Alþýðublaðið - 12.10.1976, Page 8

Alþýðublaðið - 12.10.1976, Page 8
I I j 8 OR YMSUM ATTUIWl Að drepa fréttir Otvarp og sjónvarp gegna mikilvægu menn- ingarlegu hlutverki hér á landi. Þaö er þess vegna mjög eðlilegt að þessar stofnanir verði fyrir nokkru auðkasti og gagn rýni frá fólki, sem gerir miklar kröfur um efnis- val og fréttaflutning. Fréttaflutningur út- varps og sjónvarps af innlendum atburðum ein- kennist af hræðslu við að segja eitthvað, „sem ekki má”. Þar af leiðandi er fréttaflutningur þessara stofnana staðlaður og ófrjór og gefur afar tak- markaða mynd af því, sem raunverulega er að gerast i kring um okkur. Að visu má segja, að nokkurrar viðleitni um lifandi fréttamennsku hafi gætt í sjónvarpinu, og hefur það, hvað sem annars má segja, haft heillavænleg áhrif á fréttamennsku almennt. Ef litið er á dagblöðin fer ekki á milli mála að tvö þeirra, þ.e.a.s. Morgunblaðið og Timinn, skera sig nokkuð úr, að þvi er varðar þunglama- lega fréttamennsku. A hinn bóginn er frétta- flutningur þessara tveggja dagblaða mjög ólikur að þvi leyti, að Morgunblaðið birtir yfir- leitt nokkuð hlutlausar fréttir um menn og mál- efni. Fréttaflutningur Timans er hinsvegar ein- hliða i samræmi við hags- muni Framsóknarflokks- ins, eða öllu heldur hag- smuni einstakra forystu- manna flokksins, s.s. ráð- herra og þingmanna. Þetta getur hver maður séð með þvi að lita yfir meðferð blaðsins á einstökum málum, sem upp hafa komið siðasta áratug, svo ekki sé lengra farið. Spillingardíki Fra ms óknarflokksins Eins og alþjóð er kunnugt á Framsóknar- flokkurinn nú mjög i vök að verjast, vegna tengsla hans við ýmisskonar spillingu i þjóðfélaginu, fjármálaóreiðu, mútur og valdniðslu. Timinn hefur nokkrum sinnum verið með hótanir við ihaldið um að slita stjórnarsamstarfi ef Morgunblaöið hætti ekki að greina frá þvi' spill- ingardiki, sem fram- sóknarforystan stendur nú i. Þá hefur Timinn einnig sent Visi og Dag- blaðinu tóninn og hótað uppljóstrunum um eitt og annað, sem framsóknar- forystan hefur þagað um árum og áratugum saman. Bomba 76 1 Timanum 8.10. segir Alfreð Þorsteinsson á þessa leið: „Það er að koma betur og betur í ljós, að Dagblaðið undir stjórn Jónasar Kristjáns- sonar, er fyrst og fremst málgagti stjórnarand- stöðuflokkanna.” Siðar segir blaðið: „Stöðugum árásum er haldið uppi á rikisstjórn- ina, og blaðið forðast eins og heitan eldinn að minn- ast á viðkvæm mál, sem snerta Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkinn.” Það er ekki að furða þótt Alfreð sárni, þegar hann heldur áfram með þessa raunasögu af stóru bombunni, sem aldrei sprakk: „Þannig eru skattamál Lúðviks og lánamál Gylfa afgreidd með einni setningu. Og Dagblaðinu þykir ekki fréttnæmt, aö allir helztu forystumenn Alþýöu- flokksins skuli vera við- riðnir vafasamt skatta- mál.” Og það nær náttúrlega ekki nokkurri átt að hann Jónas skuli haga sér svona, þvi eins og Alfreð segir, þá eru ýmsir áhrifamenn i Sjálfstæðis- flokknum, sem styrkja Dagblaðið, búnir að fá nóg af þessu framferði ritstjórans. Þá bendir Alfreð Þorsteinsson einn- ig á mjög athyglisvert mál isambandi við Jónas og það er sú staðreynd, að þegar Jónas Kristjánsson var blaðamaður á Tim- anum tóku menn eftir þvi að hann var hrifinn af ýmsu austan járntjalds. Það má annars teljast furðulegt hvað Alfreð hef- ur tekist vel að