Alþýðublaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 14
14 FRA MORGNI Þriðjudagur 5. október 1976 Madid Fréttagetraun 1) Hver er maðurinn? 2) Hvað heitir eiginmaður sr. Auðar Eir Vilhjálmsdóttur? 3) Sunnudaginn 10. október verða tvennar prestkosning- ar i Rvik<i hvaða sóknum verða þær? 4) Hvað sækja margir prestar um þessi tvö embætti? 5) Hvað hafa margir látið lifið i umferðarslysum það sem af er þessu ári? 6) 1 laugardagsblaðinu var iangt bréf i Horninu frá fyrr- um starfsmanni Eimskips, hvað heitir hann? 7) 1 blaðinu á laugardag var leitað álits þriggja visinda- manna á minnkandi skjálftavirkni við Kröflu, hvaða visindamenn voru það? 8) Hvenær hefst flokksþing Al- þyðubandalagsins? 9) Hvaða apótek munu sjá um kvöld og næturvörzlu þessa viku? 10) Hvað er langt siðan komið var á fót atvinnuleysistrygg- ingum hér á landi? Gátan Skýringarnar flokkast ekki eftir láréttu og lóðréttu NEMA við tölustafina sem eru í reitum i gátunni sjáifri (6,7 og 9). Lá- réttu skýringarnar eru aðrar merktar bókstöfum, en lóðréttu tölustöfum. IIJ % 3 A B s C D 1 Hj s E F B 3 Q A: funi B: fleyta C: málfr. sk.st. D: heyskapartæki E: hlutdeild F: skóli G: skipsdraugur 1: standa við 2: uppgefna 3: titill 4: á litinn 5: vantar hlemminn 6 lá: kinv. nafn 6ló: bifr.stöð 7 lá: bæn7ló: niðurlagsorð 8: maður 91á: 2eins 9ló: tónn 10: tóm. S V 0 R : Jý nSnnnx <oi j{3tpde -jBtæqjnjsaA 3o -siiiajEpH (6 Apu zi (8 uosspunuiæg uptis!JM ‘uossujptg jaxv ‘uosbpiba8!S jnpunuiQno (i uossjiagjoct a sn5{JBH! (9 Z\ (S S (é HBqBisajdsgiat -PH 3o ubíqjijjuipci (E uossQjngis ujo JnQjpcj (z uossQjngis O M JnQjngis (l Sovétmenn ríða BANNA BERUM Sovétmenn eru nú orðnir mjög þenkjandi vegna þeirrar hættu sem getur stafað af reykingum á opinber- um stöðum. Hyggjast þeir gripa til fyrir- byggjandi aðgerða hvað þetta varðar, og hafa þegar bannað reykingar á nokkrum stöðum. Nú hefur t.d. tekið gildi reykingabann á allmörgum veitingahúsum i Moskvu, og er mönnum tafarlaust visað á dyr ef þeir virða ekki settar reglur. Það eru um það bil 40 þekkt veitingahús, sem þarna er um að ræða, en fyrirhugað er að banna reykingar á einum 80 veitingastöðum til viðbótar. En það verður ekki eingöngu i veit- ingahúsum , sem reykingar verða bannaðar, heldur einnig i kvikmyndahúsum, og öllum á vaðið: REYKINGAR A 0PIN STÖÐUM öðrum stöðum, sem fjöldi fólks sækir daglega. Hávær mótmæli. Reykingarbannið hefur ekki gengið alveg hávaðalaust fyrir sig, enda varla við að búast. Menn hafa brugðist hinir verstu við, þegar þeir hafa ætlað að fá sér sigaréttu eftir matinn, en verið bannað það. En það varð- ar sektum, eða eins og fyrr sagði brottrekstur af viðkom- andi veitingastað, ef einhver hlftir ekki settum reglum. Þá eru aðrir sem benda á, að oft fari drykkja og reykingar saman.