Alþýðublaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 11
bSaXfö* Þriðjudagur 12. október 1976 11 Ræða Kristjáns Thorlacius vió setningu þings BSRB: Reynir á verkfallsvopnið Kristján Thorlacius formaður Bandalags starfsmanna rikis og bæja hóf ræðu sina á að minnast sex félagsmanna sem iátizt höfðu siðan siðasta þing bandalagsins var haldið. Þessir fclagar voru: Aðaisteinn Norberg ritsimastjóri, Guðiaugur Þórarinsson starfsm. Rafmagnsveitu Hafnarf jaröar, Halldór Ólafsson bókavöröur, Kristján Haildórsson kennari, Svavar Helgason framkvæmda- stjóri Sambands islenzkra barna- kennara og Þórhildur Jónasdóttir kennari. Siðan sagði Kristján: Þetta þing mun taka til umræðu og afgreiðslu stór og þýðingar- mikil málefni. Höfuöviðfangsefni þingsins verður mótun stefnu vegna væntanlegra kjara- samninga á næsta ári. B.S.R.B. hefur nú i fyrsta skipti verkfallsrétt til þess aö fylgja eftir kröfum sinum, ef á þarf að halda. 1 samningaviðræðum á siðasta vetri var það ljóst, að hlutur opin- berra starfsmanna yröi ekki bættur nægilega með þvi réttleysi i samningamálum, sem opinberir starfsmenn hafa hingað til búið við. Þess vegna var i siðustu aðal- kjarasamningum stefnt að þvi aö ná eins langt með launahækkanir og unnt var til aö vega á móti verðhækkunum og að ná fram verkfallsrétti til þess að samtökin þyrftu ekki i framtiöinni að heyja jafn vonlitla kjarabaráttu og löngum áður. Samið var um sömu launa- hækkanir og Alþýðusambands- félögin náðu fram. Og jafnframt var samið um verkfallsrétt, sem gildir um aðalkjarasamninga B.S.R.B. og einstakra félaga bæjarstarfsmanna. Siðustu kjarasamningar þýöa i megindráttum stöðvun á þeirri kjaraskerðingarþróun, sem oröin var frá fyrrihluta árs 1974. Stærsta verkefni launþegasam- takanna, sem framundan blasir við, er aö vinna upp þá stórkost- legu kjaraskerðingu, sem launa- fólk hefur orðið fyrir á siðustu ár- um. Þar að auki er óhjákvæmilegt að samræma launakjör annars vegar starfsmanna hjá riki og sveitarfélögum og hinsvegar hjá öðrum atvinnurekendum i land- inu. Margs konar önnur jafnréttis- mál verður aö leysa, og þar er fyrst að telja raunverulegt jafn- rétti kvenna og karla i kjaramál- um. En ef viö svo hins vegar berum launakjör hér á landi saman við kjör manna i nágrannalöndum okkar, kemur fram, að við erum hálfdrættingar i launum miðað við launafólk á Norðurlöndum. Lægstu mánaöarlaun opinberra starfsmanna i Danmörku voru i april 1976 126 þús. isl. kr., en hjá okkur 63 þúsund. Það er engin furða þó óánægja sé mikil hjá opinberum starfs- mönnum og ööru launafólki eftir þá stórfelldu tekjutilfærslu frá launafólki, sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Það tjón, sem opinberir starfs menn hafa orðið að þola, sést vel á samanburði á hækkun visi- tölunnar annars vegar frá þvi að hætt var að greiða visitöluuppbót eftir 1. mars 1974 til 1. ágúst 1976 oghins vegarþeim launahækkun- um, sem opinberir starfsmenn Tiafa fengið á sama tima. Vísitala framfærslukostnaöar hefur á þessu timabili hækkað um 150%. Ef kaupgjaldsvisitala hefði verið reiknuð út á þessu timabili, hefði hún liklega hækkað um 130%. Aftur á móti hefur kaup opin- berra starfsmanna hækkað á sama tima um 40-70%. Þetta sýnir glöggt, hversu gifurleg kjaraskerðing hefur átt sér staö hjá opinberum starfs- mönnum. Þó segir þetta ekki alla söguna, þar sem ýmsir þættir efnahags- málanna koma ekki með i visitölu framfærslukostnaðar. Þannig er t.d. um beina skatta og vaxtahækkun aö þeim hluta til, sem hún kemur ekki i verölags- hækkanir á vöru og þjónustu. Lánsmöguleikar almennings hafa