Alþýðublaðið - 12.10.1976, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 12.10.1976, Qupperneq 3
FRÉTTIR 3 Iþýðu- hlaðíö Þriðjudagur 12. október 1976 Greinargerð vegna kaupa á húsgögnum fyrir heilsuverndar- stöðina í Arbæ Eins og kunnugt er hafa orðið nokkur blaða- skrif og deilur vegna húsgagnakaupa fyrir heilsugæzlustöð i Árbæjarhverfi. 1 blöðum hefur verið ýjað að þvi, að framkvæmdastjóri Heilsu- verndarstöðvarinnar hefði þar gerzt sekur um afglöp i starfi með þvi að kaupa fyrst húsgögnin en reyna siðan að láta Innkaupastofnun Reykja- vikurborgar leggja blessun sina yfir þau. Vegna þessara skrifa hefur byggingarnefnd heilsugæzlustöðvar i Árbæ sent frá sér eftir- farandi greinargerð: t desember 1975 var gengið frá endurskoðaðri kostnaðaráætlun um byggingu heilsugæzlustöðvar I Arbæjarhverfi og hún send full- trúum heilbrigðis- og trygginga- má1aráðuneyt i s ins og framkvæmdadeild Innkaupa- stofnunar rikisins til staðfest- ingar, eins og fyrir er mælt f lög- um um skipan opinberra framkvæmda. Siðan voru haldnir fundir með nefndum aðilum og kostnaðaráætlunin samþykkt af þeim. Einn liðurinn I fyrrnefndri kostnaðaráætlun, var itarleg sundurliðun á öllum húsgögnum, tækjum og öðrum búnaöi heilsu- gæzlustöðvarinnar. Var þar til- greint magn, tegund og einingar- verð á hverjum einstökum hiut. Við verðákvörðun i kostnaðar- áætlun um húsgögn, var lagt til grundvailar verð og gæðakröfur á húsgögnum,sem keypt hafa verið i sjúkrastofnanir og fjölmargar aðrar stofnanir Reykjavikur- borgar undanfarin ár. Ef áætlun þessi er skoðuð, kem- ur i ljós, að húsgögn þau, sem byggingarnefnd heilsugæzlu- stöðvarinnar hefur valið, áttu samkvæmt áætluninni að kosta kr. 4.524.000.00,en samkvæmt til- boði frá Gamla Kompaniinu h.f. kosta þau kr. 2.745.275.00. Mis- munur, kr. 1.778.725.00, er það sem tilboðið er undir kostnaðar- áætlun. Þá ber að hafa i huga, að áætlunarverðið er miðað við verðlag i desember 1975, en til- boðsverðið er á verðlagi í septem- ber s.l. Þrátt fyrir það, er verð þessara húsgagna um 40% undir áætlun. Það er skoðun byggingar- nefndar heilsugæzlustöövarinnar, að þessi húsgögn séu, ef til vill ekki i sama gæðaflokki og hús- gögnin, sem höfð voru sem við- miðun, en það var álit nefndar- manna, að þau væru þó full- nægjandi fyrir starfsemi þessa. Nefnd húsgögn eru stilhrein, samstæð og I stil við og úr sama efni og fastar innréttingar, sem seljandi smiðaði áöur, samkvæmt útboði og verksamningi, og eru á mjög hagkvæmu verði. Um pöntunina er það að segja, að framkvæmdastjóri Heilsu- verndarstöðvarinnar lagöi fyrir forstjóra Innkaupastofnunarinn- ar fyrstnefndan lista um húsgögn, tæki og búnað í byrjun júnl i sum- ar. Siðan kom hann að máli við forstjórann I ágúst og tjáði hon- um, að byggingarnefndin væri búin að kanna húsgagnamarkað- inn og heföi ákveðið að mæla meö kaupum á nýjum, stöðluðum hús- gögnum, sem Gamla Kompaniið h.f., væri að framleiða og myndu koma á húsgagnamarkaðinn inn- an skamms. Svo var það, að for- stjóri I Gamla Kompaniinu h.f. kom að máli við framkvæmda- stjóra Heilsuverndarstöðvarinn- ar, eftir að hafa rætt viö borgar- endurskoðanda og spurði, hvað liði ákvörðunartöku um kaup á húsgögnum. Honum var tjáð, sem honum hafði og verið sagt I fyrri viðtölum, að viðskiptin væru háö samþykki Innkaupastofnunarinn- ar og ætti eftir að ræða við hana um þau. Rætt var um málið, og i framhaldi af þvi var tilgreindur fjöldi borða, stóla og skápa, sem fyrir lægi að panta. Síðan kom forstjóri Gamla Kompanisins h.f. með tilboð i húsgögnin. Var þá Innkaupastofnuninni ritað bréf, þar sem óskað var eftir að þar til- greind húsgögn yrðu keypt. Þenn- an sama dag, áður en framkvæmdastjóri