Alþýðublaðið - 17.11.1976, Page 7

Alþýðublaðið - 17.11.1976, Page 7
bSa^fö1 Miðvikudagur 17. nóvember 1976 IÞRÚTTIR 7 Norðurlandamótið í badminton: Sterkasta íþróttamót, sem haldið hefur verið hérlendis? Það styttist óðum i það, að Norðurlandamótið i badminton hefjist. Mikið undirbúningsstarf hefur verið unnið að undanförnu og allt að verða tilbúið. Erlendu keppendurnir koma svo á föstu- daginn. Hún er þrefaldur Norðurlanda- meistari og hefur hún unnið ein- liðaleikinn þrisvar i röð. Þrisvar sinnum hefur hún leikið til úrslita i hinni óopinberu heimsmeistara- keppni, All England. Flemming Delfs. Hann er Evrópumeistari i einliðaleik. 55 keppendur Alls verða keppendur 55 talsins, 12 frá Danmörku, 12 frá Sviþjóð, 7 frá Noregi, 4 frá Finnlandi og 20 frá Islandi. Keppnin hefst klukkan 11 á laugardaginn og verður leikið fram að undanúrslitum þann dag- inn. A sunnudaginn hefst keppni klukkan 9. Þá verða leiknir und- anúrslitaleikir og er áætlað að þeim verði lokið upp úr hádegi. Verður þá stutt hlé á keppni, eða til klukkan tvö< en þá verða leikn- ir úrslitaleikir. Aögangur aöeins krónur 1000 Selt verður inn á keppnina i þrennu lagi, a laugardaginn, sunnudagsmorguninn og á úrslit- in eftir hádegi á sunnudag. Kostar fimm hundruð krónur í hvert skipti. Einnig verður hægt að kaupa einn miða, sem gildir báða dagana og mun hann kosta þús- und krónur, svo óhætt er að full- yrða, að verðinu er stillt mjög í hóf. Einvalalið Danir og Sviar hafa einokað Norðurlandamótin til þessa. Frá upphafi hefur engin önnur þjóð hlotið gullverðlaun, en fyrsta Norðurlandamótið var haldið árið 1962. Báðar þjóðirnar senda einvala- lið að þessu sinni, allar sinar skærustu stjörnur. Af frægum má nefna: Lenu Köppen. Hún er ein fremsta einliðaleikskona i heimi. Elo Hansen. Mikill sprellikarl og „teknikasti” badmintonleikari i heimi. Leikir hans eru oft hrein- ar sýningar. Svend Pri. Einn fremsti bad- mintonmaður heimsins i dag. Hefur þrisvar orðið heimsmeist- ari, þrisvar Norðurlandameist- ari. Þess má til gamans geta, að ef hann „smassar”, og boltinn hittir ekki i net spaða hans, held- ur i trégrindina utan um netið, brotnar spaði hans yfirleitt i mél, slikur er höggkrafturinn. Bengt Frömann og Thomas Kihlström. Þeir komu á óvart i siðustu heimsmeistarakeppni og sigruðu i tviliðaleik. Þeir eru einnig Norðurlandameistarar i greininni. Sture Johnsson. Fremsti bad- mintonmaður Svia og núverandi Norðurlandameistari i einmenn- ing. Ótal fleiri mætti telja, en fólki er ráðlagt að koma sjálft og sjá þessa snillinga. Þess má geta aðsjálfsagt hefur aldrei verið haldið sterkara mót á Islandi. Hér mætast þrir heims- meistarar, Norðurlandameistar- ar, Evrópumeistarar, Danmerk- ur-, Sviþjóðar-, Finnlands-, Nor- egs- og tslandsmeisharar svo tug- um skiptir. Enginn islenzkur badminton- unnandi ætti að láta þetta ein- staka tækifæri ganga sér úr greip- um, ennfremur ættu þeir, sem lit- ið vit hafa á iþróttinni að ko ma og kynna sér hana. Um