þaga yfir þessari stórfrétt. Morgunblaðið er prútt 1 Dagblaöinu siðastlið- inn fimmtudag skrifar Jónas Kristjánsson leiðara þar sem vikið er að þvi að sum dagblöðin hafa birt fréttir af margskonar spillingu. Siðan fer ritstjórinn nokkrum orðum um sér- stöðu Morgunblaðsins og Timans vegna þessara skrifa. Þar segir á þessa leið: „Morgunblaðið hag- ar sér eins og gamla frænka frá Viktoriutim- anum. Það vill hvorki heyra, sjá né tala um óviðurkvæmileg vanda- mál.” Siðan er vitnað f Reykjavikurbréf Morgunblaðsins og kom- izt að þeirri niðurstöðu, „að Morgunblaðið skrifi seint eða alls ekki um óhugnaðinn, sem er póli- tiskur raunveruleiki á íslandi. Að lokum segir svo um Morgunblaðið: „Morgunblaöið segir, að „ábyrgu fólki” sé tekið að blöskra æsiskrifin i blöð- unum. Ekki er minnst á, að fréttirnar um giæpa- mál, pólitfsk og hálfpóli- tisk hneykslismál hafa undantekningarlaust reynzt vera réttar i aðal- atriðum og jafnvel öllum atriðum. Það má bara ekki ónáða Morgunblaðiö með svo ljótum sann- leika.” Eitt kíló af glæp fyrir tvö af svindli Síðan vikur Jónas Kristjánsson að Jiman- um og segir: „Timinn hefur hins vegar tekið að sér hlut- verk verjanda spillingar- innar. Blaöið hefur tekið forystu i útgáfu reyk- sprengja, sem Indriði G. Þorsteinsson lýsti vel í nýlegri Svarthöföagrein í Visi. Þar gagnrýnir hann: „...skrif sem bjóða daglega upp á býti á glæpum, skattsvindli og lánabraski. Þar eru á ferð hin heilögu blöð stjórn- málaflokkanna, sem hengja skitugan þvott sinn út á hverjum degi, og þykir sjálfsagt.”” Siðar segir Dagblaðið: „Það eina, sem Timinn hefur efnislega til varnar sinum mönnum eru lang- sótt dæmi um, að aðrir stjórnmálamenn kunni að vera ekki hótinu betri. Þess á milli flytur Timinn illa dulbúin tilboð um gagnkvæma þögn.” —BJ Þriðjudagur 12. október 1976 alþyöu- blaöiö bli sas” Þriðjudagur 12. október 1976 VETTtfflWGUR 9 Þægindin (sem sumir telja sjálf- sögð) eru dýrkeypt Liklega er það svo á flestum heimilum, að reikningarnir eru ekki i hópi vinsælustu sending- anna sem berast inn um bréfalúgurnar. öll þjón usta velferðarrikisins kostar sitt og þegar allt er talið með, þá eru það álitlegar upphæðir sem hver fjölskylda verður af með i rafmagn, hita, sima, sjónvarp, og þess háttar, á ári hverju. Eins og fram kemur hér á öðrum stað i blað- inu, hefur orðið gifurleg hækkun á rafmagns- verði siðustu árin og þær hafa komið við pyngju manna, ekki siður en allar aðrar slikar. Þetta verður þvi tilfinnan- legra sem sifellt fleiri orkufrek heimilistæki eru keypt til heimilanna. Það vill þá ef til vill gleymast að þægindi eru Kostar það 16 þúsund krónur á ári að eiga uppþvottavél? dýr. Eldavélar, frysti kistur, kæliskápar, upp- þvottavélar: allt eru þetta tæki sem algeng eru á heimilum og öll eiga þau það sameigin- legt að vera orkufrek og þar af leiðandi dýr i rekstri. Það eru ekki allir sem átta sig á þess- ari staðreynd. Fólk verður til dæmis oft fyrir þvi að fá háa raf- magnsreikninga þegar það er ný-komið heim úr sumarleyfi. Menn segja þá gjarnan sem svo, að þetta geti ómögulega staðist, þar sem ibúðin hafi staðið auð svo og svo langan tima. En ef að er gáð kemur oft i ljós, að allan timann hefur frystikistan verið i fullum gangi allan sumarleyfistimann, kæliskápurinn ef til vill lika og stundum fleiri tæki. Menn geta þvi þannig fengið staðfesta orkufrekju tækjanna. Könnun á meðalnotkun heimilistækja. 