Alþýðublaðið - 21.10.1976, Blaðsíða 4
4 ÚTLOND
Fimmtudagur 21. október 1976
Sendiráðsmönnum
vísað úr landi í
Danmörku vegna
fíkniefnasölu
Sendiráö Norður-Kóreu á Norð-
urlöndum hafa verið mjög i
brennidepli siðustu daga, vegna
ásakana lögregluyfirvalda i Dan-
mörku og Noregi um að sendi-
ráðsmenn stunduðu vafasama
iðju i þessum löndum — smygl.
Þann 12. október handtók lög-
reglan i Kaupmannahöfn 4 menn
sem höfðu undir höndum 147 kg af
hassi. Var búið um hassið i þrem-
ur pappakössum og þremur
ferðatöskum og var verið aö
flytja farminn úr sendiráðsbíl yf-
ir i Volvo þegar lögreglan birtist.
Volvoinn gekk þó úr greipum lög-
reglunnar i það skiptið, en eftir
æsandi eltingaleik um götur
Kaupmannahafnar náðist að
stöðva hann. 1 bilnum voru, auk
hassbirgðanna, 2 Danir og 2 Sýr-
lendingar.
Þessar handtökur fylgdu i kjöl-
far þriggja mánaða vaktar við
sendiráð Norður-Kóreu. Vaktina
stóðu bæði menn úr rannsóknar-
lögreglunni i Kaupmannahöfn og
úr ffkniefnadeildinni.
Þeir sem vaktina stóðu urðu
vitni að eigendaskiptum á mörg-
um stórum og miklum pappa-
kössum á þriggja mánaða gæzlu-
timanum. Enginn veit með vissu,
hvort i kössunum voru sigarettur,
áfengi, fikniefni, eða eitthvað
annað. Danmörk er eitt fárra
landa i Vesturheimi sem veitt
hefur sendiráði frá Norður-Kóreu
diplómatiska friðhelgi. Vegna
þessa hefur verið erfitt um vik að
rannsaka mál þetta. Lögreglan
beið þvi eftir tækifæri til þess að
láta til skarar skriða. Það tæki-
færi fékk hún 12. október.
Fleiri handtökur
Skömmu eftir handtöku fjór-
menninganna, var svo handtek-
inn 31 árs gamall maður, sem eft-
irlýstur hefur verið af Interpol
siðustu árin. Einnig var handtek-
Sendiráðs Norður-Kóreu hef ur verið vandlega gætt upp á siðkastið. Myndin er tek-
in framan við sendiráðsbygginguna á dögunum. Benzinn er í eigu sendiráðsins.
Heróínsmygl líka?
Yfirmaður fikniefnadeildarinn-
ar i Kaupmannahöfn hefur látið
svo um mælt, að sendiráð Norður-
Kóreu hafi einnig verið miðstöð
heróindreifingar um nokkurt
skeið. Hann sagði jafnframt, að
ekkert væri hægt að sanna eða af-
sanna um það mál, fyrr en eftir
yfirheyrslur og rannsóknir i mál-
inu.
Heróin er mjög hættulegt og
dýrt eiturefni. Til dæmis um verð
á þvi má taka, að heróintegund
sem gengur undir nafninu ,,syk-
ur” er seld i Danmörku á allt að
30 þúsund krónur isl. hvert
gramm. Heróin nr. 4, sem inni-
heldur 95% hrein heróin, selst á
hvorki meira né minna en 250-300
þúsund krónur hvert gramm.
Hins vegar er hvert gr. af heróini
nr. 4 mun notadrýgra en af nr. 3,
þar sem það má þynna 10-12 sinn-
um.
ARH
Sendiráðsmönnunum, sem visað var frá Danmörku,
voru ambassadorinn sjálfur, 3. ritari sendiráðsins og 2
starfsmenn aðrir. Hér má sjá tvo hinna brottvísuðu á
aðaljárnbrautarstöðinni i Kaupmannahöfn á leið heim.
■inn Libani, sem talinn er tengdur
máliriu.
Eina raunverulega sönnun lög-
reglunnar fyrir sekt sendiráðs-
manna i málinu, er uppljóstrun á
smygli hasskilóanna 147, smygl á
einni milljón sigaretta og um 400
flaskna af áfengi. Enginn á von á
þvi að þetta sé hið eina. A þeirri
skoðun er lögreglan einnig.
Eftir þvi sem næst verður kom-
izt, er „verðmæti” alls þessa góss
áætlað um 3 milljónir króna, mið-
að við verðskrár undirheim-
anna i Danmörku. Vafalaust
hefði verið hægt að fá mun meira
fyrir sama magn i mörgum öðr-
um löndum.-
„Bissnessmenn” í biðröðum við Kremlarhlið
„Til hvers eru vestræn fyrir-
tæki að hjálpa Sovétrikjunum
að byggja verksmiðjur og oliu-
leiöslur? Til hvers eruRússar að
hjálpa auðvaldslöndunum að
ráða bót á orkuskorti og at-
vinnuleysi? Þeir sem spyrja
þessara spurninga eru með þvi
að flækja málin og hindra að
þeir öðlist nokkurn tima skiln-
ing á eðli efnahagssamskipta
austurs og vesturs.”