Þaðséekki hálf ánægja, að fara á veitingastað að fá sér „neðan i þvi” en vera bannað að reykja. Varðandi þetta hafa yfirvöld bent réttilega á, að það megi 'ekki eingöngu hugsa um þá sem eru ofurseldir nikótinnautninni. Hinir, sem ekki reykja, verði lika að hafa sinn rétt, og til þeirra beri að taka fullt tillit. Reykingamenn verði þvi, að venja komur sinar á staði, þar sem reykingar eru leyfð- ar, og þar geti þeir iðkað þessar venjur sinar ótruflaðir, án þess að eitra andrúmsloftið fyrir þeim, sem ekki reykja. FRAMHALDSSAGAIVI Staðgengill stjörnunnar 3* ^ eftir Ray Bentinck an, en hann hefur leitað min siðan... — Og i kvöld fann hann mig, tautaði Shirley. — Hefurðu ekki sagt lögreglunni, aö hann elti þig til Engalnds? — Það yrði of mikiö talað um það, ef ég færi til lögreglunnar, sagði Paula þreytulega. — Þess vegna fór ég til borgarinnar 1 dag tilað tala við mann, sem ég þekki i bandariska sendiráðinu. Hann getur notað áhrif sin til að láta vikja Luke úr landi, án hneykslis eða nokkurra láta. — Erhann finnst! skaut Shirley inn i. — Eg hef lika hugsað þá hlið málsins! Paula var orðin róleg. — Blaðafulltrúi minn sendir frá sér þá frétt, aö ég fari heim til Bandarikjanna með hraði. Allir fá að vita, hvenær vélin fer, svo að þaö eru miklar likur á að Luke komi út á flugvöllinn. — En hann gæti náð þér þar! stundi Shirley. — Ég verð þar ekki! Shirley starði á Paulu. — Þú átt þö ekki við, að þú ætlir að senda mig i staðinn? spurði hún skelfingu lostin. — Hvers vegna ekki? Þú færð gott kaup... og þin verður vel gætt. — Það gengur ekki, Paula! sagði Shirley ákveðin. — Ég hef hitt Luke Castle einu sinni og það nægði mér! Hvernig vissirðu, að hann kæmi kannski til ibúðarinn- ar? — Hann sást i borginni, sagði Paula rólega. — Ég hefði vist átt að aðvara þig, áöur en ég fór. Shirley braut heilann um, hvað mikið af þessari undarlegu sögu væri satt. Hana grunaöi, að Paula hefði gefið Luke meira en litið undir fótinn, áður en hún varð þreytt á honum, og að ást hans hefði breytzt i hatur, þegar hon- um var varpað á dyr. Hann var enginn aðdáandi. Aðdáendur hót- uðu ekki morði. Þeir eltu aðeins þá, sem þeir dáðu, sendi þeim blóm og slógu þeim gullhamra eins og Glen Mallory. Shirley hafði alveg gleymt Glen Mallory i árekstrinum við Luke Castle, en nú sagði hún Paulu frá heimsókn hans. Paula hrukkaði enniö. — Hvernig vissi hann, að ég var i London? Hann hlýtur að hafa njósnara á Tolbury Manor! Hún leit ásakandi á Shirley, sem flýtti sér að segja: — Hann sá bil- inn og elti okkur. — Hann lýgur þvi! Þú áttir að komast að þvi, hvers vegna hann leggur mig i einelti! Shirley varð fegin, þegar þau óku loksins inn um hliöið. Hún var með mikinn höfuðverk eftir högg- ið. Hana langaði beint upp i rúm, en Max og Silverstein heimtuðu að fá að heyra alla söguna fyrst. Shirley til mikillar undrunar reiddist Max við Paulu: — Fyrst felurðu þig upp i sveit, og leggur allt undir. Þú um það, Paula, en þú hafðir ekkert leyfi til að draga Shirley með þér! Shirley varð enn meira undr- andi, þegar Paula reiddist ekkert við skammirnar: — Ég mundi allt i einu eftir manninum i sendiráð- inu og flýtti mér þangaö, útskýrði hún. — Shirley varð hrædd, en það kom sem betur fer ekkert fyrir hana. — Ekki það? spurði Max hæðnislega. — Hvað kallarðu þessa risakúlu á höfðinu á henni? — Max hefur á réttu að standa, Paula! sagði