Alþýðublaðið - 12.10.1976, Page 13
alþýðu-
wadid Þriðjudagur 12. október 1976
13
- Flokksstarf rið--------------------------
Þriðja Kjördæmisþing Alþýðuflokksfélag-
anna i Reykjavík
verður haldið dagana 16. og 17. október nk. i Kristalssal
Hótels Loftleiða.
Dagskrá:
Laugardagur 16. október kl. 2 e.h.
Björgvin Gylfi
1. Björgvin Guömundsson formaður fulltrúaráðs, setur
þingið.
2. Gylfi Þ. Gislason, alþingismaður, flytur ávarp.
3. Helgi G. Þórðarson verkfræðingur, flytur erindi:
Framtið sjávarútvegs i Reykjavik — umræður.
Sunnudagur 17. október kl. 2 e.h.
1. Hörður Jónsson, verkfræðingur, flytur erindi:
Uppbygging iðnaðar i Reykjavik — umræður.
2. Onnur mál.
Fulltrúaráð Alþýðuf lokksfélaganna
í Reykjavik
Alþýðuflokksfélag Reykjavikur.
Félagsvist
Félagsvistin hefst með þriggja daga
keppni laugardaginn 16. október kl. 2 e.h.
Siðan heldur félagsvistin áfram eftir talda
daga: 30. október, 13. nóvember og 27.
nóvember. Byrjað verður stundvislega kl.
2 e.h. Góð verðlaun að venju.
Spilað verður i Iðnó, uppi.
Skemmtinefndin.
Tannlæknastofa
Er tekinn aftur til starfa eftir eins árs dvöl erlendis
Eyjólfur Busk
Tannlæknir
Laufásvegi 12
Viðtalstimar frá kl. 9-12 og 2-6 nema laugardaga. Simi
10452.
VINNINGUR
í merkjahappdrætti Berklavarnadags
1976 kom á númer i j r r
1465 S.Í.B.S.
Volkswageneigendur
Höfum (yrirliggjandi: Bretti — Huröir -■ Vélarlok —
Geymslulok á VVolkswagen ( allflestum litum. Sklptum á
einum degi meö \iagsfyrirvara fvrir ákveöiö verö.
Keyniö viösklptin.
Bitasprautun Garðars Sigmundssonar.
Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.
Ritstjórn Alþýðublaðsins
er í Síðumúla 11
- Sími 81866
IHRINGEKJAN
Brosað fyrir austan tjald
KLUKKUR SANNLEIKANS
Allar þjóðir eiga sér
sinar pólitisku gaman-
sögur. Flestar eru þær
um innlenda stjórn-
málamenn og þau mál
sem efst eru á baugi
hverju sinni.
Þjóðirnar fyrir aust-
an tjald eiga sér einnig
slikar pólitiskar skritl-
ur. Þar er þó áberandi
hve mikið er sagt af
sögum þar sem á einn
eða annan hátt er hæðst
að rússum. Við látum
eina slika sögu fljóta
hér með.
Þegar Dubchek var við völd i
Tékkóslóvakiu var honum eitt
sinn boðið i kynnisferö til
himnarikis.
Þar tók á móti honum Sankti
Pétur, sem sérlegur umboðs-
maður himnaföðurins.
Pétur tók Dubchek sér við
hönd og syndi honum undur
himna. Meðal annars komu þeir
i viðan sal. 1 þessum sal var
ógrynni af klukkum af öllum
stærðum og gerðum.
Dubchek horfir agndofa á
þetta um stund, en segir siðan.
— Þessar klukkur sýna ekki all-
ar sama tima.
— Rétt er það, svarar Pétur.
Við hér i himnariki notum þess-
ar klukkur til þess að sjá hve
mikið rikisstjórnir og þjóðar-
leiðtogar ljúga að þegnum sín-
um. Klukkurnar eru allar settar
á réttan tima klukan 12 á miö-
nætti. Eftir þvi sem meira er
logið að fólkinu, þeim mun
hraðar ganga klukkurnar.
Dubchek þótti mikið til koma.
Að lokum áræðir hann að
spyrja. — Hvar skyldi tékk-
neska klukkan vera?
Hún er nú þarna, svarar
Sánkti Pétur og bendir á klukku
sem var 3 timum of fljót.
— En hvaða klukka er þarna
við hliðina á henni, spyr Dub-
chek, og bendir á klukku sem
hafði flýtt sér um 8 tima.
— Það er sú pólska, svarar
Pétur.
— Nei, þarna er ein sem er
alveg á réttum tima.'hrópar
Dubchek glaður yfir þvi að þó
skuli finnast einn réttlátur.
— Ég er nú hræddur um ekki,
segir Pétur hryggur. Þetta er a-
þýska klukkan og hún er búin að
flýta sérum nákvæmlega sólar-
hring.
— Gaman heföi ég nú af þvi
að sjá rússnesku klukkuna, seg-
ir Dubchek.
— Þar fór i verra, sagði Pétur
vandræðalegur, sú klukka er
nefnilega alls ekki hér. Hann
guð almáttugur fékk hana lán-
aða og notar hana sem skrif-
borðsviftu.
