Alþýðublaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 11
£;%%%**’ Miðvikudagur 1. desember 1976 ÚTLÖND 11 GERT VAR ÚT UM ÖRLÖG AUSTUR- TIMOR í SÖLUM ÁSTRALSKA ÞINGSINS i júlí síðastiiðnum var austurhluti eyjunnar Timor formlega gerður að 27. héraðinu í eyrikinu Indónesíu. Þetta gerðist eftir rúmlega eins árs blóðuga borgarastyrjöld sem hófst að lokinni meira en 400 ára nýlendu- stjórn Portúgala. Ekki tókst indónesiska stjórnarhernum þó að út- rýma sjálfstæðishreyf- ingunni Fretilin. Skæru- liðar f y Ikingar innar halda til í fjalllendi austur Timor. En þeir eru ekki margir, líklega á bil- inu 300-1000. Sérfræð- ingar um málefni Indónesíu telja ólíklegt að frelsishreyfingin muni á næstunni sætta sig við yfirráð stjórnarherranna f Djakarta. Síðasta orustan „Orusta” sú sem endanlega geröi Ut um örlög austur Timor var ekki háð á vigvöllum eyjar- innar, heldur bendir allt til þess aö hún hafi verið háö i sölum ástralska þingsins. t byrjun október siöastliöinn fór hinn hægri sinnaði forsætis- ráðherra Astraliu, Malcolm Fraser, i opinbera heimsókn til Indónesiu. I ávarpi sem hann flutti fuiltrúum indónesiska þjóðþingsins sagöi hann að Astraliumenn myndu ekki skipta sér af átökunum á austur Timor. bað er mikilvægara, sagði Fraser, aö beina sjónum til samskipta Indónesiu og Ástraliu i framtiðinni. bá hét ástralski forsætisráð- herran þvi að Astraliumenn myndu ekki standa gegn Indónesum ef málefni Timor kæmu til umræðu á alþjóðavett vangi, svo sem hjá Sameinuðu þjóðunum. bá sagði Fraser einnig að útvarpsútsendingar FRETILIN frá Norður-Astraliu yrðu þegar i stað stöðvaðar. A meðan heimsókn Frasers til Indónesíu stóð veitti Astraliu- stjórn indónesiska rauðakross- inum 250.000 dollara (ástralska) aðstoö til þess að fjármagna hjálparstarfið á austur Timor. Eftir að Fraser hélt heim úr heimsókn sinni, sögðu talsmenn indónesisku stjórnarinnar að Astralia hefði viðurkennt innlimun Austur Timor i Indón- esiska rikið. t Astraliu rikir sterk samúö með Fretilin samtökunum, ekki ;sist vegna þess að i innrás Indónesa i Austur Timor voru 5 ástralskir blaðamenn drepnir. I umræðum sem urðu I ástralska þinginu neitaði Fras- er þvi staðfastlega að um væri að ræða neina hlutleysisviður- kenningu stjórnarinnar á inn- limun Austur-Timor i Indónesiu. Verkamannaflokkurinn, sem er i stjórnarandstöu, neitaði að taka þessi orð forsætisráðherr- ans gild og bar fram vantraust- tillögu (sem var felld með 83 at- kvæöum gegn 32). Að sögn Whitlams formanns Verkamannaflokksins voru þetta endalok striðsins á Austur- Timor. Astralska rikisstjórnin hefði svikið Ibúa Austur-Timor og með þvi að kalla FRETILIN hreyfinguna kommúnistiska hafði Fraser I raun veriö að mæla innrás Indónesa á Austur- Timor bót. Samviskubit Whitlams bau stóru orð sem Whitlam notar nú eiga ef til vill rót sina að rekja til þess að hann hefur ekki sem bezta samvisku. A meöan borgarastyrjöldin á Austur-Timor stóð, I fyrra, steig stjórn Whitlams (sem varð að fara frá i nóvember i fyrra) aldrei neitt það skref, sem skaö- að gæti stjórn Indónesiu. Whit- lam treysti sér aldrei til þess að viðurkenna FRETELIN opin- berlega. í stað þess réðist Whitlam á Protúgali fyrir að hafa skilið landiö eftir stjórnlaust og gefið það örlögunum á vald. En Portúgalir höfðu um annað að hugsa haustið 1975 en þessa litlu nýlendu hinumegin á hnett- inum. Mikill órói rikti heima fyrir og Portúgalir töldu sig ekki hafa efni á fleiri nýlendu- styrjöldum. bvi var það þegar Indónesr réöust inn I Austur- Timbr að Portúgalir kusu að fylgja sömu stefnu og Astraliu- menn siðar, að viðurkenna yfir- ráö Indónesa yfir Austur-Timor i reynd, en neita þvi að svo væri heima fyrir. Portúgalir viðurkenna innrásina i reynd. A fundi sem haldinn var i Bankok um mánaöamótin júli/ágúst viðurkenndu Portú- galir yfirráð Indónesa yfir Austur-Timor i reynd. Á fundi þessum var 23 portúgölskum hermönnum sem höfðu verið I haldi i Indónesiu frá þvi innrás- in var gerð, veitt frelsi. A þess- um fundi lofuðu Portúgalir að láta af árásum á Indónesiu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. bað er sem sagt margt sem bendir tii þess að Indónesar þurfi ekki að óttast frekari af- skifti utanlands frá, vegna inn- rásar sinnar á Austur-Timor. Eitt af þvi sem styður þessa skoöun er það sem skeði, eða ef til vill heldur það sem ekki skeði á fundi æðstu manna hlut- lausu rfkjanna, sem haldinn var i Shri Lanka i haust. Fundi þess- um lauk nefnilega án þess að nokkur gagnrýni kæmi fram á atferli Indónesa á Timor. Hægri sinnaðir Indó- nesiskir herforingjar ekki ánægðir. Nú