Alþýðublaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 6
6 ÚTLOND
Þriðjudagur 12. október 1976
Niðurstaða rannsóknar, er náði til 200 þúsundskólabarna íNoregi:
-fr Til að
verjosf
benzínmengun
Samband norskra flutninga-
verkamanna hefur krafizt
þess, aö starfsmenn viö oliu-
stöðvar og þeir, semaka ollu-
bilum, veröi verndaöir gegn
hættulegum benzingufum.
Þessi krafa var þegar tekin til
greina, og hefur norska oliufé-
lagið, Noroi, sent öilum starfs-
mönnum lofthreinsigrimur,
þ.e.starfsmönnum, sem vinna
verk þar sem benzinmengun
getur oröiö of mikil. A mynd-
inni er starfsmaöur meö eina
siika grimu.
„Það eru foreldrarnir, sem eiga stóran þátt i þvi að ákveða reykinga-
venjur barna sinna og um leið heilsufar næstu kynslóðar. Það hefur verið
sannað með margvislegum rannsóknum að reykingar auka hættu á lungna-
krabba, hjartasjúkdómum og fleiri kvillum. Hér i Noregi deyja fleiri á ári
hverju af völdum lungnakrabba en farast i bifreiðaslysum”. Þetta voru orð
Kjell Bjartveit, formanns stjórnskipaðrar nefndar, sem berst gegn
reykingum.
Rannsóknin leiddi einnig i
ljós, að öflugt fræðslustarf um
reykingar og áhrif þeirra hefur
veruleg áhrif á börn i yngri
aldursflokkum.
koma frá heimilum þar sem
þeim er bannað að reykja.
Stúlkur og piltar, sem hafa
fengið leyfi til að reykja, nota
7-8 sigaréttur á dag, en þau sem
ekki hafa heimild, nota 4-5
sigarettur.
Vinir og systkini hafa
einnig áhrif.
Við þessa rannsókn kom i ljós,
að vinir og systkini hafa veruleg
áhrif á reykingavenjur barna og
unglinga. Rannsóknin sýnir, að
37,2% reyktu daglega, þegar
vinirnir gerðu það, en aðeins
1,7% reyktu, þegar vinirnir
gerðu það ekki. Sama gildir um
systkini.
Hann sagði þetta á fundi með
blaðamönnum þar sem skýrt
var frá niðurstöðu rannsóknar á
reykingum barna i grunn-
skólum. Þessi rannsókn náði til
liðlega 200 þúsund ungmenna. -
Það kemur skýrt fram, að
afstaða foreldra til reykinga
mótar m jög venjur barna i þeim
efnum. Það virðast hafa veruleg
áhrif hvort foreldrar leyfa
börnum sinum að reykja eða
ekki. Það vekur einnig mikla at-
hygli, að hvort sem foreldrar
reykja eða ekki, hefur það
gifurleg áhrif ef foreldrar banna
börnum sinum að reykja og
reyna að koma i veg fyrir reyk-
ingar þeirra.
72% reykja daglega
t hópi barna, sem koma frá
heimilum þar sem báðir for-
Þetta kanadiska
áróðursspjald gegn
reykingum segir betur
en nokkur orð fá lýst
hvaða áhrif reykingar
foreldra hafa á börnin.
eldrar reykja og hafa gefið
börnum sinum heimild til að
reykja, eru reykingar orðinn
ávani hjá 72% barna i 9. bekk.
Hjá samanburðarhópi barna,
sem eiga foreldra, er ekki
reykja og hafa bannað börnum
sinum að reykja, er talan 10 af
hundraði.
Ef foreldrar banna börnum
sinum að reykja, þótt þeir reyki
sjálfir, er litið um tóbaksnotkun
i 9. bekk. Minnst reykja þau
börn, sem koma frá heimilum,
þar sem ekki er reykt og þeim
er bannað að reykja. Tóbaks-
notkun barna, sem á annað borð
reykja, er minni hjá þeim, sem
☆ Foreldrar móta reyk-
ingavenjur barna sinna
☆ TU-144 farþegaflugvélin fer
með 2500 kílómetra hraða
Sovézka farþegaflugvélin TU-
144, sem flýgur hraöar en hljöö-
iö, hefur vakiö mikla athygli
flugvélasmiða um heim ailan.