Silverstein. — Þú ættir að vera gætnari meðan þú ert á samningi við mig! — Þú berð ábyrgð á öryggi minu samkvæmt þeim samningi, hvæsti Paula, — og þú færð þó nokkrar kúlur á kollinn, ef þú kemst ekki að þvi, hver njósnar um mig á Tolbury Manor! Meðan þau voru að tala saman, laumaðist Shirley út. Hún var næstum komin til herbergis sins, þegar Max náði henni. — Þú áttir ekki að fara með henni, Shirley, sagði hann. — Þú hlýtur að hafa vitaö, að það var of hættulegt. — Ég verð að hlýða fyrirskip- unum, sagði Shirley þreytulega. -— Skammaðu mig ekki núna, Max...! Hann gekk með henni að her- bergisdyrunum. — Hvers vegna segirðu ekki upp og ferð heim, áður en það er of seint? Ég skal gera mitt bezta til að vernda Paulu, en ég get ekki verndað þig lika. Þú slappst vel með höfuö- verkinn einan! — Já, sagði Shirley dræmt. — Ég slapp vel. Hún hló titrandi hlátri. Hún var ótrúlega ung og sæt núna. — Þú verður að fara heiní, sagði Max reiður. Shirley vissi vel, að þetta var hollráð, en hún gat ekki yfirgefið hann. Hún varð að vera þar, sem Max var, hvort sem hann vildi hana eða ekki. — Ég verð kyrr, sagði hún kyrrlátlega. — Hvers vegna? spurði hann og horfði á hana. Hún roðnaði, en svaraðiengu og hann tók utan um hana og dró hana að sér. — Kannski tekst mér að gæta þin lika, tautaði hann. — Mér þykir leitt að við rifumst, Shirley. Er- um við ekki vinir? — Jú, Max... við erum vinir! hvislaði hún. Hann leit brosandi á alvarlegt andlit hennar og hefði kysst hana einum sinna bliðu kossa, ef hún hefði ekki slitið sig lausa. — Gerðu það ekki! Geymdu kossana handa Paulu! Ruglingslegur svipur kom á andlit hans, en hann svaraði engu. 11. kafli. Næsta dag var gott myndatöku- veður, svo að snemma var byrjað á myndatöku utanhúss. Shirley átti að vera staðgengill Paulu i atriði þar, sem ungi erfinginn reyndir að klifra yfir múra herra- setursins. Hún reif sig á hnjám og höndum við tilraunina, en á eftir átti hún fri meðan teknar voru nærmyndir af Paulu, sem lá grátandi fyrir neðan múrinn. A eftir átti að taka ástaratriði með Max og Paulu, en það afbar Shirley ekki að horfa á. 1 þess stað fór hún upp á pallinn viö vegginn þar, sem tæknimennirnir voru. Það voru verðir við öll hlið, en það var hægt að komast niður af pallinum, og Shirley hafði ákveðið að gleyma öllu um fyrir- skipanir Silversteins um að láta ekki sjá sig. Hún varð að komast i burtu. Hún hraðaði sér til þorpsins, um leið og hún gat. Hún fðr inn á veitingahúsið og fékk sér kaffi og köku þar og skriíaði móður sinni langt bréf, sem hún fór með á pósthúsið. Þegar hún ætlaði út, spurði unga stúlkan viðlafgreiðsl- una: — Skemmtuð þér yður vel i ferðinni til London með frk. Langton? — Já, já... Shirley þagnaði. — KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Siini 7 1200 — 74201 A^ TROLOFUNARHRINGA ^tt^tjlnli.iimtn Unfsson l.ms.intgi á'imi tð 209 DURR Síðumúla 23 /ími 64200 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yíir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 önnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.