Alþýðublaðið - 21.10.1976, Page 1
Hve margir Reykvikingar skyldu kannast viö þetta sjónarhorn?
Ekki margir, þaö þorum viö aö ábyrgjast. Hins vegar átti einn
blaöamanna Alþýöublaðsins leið upp á þak Hafnarhúsrsins
FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER
FRÉTTIR
ERU Á
| BLS. 8 06 9
STEYPUGALLAR í BYGGINGUM VIÐ SOG
Það hefur verið haft
að orði, að ibúðar- og
stöðvarhúsin við Sogs-
virkjun séu farin að
láta á sjá, og viðhald
þeirra sé með lakara
móti nú, en áður, þegar
Rafmagnsveita
Reykjavikur hafði það
með höndum. Nú mun
það hins vegar vera
Landsvirkjun, sem sér
um rekstur Sogsvirkj-
unar.
Alþýðublaðið hafði samband
við Halldór Jónatansson að-
stoðarframkvæmdastjóra
Landsvirkjunar og spurðist fyr-
irum viðhald húsanna og fram-
tiðaráætlanir varðandi það.
Sagði Halldór, að um ibdðar-
húsin við Sogsvirkjun væri það
að segja að þau hefðu reynst
hinir mestu gallagripir frá upp-
hafi vega, og viðhaldsfrek
vegna steypugalla.
Sjálfkjörið
Aalmennum stúdentafundi f Hósköla tslandsf gær, var samþykkt
aöhalda fast viö reglur þær sem kjörstjórn 1. des.-kosninga setti 12.
október sl. Þessi samþykkt var gerö meö 245 atkvæöum gegn 231.
Þetta þýddi i raun, aö Vaka, félag lýöræöissinnaöra stúdenta féll frá
framboöi sinu, vegna ágreinings um fyrirkomulag, og var sú á-
kvöröun itrekuö I gær meö bréfi.
Borin var upp málamiölunartillaga á fundinum i gær, til aö reyna
aö sætta hægri og vinstri menn, en hún var felld fyrir tilst ilii hægri
manna þótt hún hlyti meirihluta atkvæöa, þar sem hún þurfti 2/3 at-
kvæöa til aö ná fram aöganga, en fékk 191 atkv. gegn 166.
Þótt fyrirsjáanlegt væri aö listi vinstri manna væri þannig sjálf-
kjörinn, var áöur boöaöur kjörfundur haldinn i gær í Sigtúni og var
þar fjölmenni.
Samkvæmt þessu veröur fullveldishátiö stúdenta i ár tileinkuö
„kjaraskeröingu launþega og námsmanna”. Þetta veröur samfelld
dagskrá og liklega útvarpaö aö venju. — hm.
„Hús þau sem hér um ræðir
eru fjögur talsins, með átta
ibúðum, sagði Halldór enn
fremur. Vegna fyrrgreindra or-
saka hafa verið framkvæmdar
kostnaðarsamar múrviðgerðir
á húsunum æ ofan i æ, bæði á
vegum Sogsvirkjunar og svo
Landsvirkjunar, en þvi miöur
án varanlegs jákvæðs árangurs.
A siðastliðnu sumri stóð til að
leysa þessi vandamál með þvi
að klæða húsin með álplötum,
en af ýmsum ástæðum gat ekki
orðið af þvi þá. En nú er stefnt
að þvi að framkvæma slikar
klæðningar á næsta sumri.
Varðandi almenna umhirðu á
húsnæðinu við Sogsvirkjun, telj-
um við að þarna hafi öllu verið
haldið við á eðlilegan máta eftir
að Landsvirkjun tók við rekstri
Sogsvirkjunar, sagði Halldór
Jónatansson að lokum. JSS
Einar Ágústsson, utanríkisráðherra:
skýrast
í lok mánaðarins”
,,Það er alrangt”,
sagði Einar Ágústsson,
utanrikisráðherra i
örstuttu spjalli við
blaðið, ,,að nokkur
viðræðufundur EBE og
íslendinga, hafi verið
ákveðinn, þvi siður að
hann hafi verið tima-
settur. Þessi mál eru,
satt að segja, i þeirri
deiglu, að það er ekki á
minu færi að geta i
eyðurnar, sem við
blasa.”
,,Nú hafa fréttir bor-
izt um, að Bretar geri
sér von um að ná sam-
stöðu við Ira, ekki siðar
en i lok þessa mánaðar.
Viltu segja eitthvað um
það?”
„Nei. Það er að visu
rétt, að þessar fréttir
hafa borizt, en á þessu
stigi málsins er ekki á
færi þeirra, sem fjar-
staddir hafa verið, að
gera sér grein fyrir lik-
um með eða móti. Hitt
er nokkuð vist, að það
verður ekki fyrr en i lok
þessa mánaðar, sem
linurnar geta skýrzt, og
við höfum ekki annað
að gera en biða þess”,
lauk Einar Ágústsson
utanrikisráðherra máli
sinu. —OS.
VERÐUR BORGARFULL-
TRÚUM FJÖLGAÐ í
Á fundi borgar-
stjórnar i dag er m.a. á
dagskrá tillaga um
kosningu nefndar til að
endurskoða núverandi
samþykktir um stjórn
Reykjavikurborgar. I
nefndinni eiga að vera
fulltrúar allra flokka
sem eiga fulltrúa i
borgarstjórn og við
endurskoðunina verði
sérstaklega tekið til at-
hugunar eftirfarandi:
Hvort ekki beri að f jölga full-
trúum i borgarstjórn og borgar-
ráði, t.d. i 21 og sjö, að forsetar
borgarstjórnar verði allir
kjörnir i senn hlutfallskosningu
og atkvæðafjöldi ráði röðun
þeirra.
Ennfremur að borgarstjóri
gegni ekki jafnframt starfi
borgarfulltrúa og að borgar-
ritari (yfirmaður fjármála) og
borgarverkfræðingur (yfir-
maður verklegra framkvæmda)
verði ráðnir til jafnlengdar
kjörtimabils borgarstjórnar svo
sem nú er með borgarstjóra.
Fækka nefndum
Sömuleiðis er lagt til að þessi
nefnd taki til athugunar að for-
maður og varaformaður i
borgarráði verði kjörnir úr hópi
borgarráðsmanna og hvort ekki
mættián skaða leggja niður ein-
hverjar nefndir á vegum borg-
arinnar. Einnig á hvern hátt
megi auka tengsl hinná ýmsu
hverfa við stjórnsýslustofnanir
borgarinnar og hvernig sam-
ræma mætti betur en nú er
stjórn verklegra framkvæmda,
t.d. með þvi að stofna sérstakt
framkvæmdaráð, er annaðist
þennan þátt i starfsemi borgar-
innar.
Stefnt skuli að þvi að nefndin
ljúki störfum ekki siðar en i
febrúar á næsta ári.
Það eru borgarfulltrúar
Alþýðubandalags, Alþýðuflokks
og Framsóknarflokks sem
flytja þessa tillögu.
—SG
Fjármálaráðherra:
UNNIÐ AÐ RANNSÓKN A
UPPLÝSINGALEKA ÚR FJAR
LAGAFRUMVARPINU
BAKSIÐA