Alþýðublaðið - 27.10.1976, Side 5
AAiðvikudagur 27. október 1976
5
Itarleg greinargerð
um fjármál og eignir
flokksins, og
reikningar birtir
opinberlega
Blaðaprent h.f. var stofnað af Alþýðublaðinu, Þjóövilj-
anum, Timanum og Visi. Vegna hlutafélaganna var á-
kveðið að hvert blað skyldi skrá fimm einstaklinga fyrir
10.000 króna hlut hvern. Af okkar hálfu voru valdir þeir
menn, sem mest höfðu haft með fjárhag blaðsins að gera
siðustu árin, Sigurður Ingimundarson, Jón H. Guðmunds-
son, öttar Yngvason, Jón Axel Pétursson og Asgeir Jó-
hannesson. Þeir höfðu allir veriö framkvæmdastjórar eða
stjórnarmenn blaðsins.
Fyrir utan þessar 50.000 krónur lagöi hvert blað fram
950.000, og siðar 150.000 i viðbótarhlut. Nú hefur Blaöa-
prent ekki enn gefið út hlutabréf og hafa risið deilur um
skipulagsmál félagsins. Verða þær vonandi leystar á
þessu ári, en Asgeir Jóhanness. er nú formaöur og Arni
Gunnarssonervaramaðurhans. 1 eignauppgjöri flokksins
er þvi þessi eign færð sem framlag til Blaðaprents, 1150
þúsund. Þetta er ein veigamesta eign flokksins, vafalaust
10 miljónir að söluverði.
Þeir menn, sem skráðir voru fyrir hlutum i Blaðaprenti,
og fimm aðrir flokksmenn mynduðu Sjálfseignarfélag Al-
þýöuflokksins, Fjalar. Tilgangur félagsins er aö efla
framgang jafnaðarstefnunnar og Alþýðuflokksins og
styrkja fræðslustarfsemi um stefnu og flokk. Auk hluta i
Blaðaprenti hafa félagsmenn lagt i félagið fimm hluti I Al-
þýöuhúsinu h.f., 3000 kr. hvern.
Þetta sjálfseignarfélag hefur framselt til formanns Al-
þýðuflokksins réttinn til að fara með atkvæði hlutanna i
Blaðaprenti, svo að meðferð þeirrar eignar er algerieg á
valdi flokksins.
Þær skipulagsbreytingar, sem framundan eru hjá
Blaðaprenti h.f. munu sennilega gera nauösynlegt, að
endurskoðað verði hlutverk Sjálfseignarfélags Alþýðu-
flokksins, Fjalars, en félagið hefur frá stofnun gegnt mik-
ilvægu hlutverki i sambandi við Blaðaprent og hvað aörar
eignir snertir.
Ég læt nú lokið þessari löngu skýrslu um hina viðburða-
riku útgáfusögu Alþýðublaðsins. I heild dreg eg eftirfar-
andi niðurstöður af þessu viöamikla máli:
1) Otgáfa Alþýðublaðsins hefur tekizt i 57 ár, og blaöiö er
ómetanlegur málsvari fyrir flokkinn, máisvari, sem viö
megum ekki missa.
2) AÍþýöuflokkurinn ber enn um 8 milljóna- króna gamla
skuid vegna blaösins. Happdrætti flokksins gengur til þess
að greiöa hana, en væri ekki þessi gamia skuld, mundi
rekstur flokksins i dag vera fjárhagslega miklu betri.
3) 1 glimunni viö erfíðleika blaösins hefúr 'flokknum
áskotnazt verðmæt eign, þar sem er fjóröungs hlutur í
Biaöaprenti h.f. Sú eign hefur gert okkur kleift aö gera þá
útgá’fusamninga, sem ég gat um.
Hvað á Alþýðuflokkurinn og hvað ekki?
Ég kem nú að öðrum þætti máls min, er fjallar um eign-
ir Alþýðuflokksins. Um það mál hafa gengiö þjóðsögur,
sem herma, að Alþýðuflokkurinn eigi stóreignir eða aö
stóreignum hafi verið stolið af flokknum, og er hvort-
tveggja meira en litið ýkt.