Heilsu- verndarstöðvarinnar sendi bréf- ið, hafði hann simasamband við borgarendurskoðanda um málið. Tjáði hann framkvæmdastjóran- um, að hann myndi hafa samband við Innkaupastofnunina um afgreiðslu málsins og óskaði eftir þvi, að sér yrði sendur reikning- ur. Reikningur þessi var að upp- hæð kr. 2.745.000.00 og stilaður á Innkaupastofnunina, enda alltaf ætlunin, ef úr viðskiptum þessum yrði, að Innkaupastofnunin ann- aðist kaupin og greiðslu. Af fyrri reynslu framkvæmda- stjóra Heilsuverndarstöövarinn- ar, vissi hann, að mál voru stund- um afgreidd utan stjórnarfundar, þegar mikið lá við. Hafði þá for- stjóri Innkaupastofnunarinnar simasamband við stjórnarmenn og leitaði samþykkis á afgreiðslu mála. Framkvæmdastjórinn var i þeirri trú að málið yrði rætt á þennan hátt. Hinn 17. september s.l., hafði hann símasamband við borgar- endurskoðanda, sem tjáöi honum að búið væri að afgreiða málið i samráði við forstjóra Innkaupa- stofnunarinnar og að borgar- endurskoðandi myndi ganga frá greiðslu til fyrirtækisins I sam- ráði við borgarritara. Það kom því mjög á óvart, þegar framkvæmdastjóri Heilsu- verndarstöðvarinnar kom á stjórnarfundinn hjá Innkaupa- stofnuninni, aö forstjórinn þar kannaðist ekki við að hafa afgreitt málið með borgarendur- skoðanda. Byggingarnefndin vill jafnframt lýsa furðu sinni á um- mælum forstjóra Innkaupastofn- unarinnar I viðtali við dagblaðið Timann þann 30. september s.l., sem siðan var tekið upp nær óbreytt og birt I Alþýöublaðinu hinn 1. október s.l. Það er álit byggingarnefndar heilsugæzlustöðvarinnar i Arbæ, að vel hafi verið staðið aö undir- búningi húsgagnakaupa þessara og að kaup þessi séu riki og borg mjög hagkvæm. Virðingarfyllst, Byggingarnefnd Heilsugæzlustöðvar I Arbæ PállGislason SkúliG. Johnsen GIsli Teitsson. KÝS ALÞINGI NEFND TIL AÐ RANNSAKA FRAM- KVÆMD DÓMSMÁLA? 1 dag verður lögð fram á Aiþingi tillaga til þingsálykt- unar um skipan sérstakrar þingnefndar til þess að kanna gang og framkvæmd dóms- mála. Flutningsmaður tillög- unnar er Sighvatur Björgvinsson 1 tillögunni er gert ráð fyrir, með tilvisan til 39. greinar stjórnarskrárinnar, að neðri deild Alþingis samþykki að kjósa úr hópi þingdeildarmanna nefnd skipaða einurn fulltrúa frá hverjum þingflokki til þess að rannsaka sérstakiega gang og framkvæmd ýmissa atriða I dómsmálum. Meðai annars er gert ráð fyrir að rannsakað verði hvernig staðið er að rannsóknum saka- mála hjá þeim embættum, sem slik verkefni hafa með höndum, þar á meðal hjá rikissaksókn- ara, sakadómi og rikisskatt- stjóra. Rannsóknarstaða embættanna Sérstök áherzla verði lögð á að kanna hver rannsóknarstaða þessara embætta er og hvað valdi þvi, að rannsókn ýmissa meiriháttar sakamála dregst á langinn fram úr öllu hófi. Einn- ig hvort brögð séu að þvi að rannsóknum sé látið lokið án þess að öll þau atriði, sem upp hafa komið séu krufin til mergj- ar. Ennfremur hversu mörg Sighvatur Björgvinsson, flytur tillögu til þingsályktunar um skipan nefndar sem rannsaka skuli framkvæmd dómsmála. mál þau séu og hver þau séu sem dregizt hefur óhóflega lengi að leiða til lykta á rannsóknar- stigi og hvort ástæða sé til að ætla, að utanaðkomandi öfl eða annarlegir hagsmunir geti haft áhrif á gang rannsóknarinnar. t öðru lagi er lagt til að rann- sakað verði hvernig háttað er gangi dómsmála hjá hinum ýmsu dómsstigum og dómara- embættum i landinu. Þar á meöal, hvort óeðlilegur dráttur sé á gangi þeirra mála hjá ein- stökum embættum og þá hvers vegna og hvort brögð séu að þvi, til dæmis i sambandi við skatta- lagabrot, að skattyfirvöld láti sér nægja að senda þau skatt sektanefnd til úrskurðar þótt málin séu þannig vaxin, að um tvimælalaust refsilagabrot sé að ræða. Framkvæmd