Hvers vegna ekki? Er ekki sagt að þó maður hafi veriö sjúklingur til einhverskonar meðferðar i sjúkrahúsi, þá sé hann tryggöur fyrir þvi að Pétur og Páll geti komist að þvi að hann hafi verið þar og til hvers, þvi að það komi hvergi fram, nema á sjúkra- skýrslum. Mér finnst þetta þó lítið öryggi fyrir þann sem á sjúkrahúsi lendir, ef starfsfólk er ekki bundið þagnareiöi eins og læknarnir sjálfir eru. Allir vita að t.d. á Kleppsspit- alanum er fólk lagt inn af marg- vislegum átæðum, svo sem ef kanna þarf geðheilsu þess vegna taugabilunar eða vegna ýmissa sálrænna erfiðleika og ekki er endilega vist að fyrir viðkomandi verði útkoman nei- kvæð. Slæmt er þá að hann sé ekki nokkurn veginn tryggður fyrir þvi að fólk hnippi hvað I annaö þegar hann kemur út, liti laumulega á manninn eins og glæ'pamann eða einhvern undarlegan hlut, eða segi jafn- vel — þessi var á Kleppi. Ekki er erfitt að imynda sér afleiö- ingarnar af sliku slúðri fyrir viðkomandi. Ég hef oft unnið á spitölum sjálf og aldrei verið látin skrifa undir þagnareið, en ég vann hjá annari rikisstofnun hér i borg og þar þurfti ég að skrifa undir sllkan eið. Ég er ekki að segja að þagnareiður sé hundrað prósent óruggvr eða að ekkert geti siast út þó fólkið eigi að þegja yfir þvi sem það sér, en þaö dregur mikið úr og veitir vissa öryggistilfinningu. Hvað oft hefur maður ekki heyrt sam- starfsfólk tala saman um sjúki- inga t.d. eitthvað á þessa leið „Veistu hver var að koma i dag, það var Jón Jónsson, hann er vist alveg voöalegur. Hann var i ægilegu ástandi. Voðalegur aumingi er hann o.s.frv. Þetta tel ég alveg ófært ástand og til skammar slikt fyrirkomulag á öllum sjiitölum. Bætið snarlega úr þessu og fólk mun leggjast með ööru hugarfari inn á spitala og taugahæli. Rannveig Þórðardóttir. Lokun mjólkurbúða í ósamræmi við vilja Neytendasamtakanna Athugasemd frá Neytendasamtökunum við greinargerð frá Mjólkursamsölunni frá 24. september si. Guðlaugur Björgvinsson, framkvæmdastjóri ritaði grein- ina og getur þess sérstaklega, að Neytendasamtökin hefði átt fulltrúa i þeirri sexmannanefnd, sem samið hefði margumrætt frumvarp að lögum um mjólk- ursölumál. Út úr málflutningi Guðlaugs má þarmeð beinlinis lesa, að Neytendasamtökin séu samábyrg með öðrum fyrir lok- un mjólkurbúða meö þeim hætti, sem Mjólkursamsalan á- formar. Neytendasamtökin hafa nýlega sent frá sér ályktun um málið, þar sem áformuð framkvæmd og lokun mjólkur- búða Mjólkursamsölunnar er gagnrýnd, sérstaklega er átt við lokun allra mjólkurbúða i senn án þess að tryggt sé að sumir neytendur verði ekki fyrir þjón- ustumissi. Þessi framkvæmd Mjólkursamsölunnar er algjör- lega á ábyrgð hennar sjálfrar og i ósamræmi við vilja Neytenda- samtakanna og skoðun áður- nefnds fulltrúa Neytendasam- takanna i tillögunefnd um laga- frumvarp um mjólkurmál. Virðingarfylllst, Neytendasamtökin Reynir Ármannsson, formaður. HRINGEKIAN N Frú Kissinger skoðar Hamborg Myndin er tekin i gamla borgarhlutanum i Hamborg fyrir fáein- um dögum. Ferðamenn i Hamborg koma oft á þennan stað til þess að njóta þess sem fyrir augu ber, en þetta fólk er ekki neinir „venju- legir” ferðamenn. Konan til hægri er nefnilega utanrikisráð- herrafrú Bandarikj- anna, Nancy Kissinger, en konan sem strýkur lokka sina, er borgar- stjórafrúin i Hamborg, Elke Klose. Hópurinn að baki þeim eru ekki ákafir aðdáendur frúnna heldur lifverðir og lögreglu- menn. A meðan frúrnarmælduheims- borgina, sat svo kraftaverka- maðurinn Henry Kissinger fundi með kanslara V-Þýska lands, Helmut Schmidt, og utaznrikisráðherranum, Hans-Dietrich Genscher. Schmidt kartslari er fæddur i Hamborg, og siðan hann tók við embætti af Willy Brandt 1974, hafa fundir fyrirmanna i stjórn- málalifinu verið tiðir i Ham- borg. A þessum fundum bandariska ráðherrans og þýsku stjórn- málamannanna var einkum til umræðu fjórveldasamkomu- lagiö um Berlfn frá 1971 en það mál er mjög I brennidepli i allri stjórnmálaumræöu i Þýska- landi I dag.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.