Þeir lifa fábreyttu og
nægjusömu lífi,
- og eru allra manna hamingjusamastir
Bandaríkin hafa
einatt verið óskastaður
þeirra sem af ein-
hverjum ástæðum hafa
átt erfitt með að aðlaga
sig að þjóðfélaginu.
Þar hafa skotið upp
kollinum margir
hópar, sem hafa af
trúarlegum ástæðum,
snúið baki við
ameriska þjóðfélag-
inu, og heiminum i
heild. Þess i stað kjósa
þeir yfirlætislaust líf-
erni, i samfélagi sem
þeir hafa skapað i sam-
ræmi við lifsviðhorf
sm.
Einn þessara hópa eru svo-
nefndir Amishar. Þeir eru
strangtrúaðir, og að sögn þeirra
sem þá þekkja, vingjarnlegir,
friðsamir og góðlyndir. Þeir
settust upphaflega að i Sviss, og
öðrum stöðum i Evrópu, en
mættu óbliöum móttökum, þar
sem þeir komu. Csjaldan urðu
þeir fyrir miklum ofsóknum, en
létu engan bilbug á'sér finna.
Loks fundu þeir staö, þar sem
þeir gátu fengið að vera i friði,
en það er i Lancaster i
Pensylvaniu. Þar lifa þeir i sátt
og eru nú um 50.000 talsins.
Sérkennilegur
klæðnaður
tJtlit Amishana er nokkuð sér-
kennilegt. Þeir hafa sítt skegg,
en ekki barta. Hár sitt skera
þeir aldrei, en taka það saman
með bandi. Þeir ganga
með stóra baröamikla hatta og i
skykkjum úr grófu efni. Ef þeir
eru hreintrúaðir, nota þeir
aldrei hálsknýti, axlabönd, eöa
belti. En ef þörf krefur halda
þeir buxunum uppi með einni
reim, sem liggur yfir aðra öxl-
ina. Gerir þetta það að verkum,
að klæðnaður þeirra sýnist oft
vera óþarflega krypplaöur og
þvældur.
Konurnar ganga i svörtum
kjólum, úr grófu og þungu efni.
Þeir eru ökklasiðir og háir i
hálsinn. Þær hafa svartar kápur
eða slár yfir sér og ganga i
svörtum þykkum sokkum og
skóm.
Föt karla og kvenna eiga það
sameiginlegt, að á þeim eru
engar tölur eða hnappar, en
þeim er haldið saman með
böndum allskonar og
klemmum. Ef Amishar er
spurður, af hverju hann noti
ekki tölur á fötin, svarar hann
vafalaust, að hann og fólk hans
hafi andúð á hlutum sem spara
vinnu.
Látlaus hibýli
Þeir búa i hvitum timbur-
húsum, sem eru umgirt trjám
eða rimlagirðingum. Allt sem
gefur tilefni til syndsamlegs lif-
ernis er illa þokkaö af þeim, og
sést ekki i hibýlum þeirra.
Gildir þetta m.a. um spil, sima,
hljóðfæri, gólfteppi, hitaofna,
gardinur, myndÍGútvarp og raf-
magnsljós. A þessu sést, að
Amaisharnir lifa mjög nægju-
sömu lifi.
Þeir yrkja jarðir sinar með
hjálp hesta, þvi stranglega er
bannað að nota dráttarvél eöa
bifreið. Sannur Amishi sefur
aldrei annars staðar en heima
hjá sér.
Gegna ekki
herþjónustu
Astæðan fyrir þvi, að Amish-
arnir eru á móti öllum
nýjungum er trúarlegs eölis, og
jafnframt liöur i einangrun
þeirra og sjálfsbjargarviðleitni.
Fjölskyldurnar eru fjölmennar
og traustar. Skilnaðir eru
bannaðir, og fjölskyldu-
meðlimir afneita sjaldan þessu
liferni. Þeir reykja hvorki né
drekka, og lesa nær eingöngu
bækur sem eru trúarlegs eðlis.
Þeir vilja engin samskipti eiga
við opinberar stofnanir, og neita
að gegna herþjónustu. Þeir
annast sjálfir börn og gamal-
menni, og skólar eru engir. En
þeir mennta börnin sjálfir og
veita þaim trúarlega hand-
leiðslu.
Amisharnir mætast við guðs-
þjónustu einu sinni i hálfum
mánuði en ekki i kirkju heldur
til skiptis á heimilunum. Guðs-
þjónusturnar standa i fjórar
klukkustundir, og meðan á
athöfninni stendur, eru sungnir
langdregnir sálmar.
Þeir eiga sinar
ánægjustundir
Af framansögöu getur virst
svo sem þeir lifi heldur gleði-
snauðu lifi. En þeir sem koma
og lita á hina geysimiklu
markaöi þeirra i Lancester, og
kaupa ef til vill heimatilbúinn
mat af svartklæddu Amis-kon-
unum, komast á aðra skoðun.
Þarna eru á boöstólnum ljúf-
fengar kjötkökur, eplasulta,
heitar kringlur og fleira. Og
þarna komast viðskiptavinirnir
að raun um, aö þetta fólk á sinar
góðu stundir.
Það heldur uppskeruhátiöir,
árshátíðir, fjölskyldumót og svo
mætti lengi telja. Þeir sem
heimsækja þessa stóru fjöl-
skyldu, snúa þaöan aftur með
undrun og oft örlitla öfund í
hjarta.