Alþýðublaðið - 15.10.1976, Síða 1
Timinn segir að dómsmálaráð-
herra hafi skipað dr. Braga
Jósepsson i starf rannsóknarlög-
reglumanns við sakadóm Reykja-
vikur. Hér hefur veitingavaldið
bitið höfuðið af skömminni og
orðið sér til ævarandi skammar.
Sjá „tJr ýmsum áttum” bls. 8
I BLAÐINU I DAG
■mnw.mr-
Sagt frá þingi BSRB
30. þing Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja hefur lokið störfum. t opnu i dag er
sagt nokkuð frá þinginu og þeim mikil-
vægu störfum sem þar hafa verið til
umræðu.
I DAG
Nagladekkin undir
1 gamla fjósinu i Múla er nú rekið hjól-
barðaverkstæði. Alþýðublaðið leit þar inn
i gær og spurðist fyrir um verö á nagla-
dekkjum og ýmis konar þjónustu, sem þar
er veitt.
Sjá baksíðu.
~50i_
na
Tillaga flutt á Alþingi
um Vestfjarðarskip
Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður,
hefur nú flutt á Alþingi tillögu um rekstur
sérstaks Vestfjarðarskips er annist
flutninga milli Reykjavikur og vest-
firzkra hafan. Sjá f rétt á bls. 2.
íocl
^=>Q(
Um Eykon
Nú er runnin upp önnur öld
með Eykon og fleiri syndagjöld
Þeir orka ekki að aflifa hrút.
Lesið skáldskap að ríorðan í
horninu í dag.
Ábyrgðarlaus og úr-
ræðalaus ríkisstjórn
Eftir tveggja ára setu i stjórnarstólum
hafa þeir Geir Hallgrimsson, Ólafur Jó-
hannesson og félagar þeirra komist að
þeirri niðurstöðu, aö þeir telja ,,nú sér-
staka ástæðu til að leita leiða til þess að ná
hraða verðbólgunnar niður.” Hvað hefur
rikisstjórnin verið að gera ? Sjábls.2
ARSAFMÆLI 200 MILNA
i dag er eitt ár liðið siðan fisk-
veiðilandhelgin var færð út i 200
miiur. Þessi mynd var tekin I
stjórnstöð Landhelgisgæ/.lunnar
á miðnætti aðfaranótt 15. október
i fyrra þar sem Pétur Sigurðsson
forstjóri var staddur þegar út-
færslan tók gildi. Á bls. 3 er rætt
við Pétur og Baldur Halldórsson
stýrimann á Óðni.
Framkvæmdastjórn SFV leggur niður störf
UPPHAFF0RM
LEGRA SLITA
SAMTAKANNA?
Framkvæmdastjórn Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna
hefur lagt niður störf og afboðað
fyrirhugaðan landsfund. Þetta er
annað stóra skrefið i þá átt að
SFV sem stjórnmálasamtök,
veröi lögð niöur og félagsmenn
þeirra velji sinar eigin pólitisku
leiðir.
Framkvæmdastjórnin hef-
ur jafnframt falið þingflokki
samtakanna meöferð þeirra sam-
eiginlegu verkefna, sem sinna
þarf og visar sérmálum til með-
ferðar hinna einstöku skipulags-
eininga.
Alþýðublaðinu barst i gær svo-
hljóðandi fréttatilkynning frá
fundi framkvæmdastjórnarinn-
ar:
,,A fundi framkvæmda-
stjórnar Samtaka frjálslyndra
og vinstri manna 12. október
1976 fluttu Ólafur Ragnar
Grimsson, Karvel Pálmason
og Magnús Torfi ólafsson
eftirfarandi tillögu og var hún
samþykkt einróma af öllum
framkvæmdarstjórnarmönn-
um:
„Undanfarið hafa fariö
fram innan Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna um-
ræður um framtið islenzkrar
vinstri hreyfingar.
Meginkjarni umræönanna
hefur falist i athugun á þeim
leiðum sem færastar þykja til
að vinna að upphaflegu mark-
miði Samtakanna, þ.e. að
stuðla að sameiningu vinstri
aflanna i landinu.
Framkvæmdastjórn
Samtakanna hefur verið aðal-
vettvangur þessara umræðna
og hefur hún á fundi slnum 12.
október 1976 komist einróma
að eftirfarandi niðurstöðum:
1. Þótt. framkvæmdastjómin
sé einhuga um mikilvægi hins
upphaflega markmiðs, rikja
skiptar skoðanir um leiðir til
að vinna að þvi og ólikt mat á
hverjar séu ákjósanlegastar.
2. Þessi þróun hefur það i för
með sér að farsælast þykir,
eins og nú er komiö, að hver
eining Samtakanna — þing-
flokkur, kjördæmasambönd,
flokksfélög og einstaklingar —
vinni að framgangi þessa
markmiðs i næstu framtið á
sinum starfsvettvangi og i
samræmi við það sem hver
aðili telur ákjósanlegast.
3. 1 samræmi viö fyrr-
greindar niðurstöður telur
framkvæmdastjórnin rétt að
feia þingflokki meðferð þeirra
sameiginlegu verkefna, sem
sinna þarf, og visar sérmálum
til meðferðar hinna einstöku
skipulagseininga.
4. Til að auðvetda öllum
hlutaðeigandi aðilum aðlögun
að nýjum aðstæðum leggur
framkvæmdastjórnin niður
störf og afiýsir áður auglýst-
um landsfundi.”
Séra Tómas og séra Hjalti með flest atkvæði
Um siðustu helgi fór fram prest-
kosning i Dómkirkjusöfnuði
Reykjavik. 1 framboði voru þeir
séra Hjalti Guðmundsson og séra
Hannes Guðmundsson. A kjörskrá
voru 4576, atkvæði greiddu 1795.
Séra Hjalti hlaut 1647 atkvæði, en
séra Hannes 130. Auðir seðlar voru
13. ógildir 5. Kosning var ólögmæt.
Sama dag var prestkosning i
Háteigsprestakalli i Reykjavik. 1
framboði voru: séra Auður Eir
Vilhjálmsdóttir, séra Magnús
Guðjónsson og séra Tómas Sveins-
son. A kjörskrá voru 5518, atkvæöi
greiddu 3327, Séra Tómas hlaut
1304 atkvæði, séra Auður Eir 1018
og séra Magnús961 atkvæði. Auðir
seðlar voru 38, ógildir 6. Kosning
telst ólögmæt, en til þess að teljast
lögmæt þarf einn umsækjenda að
fá 50% atkvæða eða meira,—ARH
Verkfalls-
vopninu
verður
beitt!
— Við vonum auövitað að rikis-
valdið sýni skilning og stórbæti
kjör okkar, en ef ekki þá er ein-
faidlega ekki um annað að ræða
en að beita verkfallsvopninu. Það
verður gert, ef ekki fæst brcyling
á okkar launutn.
Svo mælti Kristján Thorlacius
eftir að30. þingi BSRB lauk i gær.
— Sjá viötal viö hann og myndir
frá þinginu i opnu.