Alþýðublaðið - 27.10.1976, Blaðsíða 19
SKSö' AAiðvikudagur 27. október 1976
19
Bíóin / Leikhúsin
3* 2-21-40
Partizan
Mjög spennandi og sannsöguleg
mynd um baráttu skæruliða i
Júgóslaviu i siðari heimstyrjöld.
Tónlist: Mikis Theodorakis.
Aðalhlutverk: Rod Taylor, Adam
West, Xcnia Oratsos.
tSLENZKUR TEXTI.
Bönnuö innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Spartacus
Sýnum nú i fyrsta sinn með is-
lenzkum texta þessa viðfrægu
Oscarsverðlaunamynd.
AAaihlutverk: Kirk Douglas,
Laurence Olivier, Jean Simmons,
Charles Laughton, Peter Ustinov,
John Gavin, Tony Curtis.
Leikstjóri: Stanley Kubrich.
ÍSLENZKUR TEXTI.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Sýnd kl. 5 og 9.
3*1-89-36
Rauðu húfurnar
Hörkuspennandi ný itölsk kvik-
mynd i litum og Cinema Scope
með ensku tali um lif og háttalag
málaliða i Afriku.
Leikstjóri: Marios Sicilianos.
Aðalhlutverk: Ivan Rassimov,
Priscilla Drakc, Angelica Ott.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
í&MÓÐLEIKHÚSÍfi
ÍM YNDUN ARVEIKIN
miðvikudag kl. 20
SÓLARFERÐ
fimmtudag kl. 20
föstudag kl. 20
laugardag kl. 20
sunnudag kl. 20
LITLI PRINSIN.N
sunnudag kl. 15
Litla sviðið
DON JUAN 1 HELVITI
endurflutt i kvöld kl. 20.30
Siöasta sinn.
Miðasala 13,15-20. Simi 1-1200
GAMLA
presents a
Jerry Gershwin-Elliott Kastner picture
Rlchard / Clint
Burton / Eastwood
Where Eagles Dare|
PANAVISION & METROCOLOR
3*1-15-44
ISLENZKUR TEXTI.
Ein hlægilegasta og tryllingsleg-
asta mynd ársins gerð af háð-
fuglinum Mel Brooks.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Hækkað verð.
Sýnd kl. 5, 7,15 og 9,30.
lonabíó
3*3-11-82
Glæpahringurinn
The organization
Hin fræga og afar vinsæla mynd
komin aftur með islenzkum texta.
Bönnuð innan 14 ára.
Sýnd kl. 5 og 9.
Leslie Phillips, Tcrry Thomas.
Afburða fjörug og skemmtileg ný
ensk gamanmynd i litum, tekin á
Spáni. Njótið skemmtilegs sum-
arauka á Spáni i vetrarbyrjun.
ISLENZKUR TEXTI
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
Arnarborgin
eftir Alistair MacLcan.
Simi 11475
Spennandi amerisk mynd með
Sidney Poitier i aðalhlutverki.
Leikstjóri: Don Medford
Aðalhlutverk: Sidney Poitier,
Barbara Mcnair.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Endursýnd kl. 5, 7 og 9.
Simi50249
óheppnar hetjur
Mjög spennandi mynd i litum.
Aðalhlutverk:
Robert Redford
Georg Sigal
Sýnd kl. 9.
leikfEiac Itl
REYKIAVÍKUR^
SKJALDHAMRAR
i kvöld kl. 20,30.
100. sýning laugardag kl. 20,30.
STÓRLAXAR
fimmtudag kl. 20,30.
ÆSKUVINIR
Frumsýning föstudag kl. 20,30. —
Uppselt.
2. sýning sunnudag kl. 20,30.
SAUMASTOFA.N
þriðjudag kl. 20.30
Miðasalan i Iðnó er opin kl. 14-
20,30. Simi 1-66-20.
Hef opnað
tannlækningastofu að
Suðurgötu 24, Keflavík
Viðtalstimi eftir samkomulagi. Simi 3545.
Magnús Torfason, tannlæknir.
Leitandinn
mikli!
Lykillinn og pokinn
Gamalt fólk sagði mér eftir-
tektarverða sögu af manni, sem ,
var einn af hinum farandi
mönnum þess tima. Leiðir hans |
lágu nokkuð viða, en beindust að
einu ákveðnu markmiði. Hann
var stöðugt að leita. Og að
hverju?
Það var 1 háttur hans, að
spyrja bæði þjáningabræður
sina, sem hann hitti á förnum
vegi, og eins hina, sem skutu
yfir hann skjólshúsi af mikilli
gestrisni en oft lítilli getu, hvort
þeir vissu hvar væri að finna
lykilinn og pokann, sem hefði
átt að geyma fararnesti hans og
fargervi. Ekki fóru sögur af
þvi, hvernig leit hans endanlega
lauk, og verður ekki frekar rætt
hér.
Forsætisráðherra vor upp-
lauk sinum munni og hélt
„stefnuræðu” rikisstjórnar
sinnar i fyrrakvöld. Sjálfsagt
hefur ýmsum farið svo, að átta
sig ekki vel á, hversvegna það
öfugmæli var viðhaft um nafn-
giftina, að kalla annað eins og
það stefnuræðu!