Þannig hljóðar upphaf pistils
frp-fréttastofunni Novosty, þar
sem skýrð er efnahagssam-
vinna Sovétrfkjanna og „auð-
valdsheimsins i vestri”. Sifeilt
berast fréttir af auðhringum
margra landa, þar sem þeir
setja upp hverja verksmiðjuna
á fætur annarri i Sovétrikjun-
um. Á móti fá Sovétmenn ýmiss
konar „fyrirgreiöslu” á Vestur-
löndum, svo sem bankaián og
fleira. En eins og APN segir, þá
skal enginn halda, að hagsmun-
ir hvers aðila séu ekki gagn-
kvæmir, „þótt hver hugsi um
sig”, „Þvert á móti. Án gagn-
kvæmra hagsmuna væri ekki
um neitt samstarf að ræða. Ef
þessi einföldu grundvallaratriöi
eru höfö I huga kemur i ljós aö
þaö er ekkert dularfullt við
samskipti Sovétrikjanna við
Vesturlönd. Hröð aukning þess-
ara samskipta stafar af þvi að
báðir aðilar hafa áhuga á
þeim”.
10% innflutt
Velta utanrikisviðskipta
Sovétrikjanna var á siðasta ári
u.þ.b. 51 milljarður rúblna. 10%
ailrar vöru sem finnanleg er I
verzlunum I Sovét er innflutt og
15% af tækjum og vélum í fyrir-
tækjum er framieidd i útlönd-
um. Viðskipti og verzlun við
vestræn lönd fer vaxandi og hef-
ur þrefaldast siðustu 5 árin.
„Þetta fyrirbæri á sér eðliiega
útskýringu”, segja Sovétmenn,
„spennuslökun á alþjóðavett-
vangi hefur valdið þvi að hluti
þeirra miklu möguieika sem
fyrir hendi eru á aiþjóðeglu
samstarfi, er nú kominn til
framkvæmda”.
„Viðskiptamenn á Vestur-
iöndum sannfærast um það I
verki að enginn er að biðja þá
um að hjálpa boisévikkum sjálf-
um sér i óhag. Þeir hafa séð að
það borgar sig að selja Sovét-
mönnum vélar i bilaverksmiðj-
ur og efnaverksmiðjur, leiðslur,
einkaleyfi o.s.frv. Þeir hafa
uppgötvað að Sovétmönnum er
' aivara, að þeir biðja ekki um
hjáip, heidur bjóða til sam-
starfs”.
Hvers vegna gera Vesturlönd
viðskiptasamninga við Sovét-
rikin? APN hefur skýringu á
reiðum höndum:
„Sovétríkin ganga til móts við
hagsmuni þeirra með þvi að
gera samninga um samstarf á
viðum sviðum og langt fram i
timann. Slikur samningur er
trygging fyrir stöðugri atvinnu,
hann veitir möguleika á tækni-
framförum og á þvi að leita sér
að nýjum mörkuðum I ró og
næði”.
FtAT með stóra
verksmiðju i Sovét
FfAT reisti á sihum tima
mikla verksmiðju í Sovétrikjun-
um, sem nú framleiðir um 660
þús. bila á ári. Segir APN þetta
hafa verið FIAT til „mikils á-
litsauka, unnizt hafi timi til
mikiila framfara I tækninni,
þúsundir manna hafiatvinnu og
vandamál umframf ramleiðsl-
unnar” hafi verið leyst að veru-
legu leyti vegna þessa.
„Nú á dögum vekja samning-
ar á borð við FÍAT-samningana
ekki lengur undrun. Þaö hefur
m.a.s. myndast hörð samkeppni
um stóra samninga við Sovét-
rikin. Tugir vestrænna fyrir-
tækja og banka eru að opna full-
trúaskrifstofur I Sovétrikjunum
með það fyrir augum að stofna
til beinna sambanda og til þess
að fá nánari vitneskju um sölu-
möguleika.”
Arið 1975 voru viðskipti Sovét-
rikjanna við nokkur iönd á
þessa leið: við V-Þýzkaland
námu þau 2.8 milljörðum
rúblna, við Japan 1.9, við Finn-
land 1.7, við Bandarikin 1.6, við
ttaliu 1.4, við Frakkland 1.2 og
við Bretland 0.96 milljörðum
rúblna.
