Alþýðublaðið - 27.10.1976, Page 20

Alþýðublaðið - 27.10.1976, Page 20
Innheimtustofnun sveitarfélaga: Meðlagskröfur tæpar 700 milljónir króna Alþýðublaðið hafði samband við Árna Guðjónsson innheimtu- stjóra hjá Innheimtu- stofnun sveitafélaga og innti hann eftir hvernig innheimta meðlaga gengi. Sagði Árni, að mjög misjafnlega gengi, að fá menn til að standa skil á meðlagagreiðslu. Flestir stæðu í skilum, en þó væru alltaf einhverjir sem drægju í lengstu lög að greiða meðlögin. „En það eru ekki bara einstaklingar, sem eru tregir til að standa skil á greiðslum til okkar, heldur eru sum fyrir- tæki, sem draga meðlögin frá launum starfsmanna sinna, býsna skuldseig.” Arni Guðjónsson var enn fremur spurður um upphæð þeirra krafa sem stofnunin hefði nú til innheimtu. Sagði hann að árið 1975 hefðu meðlagskröfur hjá Innheimtustofnun verið að upphæð kr. 674.826.000, og jafn- gilti það 7300 heilsársmeð- lögum, en upphæðin færi hækk- andi frá einu ári til annars. Hins vegar væri erfitt að full- yrða um fjölda þeirra sem greiddu meðlag til stofnunar- innar. Sumir greiddu með fleirum en einu barni, en laus- lega áætlað væru þeir á bilinu 5- 6000. „En þetta er breytilegt frá einum tima til annars. Sumir falla út, en aðrir koma i staðinn, sagði Arni Guðjónsson að lokum. JSS 73 MILLJ. I FJARLOGUM TIL MEÐLAGAGREIÐSLNA Innheimta gengur illa í fjárlögum fyrir árið 1977 eru 73 milljónir króna ætlaðar til greiðslu á meðlögum með börnum erlendra ríkisborgara, og er það 33.6 milljónum hærra ári. en á síðastliðnu Alþýðublaðið hafði samband við Jón Sigurpálsson fulltrúa hjá Félagsmálaráðuneytinu, og spurðist fyrir um hvernig gengi að innheimta meðlagsskuldir erlendis. Sagði Jón að það gengi mjög illa. Erfitt væri að ná til þeirra manna, sem skulduðu meðlög, auk þess sem slikur eltingaleikur hefði mikinn kostnað i för með sér. „Við njótum aðstoðar við slika innheimtu á Norðurlönd- unum, sagði Jón enn fremur, þvi i Kaupmannahöfn er búsett- ur lögfræðingur, sem sér um innheimtu meðlaga i Danmörku og nágrannalöndunum. t öðrum löndum verðum við að sjá um þetta sjálfir, og reyna að ná sambandi við viðkomandi á eig- in spýtur. En það er alltof al- gengt að menn sleppi við að greiða það sem þeim ber i þessu sambandi. —JSS m£ Bætur almannatrygginga hækka um 9% frá 1. nóv. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra gaf i gær út reglugerð um hækkun bóta al- mannatrygginga frá 1. nóv. næstkomandi. Allar almennar bætur hækka um 9% svo og tekjutrygging samkvæmt reglugerðinni. Frá 1. nóv. verða helztu upp- hæðir helztu tegunda bóta þann- ig á mánuði: 1. Elli- og örorkulifeyrir 22.147,— 2. Tekjutrygging 19.437.— Barnalífeyrir 11.334.— 4. Mæðralaun: 1 barn 1.944.— Mæðralatin 2 börn 10.546.— Mæðralaun 3 börn 21.092,— 5. Ekkjubætur — 6 mánaða — og 8 ára slysabætur 27.749,— 6. Ekkjubætur —12 mánaða — 20.840 — Frá 1.7.1976 hækkuðu fjár- hæðir annarra árstekna lif- eyrisþega almannatrygginga úr 46.380.— f 120.000.— fyrir ein- stakling og úr 83.460.— i 168.000.—fyrir hjón, án þess að tekjutrygging skerðist. Utanríkisráðherra: BIÐUR EFTIR FLEIRI ÁSKORUNUM í Alþýðublaðinu i gær var sagt frá áskorun sem Félag áfengis- varnanefnda i Gull- bringusýslu beindi til utanríkisráðherra, þar sem félagið skorar á ráðherrann að hann banni öllum íslending- um aðgang að skemmti- stöðum varnarliðsins á Keflavikurflugvelli. í framhaldi af þessari frétt, hafði blaðið sam- band við Einar Ágústs- son, utanrikisráðherra, og spurði hvort hann hefði tekið afstöðu til þessarar áskorunar félagsins. Sagði Einar Agústsson að sér hefði ekki borizt þessi áskorun féiagsins, en aftur á móti hefði honum borizt áskorun sama efnis frá bæjarstjórn Keflavlkur. Er hann tók