Alþýðublaðið - 21.10.1976, Side 2
2 STJORNMÁL FRÉTTiR
Fimmtudagur 21. október 1976
alþýðu-
blaðið
Otgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrg&armaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri; Bjarni Sigtryggsson.
Aösetur ritstjórnar er i Siöumúla XI, simi 81866. Auglýsingadeild, Aiþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906.
Askriftarsfmi 14900. Prentun: Bla&aprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuöi og 60 krónur i lausasöiu.
I Reykjavík á að vera öflug útgerð
A Reykjavík að vera út-
gerðarbær eða ekki?
Þessari spurningu hafa
menn velt lengi fyrir sér.
Ýmsir hafa haldið því
fram, að fiskveið-
arnar ættu að vera í hönd-
um manna í bæjum og
þorpum, sem betur liggja
við fengsælum fiskimið-
um en Reykjavík. I
Reykjavík ætti f remur að
stefna að margvíslegum
smáiðnaði, en einkum
eigi höfuðborgin að vera
þjónustum iðstöð og
kjarni stjórnunarstofn-
ana.
Þessum hugmyndum
hefur Alþýðuf lokkurinn
algjörlega vísað á bug. f
borgarstjórn Reykjavík-
ur hefur Björgvin Guð-
mundsson, borgarfulltrúi
Alþýðuf lokksins, barizt
mjög fyrir vexti og við-
gangi Bæjarútgerðar
Reykjavíkur, en tillögur
hans hafa lítinn hljóm-
grunn fengið hjá meiri-
hlutanumv
Fyrr á arum var rekin
blómleg útgerð frá
Reykjavík. f þvf sam-
bandi má minna á
athaf namanninn Thor
Jensen, sem taldi útgerð
undirstöðu alls athafna-
lífs Reykjavikur. Ekki er
vafi á því, að skoðanir
þessa framsýna atorku-
manns eru enn í fullu
gildi.
Það var meðal annars
niðurstaða kjördæmis-
þings Alþyðuflokksins í
Reykjavík, sem haldið
var um síðustu helgi, að
nauðsynlegt væri að efla
verulega togaraútgerð og
fiskvinnslu í Reykjavík.
Taldi þingið, að Reykja-
vfkurborg ætti að hafa
forystu í þessu efni með
eflingu Bæjarútgerðar
Reykjavíkur, og næsta
verkefni útgerðarinnar
ætti að vera kaup á togur-
um af minni gerðinni og
smiði eða kaup fullkom-
ins frystihúss.
Bent var á, að þegar
yrðu gerðar ráðstafanir
til að bæta aðstöðu verka-
fólks í frystihúsi fyrir-
tækisins, enda hefði
reynslan sýnt, að erfitt
hefði verið að fá fólk til
starfa í fiskvinnslu-
stöðvunum vegna ófull-
komins aðbúnaðar á sviði
öryggis- og heilbrigðis-
mála. Þingið taldi, að
ekki ætti að leyfa sigl-
ingar togara BÚR með
afla til útlanda, heldur
yrði allur af li f ullunninn í
landi til að tryggja sem
mesta vinnu.
í framhaldi af þessu
var talið nauðsynlegt að
koma upp nýrri, kældri
fiskmóttöku hjá BÚR og
stefna að því, að allur
fiskur í togurum fyrir-
tækisins yrði setturí
kassa um borð til að bæta
meðferð hans og auka
verðgildi.
Þessar hugmyndir eru
samhljóða þeim tillögum,
sem Björgvin Guðmunds-
son hefur borið fram í
borgarstjórn. Borgar-
stjórnarmeirihlutanum
hef ur hins vegar ekki þótt
ástæða til að taka undir
þær.
Það hefur lengi verið
álit fróðra manna að
gamla fiskiðjuhús BÚR
sé algjörlega úrelt. Það
er á mörgum hæðum, öll
aðstaða slæm og aðbún-
aður verkafólks til
skammar útgerðarráð
hefur talíð húsið óhæft og
kvartanir hafa borizt frá
Fiskmati ríkisins.
Mjög er orðið brýnt að
reisa nýtt hús eða kaupa
hús, sem getur þjónað
f iskmóttökunni á sóma-
samlegan átt. Borgar-
stjórnarmeirihlutinn hef-
ur vanrækt Bæjarútgerð
Reykjavíkur öllum til
tjóns. Á málum þessarar
mikilvægu stofnunar hef-
ur ávallt verið tekið með
linku. Tillögum Alþýðu-
flokksins í borgarstjórn
hefur ýmist verið hafnað
eða þær saltaðar. Á með-
an hefur fyrirtækið ekki
fengið að þróast á eðlileg-
an hátt og ekki náð að
verða sú styrka undir-
staða atvinnulífs í
Reykjavík, sem öll efni
standa til.
Sjávarútvegur er og
hlýtur að verða verulegur
þáttur í atvinnuuppbygg-
ingu Reykjavíkur. Það er
einnig mjög veigamikið
atriði að Reykjavíkingum
verði tryggður nægur
neyziufiskur, og að ekki
þurfi að senda flutninga-
bíla til Raufarhafnar til
að sækja f isk í soðið fyrir
borgarbúa. — í þessum
efnum skortir borgar-
stjórnarmeirihlutann þá
framsýni, sem athafna-
menn í Reykjavik höfðu í
byrjun aldarinnar. —ÁG
EIN-
DÁLKURINN
Reynslunni rikari.
Til eru alltaf menn, sem ekki
láta sér nægja að sjá brunasár
annarra, en vilja leika sér að
eldinum um sinn og finna frekar
brunann sjálfir áður en þeir hætta
leiknum.
Eins eru enn til menn, býsna
margir.sem f barnslegri einlægni
trúa þvi að þegar á herðir muni
kommúnistar standa við fyrirheit
sin og gerða samninga.