helgina geta menn séð, lært, hrifizt og glaðzt yfir þvi bezta, sem gerist i bad- mintonheiminum. —ATA tsleuzkuþátttakendurnir á Norðurlandamótinu, sem fram fer um helg- ina. Lengst til hægri er Friðleifur Stefansson, en hann hefur iátið þau orð falla, aö ef hann verður Norðurlandameistari, mun hann raka af sér skeggið, svo það er til nokkurs að vinna. Andstæðingar FH í Evrópukeppninni annað kvöld: Bezta handboltalið Póllands í fimm ár A morgun munu FH-ingar leika fyrri leik sinn i Evrópu- keppni meistaraliða, i annarri umferð. Andstæðingar þeirra eru ekki af lakari gerðinni, eða pólska liðið WSK Slask. Frekar litið er vitað um Slask, nema hvað liðið er efst i Pól- landi um þessar mundir, með 23 stig eftir 12 umferðir. Að sögn landsliðsþjálfarans okkar, sem er Pólverji, hefur Slask verið bezta liðið i Póllandi i fimm ár. Til samanburðar má geta þess, að Slask og Mai frá Moskvu, sem lék við Valsmenn, léku einn leik i Odessa fyrir skemmstu. Mai vann þann leik með eins marks mun. 1 Slask eru þrir landsliðs- menn, þeirra á meðal Klempell, risavaxinn sóknarmaður, sem skorar að meðaltali tiu mörk i leik i deildarkeppninni. Markvörður liðsins er jafn- framt þjálfari þess og heitir Kowalezyk. Janus landsliðs- þjálfari telur, að hann sé næst bezti markvörður Pólverja, en hann gefur ekki kost á sér i landsliðið. 1 liðinu eru ennfrem- ur tveir fyrrverandi landsliðs- menn. Er Janus var spurður að þvi, hvort leikmenn Slask væru at- vinnumenn i handbolta, sagði hann, að þeir væru hermenn, sem ekki stunduðu hermennsku. Léttur og skemmtilegur handknattleikur Eftir þvi, sem við höfum kynnzt af pólskum handknatt- leik, vitum við, að hann er yfir- leitt léttur og skemmtilegur. Það er einnig vitað, að Slask leikur fastan varnarleik, svo aö jafnvel má búast við stymping- um annað kvöld. Er Janus, landsliðsþjálfari var spurður að, hvort liðið hann teldi sigurstranglegra i leiknum annað kvöld, sagði hann, að sjálfsagt væri Slask sterkara en FH, en sennilega yrði litill markamunur i leiknum hér heima. FH-ingar buðu Pólverjunum að leika báða leikina hér heima, en þeir afþökkuðu það boð, höfðu heyrt um frammistöðu FH i Evrópukeppninni. Auðunn óskarsson meö á ný. Þess má geta, að Sæmundur Stefánssön meiddist nýlega og getur ekki tekið þátt i leiknum annað kvöld. Auðunn Óskars- son, sá gamalreyndi handfcnatt- leiksmaður, féllst á það að taka stöðu hahs i leiknum, en Auðunn er í góðu formi um þessar mundir. Auðunn hefur verið frá keppni i meistaraflokki i rúmt ár, en annað kvöld mun hann leika sinn 250. leik með FH. Dómarar verða danskir, Thomasen og Wöhlk. Forsala aðgöngumiða verður ' i Iþróttahúsinu i Hafnarfirði i dag frá klukkan 17-21. Menn eru hvattir til að notfæra sér forsöl- una til að forðast biðröð við Laugardalshöllina annað kvöld, þvi vafalaust munu margir ætla sér að sjá þennan spennandi leik. —ATA W J!5t XJrtj • jStEa 1 i á \ P A H-F X 49 t.: \4/f 1J Æ fé •, Stofnendur Knattspyrnufélagsins Hauka. Fremriröð