Alþýðublaðið - 21.10.1976, Side 3

Alþýðublaðið - 21.10.1976, Side 3
sssr Fimmtudagur 21. október 1976 STJÚRNMÁL 3 Þingmenn Reykja- víkur sinni betur málefnum kjördæmisins í blaBinu i gær og fyrradag hefur verið sagt nokkuð frá kjör- dæmisþingi Alþýðuflokksins i Reykjavik. í frásögn blaðsins i gær var greint frá umræðum um sjávarutvegsmál og málefni Bæjarútgerðar Reykjavikur. Kom þar fram að Alþýðu- flokkurinn hefði alla tið barizt fyrir þvi að rekstur BOR yrði efldur sem mest. SÚ villa læddist inn i frásögn blaðsins i gær að stefna flokksins og tillögur frá 1946 hefðu ekki náð fram að Benedikt Gröndal, form. Alþýðuflokksins, ávarp- ar þingið. ganga. Hið rétta er að stefna Alþýðuflokksins varðandi eflingu BOR náði vissulega fram að ganga, enda þótt flokkurinn hefði gjarnan viljað að meira hefði ver- ið gert en raun varð á. I framhaldi af frásögn blaösins af umræðum um sjávarútvegs- mál, skal enn vikið að nokkrum þáttum, sem fram komu i ræðum fundarmanna. Ólafur Björnsson, útgerðar- maður i Keflavik, mætti á fund- inum sem gestur. Hann vakti athygli á ýmsum vandamálum útgerðar og útflutnings fisk- afurða. Um kaup á skuttogurum lét hann þau orð falla, að kaupin á stóru togurunum væru pólitisk mistök. ólafur taldi að eins og nú horfði væri alls enginn grund- völlur fyrir aukinni útgerð, hvorki i Reykjavik né annars- staðar. Svartaskýrslan talaði þar sinu máli enda þótt mikil þögn hefði, rikt um innihald hennar i langan tima. SigurðurE. Guðmúndsson lagði á það mikla áherzlu að þingmenn Reykjavikur hættu að lita á sig sem þingmenn landsins i heild og færu að sinna betur málefnum kjördæmisins. Benti hann á hversu mikil nauðsyn væri á þvi, að hér i höfuðborginni væri næg atvinna fyrir það fólk, sem hér býr, þannig að það þurfi ekki að fara út á land i atvinnuleit. Pétur Pétursson benti á að fisk- verð hefði stöðugt farið hækkandi á erlendum mörkuöum. Hann Gylfi Þ. Gislason form. þingflokks Alþýðuflokksins flytur ræðu. Við hlið hans eru: Sigurður E. Guðmundsson, ritari Fulltrúaráðs Alþýðuflokks- félaganna i Rvik, Björgvin Guðmundsson, form. Fulltrúaráðsins og Guð- mundur Magnússon, forseti þingsins. Framar er Björn Jónsson, ritari Al- þýðuflokksins ásamt nokkrum félögum Kvenfélagsins. Greina má: Jónu Guðjónsdóttur og Þórunni Valdimarsdóttur. Benedikt Gröndal, form. Alþýðuflokksins hlýðir á umræður ásamt Helga Þórðarsyni, frummælanda um þróun sjávarútvegs, Pétri Péturssyni, Gissuri Simonarsyni og Jóni ívarssyni Emanúel Morthens, Vil- helm Ingimundarson, framkvstj. Fulltrúar- ráðsins, Elias Kristjáns- son og Tryggvi Þór- hallsson fylgjast með umræðum. Ljosm. G.T.K. sagðist ekki skilja hversvegna það kæmi ekki fram i launa- greiðslum til sjómanna og þess fólks sem ynni i fiskiðnaðinum. Arni Benediktsson, forstjóri Kirkjusands, mættiá þinginu sem gestur. Hann lagði mikla áherzlu á, að við hættum að flytja út óunna og hálfunna vöru. Við ætt- um að vinna fiskinn hér heima. Eggert G. Þorsteinsson, fyrrverandi sjávarút- vegsráðherra og Ólafur Björnsson, útgerðar- maður, ræðast við undir umræðunum um sjávar- útvegsmál. Það væri undirstöðuatriði. Arni tók undir orð Þórunnar Valdimarsdóttur um að að- búnaður fiskvinnslustöðvanna i Reykjavik væri ófullnægjandi. Hann sagði að mikilvæg upp- bygging hefði átt sér stað i frysti- húsunum úti á landi. Reykjavik Iprþmuald'a flLS. A- Merkiskonan Margrét R. Halldórsdóttir er áttræð í Attatiu ára er i dag frú Margrét R. Halldórsdóttir, Þjórsárgötu 5, Reykjavik. For- eldrar hennar voru Guðrún Sigriður Jónsdóttir og Halldór Runólfsson, sem bjuggu að Ketilsstöðum i Hjaltastaðaþing- há i Norður-Múlasýslu. Þar fæddist Margrét Ragnheiður hinn 21. október 