„Augljóst er að viöskipti
Sovétrikjanna við þessi lönd eru
ekki i samræmi við efnahags-
lega möguleika þeirra. Sem
dæmi má nefna að Finnland
nýtir mikiu betur möguleikana
á samstarfi sem báðum aðilum
er i hag, en önnur miklu stærri
og voldugri riki. Engar raun-
verulegar ástæður koma þó I
veg fyrir að stóru rikin færi sér
þetta samstarf i nyt, eins og
ljóst má vera af þeirri reynslu
sem þegar hefur fengizt.”
—ARH
ÞINGMENN
Framhald af bls. 3.
hefði verið látin biða. Það væri
stefnan nú og hefði verið að svelta
allan rekstur frystihúsa i Reykja-
vik. Slikt gæti ekki haldið áfram.
Það hlyti að koma að þvi að upp-
byggingin hæfist hér i borginni.
Arni sagði að aðstaða fyrir
fólkið væri fyrir neðan allar
hellur og þegar húsin hefðu verið
byggð á sinum tima hefðu kröf-
umar verið nánast engar um
mannsæmandi aðstöðu fyrir
verkafólkið. Þá benti hann á að
þingmenn Reykjavikur fylgdust
minna með atvinnurekstri höfuð-
borgarinnar heldur en þingmenn
landsbyggðarinnar gerðu í sínum
kjördæmum. Hann sagðist ekki
vera sammála þvi að stóru skut-
togarnir hefðu verið slæm fjár-
festing. Sú aðstaða gæti skapast
að þeir yrðu mjög heppilegir.
Að lokum vék Arni að karfa-
verðinu. Sagði hann að við værum
að gefa Rússum karfann fyrir
1100 dollara tonnið á sama tlma
sem Bandarikjamenn greiða 1500
til 2000 dollara fyrir tonnið.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
benti á að sjávarútvegurinn væri
undirstöðuatvinnuvegur, sem
skapaði mikla atvinnu og gjald-
eyri. Það væri ekki aðeins at-
vinnan sem sjómennirnir fengju,
heldur bæri einnig að lita á þessi
mál i stærra samhengi, þar sem
væri iðnaður og verzlun. I kring
um allt þetta vinnur mikill fjöldi
fólks.
Guðlaugur sagði, að Reykjavik
hefði greinilega orðið undir i upp-
byggingu sjávarútvegsins. Þar
þyrfti að vinna betur að en gert
hefði verið til þessa.
Tryggvi Þórhallsson taldi að
algerlega skorti heildar skipu-
lagningu á frystiiðnaðinum og
fiskvinnslu i heild. Lánamálin
væru eitt af stóru vandamálun-
um, sem fiskiðnaðurinn og út-
gerðin hefðu átt við að striða.
Þá ræddi Tryggvi um verð-
bólguna og áhrif hennar á allt at-
vinnulif i landinu. „Það er verið
að ausa fjármagni i mikinn f jölda
illa rekinna fiskvinnslufyrir-
tækja. Það er ekki aðeins verið að
gera út á sjó. Það skulu menn
hafa I huga. Það er einnig verið
að gera út á verðbólguna og svo
náttúrulega á bankana”.
Umræðum lauk nokkru fyrir
kvöldmat. Sagt verður frá um-
ræðum sem fram fóru á sunnu-
dagsfundinum.en þar voru iðn-
aðarmálin rædd sérstaklega.
-BJ.
Aukin
nýtíng vatns
orkunnar
MOSKVU (APN) — Vatnsorkan
mun fá aukinn hlut i heildarorku-
öfluninni á næstu fimm árum eða
fram til 1980. A þessu timabili
mun heildarafkastageta sovézkra
vatnsorkuvera aukast um 15-16
milljónkw. Bygging stórra vatns-
orkuvera i samræmi við þá
stefnu, sem mörkuð var á 25.
flokksþingi KFS, skapar mögu-
leika til þess að leysa ýmis
vandamál i samhengi:
Rafvæðingu, vatnsöflun tilhanda
iðnaði og til heimilisnotkunar,
áveituvandamál, siglingar um
fljót og vandamál i sambandi við
fiskirækt.
Þannig mun Bogutjanvatns-
orkuverið (4 milljón kw), sem
reist er við fljótið Angara i
Siberiu, ekkfaðeins leggja stóru
iðnaðarsvæði, sem byggir á
timbur- og kola- og bauxitvinnslu,
til rafmagn, heldur mun það og
bæta skilyrði til siglinga um
fljótið. Sajano-Sjusjenskaja-
vatnsorkuverið (6.4 miljónir kw)
mun leggja 120 stórum siber-
iskum iðnfyrirtækjum til raforku.
Uppistöðulónin við Nurek-,
Tjarvak- og Toktogulorkuverin
munu skapa möguleika til áveitu
á yfir 10.000 ferkilómetra land-
búnaöarlands. Og þegar orku-
verin við Tjeboksari við Volgu og
við Neðra-Kama taka til starfa,
veröur jafnframt lokið viö að
dýpka siglingaleiðina milli
Norður- og Suöur-Evrópu, sem þá
verður geng stórum flutninga-
skipum.