Alþýðublaðið - 21.10.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 21.10.1976, Blaðsíða 14
14 LISTIR MENNING Fimmtudagur 21. október 1976 alþýöu blaöiö Alþýðuleikhúsið sýnir: Skollaleik - nýtt íslenzkt leikrit eftir Böðvar Guðmundsson Alþýðuleikhúsið frum- sýndi nýtt islenzkt leik- rit á Borgarfirði eystra sunnudaginn 17. október. Leikritið heitir „Skollaleikur” og er eft- ir Böðvar Guðmunds- son, tónlist er eftir Jón Hlöðver Áskelsson en leikmynd, búninga og grlmur gerði Messiana Tómasdóttir. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifs- dóttir. Hlutverk i leikrit- inu eru 25 talsins og leika þau Arnar Jóns- son, Evert Ingólfsson, Jón Júliusson, Kristin Á. ólafsdóttir og Þráinn Karlsson. Skollaleikur gerist i Hamborg og á Islandi á 17. öld. Leikritið er byggt á sögulegum grunni þótt frjálslega sé farið með atburði og A söngæfingu hjá Alþýðuleikhúsinu: Frá vinstri: Þráinn Karlsson. Jón Júllusson, Kristln ólafsdóttir, Evert Ingólfsson, Jón Hlööver Askelsson og Arnar Jónsson. A æfingu á skollaleik. Frá vinstri: Arnar Jónsson, Jón Júllusson, Þráinn Karlsson og Evert Ingólfs^on. persónur. Það greinirfrá þýzkum kaupmannssyni, Lars Mattheus- syni sem gerist bartskeri og fylgi- konu hans. Matthildi. Þau flýja til Islands undan galdraofsóknum og ofbeldi auk þess sem þau ætla að lækna tslendinga af sárasótt.'Als- landi kynnast þau auk sjúklinga fyrirmönnum landsins, hinum brennuglaða Þorleifi Kortssyni, Runólfi biskupi lærða og Gisla lögmanni visa á Hliðarenda. Þau komast aö raun um að einnig á ís- landi hefur galdratrúin fengið byr undir báða vængi. Þótt vettvangur Skollaleiks sé fjarri okkar timum er efni hans ætlað að skirskota til liðandi stundar. 1 leikritinu er komið inn i ýmis þau mál sem mjög eru á vörum fólks i dag, jafnt hér á landi sem annars staðar, svo sem mútuþægni, misbeitingu valds, ofsóknir og lagaflækjur. Rétt er að taka fram að leikritið er varla við hæfi barna. Frumsýning var sem fyrr segir á Borgarfirði sunnudaginn 17. október en siðan verður sýnt út vikuna á eftirtöldum stöðum i þessari röð: Seyðisfirði, Nes- kaupstað, Eskifirði, Stöðvarfirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði laugardaginn 23. október. Að leik- ferð um Austurland lokinni verð- ur sýnt á Akureyri, en siðan hald- ið til Reykjavikur og Skollaleikur sýndur þar ásamt 1. verkefni Al- þýðuleikhússins, Krummagulli. Viltu betri verða verkstjóri? Námskeið fyrir verkstjóra í starfi í vetur er ráögert að halda þrjú almenn verk- stjóranámskeiö á vegum verkstjórafræöslunnar. Námskeiöaf þessu tagi eru almenn og höfða til sér- hvers verkstjóra í starfi, ó- háð því hvaða atvinnu hann stundar. Fyrsta nám- skeiðið hefst 1. nóvember, en hvert námskeið stendur yfir í fjórar vikur. Almennu fjögurra vikna nám- skeiðin eru haldin i tvennu lagi. Tveggja vikna námskeið i hvort sinn, meö u.þ.b. tveggja mánaöa hléi á milli. Fyrri hlutinn er eink- VIPPU - BltSKURSHURBItí um helgaður hinum mannlega þætti verkstjórnarinnar, verk- stjórn og vinnusálfræöi. Farið er yfir allt sem auðvelda mætti mannleg samskipti á vinnustað. Seinni hlutann er mestum tima varið i námsefnin, vinnurann- sóknir, vinnueinföidun og skipu- lagstækni. Kynntar eru merkustu aðferðir til að auka hagræðingu i fyrirtækjum. Fjallað er nokkuð um rekstrarhagfræöi, og farið yf- ir helztu atriði i atvinnuheilsu- fræði. Eldvarnir og heimsókn i slökkvistöð eru fastur liður á hverju námskeiði. Verkstjóranámskeið sem þessi hafa verið starfrækt I fjórtán ár. Tæplega 1000 manns hafa á þeim tima notið verkstjórnarfræöslu á þennan hátt. Formaður stjrnar verkstjórn- arfræðslunnar er Dolf J.E. Peter- sen, verkstjóri. Aðrir í stjórn eru Magnús Gústafsson fram- kvæmdastjóri og Þórir Jónsson framkvæmdastjóri. Daglegan rekstur Verkstjórnarfræðslunnar annast Iönþróunarstofnun Is- lands, Skipholti 