1 Danmörku og Þýskalandi hafa verið gerðar kannanir hjá fjölskyldum af meðalstærð (4 manna) á þvi hve mikil notkun sé til jafnaðar á ýmsum algengum heimilistækjum. Engar hliöstæð- ar kannanir hafa verið gerðar á tslandi, en þó hefur orkuþörf ein- stakra heimilistækja verið mæld hér á landi. En um þessar erlendu kannanir gildir auðvitað hið sama og um margar aðrar kannanir á öðrum sviðum, að þær eru ekki algildar og ekki er hægt aö heim- færa þær beint upp á islenskar að stæður. Við birtum hér útdrátt úr könnun dönsku stofnunarinnar ELRA, en þær tölur má vafalaust hafa nokkuð til hliðsjónar til að áætla orkukostnað heimilistækja hér á landi. Tölurnar ofan við dálkana þýða: 1: tæki 2: meðalafl i W 3: meðalnotkunartimi á dag. 4: meðalnotkunartimi á mánuöi 5: meðalnotkun i kilówattstund- um (kwh) 6: áætlaður kostnaður á ári (miðað viö per kw. kosti krónur 11.97 1. 2. 3: Hitaketill 1800 10 min/dag Brauðrist 850 10 — Hitapúði 80 1 h/dag Hitateppi 60 1 — Eldav. hella 1600 1 — Uppþvottav. 1850 2 — Otvarp 40 3 — vSjónvarp 150 3 — Vifta 300 3 — Kæliskápur 300 5 — Frystikista 400 5 — Glópera 60 5 — Hrærivél 425 1 h/viku Hárþurrka 400 1 — Eldav.ofn 1750 2 — Ryksuga 250 2 — Straujárn 1000 3 — Saumavél 75 3 — Þvottavél 3750 6 — íslenzkar mælingar. Eins og hér er fyrr getið i grein- inni, hefur mæling á orkunotkun einstakra heimilistækja fariö fram hér, en það ber að undir- strika hér eins og fyrr, að þessar mælingar eru ekki algildar. Aðstæður geta verið mjög breyti- legar - umhverfi tækjanna á heimilum ólíkt. . Það getur haft 4. 5. 6. 5 h/mán 9 kwh/mán 1293,- kr 5 — 4 — 575. 30 — 2 — 287,- — 30 — 2 — 287,- — 30 — 48 — 6894,- — 60 — 111 — 15944,- — 90 — 4 — 575,- — 90 — 14 — 2011,- — 90 — 4 -- 575,- — 150 — 45 — 6464,- — 150 — 60 — 8618 - — 150 — 9 — 1293. 4 — 2 — 287,- — 4 — 2 — 287,- — 8 — 14 — 2011,- — 8 — 2 — 287,- — 12 — 12 — 1724,- — 12 — 1 — 144,- — 24 — 90 — 12928,- — mikil áhrif i þá átt að auka eða draga úr orkunotkuninni. Sem dæmi má taka frystikistur, sem eru mjög orkufrek heimilistæki. Fram kom i mælingum sem gerðar voru hér á landi, að frysti- kisturnar eyddu meira rafmagni ef þær v oru á hlýjum sta ð og léleg loftrás aö þeim. Hér veröa birtar nokkrar niðurstöðutölur úr isl. könnuninni: Rafha kæliskápur (gamla gerðin) 90-120 kwh. á mán. Westinghouse kæliskápur (8 cub. fet) 1 kwh. á sólarhring Zanussi ísskápur með djúpfrysti 2.12 kwh. á sólarhring Iskista frá Rafha 1.6 kwh. á sólarhring Heimatilbúin frystikista ca. 270 lítra 3.2 kwh. á sólarhring Atlas frystikista 300-310 lítra 2.0 kwh. á sólarhring Upo frystikista ca. 300 lítra 2.01 kwh. á sólarhring Crystal regent kæliskápur með frysti 3.1 kwh. á sólarhring Ef við svo reiknum út kostn- aðinn við að eiga þessa hluti i eitt ár, miðað við framangreinda meðal—orkunotkun, þá fáum við útað Rafha kæliskápurinn kostar frá kr. 12929.- upp i kr. 17237.- á ári. Rafha iskistan kostar kr. 8096.- á móti kr. 13636.- hjá þeirri heimatilbúnu á ári. Westinghouse skápurinn kostar kr. 4261.-, Zanussi skápurinn kr. 9034.-, Atlas frystikistan kr. 8523.-, Upo frystikistan kr. 8565.