Alþýðublaðið - 21.10.1976, Qupperneq 5
Fimmtudagur 21. október 1976
VETTVAIMGUB 5
Raddir
byggdinni
Á þessu sumri hefur
verið gert stórt átak i
varanlegri gatnagerð á
Akranesi. Oliumöl hefur
verið lögð á sex götur,
samtals um 1700 m og
þrjár steyptar, alls 800
m. Með þessum áfanga
er helmingur gatna-
kerfis bæjarins lagður
bundnu slitlagi.
Þær framkvæmdir, sem unnar
voru i sumar eru upphafið aö
áætlun Akranesbæjar um aö ljúka
viö aö fullgera allar götur í bæn-
um á átta árum. Fyrri mánudag
fór bæjarstjórn Akraness i
skoðunarferö til aö lita yfir fram-
kvæmdir sumarsins i fylgd meö
bæjarstjóra, Magnúsi Oddssyni
og nokkrum öörum starfsmönn-
um Akranesbæjar. Reynir
Kristinsson, bæjartæknifræöing-
ur, geröi bæjarfulltrúum grein
fyrir gatnageröarframkvæmd-
um. Hann kvaö verkiö hafa geng-
iö, aö flestu leyti, samkvæmt
áætlun og sagöi, aö kostnaöar-
verö oliumalar heföi reynzt kr.
1,100 ferm. án undirbyggingar
en við steinsteypu kr. 3,300 á
ferm. miöaö viö 18 sm þykkt ak'
brautar.
Oliumöl var lögö á þessar göt-
ur: Melteig, Sóleyjargötu,
Deildartún og Grundartún, sem
eru i elzta hluta bæjarins og
göturnar Bjarkargrund og Furu-
grund, en þær eru i hinu nýja
ibúöahverfi á Garðagrundum.
Steinsteypa var lögö á Stillholt,
Brekkubraut og innsta hluta
Vesturgötu.
Nýjar íbúðagötur
Auk varanlegrar gatnageröar
hefur á vegum Akranesbæjar aö
undanförnu veriö unniö viö meiri-
háttar framkvæmdir aö nýjum
götum, enda hefur eftirspurn eftir
lóöum fyrir Ibúöarhús veriö
mikil. Má einnig búast viö þvi, aö
Stórt átak í gatna-
r A 1 • Nær helmingur
gero a Akranesi
þessi eftirspurn vaxi verulega á
næstunni.
Ný innkeyrsla
til Akraness
1 skoðunarferö sinni fyrri
mánudag litu bæjarfulltrúar á
Akranesi á framkvæmdir hjá
vegagerö rlkisins viö nýja inn-
keyrslu til bæjarins. Vegageröin
hefur I sumar veriö aö leggja nýj-
an veg næst Akranesi, frá Berja-
dalsá aö bænum og tengist hann
gatnakerfinu viö Kirkjubraut.
Þessi vegur er lagður meö þaö
fyrir augum, aö fljótlega veröi
hægt að setja á hann bundiö slit-
lag. En þess má geta, aö umferö
hefur aukizt verulega um Akra-
nesveg undanfariö m.a. vegna til-
komu Akraborgar og hefur
ástand hans oft verið verra en
skyldi.
Er framkvæmdir hefjast
með fullum krafti á Grundar-
tanga má telja vist, aö umferöin
vaxi enn aö mun um þennan veg.
Þess má að lokum geta, aö
Akurnesingar byrjuöu aö steypa
götur fyrst áriö 1960, i bæjar-
stjóratiö Hálfdáns heitins Sveins-
sonar. Siöan hefur veriö unniö
meira og minna aö slikum fram-
kvæmdum og meö árinu i ár eru
40% af götum á Akranesi steyptar
en 10% hafa veriö lögö oliumöl.
G. Vé.
Landssamtökin „Þroskahjálp" stofnuð
Þroskaheftiim verði tryffgð
full jafnréttisaðstaða
Gunnar Þormar, formaöur „Þroskahjálpar”.
