Alþýðublaðið - 12.10.1976, Page 14

Alþýðublaðið - 12.10.1976, Page 14
14 FRÁ MORGNI Þriðjudagur 12. október 1976 bSalfiT FRÉTTA- GETRAUN 1. Hvað hetir þessi maður? 2. Hvað heitir formaður toll- varðafélagsins? 3. 1 hvaða stjórnmálaflokki er Geir Gunnarsson? 4. Hve miklu námu viðskifti ís- lands við Suður-Afriku fyrstu átta mánuði þessa árs? 5. Hvað kostar fyrir fulloröoia að fara i strætó? 6. Kirkjudagur óháða safnaðar- ins var haldinn nú um helgina. Hve oft hefur þessi dagur veriö haldinn? 7. Hvað heitir útvarpssagan sem nú er lesin? 8. Eftir mikið uppistand var Slátursamlagi Skagfirðinga veitt leyfi til sauðfjárslátrunar. Hve margar kindur mega þeir leggja aö velli á dag? 9. Lifeyrissjóðirnir stunda nú mikil skuldabréfakaup. Hve miklu hafa þeir eytt i þessu skyni á þessu ári? 10. Alþingi var sett I gær. Klukk- an hvað hófst setningin? Gátan Skýringarnar flokkast ekki eftir láréttu og lóðréttu NEMA við tölustafina sem eru i reitum i gátunni sjálfri (6,7 og 9). Lá- réttu skýringarnar eru aðrar merktar bókstöfum, en lóðréttu töiustöfum. m % 3 H A B C fri KÁ D 1 s E F 3 I Q A: klettahöföi B: málC: timabil D: þræðir E: spjald F: ofn G: mátturinn 1: málmur 2: súpu- skálin 3: forsk. 4: erá hreyfingu 5: gjálfraði 6 lá: skóli 6 ló: goggur 7 lá: veiðarfæri 7 ló: gera prestar 8: arkið 9 lá: útt 9 ló: sund 10: hvildi. SVÖR: z uewniM 01 •BU9J51 JIUOfl|IUl Sill ‘6 Sep p IHH'Tls OSE '8 JIIS9 jeifsXajg 'i uinuuis s<: ‘9 jnuoji) OS 'S EU0J5( lunuofuiui LL '1 nuiaeiepueqnQýdlV '£ •uoss3ne|Qno jnpunuiSjag 'z •sueuijx ijpfis -JJJ ‘UOSSUIJEjpcJ uui JE J9<I 'l Takmarkið er: reyklaust land KRABBAMEINSFÉLÖGIN HEFJA ÚTGÁFU Á BLAÐI FYRIR UNGLINGA Krabbameinsfélögin hafa hafið útgáfu á blaði, fyrst og fremst helguðu samtökum ungs fólks gegn reyk- ingum. Blaðið hefnist Takmark, og er sent öllum börnum fæddum 1963. Ætlunin er jafn- framt að senda það hverjum nýjum 12 ára árgangi. Efni Takmarks er einkum frásagnir af baráttunni gegn reyk- ingum i skólum og ut- an, ásamt ýmsum gagnlegum upplýs- ingum og fræðslu um áhrif tóbaksnautnar. A forsiðu Takmarks er grein eftir Þorvarð Ornólfsson ábyrgðarmann blaðsins, og ber greinin yfirskriftina Takmarkið er: Reyklaust land. Einnig er að finna i blaðinu ýmsar fréttir um hvernig hefur gengið i herferð- inni gegn reykingum, sem ungt skólafólk hóf fyrr á þessu ári. 1 blaðinu er efnt til verölauna- Verðlaunasamkeppni um varnaðarorð gegn reykingum Takmark efnlr til samkeppnl um stuttar, markvlssar málsgrelnar sem sáu hssfar sem auglýslnga- textl eða almenn „vlgorfl" I barótl- unnl gegn reyfcingum og tyrlr réttl þolrra sem reykja okkl. Qæti t.d. fallst I þeim aðvórun um skaösemi reykinga, hvatning til baráttu gegn reyklngum, hvatning til aö hætta aö reykja eöa byrja ekki aö reykja eöa áminning til reyk- ingamanna um rótt annarra til aö anda aö sór loftl, ómegnuöu af tóbaksreyk. Hver þátttakandi má senda I mesta lagi þrjár tillögur. Rétt til þátttöku hafa allir nemendur ó grunnskólastigi, hvar sem er á landinu. Krabbameinsfólag Reykjavíkur veitir þrenn verölaun fyrir hnittn- ustu tillögurnar aö matl sórstakrar dómnefndar. Verölaunin eru þessi: 1. verölaun: Segulbandstækl (kassettutæki), Philips. Verö kr. 27.260. 