fr. v.: Jón Halldórsson, Þórður Guðbjörnsson, Bjarni Sveinsson, Magnús Kjartansson, Karl Auðunsson fyrsti formaöur fél. Aftari röð fr. v.: Sófus Bertelsen, Sigurgeir Guðmundsson, Jens Sveinsson, Hallgrimur Steinsson, Jó- hannes Einarsson, Helgi Vilhjálmsson, Geir Jóelsson. A myndina vantar Óskar A. Gfslason. Haukar með veg- legt afmælisrit Knattspyrnufélagið Haukar i Hafnarfirði hefur nýlega gefið út veglegt afmælisrit, en félagið er 45 ára á þessu ári. Það er þvi vel við hæfi, að hið langþráða mark Haukanna, að koma sér upp eigin iþróttahúsi, er nú i sjónmáli. Félagsheimilið hefur verið tekið i notkun og skammt i það, að i- þróttahúsið verði tekið til al- mennrar notkunar. Samvinnutryggingar sigruðu í firmakeppni Bridgefélags Borgarness Upphafið að stofnun knatt- spyrnufélagsins Hauka var það, að þrettán dregnir komu saman i húsi KFUM i Hafnarfirði þann 12. april 1931, til að stofna iþrótta- félag. KFUM-mennirnir Jóei Ing- varsson og Friðrik Friðriksson aðstoðuðu drengina dyggilega. Nýlokið er firmakeppni Bridgefélags Borgarness, en hún er einmenningskeppni og jafnframt einmenningsmeist- aramót félagsins. Bridgefélag Borgarness á nú 25 ára afmæli og er ætlunin að efla starfsemi þess mjög og minnast á ýmsan annan hátt þessara timamóta. Það kom sér þvi ákaflega vel, að hvorki meira né minna en 54 fyrirtæki og einstaklingar styrktu nú félagið með þátttöku i firmakeppninni og kann félag- ið þeim öllum sérstakar þakkir. Hér var um þriggja kvölda út- sláttarkeppni að ræða og voru 26 firmu i úrslitum. Keppt var um veglegan farandbikar. Orslit urðu sem hér segir: 1. Samvinnutryggingar — Unnsteinn Arason, 62 st. 2-3. Agúst Guðmundsson — Jórunn Bachmann, 60 st. 2-3. Otibú K.B. — Jenni ólason, 60 st. 4-5. Verkfræðist.Sig.Thorodd- sen Guðjón Karlsson, 56 st. 4-5. Steinar og Jóhann — Guðmundur Arason, 56 st. 6. Vinnustofa Þóris — Jón Einarsson, 54 st. 7. Loftorka s.f. — Magnús Þórðarson, 53 st. t keppninni um einmennings- meistaratitil félagsins réði samanlagður árangur allra þriggja kvöldanna úrslitum og urðu þau þessi: 1. OrnSigurbergsson 170 st. 2. Jenni Ólason 161 st. 3. Jón Einarsson 160 st. 4. Jórunn Bachmann 158 st. 5. Haraldur Jóhanness. 157 st. 6. GuðjónKarlsson 155 st. 7. Unnsteinn Arason 155 st. Næsti þáttur i vetrarstarfi Bridgefélags Borgarness er tvi- menningsmeistaramót félags- ins og stendur það væntanlega fram yfir áramót. Núverandi formaður félags- ins er Guðjón Pálsson. Fyrsti iþróttavöllurinn var formlega tekin i notkun 7. Júli 1931. Fuglaheiti voru greinilega i miklu uppáhaldi hjá Hafnfirðing- unum i þá daga, þvi þau nöfn, sem helzt komu til greina voru öminn Ernir og Haukar. Fyrsti aðalfundur félagsins var haldinn i KFUM-húsinu þann 6. september '31 i sjöundu grein laga félagsins, sem samþykkt voru á fundi þessum segir: Leik- svæði félagsins er heilög grund, þar sem ekkert ósiðlegt i oröum og athæfi má eiga sér stað. —ATA

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.