Á laugardaginn voru stofnuö
landssamtökin „Þroska-
hjálp”. Tilgangur samtakanna
er að berjast fyrir réttindum og
vinna aö málefnum þroska-
heftra I landinu og tryggja þeim
fulla jafnréttisaðstöðu á viö
aöra þjóöfélagsþegna. Samtök-
in leitist viö aö hafa mótandi
áhrif á allar aögeröir sem rikis-
valdiö hefur forystu um meö
það takmark aö leiöarljósi, aö
hinn þroskahefti njóti í hvivetna
sama réttar, sömu aöstöðu og
fólk almennt.
13 félög, 5500 félags-
menn
Þroskahjálp eru landssamtök
13 félaga er vinna aö málefnum
þroskaheftra á landinu. Á stofn-
fundinn, sem haldinn var i dag-
vistunarfélaginu Bjarkarási,
voru mættir 40 fuiltrúar viös-
vegar aö af landinu. í félögun-
um 13 eru 5500 félagar.
Stofnfundurinn leit svo á, ,,aö
Islendingarséu sér ekki meövit-
andi um þá neyö sem rikir i
málefnum þroskaheftra. Þeim
er ekki gert kleift aö njóta sjálf-
sagöra mannréttinda, þjóö-
félagsleg samhjálp þeim til
handa er alls ófullnægjandi og
þarf ekki aö fjölyröa um þaö
hvernig þjóöin hefur brugöizt
skyldum sinum i þessum efn-
um.”
0,61% íslendinga
þroskaheftir
Við rannsókn sem gerö var
áriö 1974 á vegum heilbrigöis-
ráöuneytisins, kom I ljós aö
0,61% landsmanna voru þroska-
heftir á einhvern háttÞrátt
fyrir þessa staðreynd er engin
heildarlöggjöf til um málefni
þroskaheftra i landinu, sem
tryggir, að ekki sé lengur gengiö
á rétt þeirra, er ekki geta
svarað fyrir sig. A stofnfundin-
um kom fram þaö álit, aö Is-
lendingar séu minnst 30 árum á
eftir timanum I málefnum
þroskaheftra, ef tekiö er miö af
nágrannaþjóöum okkar.
Gunnar Þormar var kjörinn
formaöur samtakanna.
400 á vistheimilum.
A vistheimilum á landinu eru
tæplega 400 vistmenn. Mikiö
vantar á, aö nægilega mikiö
rými sé á vistheimilum.
Ekki sjúkdómur heldur
ástand.
Blaöiö ræddi litillega viö
Magnús Kristinsson, formann
Styrktarfélags vangefinna, en
Magnús var fundarstjóri á
stofnfundinum.
Magnús sagöi aö þaö væri
stefna Styrktarfélagsins, aö
hafa vistheimilin ekki of
stór.Þaö væri heppilegra fyrir
hina vangefnu, aö vistheimiliö
væri likara heimili en sjúkra-
húsi, þar sem það, aö vera
vangefinn, er ekki sjúkdómur
heldur ástand.
Styrktarfélagið rekur tvö
dagvistunarheimili, að
Bjarkarási og aö Lyngási. Þar
eru um 90 vistmenn. Þaö nýj-
asta i rekstrinum væri þaö aö
þeir hafa byrjaö meö litil fjöl-
skylduheimili. Væru þaö fimm
stúlkur, sem segja má, aö væru
útskrifaðar frá Skálatúni.
Þarna væri ein kona með þeim,
ein mamma, ef svo mætti segja.
Þarna saumuöu þær á sauma-
vélar og ynnu alls kyns handa-
vinnu. Væri ánægja stúlknanna
mikil og greinileg.
A þingi i Danmörku i haust
kom fram, aö þetta fólk lifnar
viö, veröur glaöara og
ánægðara, ef þaö færa aö starfa
eitthvað. Það fengi þá útrás,
sem allir þurfa aö fá viö vinn-
una. Þessu fólki þurfti ekki aö
gefa róandi lyf, sem oft er
nauösynlegt aö gefa vangefnu
fólki. Astæöan fyrir órólegheit-
unum, er vinnuleysi og aö-
geröarleysi. Þaö er ekki nóg aö
láta fólkið inn á vistheimili, þaö
verður aö lofa þvi aö vinna eöa
leika sér. Þaö finnur fljótt ef
þaö gerir gagn og þá veröur þaö
ánægt. —ATA