Flugvélin er 65 metra löng,
vænghafið 28 metrar og flötur
vængjanna er 507 fermetrar.
Eftir að flugvélin er komin á
loft breytist útlit hennar,
Vængirnir, sem eru á festingum
framarlega á flugvélarskrokkn-
um, eða fram viö flugstjórnar-
klefann, eru dregnir aö belg
vélarinnar. A þennan hátt má
auka ..klifur” vélarinnar um
40% og draga úr lendingarhraða
meö þvi að stækka vængina.
Flughraði vélarinnar getur
veriö mjög mismunandi. Viö
lendingu og flugtak frá 260 upp f
350 kilómetrar á klukkustund,
og 2500 kilómetrar á klukku-
stund eftir aö vélin hefur brotist
i gegnum hljóömúrinn. Þar eö
hægt er aö draga mjög úr
lendingarhraöa vélarinnar get-
ur hún lent á öllum venjulegum
flugvöllum.
Dagstjörnur koma
i ljós
TU-144 getur flogið I allt aö 20
þúsund metra hæö (60 þúsund
fet, en venjuleg flughæð far-
þegaþotu er um 30 þúsund fet).
Farþegar vélarinnar geta þvi
séö dagstjörnur, en þær hafa
ekki borið fyrir augu annarra en
reynsluflugmanna og geimfara,
sem komast i þessa hæö.
Flugvélin verður fyrir gifur-
legu álagi á meöan á flugferö-
inni stendur. Sem dæmi má
nefna, að þegar hún er i mestri
flughæð er frostiö úti um 60 stig,
en i þann mund er hún þeytist i
gegnum hljóömúrinn verður
hitinn af núningi 150 stig.
t flugvélinni eru margbrotin
og fiókin tæki sem auka mjög
allt öryggi fiugsins. Flugáætlun
vélarinnar er sett i tölvu, sem
siöan stjórnar ferö vélarinnar,
leiöréttir stefnu hennar, hæö og
flughraöa meö nokkurra sek-
úndna millibili. Leiöslur, sem
tengja tölvuna við stjórntæki
vélarinnar eru 3300 kilómetra
langar.
Þaö tekur flugvélina 1
klukkustund og 59 mlnútur aö
fljúga frá Moskvu til Alma-Ata.
A þessari flugleiö flýgur vélin f
1 klukkustund og 22 minútur
hraðar en hljóöið. Til saman-
burðar má geta þess, aö önnur
sovézk flugvél, sem mikiö er
notuð tii farþegaflutninga TU-
154, fer sömu leiö á 5 klukku-
stundum og55 minútumog IL-18
er 7 klukkustundir og 5 minútur
aö fara þessa vegalengd. — Tal-
iö er, aö þessi flugvél taki 144
farþega i sæti. (Frá A-Pressen)
TU-144 á flugi skömmu eftir flugtak.
☆ Mynd og texti úr Lögberg-Heimskringlu
SÖGULEG HEIMILD UM EINSTÆÐAN
HÁTfÐARDAG
p'ORSETI íslendingadagsins, Ted Arnason, lýsti þvi yfir á íslend-
lingadaginn, að hann hefði í fórum sínum góða gjöf frá Ríkisútvarpi
Jíslands kvikmynd sem varðveitir kafla úr sögu aldarafmælis íslenska
[landnómsins á Gimli 1975. Útvarpsstjóri Ríkisúivarpsins, Andrés
Björnsson, afhenti gjöfina með efiirfarandi orðum: .
Ríkisútvarpinu er sérstök ánægja að afhenda íslendingadags-
nefnd að gjof kvikmynd þó, sem islenska sjónvarpið lél taka á ís-
lendingadegi 1975 ó 1Ö0 óra afmælishátíð íslendingabyggðar að Gimli
við Winnipegvain.
Biður Ríkisútvarpið þig að veita kvikmynd þessari viðtöku í
minningarskyni og sem viðurkenningu fyrir stuðning við gerð henn-
ar. Megi hún varðveitast hjó íslendingum vestanhafs sem söguleg
heimild um einstæðan og glæsilegan hátiðardag.