Alþýðublaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 2
2 STJÚRNMÁL Miðvikudagur 1. desember 1976 œ*- tJtgefandi: Alþýðúflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaóur: Árni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aösetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. Björn Jónsson, forseti Alþýðusambands Islands, sagði í raeðu sinni við setningu Alþýðusam- bandsþingsins, að nú væri tímabil varnarbaráttu ’ verkalýðshreyfing- arinnar lokið og sókn haf- in til að rétta hlut verk- alýðsstéttarinnar allrar, en þó fyrst og fremst þeirra, sem nú búa við skarðastan hlutinn. En Björn lagði á það ríka áherzlu, að sú sókn, sem nú þyrfti að hef jast krefðist þess, ef hún ætti að reynast sigurvænleg, að meginstefnan og markmiðin yrðu sam- eiginleg og að öll aðildar- samtök og félög innan ASÍ sæktu þar fram í einni fylkingu. — Sú ein- ing, sem nauðsynleg væri útheimti það, að samtök- in væru trú grundvallar- hugsjónum verkalýðs- hreyf ingarinnar um gagnkvæman stuðning í allri baráttu. Menn þyrftu að sýna tillitsemi og þá allra frekast í því, að leggja sérstaka áherzlu á að styðja þá sem verðbólgan og kaup- ránið hefur leikið allra verst og búa nú við bág- ust kjörin. Björn Jónsson ítrekaði enn þessa skoðun sína með því að segja: „Þar við liggur bæði sæmd okkar og framtíð að sam- tök okkar geti staðið ein- huga að því að lyfta lægstu laununum, sem nú viðgangast, uppúr þeirri smánarlegu stöðu, sem þau nú eru i, og ekki síður að tryggja viðunanlega lausn á kjörum ellilíf- eyrisþega og öryrkja." Öllum má Ijóstvera, að með þessum orðum er Björn Jónsson að leggja áherzlu.á að ASÍ-þingið verði ekki vettvangur stjórnmálalégra illdeilna og hrossakaupa, heldur vinnuþing, þar sem tekin verður einhuga og ákveð- in afstaða til þeirrar kjarabaráttu, sem fram- undan er og snýst aðal- lega um það að bæta kjör þeirra, sem lægst launin hafa. Þar við liggur bæði sæmd og framtíð Alþýðu- sambands islands. Þar við liggur bæði sæmd og framtíð ASl Við Efnahagsbandalagið er ekki um neitt að semja Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherra, sagði á fundi í Reykjavík í fyrra- kvöld, að allir brezkir togarar færu út úr 200 mílna landhelginni í dag. Ekki væri fótur fyrir þeim fullyrðingum, að teknar hefðu verið ákvarðanir um gagn- kvæm veiðiréttindi Islands og Efnahags- bandalagsins, og kvað ráðherrann litlar líkur á því að svo yrði. Ráðherr- ann sagði ástæðulaust að tortryggja þessi orð sin, hann segði satt og rétt frá. Það ber að fagna þess- ari yf irlýsingu utanríkis- ráðherra, og treysta því að brezkir togarar komi ekki inn í íslenzka land- helgi á ný vegna ein- hverra samninga, sem kunna að verða gerðir við Efnahagsbandaiagið fyrir jól. — Eins og fram kom í ræðu Jóns Ármanns Héðinssonar á þingi fyrir skömmu er það af- dráttarlaus skoðun Alþýðuf lokksins, að veið- um brezkra togara hér við land sé nú lokið. Islendingar geta lifað án síldveiða í Norðursjó og karfaveiða við Græn- land, en hagur þeirra gæti orðið býsna bágborinn, ef þorskstofninn yrði að engu gerður. Þess vegna er ekki um neitt að sem ja við Efnahagsbandalagið. Hins vegar má aðgæta hvernig aðstæður verða að þremur til f imm árum liðnum, og ekki nema sjálfsögð kurteisi að taka málið þá upp á ný, ef ein- hverjar breytingar kynnu að hafa orðið á núverandi ástandi. Efnahagsbandalagið færir landhelgi sína út í 200 milur 1. janúar næst komandi. Það er því spurning hvort forsendur samninga Islendinga við Vestur-Þjóðverja og Belga eru þá ekki brostn- ar, og að ríkisstjórnin geti gert kröf u til þess að þeir hverf i með togara sína af Islandsmiðum. — Þá fyrst er ástandið viðun- andi, þegar Islendingar einir njóta sinnar fisk- veiðilandhelgi. —ÁG— Vangaveltur um gufumagn í Kröflu EIN- DÁLKURINN . Erindreki Jóvinarins • Dagblaðið er oft ómyrkt i máli Jum ráðherra stjórnarinnar, hvort • sem flokksbræður blaðsins eiga i •hlut eða framsóknarmenn. I Jfyrradag fjallar forystugrein Jblaðsins um Matthias Bjarnason • sjávarútvegsráðherra undir Jfyrirsögninni: Stórhættulegur • ráðherra. • Þar er fjallaö um hvernig ráð • herrann hundsaði