Visir birtir i gær svohljóðandi
fréttaviðtal við Karvel Pálmason,
þingmann Samtaka frjálslyndra
og vinstri manna:
,,Ég skal ekki segja hvaða
afieiðingar þetta kann að hafa
fyrir samstarf okkar viö Alþýöu-
bandalagið, en maður er allavega
reynslunni rikari en áður,” sagöi
Karvel Pálmason, formaður
þingflokks Samtaka frjálsiyndra
og vinstri manna, viö VIsi i
morgun.
A fundi Sameinaðs alþingis i
gær var kosið i fjárveitinganefnd.
Siðan eftir kosningarnar 1974
hafa Samtökin boðið fram
sameiginlega lista með Alþýðu-
bandalaginu og Karvel, ásamt
Alþýðubandalagsmanni, verið
kosinn i fjárveitinganefnd.
Alþýðubandalagið rauf nú
samstarfið þannig að Samtökin
misstu sinn mann úr nefndinni, en
Alþýðubandalagið fékk tvo.
Karvel var spurður hvort þetta
þýddi endalok á samstarfi við
Alþýðubandalagið: ,,Ég veit ekki
hvort dæma á Alþýðubandalagið i
heild sinni þó að einhverjir aðilar
þess komi svona fram.”
Karvel kvaðst vita ástæðuna
fyrir þvi að Alþýðubandalagið
rauf samstarfið, en vildi ekki á
þessu stigi láta hana uppi.
„Það er ekkert til i þvi sem
Lúðvik sagði i gær, að ég væri
kominn hálfa leið inn i Alþýðu-
flokkinn,” sagði Karvel. Hann
kvaðst gera ráð fyrir að Lúðvik
ætti við samþykkt Samtakanna á
Vestfjörðum. Sú samþykkt væri
þóálika samþykktum sem gerðar
hafa verið áður, þar sem
samtaka menn vildu láta reyna á
samstarfsvilja Alþýðuflokksins.
„Þeir menn sem bera sliku við
nota það aðeins sem tylliástæðu.”
sagði Karvel Pálmason.”
Ekki er að efa að einhverjir
verði til þess að taka upp
hanzkann fyrir Lúðvik. Jafnvel
nánir samstarfsmenn Karvels.
Og þeim mun gefast tækifæri til
að leika sér að eldinum um sinn.
—bs
Dr. Bragi Jósepsson ritaði ólafi
Jóhannessyni, dómsmálaráö-
herra, bréf I gær, þar sem hann
gerir grein fyrir þeirri ákvörðun
sinni að taka ekki skipun i starf
rannsóknarlögreglumanns. Bréf-
ið var boðsent dómsmálaráö-
herra i gær, og birtist það hér i
heild:
Herra dómsmálaráðherra.
i viðtali sem ég átti við yður
herra dómsmálaráöherra, föstu-
daginn 15. október, talaðist svo
til, að ég hugleiddi fram yfir helgi
hverja afstöðu ég tæki til þeirrar
ákvörðunar yðar, að skipa mig i
starf rannsóknarlögreglumanns.
Svar mitt siðastliðinn mánudag
var á þá leið, aö ég hafnaði skipun
i umrætt starf.
Ég sé ekki ástæðu til að fjölyröa
um þetta mál I heild, né heldur
setja þaö i samband við af-
greiðslu menntamálaráðherra á
umsóknum minum um störf inn-
an fræðslukerfisins. Hins vegar
tel ég rétt að fram komi þær for-
sendur, sem fremur öðru liggja til
grundvallar þeirri ákvörðun
minni, að taka ekki starfinu.
Eins og yður mun Ijóst liggur
áhugi minn, menntun og starfs-
reynsla fyrst og fremst á sviði
fræðslumála og uppeldismála.
Þessu næst hefur áhugi minn og
menntun mikiö beinzt að málefn-
um afbrotaunglinga. Og þaö var
einmitt á þeim vettvangi, sem ég
taldi rétt að bjóða fram starfs-
krafta mina eftir að ég hafði verið
útilokaður frá störfum innan
fræðslukerfisins.
1 samtali okkar siðastliðinn
föstudag kom skýrt fram, að þér
mynduð ekki hlutast til um,
hvaða þáttur rannsóknarlög-
reglustarfsins mér yrði falinn.
Þér tókuð fram, að ákvörðun um
það væri á valdi yfirsakadómara,
væntanlegs yfirmanns mins. Við-
tal viö yfirsakadómara strax á
eftir leiddi i ljós, að ekki yrði um
að ræða neitt sérsvið, sem mér
yrði beint að fremur en verkast
vildi. Þar með var fallinn for-
sendan fyrir umsókn minni.
Aö lokum tel ég rétt að geta
þess, að i viðtalinu viö yfirsaka-
dómara kom fram, aö allir
væntanlegir starfsfélagar væru
andvigir þvi, að ég kæmi þar til
starfa, og myndi félag lögreglu-
manna væntanlega samþykkja
mótmæli vegna stöðuveitingar-
innar. Yfirsakadómari lét einnig i
ljós þá skoðun, að afgreiðsla
málsins væri bersýnilega tengd
ööru máli, það er að segja, af-
greiðslu menntamálaráðherra á
umsóknum minum um störf inn-
an fræðslukerfisins og blaðaskrif-
um þar um.
Með hliðsjón af þessum undir-
tektum viröist mér ekki, liklegt,
að af starfi minu yröi sá arangur,
sem ég hafði vænzt og gæti oröið,
enda hef ég enga reynslu af al-
mennum lögreglustörfum, og
þeim mun siður meiri reynslu en
aðrir, sem um starfið sóttu.
Virðingarfyllst,
Bragi Jósepsson