2. verölaun: Vasatölva, Sinclair 300. Verökr. 15.100. 3. verölaun: Útvarpstækl, Phlllps. Verö kr. 8.910. Tillögur ber aö senda til TAK- MARKS, Suöurgötu 24. Reykjavík fyrlr 15. nóv. n.k. Tillögurnar skal merkja meö dulnefni, en nafn og heimilisfang sendanda. ásamt fæöingarárl, skóla og bekk, fylgi ( lokuöu umslagi sem merkja skal meö sama dulnefni. samkeppni um varnarorð gegn reykingum og eru veitt þrenn verðlaun fyrir beztu orðin. Rett til þátttöku hafa allir nemendur á grunnskólastigi, hvar sem er á landinu. Tillögur skal senda til Takmarks, Suðurgötu 24, R. fyrir 15 nóv, nk. Sem vitni um áhuga nemenda á grunnskólastigi, birtum við hér með sýnishorn af kveðskap eins 6. bekksins i Vogaskóla, og Visurnar eru eftir Guömund Atla Pálmason i 6. EE Að reykja er bæöi rangt og ljótt reykur heilsu eyðir, Miklar fúlgur fljúga skjótt fara vondar leiðir. Þetta er verölaunasam- 1 keppnin sem Takmark efnir til. Verðlaunin eru þrenn, segul- bandstæki, vasatölva og út- varpstæki. Vonast er eftir góöri þátttöku, en rétt til þátttöku hafa allir nemendur á grunn- skólastigi, hvar sem er á land- inu._________________—AIL, Ast er... ... að hætta aðreykja til þess að geta lifað lengur saman Kæri vinur, snöggur snú, að snöru tóbaks gættu. Ef þú reykir, rétt er nú ( að reykja ei meira, hættu, AB FRAMHALDSSAGAM Staðgengill sijörnunnar eftir Ray Bentinck 14. kafli — Er Paula ekki stórkostleg? Max kom til Shirley um daginn, þegar hún var að horfa á upptök- urnar. — Hver hefði trúað þvi, að hún yrði svona hress eftir allt, sem kom fyrir i gær? Shirley svaraði engu, en sneri sér til að fara. Max elti hana. — Erum við hætt að talast við, Shirley? spurði hann brosandi. — Ekki eftir framkomu þina i gær, sagði hún. — Þú tókst mál- stað Paulu gegn mér og þakka mér fyrir , að ég vakti heila nótt yfir þér. —-Fyrirgefðu, kjúklingur, sagði hannr alvarlegur — Ég veit vel, að ég var hranalegur viö þig, en ég var með höfuöverk, og hafði haft miklar áhyggjur af Paulu. Shirley yppti öxlum og ætlaöi að halda áfram, en hann tók um handlegg hennar. — Vertu nú ekki reið, baö hann með röddinní, sem henni fannst ómótstæðileg. — Eg er búinn aö biðjast afsökunar, og ég er þér mjög þakklátur fyrir að vaka yfir mér. Annars man ég harla litið frá nóttunni. Var ég erfiöur? — Alls ekki, sagði hún hæðin. — Þú kysstir mig bara og leitaðir á mig! Hann roðnaði mjög. — Ég man alls ekki eftir þvi! sagði hann. — Ég kæri mig heldur ekkert um, að þú gerir það, svaraði hún. Ég var næstum búin að gleyma þvi sjálf. Maður sýnir sina réttu skapgerö, þegar hann er sjúkur. — Þetta hljómar óþægilega. Hann leit á hana. — Þegar þú minnist á það, man ég óljóst eítir stúlku, sem hugsaði um mig. Ég hef vist haldið, að það væri Paula. — Þaö hélztu nú ekki! hvæsti Shirley.