álit islenzkra J visindamanna um fiskistofna á • Islandsmiðum með órökstuddu J orðbragði, bandar frá sér vopni • semHafrannsóknarstofnunin • réttir honum fyrir viðræðufund- • ina við sendimann EBE og snýr • þvi i staðinn upp i vopn handa jBretum og bandalaginu. Blaðið • segir m.a,: J Áður hefur verið bent á, hversu • alvarlegt sé, er ráðherra slær J fram gersamlega órökstuddum • fullyrðingum um gildisleysi J skýrslna Hafrannsóknastofnun • arinnar og litilsvirðir um leið J visindamenn, sem njóta alþjóö- • legrar viðurkenningar einmitt á J þvi sviði, sem tillögur þeirra • fjalla um. Hvar annars staðar J ætlar ráöherrann að fá upplýsing- • ar um ástand þorskstofnsins? 2 Kannski frá formanni félags • brezkra togaraeigenda?. J Frumhlaup Matthiasar Bjarna- • sonar er mesta ráðherrafrum- • hlaup siðustu ára. Menn eru 2 vissulega agndofa yfir ummælum • hans. 1 einni málsgrein fer hann • hamförum, hafnar hinni beztu • visindalegu ráðgjöf sem völ er á, • færir Efnahagsbandalaginu • hættulegt vopn i hendur og gerir • sig persónulega ábyrgan fyrir • hugsanlegri ofveiöi á þorski á ís- • landsmiðum á næstu árum. Fyrr • má nú vera ofurmennið. Þungar fórnir Hörmulegar fregnir beéast nú af slysum i umferð höfuðborgar- innar og reyndar utan af landi einnig. Ætla mætti aö nógu miklu væri þegar fórnað á altari „frjálsrar umferðarmenningar” og biladýrkunar. Hér i blaöinu hefur nýlega verið birt álit lærðra manna og leik- manna um umferðarmál og varn- ir gegn slysum og bent á að engin leið sé til sem komi i veg fyrir ógnir umferðaslysanna aörar en þær að herða allt eftirlit með um- ferð og margefla umferðar- fræöslu. Þaö er einmitt þetta tvennt sem er brýnast. En vegna framtiðar- innar verður lika að marka heildarstefnu i samgöngumálum, sem miðast að þvi aö: 1) Flokka forgangsumferð og einkaumferð, — svo sem vegna skattlagningar og annarra ráð- stafana. 2) Sjá öllum landshlutum fyrir öruggum samgöngum árið um kring. 3) Nýta innlenda orku sem mest til samgangna. 4) Koma hér á öruggri og skað- lausri umferðarmenningu, sem þjóni öllum almenningi en kosti ekki þungbærar fórnir. Takist okkur slikt mun þaö veita öörum þjóðum fordæmi, sem mun halda nafni Islands á lofti. —BS Isleifur Jónsson forstöðumaður jarðboranadeildar Orkustofnunar •æðir i nýútkomnu fréttabréfi Verkfræðingafélags tslands um nugsanlegar orsakir litils gufu- magns i Kröflu. Hann leggur þar fram spurninguna hvernig á þvi standi, að engin af hinum sex borholum, sem fullbúnar ættu aö vera, hafi gefið þau meðalafköst sem vænzt var. 1 viðbót við það hafi aðeins þrjár þessara hola gefið svo mik- ið, að það svari kostnaði að virkja þær. tsleifur upplýsir, að þaö hafi komið i ljós við borun, að bergið sé oröið mjög ummyndað vegna gegnumseitls heits vatns, og það muni vera orsök gufufátæktar- innar. Hann bendir á,að hiö um- myndaða berg hafi trúlega misst burðarþol sitt, svo flestar sprung- ur hafi sigið saman undir eigin þunga bergsins, það hagi sér eins og hnoðleir og þjappist saman i massa. Þvi gæti bergkvika, sem treöur sér undir svæöið, valdið samþjöppun bergmassans neðan til, svo aö hann lyftist og springi ofantil. Hér gæti verið aö finna ástæðuna til þess, aö einmitt þar, sem jarðrisið hefur verið mest, hafi efstu 300 metrarnir oft reynzt lekir. Þá geti og minni þungi bergsins i efri lögunum eða sprungumyndun þar vegna lyftingar neöan frá, valdið meiri vatnsleiðni i efstu jarðlögunum. Sé hinsvegar svæðið orðið litið vatnsleiðandi vegna ummyndun- ar og samþjöppunar, sé tilgangs- litið að bora fleiri holur á þessu svæði. Nærtækasta skýringin á hegöun holu KJ-7 sem ástæða þótti til að ætla aö gæfi 7-8 MW orku, en féll niður í 3 MW á einum sólarhring, sé lokun vatnsæða við hitun. Skrið fjallshliöarinnar telur ts- leifur styðja hugmyndina um burðarþolsmissi bergsins, sem hagi sér þá likt og pkastiskur massi, en ekki hart hraun. Skekk- ing á holum hafi einnig orðiö áður t.d. i Vestmannaeyjum, meðan nýja hrauniö var enn á hreyfingu. Svo mörg eru þau orð. Ritstjórn Alþýðublaðsins er í Síðumúla 11 - Sími 81866

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.