Það kom nefnilega mjög
greinilega i ljós, að ennþá —
eftir rösklega tveggja ára
s t jórnarformennsku, er
forsætisráðherrann enn að leita
að stefnu stjórnarinnar i efna-
hagsmálum! Það er hans leit að
lyklinum og pokanum.
Nú mætti það virðast með
miklum ólikindum, að Geir
Hallgrimsson hafi yfirgefið
föðurhús alveg án þessara fylgi-
hluta, enda stórum liklegra, að
hann hafi fengið væna lykla-
kippu i hendur fremur en að
einn hafi skort, og um pokann
þarf vist ekki að ræða. En hvað
sem um það er, verður ekki séð,
að honum hafi nýtzt arfurinn
betur en vel.
Forskot á sæluna!
Þegar hin ..volduga1’ fylking
tók við stjórnartaumunum fyrir
röskum tveim árum, mun
margur hafa haldið, að neytt
yrði liðsins ósleitilega, til þess
að kippa i lag margháttuðum
vanda, sem við blasti. Loforð
þar um lágu einnig á lausu — og
meira að segja hátiðleg. Það
mætti þvi virðast eðlilegt, að
vandi dagsins nú væri ekki stór-
brotinn. En hvað var svo það,
sem hæstvirtur forsætis-
ráðherra hafði að segja fólkinu?
Jú. Þrátt fyrir sérlega hag-
stætt ástand i viðskiptamálum
okkar á þessu ári, þegar
útflutningsvörur okkar hafa
hækkað um hvorki meira né
minna en 33-35%, var fólkinu
náðarsamlegast tjáð, að ekkert,
eða svo til ekkert væri þvi til
handa, og að þvi er virtist af þvi
að það hefði þegar tekið út for-
skoi á sæluna!
Það er bágt að segja, hvort
|0ddur A. Sigurjónsson
heidur slikar ytirlýsingf.r sem
þessi, eiga að heyra fremur
undir kaldranalega gaman-
semi, eða öskiljanleg ..blank-
heit".
llver er sú sæla, sem lands-
menn hafa tekið forskot á? Spyr
sá, sem ekki veit. En þegar sú
staðreynd blasir við hverjum
sem sjá vill sjáandi og heyra vill
heyrandi, að kjör launamanna
hafa verið skert jafn ótæpilega
og ailir slíkir vita nema ef til
vill lorsætisráðherra, þegar dýr
tið og veröbólga tröllriða
þjóðféiaginu, þegar skattpining
og skattamisrétti. sem einkum
bitnar á láglaunafólki yfir-
gengur öll áður þekkt mörk.
talar ráðherrann um sælu!
Rétt er það, að landslýöur
allur veit, að einu viðbrögð
rikisstjórnarinnar hafa verið að
vaða áfram i skuldum, sem ekki
einungis leggjast með fullum
þunga á herðar þeirra, sem nú
lifa, heldur eru vixlarnir teygðir
yfirá bök komandi kynslóða, er
það, vægast sagt. undarlegur
sæluboðskapur, sem fram
gengur af munni stjórnarherr-
anna, að menn hafi tekið forskot
á!
Vixlar eru alþekkt stærð i
viðskiptaheiminum, en það á
lika hverjum að vera Ijóst, sem
tekur slikt plagg, að fyrr en
siðar kemur að skuldadögum
Rikisstjórnin hefur veriö óspör
á að kria út fjármuni, hvar sem
einhverjir möguleikar hafa til
þess opnast innan lands og utan.
Það hefur verið hennar sæla, að
verja andvirði þeirra, til þess
að auka umfang rikisbáknsins.
En landsfaðir verður að hafa
svolitið viðari yfirsýn en þá,
sem blasir við úr stjórnar-
stólnum, ella kafnar hann undir
nafni.
Og það er meiri stráksskapur
en við hæfi má kalla, að koma
fram fyrir fólkið og reyna að
breiða yfir slysaferilinn með
kuldalegu gysi að sjálfum sér!
Leit forsætisráðherra að
stefnu, sem bætt gæti úr vanda
þjóðlifsins, hefur ekki borið
árangur. Vera má, að lyklarnir
hafi á einhvern óskiljanlegan
hátt snúizt i höndum hans. Ekki
veit ég.
Hitt væri ef til vill ekki óráð-
legt, að ráðherrann létti af sér
erfiðinu við að stjórna. en tæki
alfarið upp leitina, sem enn
hefur engan árangur borið.
Varla er við þvi að búast. að
hann eignaðist stórt nafn i hópi
hinna miklu landkönnuða, nema
ef vera skyldi nafn hins mikla
leitanda, sem aldrei fann rétta
lykilinn eða pokann!
í HREINSKILNI SAGT
Skrifið eða hringið
í síma 81866
Auglýsingasími
Alþýðu blaðsins
14906
liiisios lil
Grensásvegi 7
Sími 82655.
alánNtiátMkipti IriA
.iil lúnNti<>Nki|ila
/BÚNAÐARBANKI
\£\J ISLANDS
Austurstraeti 5
5:m» 21-200
Hatnartjarðar Apatek
Afgreiðslutimi:
Virka daga kl. 9-18.30
'Laugardaga kl. 10-12.30.
Helgidaga kl. 11-12
Eftir lokun:
Upplýsing^simi 51600.