Alþýðublaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 1
I 1 ( \* Engin hækkun á landbúnaðarvörum í dag Nokkur atriði sem þarf að skoða betur, segir landbúnaðarráðherra Það verður engin verðhækkun á landbún- aðarafurðum þann 1. desember, eins og gert var ráð fyrir, sagði Agnar Guðnason hjá Framleiðsluráði land- búnaðarins, þegar Al- þýðublaðið hafði sam- band við hann i gær. Hið nýja verð á landbúnaðar- vörunum átti að taka gildi á morgun, þ.e. 1. desember, þar sem siðasta hækkun varð 1. september siðastliðinn. Hefði mátt gera ráð fyrir að hækk- unútsöluverðs yrði á bilinu 6-8, sem reiknaðist inn i verðlags- grundvöll búvara. Eftir hádegi i gær kom rikis- stjörnin saman til að ræða mál- ið, og þá var ákveðið að engin veröhækkun yrði aö svo stöddu. Hins vegar hyggst rikisstjórnin taka verðhækkunina aftur til umfjöllunar næstkomandi þriðjudag, en verð á landbúnað- arvórum, verður semsagt óbreytt til þess tima. Alþýðublaðið náði tali af Hall- dóri E. Sigurðssyni landbúnað- arráðherra og sagði hann að ekki væri búið að ganga endan- lega frá verðhækkuninni enn. ,,Það eru ýmis atriði, sem þarf að skoða betur, áður en nokkuð er ákveðið, sagði ráð- herra, og þvi verður engin hækkun á landbúnaðarafurðum að svo stöddu. —JSS Setinn bekkurinn á Keflavíkurflugvelli: FJÓRAR RISAÞOTUR A VELLIN- - auk fjögurra íslenzkra þota Undanfarna daga hafa nokkrar jumbóþotur frá er- lendum f lugfélögum komið við á Keflavikurflugvelli til að kaupa eldsneyti. Astæðan er sú, að einhvers konar hæga- gangsaðgerðir eru i gangi á Lundúnaflugvelli og þvi erfitt að fá eldsneytiþar 1 gær gerðist svo það, að fjórar slikar flugvéiar voru samankomnar á Keflavikur- flugvelli, og hafa þær aldrei ^____ verið þar fleiri i einu, að sögn Boga Þorsteinssonar, flugum- ferðarstjóra. Auk þess kom sú fimmta siðar um daginn, en þá var ein hinna farin. Einnig voru þarna staddar Boeing- þotur Flugfélags tslands og tvær DC-8 þotur frá Loftleið- um, þannig að bekkurinn var þétt setinn þar syða. Nokkur vandræði eru með að koma fólki frá þessum risa- vélum, þar sem ekki eru til nægilega langir stigar fyrir þær á flugvellinum og verður að nota venjulega stiga með framlengingu. Hins vegar tjáði Bogi okkur, að litið hefði verið um að farþegar þessara véla færu inn i flughöfnina, þar sem timínn, sem þvi gefst til þess, er svo stuttur. Lendingargjöld fyrir er- lendu vélarnar einar munu hafa verið um ein milljón króna. —hm. MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER |MtstJ6rn Sföumúla II - Sfml Múrarafélagið mót- mælir misrétti og valdaníðslu ASI - telur slík vinnubrögð ekki hæfa samtökum launþega Múrarafélag Reykjavikur hefur samþykkt að mótmæla harðlega misrétti og valdniðslu, sem mið- stjórn ASÍ hefur sýnt gagnvart inntökubeiðni Múrarasambands ís- lands i ASÍ frá 18. sept. 1973. Inntökubeiðnin hefur ekki fengist afgreidd fyrr en 18. nóv. 1976, og þá er beiðninni hafnað á þeirri forsendu að hún stangist á við lög ASI. Múrarafélagið telur þar tylliástæð ella hefði hún átt að koma fram strax og leggjast tafarlaust fyrir félagsdóm. Múrarafélagið itrekar einnig mótmæli félagsfundar frá 29. nóv. 1972 vegna þeirrar ólýð- ræðislegu meðferðar sem kjör- bréf fulltrúa Múrarafél. Rvk. fengu á 32. þingi ASI 1972, sem leiddi til þess að fulltrúar fé- lagsins gengu af þingfundi eftir að hafa setið á þriðja dag án at- kvæðisréttar. Slik vinnubrögð eru ekki sæmandi hjá þeim aðilum sem stjórna heildarsamtökum laun- þega i landinu, segir i frétt frá Múrarafélaginu. —AB Sterkur Nú hefur Alþýðusambands- þing staðið i tvo daga. Setn- ingarfundurinn fór fram i Há- skólabiói i fyrradag. Það var- virðuleg athöfn þar sem jafn- framtvar fluttur stefnumark- andi boðskapur. Kjarninn i stefnuræðu for- seta Alþýðusambandsins var sá, að nú væri nóg komið. Verkalýðshreyfingin hefði reynt að koma til móts við við- semjendur sina, atvinnurek- endurog rikisvald. Þetta hefði þvi verið varnarbarátta. Björn Jónsson sagði að nú væri þessari varnarbaráttu lokið. Frámundan væri sókn og verkalýðshreyfingin mundi standa einhuga að þvi að lyfta lægstu launum upp úr þeirri smánarlegu stöðu sem þau væru i. Forseti Alþýðusambandsins sagði: „Mikilvægasta verk- efni þessa Alþýðusambands- þings hlýtur að vera það, að fjaila um þá stórfelldu lifs- tónn frá kjara-og launaskerðingu, sem orðið hefur hjá islenzku verkafólki til sjós og lands á siðustu tveim, þrem ,árum. Einnig að undirbúa gagnsókn verkalýðshreyfingarinnar fyrir endurheimt þess, sem af henni hefur verið hrifsað sið- ustu árin og sem varnarbar- átta hreyfingarinnar hefur ekki megnað að hindra á þessu timabili.” Það verður varla sagt að það andi hlýju frá forystu Al- þýðusambands Islands til rikisstjórnarinnar, enda engin ástæða til. Meðal fulltrúanna er einnig megn óánægja með stanzlausa lífskjaraskerðingu og stjórnleysi i fjármálum. Það má þvi ef til vill segja að verkalýðshreyfingin hafi sýnt langlundargeð. Nú verður ekki annað séð en að verkalýðshreyfingin hygg- ist gripa til sinna ráða og krefjist þess að vinnandi fölk fái greidd viðunandi laun. Þetta er tónninn, sem al- menningur hefur fengið frá Alþýðusambandsþingi að heldureinnig af þeim umræð- Sjá fréttir af þinginu bls. 8 þessu sinni, ekki aðeins af um, sem fram hafa farið á og 9. setningarræðu forseta ASl þinginu þessa tvofyrstu daga. b.J. Alþýðusambandsþingi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.