skyldi maöur ætla að Indó- nesar væru ánægðir með fram- vindu mála á alþjóðavettvangi, þar eð ekkert riki hefur uppi til- burði til virkra mótmæla gegn innrásinni á Austur-Timor En ekki er sú ánægja almenn. Margir af háttsettustu herfor- ingjunum i varnarmálaráöu- neyti Indónesiu geta ekki leynt sárum vonbrigðum sinum með þaö hvernig aö innrásinni var staðiö. beir vildu ráðast af hörku gegn „hinum kommúnisku upp- ivöðslu seggjum” i indónesískri innrás, sem gerð væri með til- heyrandi brotum og bramli, þar sem hinir fræknustu fengju heiðursmerki og annaö tilheyr- andi. Shuharto forseti var ann- arar skoöunar. Hann vildi reyna að bregða „lagalegum” blæ yfir innrásina. Hann var einkum á móti öllu þvi sem yrði til þess að hann yrði flokkaöur sem sams konar ævintýramað- ur i utanrikismálum og forveri hans Sukarno. Áður en innrásin var gerð hafði Suharto látið utanrikis- ráðherra sinn Adam Malik koma þvi áleiðis til annara rikisstjórna að þær mættu ekki verða hissa þótt indónesiska stjórnin leyfði sjálfboðaliðum, sem hræddir væru um að austur-Timor yrði kommúnista- hreiður, hjálpa bræðrum sinum austur þar i baráttunni við skæruliðasamtökin FRETILIN. bvi var það að margir litu á afskipti indónesa af málefnum Austur-Timor (sem i raun var ekki annað en hernaðarleg inn- rás) sem aðgerðir sjálfboöaliða, sem berðust við hlið lýðræðis- afla á Austur-Timor. Austur-Timor, lokað svæði. Af indónesiskum blööum má marka að Austur-Timor er nú lokað svæði. Ekki einu sinni indónesiskir rikisborgarar fá að koma þangað án sérstakra skil- rikja. „Austur-Timor veröur að njóta friðar meðan unnið er að uppbyggingarstarfi á svæðinu” segja blaðagreinar i Jakarta. Kaflanum um sjálfstæöisbar- áttu ibúa austur-Timor er nú lokið um sinn, og saga eyjar- innar veröur á næstunni sem lokuö bók. I viðtali við blaðamenn sagöi háttsettur embættismaður i utanrikisráðuneytinu aö ekki kæmi til greina að halda þjóðar- atkvæðagreiðslu á Austur-Tim- or, til þess að komast aö þvi hver raunverulegur vilji ibúana er. „íbúarnir eru svo vanþrosk- aðir eftir 400 ára nýlendustjórn Portúgala á eyjunni að sann- gjarnar kosningar eru óhugs- andi. Auk þess myndu slikar kosningar einungis koma af stað óróa meðal ibúanna”. bessi orð embættismannsins má skilja á þann veg að ef til vill séu ibúar Austur-Timor ekki sérstaklega hliðhollir indónesiskum yfir- völdum. Eitt er þó vist, og þaö er aö hinir 600.000 ibúar austur Timor, eða þeir sem lifðu af borgarastyrjöldina eiga vart von á verri meðferð af hálfu indónesisku stjórnarinnar, en þeir hlutu á nýlendutimum Portúgala. —ES Willy Brandt kjörinn forseti Alþjóðasambands jafnaðarmanna Willy Brandt fyrrverandi kanslari Vestur-býzkalands, var nú fyrir skömmu kjörin forseti Alþjóðasambands jafnaðar- manna á fundi sambandsins sem haldinn var i Genf nú fyrir skömmu. Alþjóðasamband jafnaðarmanna eru samtök sósialista og jafnaðarmanna- flokka frá yfir 50 löndum viðs vegar um heim. 1 ræðu sem Brandt flutti þing- heimi gat hann þess, að efla yrði lýðræðislegan sósialisma i heiminum. Ánþess að nefna beint ástandiö i Frakklandi og á Italiu sagði hann að meðlimafélög Al- þjóðasambandsins yrðu að igrunda vel afstöðu sina til hinna óháðu kommúnistaflokka. Brandt sagði að jafnaðarmenn yrðu að hætta að slást við drauga. Heims- kommúnisminn væri alls ekki eins sterkur og áður fyrr, og vert væri að veita þvi athygli að æ fleiri kommúnistaflokkar væru nú reiðubúnir að sætta sig við leikreglur lýðræðisins. Á ráðstefnunni I Genf voru tvö aöalmálin afstaðan til komm- únistaflokkana og deténte stefn- unnar. bá var einnig rædd krafa rikja þriðja heimsins um nýja skipan efnahagsmála i heiminum og einnig voru mannréttindamál á dagskrá. A ráðstefnunni var fyrsti full- trúi Afriku i sambandiö boðinn velkominn. bað var forseti Senegal Leopold Senghor. Margt þekktra manna sat ráð- stefnuna bæöi núverandi og fyrr- verandi stjórnarherrar ýmissa rikja. Meðal þeirra má nefna Joop de Uyl, forsætisráðherra Hollands Mario Soares, forsætis- ráðherra Portúgals, Ytzhak Rab- in, forsætisráðherra tsraels, Harold Wilson fyrrv. forsætisráö- herra Breta og Olof Palme, fyrrv. forsætisráðherra Svia. KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 712(111 — 7 1201 ÍENDUM IARHRINGA unrs Irusson l.iuflaurgi 30 ssmm 10 200 Dúnn Síðumúla 23 /imi 04200 ...— Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðmsíotg Simat 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 Önnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum wpp gomul húsgégn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.