stórlega þrengst og vextir t.d. af veðskuldabréfum hafa frá ársbyrjun 1974 hækkað úr 11 1/2 til 13% upp i 16-22 1/2%, Skattar koma með fullum og vaxandi þunga á launafólk og allra þyngst á opinbera starfs- menn. Stefnan i skáttamálum er óþol- andi. Atvinnurekendur sleppa að mestu við tekjuskatt. Þeim er lögheimilaður frádráttur vegna fyrninga, vaxta útgjalda, vara- sjóös o.fl. liða. Siðan er sölu hagnaður vegna verðbólgu- hagnaðar við sölu atvinnutækja skattfrjáls. Vegna þessa er auö- velt fyrir atvinnurekendur að stofna nýtt fyrirtæki, selja þvi at- vinnutækin og byrja að fyrna upp á nýjan leik. Rétt er það, að þjóðfélagiö varð fyrir fjárhagslegum áföllum af völdum þeirrar viðskiptakreppu, sem herjaði í viðskiptalöndum okkar. Fullt tillit var til þess tekið af hálfu samtaka opinberra starfs- manna i samningum fyrir og eftir áramót 1973/1974. Slikt hið sama var gert i heildarkjarasamning- um Alþýðusambands Islands. Þrátt fyrir þetta voru kjara- samningar rofnir á árinu 1974 og visitöluuppbót afnumin með lög- um. Slikar aðfarir stjórnvalda skapa ekki traust. Það er augljóst, að i nútima- þjóöfélagi eru það ekki launin ein, sem ráöa afkomu launafólks. Með svokölluöum hagstjórnartækjum þ.e. skattapólitik, tollalöggjöf, vaxta- og útlánapólitik og meö- ferð verðlagsmála er unnt að breyta kjörum fólks með nokkr- um pennastrikum jafnvel að ný- gerðum kjarasamningum, eins og gerðist á árinu 1974 með afnámi visitöluuppbóta og öðrum að- gerðum siðar. Það er þess vegna deginum ljósara að kjaramál launafólks og aðrir þættir efnahagsmála þjóðarinnar verða ekki sundur slitnir. Að hinu leytinu stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd, aö launþegasamtökin, fullt'rúar 70- 80% landsmanna, fara með kjarasamninga, en Alþingi, rikis- stjórn og rikisbankastjórnir fara með það vald i efnahagsmálum, sem styrkt getur eða eyðilagt þá stefnu i kjaramálum, sem samið er um við atvinnurekendur og rikisvald. Hagsmunir meginhluta launa- fólks fara saman. Þetta sama launafólk er þorri islensku þjóðarinnar. Þvi ber launþegasamtökunum réttur og skylda til þess að beita áhrifum sinum ekki aðeins í kjaramál i þrengstu merkingu, heldur á öllum sviðum efnahags- málanna. Forgangsverkefni nú, sem höfuðsamtök launafólks eiga að vinna að sameiginlega, er aö ná fram auknum kaupmætti launa i landinu. En gerum okkur grein fyrir þvi, að ef áhrifamáttur samtaka launafólks dugir ekki gagnvart Alþingi, rikisstjórn og bankavaldi til þess að fá þessa aðila til að breyta skattalögum launafólki i vil og til annarra aðgerða í efna- hagsmálum, sem rökréttar eru, með hliósjón af stórbatnandi við- skiptakjörum við útlönd, er engin önnur leið til en hin hefðbundna kjarabarátta með kjarasamning- um. Og þá þarf i þetta sinn stór- aukna samstöðu fólks f sam- tökunum til undirbúnings samningum og ekki aðeins þaö, heldur til þess aö varna þvi, að þeir séu rofnir meö löggjöf. Eins og ég sagði i upphafi, mun þetta þing móta stefnu i kjara- málum til undirbúnings næstu samningum. Fyrir þessu þingi liggja þegar i upphafi drög frá stjórn B.S.R.B. að tillögum i mörgum málum. Þar nefni ég fyrst drög aö tillögu um kjaramál, tillögur um samningsrétt, tillögur um vinnu- vernd, efnahagsmál skattamál, fræðsustarf samtakanna, jafn- réttismál. Þá hafa aöildarfélög- unum verið sendar tillögur um lagabreytingar frá milliþinga- nefnd,semsiðasta bandalagsþing kaus. Fjármál samtakanna verða að sjálfsögðu rædd á þessu þingi og framkvæmdir og rekstur orlofs- heimila. Þetta þing er haldið nokkrum mánuðum eftir aö samtökin hafa fengið lögfest samkomulag um verkfallsrétt. A það mun væntanlega reyna á næsta ári, hvernig samtökunum tekst að beita þessum rétti. 