Alþýöuhreyfingar grannlanda okkar eru auðugar — af
þvi þeim hefur tekizt að forðast klofning eins og hér hefur
gerzt. Þegar verkalýöshreyfingin, jafnaðarmannaflokk-
ar, samvinnuhreyfingin, alþýðubankar, alþýðuorlof,
fræðslusambönd og bréfskólar alþýðu, alþýöuhúsahreyf-
ing og fleira slikt er tekið saman i eina heild verður al-
þýðuhreyfingin voldug. Svo er ástatt á hinum Norðurlönd-
unum og er það skýring á hinum mikla styrk jafnaðar-
manna og hreyfingarinnar i þessum löndum — en jafn-
framt ætti mynd af slikum styrk að opna augu okkar fyrir
þeirri alþýðuógæfu, sem klofningurinn hefur valdiö hér á
landi, allt siðan kommúnistar mynduðu flokk sinn 1930 og
urðu kveikjan að síðari klofningum 1938 og 1956.
En nóg um þaö. Hvaö á Alþýöufiokkurinn og hvaö á
hann ekki?
Svarið viö þessari spurningu hlýtur að teygja sig aftur
til þeirra ára, er Alþýðuflokkurinn og Alþýðusamband ís-
lands voru ein og sama félagsheildin. Frumherjar flokks-
ins okkar voru viðsýnir menn, sem skildu, aö ekki dugðu
orðin ein, hreyfingin varö að standa föstum fótum efna-
hagslega ef hún átti að berjast við mátt auðstétta og at-
vinnurekenda.
Þegar Alþýðuflokkurinn — og sambandiö voru stofnuð
1916, var mikil verðbólga i landinu vegna fyrri heims-
styrjaldarinnar og ruku nauðsynjavörur fátækra heimila
upp si og æ. Vitað var, að kaupmenn hækkuðu verð á
birgðum sinum i sifellu og græddu á tá og fingri, enda hef-
ur kaupfélagshreyfingin aldrei vaxið eins mikið og á þess-
um árum.
1917 tóku margir stuðningsmenn okkar saman höndum
um að stofna Alþýðubrauögerðina. Ýmsir lögðu henni til
fé, smáaura á okkar mælikvarða, oft miklar fórnir á
þeirra tima verðlagi.
Tilgangurinn var ekki að græða fé, heldur að sjá alþýðu
fyrir brauðum og kökum á sannvirði. Upprunalega var
brauðgerðin talin eign fulltrúaráðs flokksins i Reykjavik,
en var 1940 — á umbrotatimum klofningsins — breytt i
hlutafélag. Stærstu eigendur urðu þá nokkur verkalýðsfé-
lög i Reykjavik og Alþýðuflokkurinn, en hópur einstak-
linga átti og á einnig bréf.
Augljóst er, að brauðgerð er ekki gróöafyrirtæki á Is-
landi, enda hefur sú starfsgrein lengi verið háð ströngu
verðlagseftirliti. Samt hefur Alþýðubrauögeröin getaö
veitt Alþýðuflokknum nokkurn stuöning af þvi að hún hef-
ur aldrei greitt arð, aldrei greitt stjórnarlaun og lengi haft
trausta stjórn óvenjulega vinnusams forráðamanns. Þessi
stuðningur er i alla staði eðlilegur, og flokkurinn er þakk-
látur fyrir hann.
Eignarhlutur Alþýðuflokksins i' Alþýðubrauðgerðinni er
6.900 krónur, eins og fram mun koma á eignayfirliti, en
alls er hlutafé 45.000 krónur.