—Þú ávarpaðirmig meö nafni og sofnaðir eftir að hafa kysst hárlokk af mér. — Jafnvel snertur af heilahrist- ingi fær fólk greinilega til að taka upp á furöulegustu hlutum, sagöi hann. — Ég vona, að þú gleymir þessu. Ég var auðsjáanlega ekki með sjálfum mér. — Ég bjóst við þvi! En Shirley var sannfærð um, að hann hefði ekki haldið, að hún væri Paula, og hún var jafnsannfærö um, að hann myndi allt, sem gerzt hafði um nóttina. Einhverra ástæðna vegna vildi hann neita þessum ástriðuþrungna kossi, kannski vegna þess, að hann blygöaöist sin. — Ættiröu ekki aö fara til hinna? spurði hún kuldalega. — Þú ætlar aö vera við hlið Paulu eftir þvi sem þú sagðir i dag. Hún hló fyrirlitlega og gekk á brott, hægtog drembilega, fegin yfir, aö hún lét sig ekki... Seinna var hún kölluð inn á fund, en þar ásakaði Paula Sil- verstein fyrir aö láta óvini hennar standa vörð i stað þess að hand- sama þá, og þaö endaði með þvi að hálftima siðar kom glæsilegur rannsóknarlögreglumaður á staðinn, og Paula gaf honum strax hýrt auga. Hann bar fram margar spurningar og skrifaði svörin hjá sér. Loks fékk hann Paulu til aö lofa að koma á árshá- tið lögreglunnar næsta kvöld. Ágóðanum var varið til góögerða- starfsemi og nafn hennar myndi laða marga aö. Eftir að ákveðið hafði verið að fá nokkra lögreglu- þjóna til að dulbúast sem auka- leikara, fór rannsóknalögreglu- maðurinn, en þá sagði Paula, að Shirley gæti farið fyrir sig. Hún nennti ekki á „lögguball”. En Sil- verstein tók af skariö. Paula átti að fara, og hann ætlaöi sjálfur með henni. Það kom Shirley mjög á óvart, að Max sagði: — Það var lika tími til kominn, að ég fengi fri. Kannski ég bjóði Shirley út! — Takk, en ég er upptekin, sagði Shirley kuldalega. 15. kafli „Þar fór pashann með eftir- lætiskonuna, sagði Max brosandi, þegar Silverstein og Paula voru lögð af staö á dansleikinn. — Þau tóku Rolls Royceinn, svo að ég fékk lánaöan bil i þorpinu. Viö getum komizt i bæinn, Shirley. — Ég fer ekki fet! sagöi hún stuttaralega. — Ég ætla aö lesa I kvöid. Max leit hlæjandi á hana. — Komdu nú niður á jörð- ina, Shirley. Mig langarsvo til aö tala við þig. Ég hef dálitið merki- legt að segja þér. Hjarta hennar sleppti úr slagi, þegar hún heyrði bliöutóninn i rödd hans. — Um hvað? spurði hún gætilega. Hann leit á hana. — Þig.. mig.. framtiðina. Shirley sagöi ekkert, en hún fór upp og sótti kápuna sina. Max beið eftir henni, þegar hún kom niður. Hann fylgdi henni út, og andartaki siðar óku þau út um járnhliðið. Þau höfðu ekið þegjandi i svona tiu minútur, þeg- ar Shirley spurði loks: — Hvað ætlaðirðu að segja mér, Max? — Stórfréttir, Shirley.sagði hann ákafur. — Silverstein sagði mér i kvöld, að hann ætlaði að láta mig fá aðalhlutverkiö í næstu kvik- mynd... hún verður gerð eftir leikritinu, sem við Paula sáum! Fyrsta kvikmyndin er ekki tilbú- in, en hann er svo hrifinn, að hann býður mér fimm ára samning! — Til hamingju, sagði Shirley, sem hafði orðið fyrir vonbrigöum. Hún hafði vonazt eftir öðru. — Ég vissi, að þetta myndi gleöja þig. Hann leit brosandi á hana. — Þetta skiptir mig meginmáli. Ég hef lagt mig allan fram, en ég bjóst ekki við, að það rættist fljótt. Nú stórgræði ég. — Peningar eru ekki allt, sagði Shirley hvasst. —Það er næstum hægt að gera KOSTABOÐ á kjarapöllum sx" P0STSENDUM TR0L0FUNARHRINGA KJÖT & FISKUR Breiðholti ^n^^^jolMimro tLtnsson L.iuaalitgi Sillli 71200 — 74201 &um 19 209 DÚAA Síðumúla 23 /ími 64900 OR a fj-h-n. Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari sími 11463 önnumst'alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.