Alþýðublaðið - 27.10.1976, Síða 3

Alþýðublaðið - 27.10.1976, Síða 3
j|}ff§f.I*‘lMiðvikudaaur 27. október 1976 |3 37. fiokksþing Alþýðu- flokksins hófst í Hótel Loftleiðum s.l. föstudag og lauk aðfaranótt mánu- dags. Mikið annríki var á þessu þingi; afgreidd ný stefnuskrá, laga- breytingar um opið próf- kjör og ályktanir í ýmsum þjóðmálum. Þá urðu miklar umræður um fjármál Alþýðuf lokksins, en fyrir þinginu lágu reikningar flokksins. Þetta er fjölmennasta þing, sem Alþýðu- flokkurinn hefur háð um áratuga skeið. Um 150 fulltrúar sátu það, auk fjölmargra gesta. — Á þinginu var lýst kjöri 9 heiðursf élaga, eins og áður hefur verið sagt frá í blaðinu. A næstu síðum verður birt ræða formanns flokksins, Benedikts Gröndal, sem vakti verð- skuldaða athygli. Einnig ræða Björns Jónssonar, forseta ASÍ, ritara fiokksins og allir reikn- ingar. Á næstu dögum birtir blaðið ályktanir og fréttir frá þinginu. Allar myndir frá þinginu tók GTK Alþýðuflokkurinn starfar fyrir opnum tjöldum Kæru flokksvinir. Það er órói i náttúru landsins og ólga i þjóðfélaginu um þessar mundir. Þar sem við reisum milljarðamann- virki til að beizla orku, lyftist jörð eða lækkar, hverir brjótast fram og óttazt er sprengigos. Þegar mest riður á, að þjóðin standi saman sem einn maður og brjótist út úr myrkviðum efnahagserfiðleika, kemur i ljós rotnun i þjóðlifinu, fjársvik og auðg- unarafbrot, spilling og glæpaöld. Nú er þörf á einni þjóðarsál, en i henn- ar stað eru sundrung og bræðravlg. Nú er þörf á sterkri stjórn, en við búum við veika rikisstjórn, þar sem tortryggni ræður á heimilinu. Nú er þörfá öflugu Alþingi, en i þess staö er þingið van- virt og veikt. Þaö er flokkshefð, aö formaður flytji við þetta tækifæri yfirlitsræðu um stjórnmál siðustu tveggja ára.Enda þótt nú sé um óvenju margt að ræða á þvi sviði, ætla ég að bregöa frá þeirri venju, að fjalla eingöngu um innri mál Alþýöuflokksins, blaðaútgáfu, eignir og fjármál, skipu- lagsstarf og þau verkefni, sem biða okkar, svo og um lýð- ræðið i flokknum. Aðrir framsögumenn munu ræða hin ytri stjórnmál, og þið munuð ræða þau og gera um þau ályktanir næstu tvo daga. Efnahags- og siðferðisvandamál þjóðarinnar gefa okkur til kynna, hve mikil verkefni biða Alþýöuflokksins og jafnaðarstefnunnar i Islenzku þjóölifi. Til aö leysa þann vanda verður flokkurinn að styrkja innviði sina, auka til muna starf sitt og gerast heilsteypt baráttusveit, sem get- ur sótt fram i gagnkvæmu trausti, i óbifandi trú á flokkinn og stefnuna. Það hafa oröið kynslóöaskipti i Alþýðuflokknum, og sem betur fer er áberandi, að meira kemur nú fram af efnilegu ungu fólki i röðum okkar en hinna flokkanna. Yngra fólkiö vill fá að vita meir um fjárreiður flokksins og sögu þeirra, um rekstur Alþýðublaðsins og annað, er máli skiptir. Þá hefur gustur hinnar nýju og frjálsu blaöamennsku leikið um stjórnmálaflokkana og dregið fram i dagsljósið Armannsfeil og Klúbbinn og sitthvað fleira, sem tengja má við flokkana. Andstæöingar Alþýðuflokksins hafa skoðað flokksstarf okkar I smásjá og rekiö rækilegar per- sónunjósnir um forustumenn flokksins, án þess að finna neitt sem nálgast það aö vera saknæmt. Engu að siður Ræða Benedikts Gröndal á flokksþinginu gefur þetta okkur tilefni til þess að gera rækilega hreint fvrir okkar dyrum, og þaö skulum við gera á þessu þingi. Veigamesta ástæöan til þess, að ég mun fjalla um innri mál Alþýðuflokksins, er stórfelld breyting, sem oröiö hef- ur á viðhorfiþjóða til fjármála stjórnmálaflokka um allan hinn frjálsa heim. Augu manna hafa loksins opnazt fyrir þeirri staðreynd, aö fjármagn hefur haft stórfelld áhrif á stjórnmálaflokka og menn, og þau áhrif eru óeðlileg — andstæð grundvallaratriöum lýöræðisins. Þaö er ætlunin, að fólkiö — en ekki peningarnir — ráöi f lýðræöisrikjum. Þessi þróun hefur leitt til þess, að rikisvaldið greiðir nú sjálft verulegan hluta af útgjöldum við kosningabaráttu, til þess að flokkarnir séu ekki háðir peningavaldi. Banda- rikin ganga i þessu efni á undan, enda var veigamikill hluti Watergatemálsins um fjátstyrki til flokka. 1 Vestur- Þýzkaiandi greiðir rikið 3,5 mörk á hvern kjósanda til kosningabaráttunnar. A Noröurlöndum er alls staðar lög- gjöf um rikisaöstoö til stjórnmálaflokka. Um siöustu helgi tilkynnti sænski Ihaldsflokkurinn, aö hann mundi ekki framar taka viö fé frá stórfyrirtækjum — og eru það ekki litil tiöindi. Hvarvetna eru gerðar þær kröfur til stjórnmálaflokka, að þeir sýni bækur slnar, birti reikninga og starfi á lýðræðisiegan hátt fyrir opnum tjöldum. Þetta er heil- brigð þróun. Hér á landi rikir mikil tortryggni I garö flokkanna og er sú trú útbreidd, að þeir séu upp til hópa fjárhagslega spilltir, en valdamenn og valdaklikur ráöi þar öllu — en ekki flokksfólkiö sjálft. Stjórnmálaflokkar á Islandi eru ekki bókhaldsskyldir, hvað þá aö þeim beri aö birta reikn- inga sina. Þeir eru einnig skattfrjálsir. Alþýðuflokkurinn hlýtur aö fylgja hinni nýju stefnu um aö flokkar starfi fyrir opnum tjöldum, hljóti opinbera aö- stoð, en beri margvislega ábyrgö, sérstaklega gagnvart flokksfólkinu sjálfu, og birti reikninga sina. Meðan for- ustumenn hinna flokkanna tala og rifast um þessi mál, hefur þingflokkur Alþýöuflokksins samið langt og Itarlegt frumvarp til laga um stjórnmálaflokka, sem er alger nýj- ung hér á landi. Hinir flokkarnir hrukku við á þingi, er þeir sáu þetta frumvarp, og flýttu sér að skipa nefnd i málið. Þar er þaö nú, og virðist þeim ekkert liggja á. En við jafnaðarmenn skulum sýna viljann i verki. Ég tel liklegt, að islenzkir stjórnmálaflokkar veröi áöur en langt liður gerðir bókhaldsskyldir. Ég tel einnig liklegt,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.