Fulltrúaráð Alþýðuflokksins I Reykjavik eignaðist lóð-
ina Hverfisgötu 8-10 vorið 1919. A henni stóð lengi litið
steinhús, þar sem Alþýðublaðið var gefið út. Sumarið 1934
var Alþýðuhúsiðh.f.stofnað til þess að reisa skrifstofu- og
samkomuhús á þessum stað fyrir flokkinn og verkalýösfé-
lögin, sem mynduðu hann. Var það erfiðleikum háð, af þvi
aðá gamla húsinuhvildu skuldir vegna tapreksturs á Al-
þýðublaðinu, og virðist sú saga hafa endurtekið sig ærið
oft.
Samt tókst með miklu haröfylgi margra áhugasamra
alþýðuflokksmanna að reisa hiö myndarlega Alþýðuhús,
þar sem fjöldi verkalýðsfélaga, Alþýöusambandið, flokk-
urinn og Alþýðublaöið voru lengi til húsa og eru sum enn.
Margir einstaklingar lögðu framlög til þessa mikla á-
taks og urðu hluthafar, en nokkur hinna eldri verklýðsfé-
laga áttu frá upphafi stærstu hlutina og hafa átt til þessa
dags. Þegar klofningurinn varð 1938 og alþýöusambandið
var skilið frá flokknum nokkru siðar, komst óhjákvæmi-
lega nokkur ruglingur á þessi eignamál.
Arið 1929 keypti fulltrúaráðiö I Reykjavik húseignina
Iðnó við Tjörnina. Eftir hinn tvöfalda klofning var sam-
þykktá fundi fulltrúaráðsins aö kjósa nefnd til að gera til-
lögur um framtíðarfyrirkomulag á fyrirtækjum ráösins.
Þessi nefnd lagði til, að Alþýðubrauðgeröin yröi gerð að
hlutafélagi og að Iðnó skyldi selt Alþýðuhúsinu h.f. ásamt
30.000 króna hlutabréfum í félaginu.
Iðnó var selt Alþýðuhúsinu h.f. þar sem verklýðsfélögin
voru stærstu eigendur, og brauðgerðin hlutafélagi, þar
sem verkalýðsfélögin og Alþýðuflokkurinn voru stærstu
eigendur. Um þessa sölu urðu miklar deilur.
Fjórum árum síðar, i ágúst 1944, ákváðu 11 af 31 félagi i
fulltrúaráðinu að höföa mál út af sölu Iðnó til Alþýðuhúss-
ins h.f. og kref jast-þess, að sú sala yrði ógilt.
Ekkert mál var höfðað út af AÍþýðubrauögerðinni, aö-
eins út af sölu Iðnó.
Undirréttardómur féll i bæjarþingi Reykjavikur 1946, og
var sala Iðnó talin lögleg, hinir ákærðu voru sýknaðir,
Málinu var áfrýjaö til hæstaréttar og þar varð niöurstaöa
hin sama 1949, sala Iðnó var talin lögleg og réttmæt. Setu-
dómarar þeir, sem kváðu upp þann dóm, voru Einar B.
Guðmundsson og Ölafur Jóhannesson prófessor.
Enda þótt alþýðuflokksmenn hafi verið sýknaðir i
Hæstarétti i þessu máli, hafa andstæðingar okkar ekki lát-
ið róginn niður falla. En ég vona, að þiö, sem ekki munið
þessa atburði sjálf, gerið ykkur grein fyrir meginatriöum
málsins og látið ekki blekkjast varðandi það.
Verkalýðsfélögin áttu alla tið og þau eiga enn lang-
stærstu hiutina i Alþýðuhúsinu h.f.
Margir einstaklingar, flestir alþýðuflokksmenn, lögu
fram fé og tóku þátt í þvi mikla átaki að koma húsinu upp.
Hlutir einstaklinga hafa verið margir en yfirleitt smáir,
og sumir þeirra dreifzt á siðari árum.
Alþýðuflokkurinn sjálfur á aðeins 425 krónu hlut, en
Sjálfseignarfélag Alþýðuflokksins — Fjalar á 15.000 krón-
ur. Hlutafé er alls kr. 180.000.Alþýðuflokkurinn á þvi að-
eins brot af þessu félagi og fasteignum þess.
