Alþýðublaðið - 17.11.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 17.11.1976, Blaðsíða 14
14 LISTIR/MENNING Miðvikudagur 17. nóvember 1976 Vetrar- mót Skákfélagsins Mjölnis Tefldar hafa verið 3 umferðir i Vetrarmóti Mjölnis. Mótinu er skipt i 9 riðla og eru keppendur i þeim alls 93. í fjórum sterkustu riðlunum er teflt á mánudags- kvöldum i Fellahelli, en á laugar- dögum i hinum. A-riðil skipa eftirtaldir: Ingi R. Jóhannsson, Ingvar Asmundsson, Björgvin Viglundsson, Jónas Þor- valdsson, Þórir Ólafsson, Bragi Halldórsson, Asgeir Þ. Arnason, Haraldur Haraldsson, Ami B. Jónasson og Guðlaug Þorsteins- dóttir. Guðlaug vann sér rétt til þátttöku með sígri i B-riðli i fyrra. Meðal keppenda i B-riðlinú eru Bjarni Magnússon, Benedikt Jónasson, Bragi Björnsson og fleiri kunnir meistarar. 1 þessari viku er sovézki stór- meistarinn Taimanov væntanleg- ur, en hann mun dvelja hér næstu sex mánuði að minnsta kosti og þjálfa skákmenn á vegum félags- ins eins og kunnugt er. Kostnaður vegna dvalar hans verður all verulegur og er sifellt unnið að fjáröflun og leitað leiða til úr- lausnar i þeim efnum. Meðal ann- ars verður á næstunni gefið út skákblað, en i það rita margir á- gætir skákmenn, efnt verður til happdrættis og haldin verða hraðmót. A fimmtudagskvöldum kl. 20 er Mjölnir með ,,15-minútna” mót i Skákstofunni við Hagamel, en slik mót þykja mjög vinsæl, og er þátttaka yfirleitt góð. Rauði krossinn heldur Námskeiðið verður haldið i kennslusal RKl að Nóatúni 21 i Reykjavik og verður þátttaka takmörkuð við 15manns. Einkum er þess vænzt að þeir noti sér þetta tækifæri, sem ekkihafa sótt námskeið af þessu tagi fyrr. Sér- fræðingur frá Norska Rauða Krossinum hefur gert áætlun fyrir námskeiöið og verður hann kennurum til aðstoöar i þvi. Aðrir kennarar verða islenzkir. Margar af deildum Rauða Krossins hafa haft það sem sér- verkéfniað kaupa og jafnvel reka sjúkrabifreiðir. Vegna þessa hefur RKl efnt til nokkurra nám- skeiða fyrir sjúkraflutningamenn á undanförnum árum, m.a. i Reykjavik, á Akureyri og Eski- firði. Á þessum námskeiðum hef- ur aðallega verið fjallað um ýms- ar hliðar sjúkraflutninga og slysahjálpar. Þá hafa þátttak- endur rætt margvisleg vandamái sem upp koma, svo sem fjarskipti og vetrarakstur. A námskeiðinu 26.-28. nóvember verður svipað efni tekið fyrir, en aðstoð norska sérfræðingsins mun gefa tækifæri til að kynnast ýmsum tækninýj- ungum á sviði sjúkraflutninga. Nýjar bækur: ■ ■ Jfe-, m ■ ... .: ■ ;<v * í ^ 1 " X v ' -í'v ' í v ; ' ’ " , ?‘ ' 'ffi HJARTA MITT HRÓPAR Á ÞIG Hörpuútgáfan á Akranesi hef- ur sent frá sér nýja bók eftir danska rithöfundinn Erling Poulsen. Þessi bók hefur verið gefin út viða um lönd og þykir ein af allra mest spennandi bók- um þessa vinsæla höfundar. Hún hefur verið endurprentuð mörgum sinnum i Danmörku og alltaf selzt upp. Sagan gerist að hluta i Aga- dir, þar sem jarðskjálftar og flóðbylgja orsökuðu miklar hörmungar 29. febrúar 1960. Ast og dularfullir atburðir fylla sið- ur bókarinnar. Islenzkir lesendur þekkja bækur Erling Poulsen, þvi að nokkrar þeirra hafa áður komið út á islenzku. Bók þessi er hin fyrsta i nýjum bókaflokki Hörpuútgáfunnar. Skúli Jensson þýddi bókina. Prentverk Akraness hf. hefur annazt prentun og bókband. Káputeikningu gerði Hilmar Þ. Helgason. Maggi Mýslingur eftir Richard Scarry i þýðingu Lofts Guðmundsson- ar. Litil bók handa litlum börnum með stórum myndum og stutt- um sögum. Bókaútgáfan örn og Oriygur hefur gefið út fallega litmynda- bók eftir hinn heimskunna barnabókahöfund Richard Scarry. Nefnist hún Maggi Mýs- lingur og er þýdd af Lofti Guð- mundssyni. t bókinni eru 11 stuttar sögur með stórum lit- myndu,. Sögurnar heita: 1 sveitinni, Láttu Uglu mömmu kenna þér að telja, Dóri á drátt- arbátnum, Göltur bóndi, Arstið- irnar fjórar, Sorgbitni hestur- inn, Brúðuhúsið hennar Helgu litlu, Kurteisi hvolpurinn, Keli kettlingur á fiskveiðum, Grisinn sem var óánægður með rófina á sér og Kalli kanina. FLETTI- MYNDA- BÆKUR fyrir yngstu börnin. Bókaútgáfan örn og örlygur hefur gefið út tvær nýjar Fletti- myndabækursem ætlaðar eru 3- 7 ára börnum. 