refsimála Þá er i þriðja lagi lagt til að rannsakað veröi hvernig háttað er framkvæmd refsinga. Tii dæmis eftir hvaða reglum sé farið varðandi ákvarðanir um afplánun, hvort mikil brögð séu að þvi að dómar séu ekki afplánaðir innan eðlilegs tima og hvortslikt eigi fremur við um einn flokk afbrota, til dæmis fjársvik og auðgunarbrot en aðra. Einnig hvernig háttað sé eftirliti með þeim sem hafa fengið skilorðsbundinn dóm eða biðdóm og hvort sami maður sé dæmdur æ ofan I æ fyrir sams konar afbrot án þess hann sé látinn afplána fyrri dóma. Skili skýrslu 1 tillögu Sighvatar Björgvins- sonar er gert ráö fyrir að nefnd- in fái rétt til þess að heimta skýrslur, munnlegar og bréfleg- ar af embættismönnum og öðr- um starfsmönnum rikisins svo og ráöa sér til aðstoðar sérfróö- an mann eða menn. Nefndin skuli ljúka störfum á vetrinum og skila Alþingi skýrslu um störf sin fyrir þinglok næsta vor. —SG Forsætisráðherra: Vill skipa nefnd til að kanna orsakir verðbólgu Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra, hef- ur sent öllum þing- flokkum og aðilum vinnumarkaðarins bréf, þar sem þess er óskað að þeir skipi menn i nefnd, sem sér- staklega á að fjalla um verðbólguþróunina hér á landi. Hlutverk nefndarinnar á að vera, að kanna vandlega horfur i verðlagsmálum á næstu miss- erum og greina ástæður þeirra verðhækkana, sem orðið hafa að undanförnu, og orsakir verð- bólguþróunar hér á landi und- anfarin ár. Einnig á nefndin að gera til- lögur um ráðstafanir til þess aö draga úr veröbólgu. Tillögur þessar skulu taka mið af þvi, að þau markmið, sem sett eru á þessu sviöi þurfi að vega og meta við hlið annarra mark- miða stefnunnar i efnahagsmál- um, svo sem jafnvægis i utan- rikisviðskiptum og fullrar at- vinnu. t nefndinni eiga aö vera full- trúar úr öllum þingflokkum, 1 tilefndur af Vinnuveitendasam- bandinu, 1 af BSRB, 1 af ASt, 1 af Stéttarsambandi bænda og fjóra skipar rikisstjórnin án til- nefningar. Þá mun hagstofu- stjóri starfa með nefndinni. — Þá hyggst rikisstjórnin gangast fyrir þvi, að samráð verði einn- ig haft við fulltrúa ýmissa hags- munasamtaka, sem ekki til- nefna menn i nefndina. Rikisstjórnin gerir siðan ráð fyrirað álit nefndarinnar og til- lögur verðiundirstaöa umræðna á Alþingi og viðræðna rlkis- stjórnarinnar við aðila vinnu- markaðarins um heildarstefnu i verölags og launamálum. — Jón Sigurðsson, hagrannsókna- stjóri, verður formaður nefndarinnar. t forsendum fyrir þessari nefndarskipan segir svo: Þróun efnahgsmála það, sem af er þessu ári sýnir, aö veru- lega hefur miðað i átt til jafn- vægis I þjóðarbúskapnum bæði i utanrikisviðskiptum og opin- berum fjármálum, jafnframt hefur atvinnuástand veriö gott. A árinu hefur einnig dregið nokkuðúrhraða verðbólgunnar, en þó verður hann á þessu ári 25—30% eða tvöfalt til þrefalt meiri en i flestum nálægum löndum. Verðbólgan er þvi enn eitt alvarlegasta efnahags- vandamál, sem þjóðin á við að striöa. A miklu veltur að okkur tekist að draga enn verulega úr hraða verðbólgunnar á næsta ári. Þvi miður er ástæða til að óttast, að sú öra verðbólga, sem geisað hefur hér á landi undan- farin ár, hafi enn alið á þeim verðbólguhugsunarhætti, sem sett hefur svip á þjóðlifið. A þessu þarf að verða breyting. ör veröbólga hefur óæskileg áhrif á tekju- og eignaskiptinguna i landinu, veldur óhagkvæmri nýtingu framleiösluafla og auðlinda og siðast en ekki sist veikir hún samkeppnisstöðu út- flutningsatvinnuveganna og fel- ur þvi i sér hættu á atvinnuleysi. Rikisstjórnin telur nú sér- staka ástæðu til að leita leiða til þess að ná hraöa verðbólgunnar niöur i þaö, sem gerist i ná- grannalöndum okkar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.