1 þvi sambandi vil ég láta i ljós þá skoðun, að þar veltur mikið á for- ustu samtakanna. En ég fullyröi að þar mun árangur ekki siöur velta á þvi, hve vel verður fylgst með samningastarfinu af hálfu alls þorra félagsmanna og kröf- um fylgt eftir ef á þarf að halda. Nokkuö hefur borið á þeim skoðunum i fjölmiðlum undan- farið, að samtök okkar væru að gliðna i sundur. Öánægja með launakjörin koma mér sist á óvart og ekki heldur þótt einstaklingar og jafn- vel einstakir smáhópar hugsi svo þröngt að þeir sjái ekki skóginn fyrir trjánum. En þegar slikar raddir eru birt- ar i fjölmiölum á áberandi hátt, verðurekki hjá þvi komist að um þær veröi rætt á þessu þingi — þar veröi fjallað um sjálfa tilveru samtakanna. Þessar raddir geta veikt aðstöðu samtakanna, ef þær eru ekki ræddar og svarað skýrt af þinginu. Ég skal segja mina skoðun strax. Ég tel að allt frá stofnun BSRB hafi verið mikil þörf fyrir félög opinberra starfs- manna aö hafa með sér heildar- samtök. Og aö aldrei — aldrei — hafi þörfin fyir heildarsamtökin verið brýnni en einmitt nú. Þau þrjú ár, sem liöin eru siðan siðasta bandalagsþing var haldiö, hafa verið mikil starfsár fyrir samtökin. Kjarasamningar voru gerðir 1973 og aftur 1976. Samnings- réttarlögin um verkfallsréttinum voru sett á þessu ári. Stórt átak hefur verið gert meö uppbyggingu nýs áfanga orlofs- heimila B.S.R.B. að Munaðar- nesi. Fræðslustarf hefur veriö stóreflt og tekist hefur verið á við mörg önnur verkefni. Starf samtakanna hefur verið öflugra en nokkru sinni fyrr. Og verkefnin framundan eru sannarlega stór og þýðingarmik- il. Ég vil láta i ljós þá von, að þetta þing veröi afkastamikið og stór- huga. 30. þing Bandalags starfsmanna rikis og bæja er sett. Björn Jónsson íorseti ASÍ við setningu BSRB-þings: Samstarf nauðsynlegt Formaður BSRB, heiðruöu þingfulltrúar. Ég þakka formanni og stjórn BSRB fyrir að bjóöa okkur Alþýðublokkssambands- mönnum til þessa 30. þings sambandsins, sem haldið er á merkilegum timamótum í sögu þess og ég þakka einnig mjög vel að mér skuli hér vera gefið tæki- færi til að flytja hér stutt ávarp, sem fulltrúa Alþýðusambands íslands. Ég vil jafnframt tilkynna væntanlegri stjórn BSRB að henni er boðið að senda fulltrúa á 33. þing Alþýðusambands Islands, sém hefst 29. nóvember nk. A þvi er enginn vafi aö Islenzkir launamenn lita meö nokkurri eftirvæntingu til þessara tveggja þinga stærstu samtaka sinna, sem háð eru meö stuttu millibili. Kemur þar margt til en þó fyrst og fremst sú þróun sem oröið hefur I efnahags- og launamálum siðustu árin og hefur einkennzt af erfiðri varnarbaráttu fyrir við- haldi almennra lifskjara, sem þó hefur engan veginn megnað aö halda i við þá óöaverðbólgu sem geisað hefur. Okkur hefur að sinni tekizt að ná fram ýmsum hagsmuna- og réttindamálum á þessu timabili og nefni ég þar sem einstök dæmi lifeyrissjóðs- málið i siöustu samningum ASt og á sviði BSRB þann takmark- aða verkfallsrétt sem lögfestur hefur veriö eftir langa baráttu sambandsins. Þetta og fleira eru spor I rétta átt, þótt hvorugu þessu mál sé i heila höfn komið. Hitt skiptir þó meiru og setur svipsinn áviöhorfnanna i dag, að þrátt fyrir varnarbaráttu sam- takanna hefur launakjörum hrakað stórlega og eru nú án tvi- mæla orðin stórfellt lakari en á öðrum Noröurlöndum og flestum ef ekki öllum löndum Vestur- Evrópu. Veröbólgan geisar áfram með óhugnanlegum hraða, þrátt fyrir mjög batnandi verzlunarkjör og hófsamlegar samningsaðgeröir um kaup