við henni hefði honum verið tjáð að von væri á fleiri áskorunum og væri hann nú að bíða þeirra. Þegar þær heföu bor- izt, myndi hann koma þeim á framfæri við varnarliðið. Ekki kvaðst ráðherra vera til- búinn til að svara þvf að svo komnu máii, hvort f kjölfar við- ræðna hans við varnarliðiö yrði tekið fyrir þessar heimsóknir ísiendinga á skemmtistaði þess, en sagði að væntanlega fengist úr þvi skoriö fljótlega. —GEK ar Sunnudaginn 31. októher n.k. verðurhaldin ráðstefna um fjöl- brautaskóla á Akranesi og hefst hún kl. 13.30. A ráðstefnunni verða haldin fjögur erindi, en siðan verður þátttakendum skipt i viiuiuhópa og munu þeir skiia áliti og bera fram fyrirspurnir. Til ráðstefnunnar hefur verið boðiö bæjarstjórn, skólanefnd- um og svo og öllum kennurum sunnan Skarðsheiðar. Einnig hefur fræðsluráði Vesturlands verið boöið að sitja ráðstefnuna, ásamt fulltrúum úr nágranna- byggðum. Þá hefur félagasam- tökum á Akranesi verið boðið að senda fulitrúa á ráðstefnuna. Framhaldsskólastigið er, um þessar mundir i róttækri endur- skoðun. Er það bein afleiðing grunnskólalaganna. Þaö er þvi nauðsynlegt að kynna sem flestum þau nýju viðhorf sem við blasa og er von nefndarinnar sem stendur að ráðstefnunni,að hún veröi vel sótt og að menn fari þaðan fróðari um þetta mikilvæga málefni. Ráðstefnan verður haldin i gagnfræðaskólanum á Akranesi og hefst eins og áður sagði kl. 13.30. jss Setuverkfallinu í Hveragerði lokið Hreppsnefnd Hveragerðis hefur nú kosið launamáiancfnd og þar með viðurkennt rétt starfs- fólksins til samninga. Þegar hafa verið haldnir fundir og er það stórt spor i rétta átt. Strax og við- talsnefnd hreppsins var kosin, lýsti starfsfólkið þvi yfir, að það myndir hefja vinnu á mánudags- morgun. Ef samningar takast ekki, eru likindi á þvi að málið fari fyrir Kjaradóm. MIÐVIKUDAGUR 27. OKTOBER 1976 alþýðu blaðið Tekið eftir: Það vakti verulega athygli i hópi alþingismanna, að Fram- sóknarflokkurinn sendi ekkiráðherra sina til þátt- t«cu i útvarpsumræðum.um stefnuræðu Geirs Hall- grimssonar, forsætisráð- herra. Ekki virtist áhugi á þvi að styðja við bak for- sætisráðherra i þessum umræðum. Framsóknar- menn sendu tvo þingmenn, sem gerðu litið annað en að benda á athafnir ólafs Jóhannessonar og mikla þær i eyrum hlustenda. Ekki fer hjá þvi, að menn túlki þetta sem litils- virðingu við forsætisráð- herra og stjórnarsam- starfið. o Séð: í siðasta Lög- birtingablaði eru birtir reikningar Endur- tryggingafélags Sam- vinnutrygginga. Þar kemur meðal annars fram, að árið 1975 var gengis- hagnaður félagsins tæplega 100 milljónir króna, eða 99 milljónir 593 þúsund. Gengistap var hins vegar 5,2 milljónir króna. o Seð: Séð i fundargerð borgarráðs Reykjavikur frá 22. október: „Lagt fram bréf lögreglustjóra, dag- sett, 21. október s.l., ásamt umsókn Guðjóns Jónssonar um veitingaleyfi fyrir Veitingahúsið Klúbbinn, Borgartúni 32. Borgarráð fellst fyrir sitt leyti á um- sóknina.” Þar með hefur nýr maður tekið við rekstri þessa umdeilda veitinga- húss. o Lesið: f Alþýðumanninum á Akureyri: „Sú skýring er gefin á stuðningi ihaldsins við Val Arnþórsson i kjöri forseta bæjarstjórnar, að Valur hafi verið búinn að semja við Sólnes um það, að KEA styddi Sólnes inn i stjórn Flugleiða. Valur hafi hins vegar aldrei ætlað Jóni Sólnes sæti þar,heldur sjálfum sér. Þegar Valur sá, að hann kæmist aidrei sjálfur þangað hafi hann sent Jakob Frimannsson á aðalfund Flugleiða, og hafi Jakob kosið Svanbjörn bróður sinn inn i stjórnina. Sólnes sat eftir með sárt ennið og búinn að láta strákana sina kjósa Val i forsetaembættið. Ihaldið reynist eins i mörgu, ekki er að spyrja um móralinn...”

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.