Hins vegarhafa alla tið verið alþýðuflokksmenn i stjórn
Alþýðuhússins h .f. og þeir hafa — meö vitund hluthafanna
og árlegra aöalfunda — veitt Alþýðufl. þýöingar-
mikla aðstoð. Hún hefur verið og er falin i þvi, að flokkur-
inn, Alþýðublaðið og Alþýðuprentsmiðjan hafa haft hús-
næði ókeypis, og hefur það verið ómetanleg hjálp. Prent-
smiðjan og ritstjórn Alþýöublaðsins hafa fyrir nokkrum
árum flutt burt, en eftir er fyrst og fremst skrifstofa
flokksins.
Alþýðuprentsmiðjanvar upphaflega nokkrar frumstæð-
ar prentvélar og letur, sem þurfti til að prenta Alþýðu-
blaðið. Arið 1939 var myndað hlutafélag um smiðjuna og
ætlunin aðtaka önnur verkefnitil aðlétta reksturinn.
Þar kom, að smiðjunni var skipt I tvennt, og urðu þær
vélar, sem blaðið eitt notaði, eign þess, en Alþýöuprent-
smiðjan h.f. flutti á Vitastig og varð almenn bóka- og
blaðaprentsmiðja.
Hlutafé prentsmiöjunnar er nú 275.800 krónur, og á Al-
þýðuflokkurinn 100.000 krónur af þvi. Aðrir eigendur eru
ýmsir aðilar, sem tengdir hafa verið flokknum og hafa
lagt fram fé til aö efla þetta fyrirtæki honum til aöstoðar.
Rekstur Alþýöuprentsmiðjunnar hefur gengið misjafn-
lega, en þó hefur hún getað veitt blaðinu og flokknum
verulega aöstoð, sérstaklega með prentun smárita, eins
og þingtiðinda. Nú i sumar tók Emilia Samúelsdóttir við
framkvæmdastjórn smiðjunnar um sinn, en framundan
eru aðalfundur og endurskipulagning fyrirtækisins i þeim
tilgangi aö það geti haldið áfram að veita svipaöa aöstoð
og það hefur gert.
Verkalýðsfélögin aðaleigendur
Ég hef þá gert nokkra grein fyrir þeim fyrirtækjum, sem
tengd eru Alþýðuflokknum og oft eru við hann kennd, Al-
þýðubrauðgerðinni, Alþýöuhúsinu h.f. og Alþýðuprent-
smiðjunni h.f.
Flokkurinn á iitinn hlut i Alþýöuhúsinu, hann á 15-20% af
hlutafé brauögerðarinnar og nokkuð yfir þriöjung af
hlutafé prentsmiöjunnar, sem eignalitið smáfyrirtæki.
öllum þessum fyrirtækjum komu alþýðuflokksmenn á
stofn meö miklu starfi og fórnfýsi á þeim árum, er Al-
þýðusambandið og flokkurinn voru ein félagsheild og
verkalýðsfélögin aðaleiningar hennar.
Þegar klofningurinn varð 1938, ætluðu erkióvinir jafnað-
armanna að gleypa flokkinn og hremma þessar eignir.
Atti þeim að takast það? Nei, og þeim tókst þaö heldur
ekki. Hinir pólitisku andstæðingar Alþýðuflokksins áttu
engan siðferðilegan rétt I þessu máli.
Verkalyösfélögin voru aðilar að málinu frá upphafi og
þau eru þaöenn. Þau eiga langstærstu hluti Alþýðuhússins
og brauðgeröarinnar og framtið þessara fyrirtækja fer
eftir þróun þeirra.
Þessi saga sýnir betur en nokkuð annaði hvilikur
hörmungaratburður klofningur flokksins var og hvilikir
ógæfumenn, sem að honum stóðu. Látum þessa sögu
okkur áð kenningu vérða og gerum Alþýðufló'kk'inn a'ð’svo
lýðræðislegum og sterkum flokki, að aldrei framar verði
hætta á klofningi, heldur verði flokkurinn með hverju ári
heilsteyptari og sterkari, fjárhagslega og félagslega.