og kjör, en hvers konar spá- kaupmenn og braskaralýður maka krók sinn á kostnað launa- stéttanna. Og á mörgum öörum sviðum þjóðlifsins, sem tengd eru efnahagsþróuninni, eru váleg teikn á lofti, þótt ég ræði ekki frekar þar um. En allt ber hér að sama brunni. Allt ástand islenzkra þjóðmála nú og þá alveg sérstaklega efnahags- og kjaramála veldur þvi að allir islenzkir launamenn verða aö gera rikar kröfur til samtaka sinna og þá fyrst og fremst heildarsamtakanna, að þau gegni með fullnægjandi hætti miklum skyldum sinum og ábyrgö, stöðvi öfugþróun lifskjaranna og knýji fram gerbreytta efnahagsstefnu i samræmi við hagsmuni vinnu- stéttanna. Timabili varnar- baráttunnar hlýtur nú að vera lokið og sókn hafin til að vinna upp það undanhald sem viö höfum verið neyddir til aö undan- förnu. 1 þessum efnum er allur þorri launamanna á sama báti, hvort sem þeir vinna hjá einka- rekstrinum eða i þágu hins opinbera. Þess vegna er aukið samstarf og samvinna og samræming meginstefnunnar hjá Alþýöusambandi Islands og Bandalagi starfsmanna rikis og bæja nú brýnna mál en áöur hefur veriö. Slikt samstarf er oröiö dagskrármál sem þing beggja þessara heildarsamtaka veröa aö taka til rækilegrar meöferðar og gera ályktanir um á þingum sinum. En við skulum vera hreinskilnir og játa aðsamstarf þessara aðila hefur veriö vanrækt á undan- förnum árum. Um ástæöurnar fyrir þvi fjölyröi ég ekki enda skipta þær ekki höfuðmáli og er engum til gagns aö horfa reiður um öxl. Hitt skiptir máli að hin fjölmennu heildarsamtök vinnu- stéttanna snúi nú bökum saraan i saméiginlegri baráttu sinni, i þeirri nýju sókn alþýðustéttanna sem við allir verðum að trúa og treysta að nú fari i hönd. Ég vil ekki misnota ræðutima minn með þvi að gerast langorður um þau samstarfssviö sem hér gæti verið um að ræða né heldur með hvaða hætti i einstökum atriðum væri hyggilegast að þróa og efla þetta sam- starf. Slikt verður aö ræða nánar þegar ljóst er oröið að góöur vilji er hjá báðum aðilum, sem ég vil vona að sannist á þessu þingi og á þingi ASÍ. Ég vil þó nefna i þessu sambandi að ég fagna fyrirætlunum sem uppi eru hjá BSRB, aö gerast þátttakendur I Alþýðusambandi Noröurlanda og Alþýðusambandi Evrópu. A þeim vettvangi hljóta ASl og BSRB að vinna mikið saman og auk þess á sameiginleg þátttaka beggja i þessum samtökum að gera hana auöveldari og gagnlegri báðum heildarsamtökunum. A sviði hagsmunamála er sam- starf nauösyn báðum sam- böndunum. Svo og samræming og samhæfing i fjölmörgum réttindamálum og hagsmunamálum sem báðum eru sameiginleg. Vel er hugsanlegt aö fastri samstarfsnefnd ASt og BSRB yrði komið á laggirnar, sem ynni að sameiginlegum mál- efnum, frá degi til dags. Sé vitlega á haldið munum við örueelega finna sameiginlegar og færar leiöir til þess að skapa það samstarf sem báðum yröi til álitsauka og til farsældar fyrir alla félagsmenn okkar. En ég hlýt þó að vara við þvi að til þess að ná markmiði mjög náinnar samvinnu og helzt sameigin- legrar stefnumörkunar þarf aö kveða niöur ýmis konar mis- skilning og ástæðulausa tor- tryggni sem enn bryddir á i hugum einstakra félaga okkar. En það tekst örugglega ef tveir vilja. Ég lýk máii minu, heiöruðu þingfulltrúar, með þvi að flytja þessu þingi BSRB alúðarkveðjur Alþýðusambands tslands og óskir um að það og störf þess öll reynist farsæl og giftusamleg ekki aðeins fyrir félaga i sambandinu og hagsmuni þeirra — heldur einnig fyrir alla islenzku verkalýðs- hreyfinguna. Heill fylgi störfum 30. þings Bandalags starfsmanna rikis og bæja.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.