37. —AB Starfsemi ungtemplara „Trölli á kreik á ný" „Ungtemplarafélagið Trölli hóf starfsemi sina i Félagsheimili Bústaöakirkju miðvikudagskvöld 13. okt. si. Ferðalög og dans munu eins og I öðrum ungtemplarafélögum, verða stór þáttur starfsins, en fundir þess munu mótast af þeim hugmyndum, sem væntanlegir félagar koma til mað að búa yfir. Eldri félagar verða þeim yngri ti aðstoðar og leiðbeiningar. Trölli, sem er opið öllum ung- lingum 13-15 ára, hvetur þá sem áhuga hafa á að starfa með sér i vetur að mæta á miðvikudags- kvöld.” „Diskótek ungtemplara" ,,í framhaldi af fyrri reynslu hafa islenzkir ungtemplarar ákveðið aö gangast fyrir diskó- tekum i Templarahöllinni, fyrir unglinga 13 ára og eldri, á föstu- dagskvöldum i vetur. Tækjabúnaður og plötuúrval hefur verið stórbætt frá þvi áöur. Þegar hafa verið haldin þrjú diskótek, þar sem um 200 unglingar hafa komiö saman i hvert sinn. Geta ber þess sérstaklega, að engin vandamál af neinu tagi hafa komiö upp, hvorki innan húss né utan.” 2. STARFSARIÐ Alþýðuleikhúsið er að hefja annað leikár sitt.Það hóf starfsemi sína eftir síðustu áramót með æfingum á nýju, íslenzku verki, Krummagulli. Það var frumsýnt á Neskaup- stað sunnudaginn 28. marz og síðan var það sýnt víða um land fram til 5. júní. Sýningar urðu alls 53. Nú í haust var svo hafizt handa með að æfa annað nýtt, íslenzkt leikrit sem hefur hlotið nafnið Skolla- leikur. Þórhildur Þorleifs- dóttir hef ur sett það á svið, tónlist er eftir Jón Hlöðver Áskelsson og Messíana Tómasdóttir hefur hannað leikmynd og búninga og gert grimur. Höfundur leikritsins er Böðvar Guðmundsson. Leikritið Skollaleikur er byggt á hálfsögulegum grunni. Það er látið gerast á miðri 17. öld og fjallar um galdraof sóknir og valdbeitingu á þeim tíma, þótt því sé ætlað að höfða til ofbeldisaðgerða sem víða tíðkast enn í dag. Skollaleikur var frum- sýndur á Austfjörðum um miðjan október og verður sýndur þar framundir mánaðamót. Þá verður haldið til Akureyrar og dvalið þar i viku við endur- æfingar á Krummagulli. Síðan er áætlað að halda með bæði leikritin tii Reykjavíkur og verður fyrsta sýning þar í Lindar- bæ 3. nóvember. Skolla- leikur og Krummagull verða svo sýnd þar út nóvember bæði opin- berlega og í skólum. ( fyrra voru fastráðnir fjórir leikarar að Alþýðu- húsinu. Þær breytingar hafa nú orðið á starfsliði þessað Þórhildur Þorleifs- dóttir leikur í Krumma- gulli í stað Maríu Árna- dóttur sem dvelur nú erlendis. Auk Þórhildar hafa þeir Evert Ingólfsson og Jón Júliusson verið ráðnir að Alþýðu- leikhúsinu. Arnar Jónsson, Kristin Ölafsdóttir og Þráinn Karlsson starf a þar áfram, þannig að nú eru sex leikarar starfandi við leikhúsið. X-k«rasr Lagefstærðir miðað við jnúrop: ÍJæð;210 sm x breidcl: 240 sm 2W) - x - 270 sm Aflrar sticrðir. smiSaðar eftir beiðnt GLUÍ4AS miðjan Siðumúla 20, slmi 38220 _J Skrifstofa félags ein- stæöra foreldra Traðarkotssundi 6, er opin mánu- daga og fimmtudaga kl. 3-7 e.h., þriðjudaga miðvikudaga ol föstu- daga kl. 1-5 Simi 11822. A fimmtu- dögum kl. 3-5 er lögfræöingur FEF til viðtals á skrifstofunni fyrir félagsmenn. Tækni/Vísindi I þessari viku: Nýting sólarorku 3. Dagur SOLARORKU 1. Það var árið 1968 að amerikumaðurinn Peter Galser kom tram með þá hugmynd að breyta sólar- oj;kunni í örbylgjugeisla. Geimferðastofnun Banda- rikjanna, Nasa, hefur þróað þessa hugmynd og gert hana Jið veruleika. 2. Hugmynd Glasers var sú að gerfihnettir á braut um jörðu breyttu sólarorkunni i örbylgjugeisla og sendu hann áfram til jaröar. <"SAFNARÍ . SÓLARORKU BREYTT I UoRBYLGJUR ORBYLGJUR 742-3 3. Sem fyrr segir eiga ör- bylgjurnar greiða leið I gegn um skýin tii jaröstööva, sem breyta þeim i raforku. 4. Kerfi gerfihnatta á braut um jörðu gæti séð fyrir raf- orku alla 24 tima sólar- hringsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.