1 fyrra komu út tvær fyrstu Flettimyndabæk- urnar og seldust þær strax upp. Þær sem nú eru nýútkomnar heita: Á STRÖNDINNI og í DÝRAGARÐINUM, en báðar bera þæryfirskriftina SKOÐUM MYNDIR SEGJUM SÖGUR. 1 bókunum er enginn lesmáls- texti þvi börnunum er ætlað að semja sögurnar sjálfum. Lítil börn hafa yndi af að semja og segja sögur, og þau vilja láta hlutina hreyfast,svo að eitthvað gerist. I hvorri bók eru 24 lit- myndaspjöld, sem hægt er að fletta og raða saman i sögu- myndir á 2400 vegu. Myndirnar eru gæddar lifi og fjölbreytni. Þar eru dýr og fuglar, tré og blóm, skúraský, sólskin og sjór. Bækurnar Skoðum myndir segjum sögur veita börnunum ómældar ánægjustundir og þroska jafnframt skynjun þeirra, auka orðaforða og þjálfa athygli, hugmyndaflug og mál- beitingu. MINNING FRÚ ELÍNBORG LARUSDÓTTIR rithöfundur andaðist 5. nóv. s.l. og var jarðsungin frá Hall- grimskirkju 12. þ.m. á 85 ára afmælisdegi sinum. Þar er gengin merk kona Gg lim margt mikilhæf. Hún er og verður þjóðkunn, sem einn afkasta- mesti rithöfundur okkar. 1 verk- um sinum lýsir hún aidar- háttum i islenzku þjóðlifi og þá ekki hvað sizt þeim mannanna börnum sem voru umkomulaus og snauð, fólki, sem ekki féll inn i „kerfi” sins tima. Jafnframt varhini bókum sín- um ótrauður boðberi sinnar trúar um framhaldslif eftir dauðann og ýmissa dulrænna fyrirbrigða. Allt þetta þekkja hennar mörgu lesendur, og þarf ekki að ræða það nánar. En frú Elinborg kom viðar við. Hún var vei verki farin i öll- um algengum störfum og hag- leikskona við handavinnu. Hún var fram til siðasta stjórnsöm og hagsýn húsmóðir og kunni vel að taka á móti gestum. 1 Þó heimili henna,- og sr. Ingi- mars Jónssonar, hins gáfaða og vinsæla manns, væri lengst af umsvifamikið, þá gaf frú Elin- borg sér lika tima tii að sinna félagsstörfum. Það er einmitt á þvi sviði sem ég vil ekki láta hjá liða að tjá henni þakkir minar og margra ann- arra. I mörg ár var hún gjald- keri i stjórn Kvenfélags Alþýðu- flokksins i Reykjavik og þvi starfi gegndi hún af þeirri kost- gæfni sem henni var lagin. í öllu lét hún sér annt um hag og heill félagsins, og órofa tryggð hélt hún við nánustu samstarfskonur sinar. Þvi þótti okkur vænt um hana. Nú þrátt fyrir háan aldur hennar og vanheilsu, finnst okk- ur skarð fyrir skildi við fráfall hennar. Ég vona einlæglega, að frú Elinborg verði að trú sinni um lif eftir hérvistar dauða. Sé sú raunin á, efa ég ekki, að i þvi nýja lifi verður hún sett til mik- illa starfa. Soffia Ingvarsdóttir. Tækni/Vísindi í þessari viku: Lækning með rafsegulbylgjum 2. ■. c\a- _ á „w\\\ 1 7aa-2 r x ÆSH Nýtizku rafsegullækningar byggjast á útvarpsbylgjum, sem sendar eru út á lengri bylgjum geislasviðsins. V08 : ^ Mri Geislunin er ekki stöðug, heldur er visst geislamagn sent út með ákveðnu millibili. Virk geislun getur varað frá 0.5% og allt upp i 3.9% þess tima sem geislatækið er i notkun. Sú aðferð, s,em hér hefur verið lýst kemur i veg fyrir að vef- urinn sem lækna á ofhitni, likt og myndi ske ef notuð væri stöðug geislun á styttri bylgju- lefngdum. Læknar viðs vegar um heim * hafa miklað ágæti þessarar aðferðar og sagt hana gefa góðan árangur, jafnvel þótt þeir séu ekki vissir um hvað i raun á sér stað-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.