1896. Árið 1916 giftist hún Úlfari Jóni Ingimundarsyni og eign- uðust þau f jögur börn. Úlfar lézt árið 1928 . Siöari maður Margrétar var Skæringur Markússon, en þau giftust áriö 1930. Skæringur lézt fyrir nokkr- um árum. Hef áhuga á öllu því sem fagurt er Margrét hefur átt heima i Reykjavik meginhluta ævinnar, eða allt frá 1906. „Þetta hafa verið-erfiðir timar, en ég hef alla tið verið heilsuhraust,” sagði Margrét i viðtali við Al- þýöublaðið i gær. Margrét hefur alltaf haft mik- inn áhuga á baráttumálum verkalýðsins og þess vegna hef- urhúnskipaðsériliðmeð þeim, sem hún treysti bezt til aö berj- ast fyrir málstað litilmagnans i þjóðfélaginu. „Annars er heldur litið, sem ég hef getað lagt af mörkum. Þó bar ég út Alþýðublaðið i nokkur ár og hafði ánægju af þvi. Svo hef ég hjálpað nokkuð þegar Kvenfélag Alþýðuflokksins hef- ur verið með basar.” — Hefur þú tekfð þátt i öðrum félagsstörfum en Alþýöuflokkn- um og verkalýðshreyfingunni? „Jú,ég hef alla tíð verið trúuð og alla tið haft áhuga hverju þvi, sem fagurt er. Ég er i Óháða frikirkjusöfnuöinum. Ég hef einnig reynt að hjálpa þar dálitið til þegar haldinn hefur verið basar,” sagði Margrét. „Ég hef ýmiss önnur áhuga- mál. Ég er alger bindindis- manneskja og er afskaplega mikið á móti drykkjuskap. Drykkjuskapur er rót alls ills. Þessvegna kæri ég mig ekkert um samskipti við fólk, sem neytir áfengis.” ;Húsið mitt og strompurinn þinn Margrét sagði að árið 1942 hefði það óhapp skeð, að flugvél hefði hrapað niður út við flug- völl. Flugvélin hefði lent niður i götunni hjá þeim, tekið stromp- inn af húsi hinumegin götunnar og lent siöan á þeirra húsi. Hús- ið brann og gjöreyðilagðist. — Þú hefur nátturlega fengið þetta greitt úr tryggingunum? ,,Það var nú mest litið. Maður hafði nú ekki þau auraráð að geta tryggt hátt. Jú, ég fékk borgaðar 50 þúsund krónur fyrir allthúsið. Hinsvegar fékk nábúi minn hinumegin götunnar 35 þúsund krónur fyrir strompinn. En það er ekki sama að vera fá- tæk verkakona og háttsettur embættismaður i höfuðborg- inni.” 1 Margrét sagði að ekkert hefði verið skrifað I blöðin um það mikla tjón sem hún varð fyrir þegar flugvélin lenti á húsinu. „Það er eitthvað annað i dag. Nú er fylgzt með öllu sem er að gerast i kring um okkur.” — Hvernig finnst bér að lifa af ellilifeyrinum? dag „Þvi er fljótsvaraö. Það er ekki hægt. Ég hef ekki keypt mér skó i tiu ár. Þegar ég varð sjötug keypti ég mér skó. Ég nota þá enn. Ég þurfti að taka leigubil i fyrra. Það kostaði mig 700 kr. Það er ekki hægt að gera þessa hluti, peningarnir duga bara ekki. Þó er ég með sima. Honum var nú lokað um daginn. Þetta er allt orðið svo dýrt.” Ef veggirnir gætu talað Húsið sem Margrét býr i var reist þar sem gamla húsið stóö. Hún segist kunna vel við sig þarna. Hún býr þarna ein. Stofurnar hennar eru vistlegar, og á veggjunum má sjá mikið af myndum. Flest eru þetta mynd- ir af ástvinum hennar og fjöl- skyldu. En þarna má einnig sjá aðra hluti, svo sem tvær myndir eftir Kjarval og er önnur þeirra frá æskuheimili Margrétar meö Dyrfjöll i baksýn. Eftir heimsókn i svona hús hefur maður það einhvernveg- inn á tilfinningunni, að maður sé fróðari um lifskjör og barátíu ——p>B C'^sazaDBMmHDBiixcmRBDni alþýðufólks hér á landi allt frá þvi fyrir aldamót og fram á okkar dag. En það er meira, sem svona heimsókn skilur eftir. Maður hefur það einhvernveginn á til- finningunni, að maður sé sjálfur eitthvað betri en maður ætlaöi. Slik eru áhrifin af þvi aö heim- sækja gagnmerka konu, sem býr i húsi viö Þjórsárgötu. Við á Alþýöublaðinu sendum Margréti innilegustu hamingju- óskir með afmælisdaginn. —BJ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.