-. Allt er þetta miðað við meðalnotkun i eitt ár. Hvar er hægt að spara? Eftirað hafa lesið allar þessar töflur yfir, þá verður liklega mörgum á að spyrja: hvernig get ég sparað rafmagnið, tilað lækka kostnaðinn við heimilishaldið? Svar við þeirri spurningu fæst ekki hér, enda engar algildar reglur hægt að gefa þvi við- komandi. Mörg þessara tækja, svo sem kæliskápar og frystikist- ur veröa að vera tengd allan sólarhringinn, ef á annað borð er ætlunin að hafa gagn af þeim tækjum, þannig að fyrir mestu er að fólk geri sér grein fyrir hve mikla orku þau þurfa. Hins vetar gætu menn sparað drjúgan skild- ing með þvi að „leggja” upp- þvottavélinni og taka upp gamla lagið við uppvaskiö. En liklega hrifast fáir af þeirri tilhugsun. Hins vegar var okkur tjáð það á skrifstofu Rafmagnsveitu Reykjavikur, að það væri all-al- mennur misskilningur hjá fólki, að þaö héldi sig spara margan aurinn i skammdeginu með því að verasislökkvandi á rafljósum þar sem þeirra er ekki þörf i augna- blikinu, en svo er stundum kveikt á þeim aftur að litilli stundu lið- mni. Aðalorkuneysla ljósaperu er nefnilega á þvi augnabliki er á henni kviknar, og hafa sumir tekið það upp aö láta loga alla nóttina á nokkrum ljósum i hús- inu, til dæmis ljósum i baöher- bergjum. Þannig spara menn i raun! Við vonum svo aö einhverjir hafi gaman og dálitið gagn af þessari samantekt — þá er til- gangnum náö. aRH. Verð á raf- magni til heimilis- nota í Reykjavík hefur fjór- faldast á síðustu þremur árum Eins og rafmagnsreikn- ingarnir bera glögglega með sér, liefur verð á rafmagni til heimiiisnota hækkað mikið siðutu árin. Þegar betui' er að gáð, sést að vcrð á rafmagni i taxta B3 (til heimilisnota) hefur meira en fjórfaldast á siðuslu þremur og hálfu ári, eða á bilinu frá I. marz til I. júli 1976. Er þar átt við hækk- anir á grunnverði lafmagns, en að auki hefur söluskattur hækkað um heil 7% á tima- bilinu, og frá 1. okt. 1974 hefur að auki lagst ofan á svo nefnt verðjöfnunargjald. Verðskrá (án söluskatts og vcrðjöfnunargjalds) per Taxti kwst 1. marz ’73........... kr. 2.63 1. maí ’73 .......... kr. 2.58 l.des. ’73............. kr.2,83 1. marz '74........... kr. 3,82 15. mai ’74 .......... kr. 4,52 l.okt. ’74 .......... kr. 5.88 1. jan. ’75 ........... kr.6.43 1. april ’75 ......... kr. 7 07 15. april’75 ......... kr. 7.37 l.sept.’75 .............. 8.11 l.júli’76.............. kr.9.00 Söluskattshækkun Sölusk. 13% frá 1. marz 1973 Sölusk. 17% frá 25. marz 1974 Sölusk. 19% frá 1. okt. 1974 Sölusk. 20% frá 1. marz 1975 Verðjöfnunargjald 13% hefur verið lagt á siðan 1. okt. 1974. Eins og fram kemur hér á undan, er grunnverð hverrar KW-stundar kr. 9.00. Með þvi að bæta við 20% söluskatti og 13% verðjöfnunargjaldi fáum við út heildarverðið á hverri KW-stund — kr. 11.97. Hjá Rafmagnsveitum rikisins fékk blaðið þær upp- lýsingar, að rafmagnsverð á landsbyggðinni væri reiknað út frá nokkuð öðrum for- sendum en verðið á Reykja vikursvæðinu. Væri raf- magnsvérð þeim mun hærra en hjá Reykvikingum. Var nefnt sem dæmi, að verð d hverri KW-stund i þeim flokki sem kæmist næst þvi að vera sambærilegur við flokk B3 hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur. væri nú kr. 14.40. Við þessa tölu bættist svo fastagjaldið (sérstakt fermetragjald sem fer eftir stærð húsnæðis og fleiru), þannig að þegar öll kurl væru til grafar komin. þá væri rafmagnsverðið úti um land miklum mun hærra en það sem neytendur i Reykja- vik greiða. —ARH

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.