Alþýðublaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 1. desember 1976 VERKALÝDSIMÁL/STJORMMÁL 7 Þorsteinn Pjetursson skrifar: V innulöggj öf in og kommúnistar Eftir að vinnulöggjöfin var samþykkt á Alþingi heyrðist hvorki hósti eða stuna um vinnulöggjöf, og alla tið siðan hafa kommúnistar unað sæmi- lega við núgildandi vinnulög- gjöf. Þeir hafa aldrei þau 38 ár sem lögin hafa verið i gildi gert neina tilraun til þess að fá þau felld úr gildi. Hérerörlitið sýnishorn af við- brögðum kommúnista til vinnu- löggjafar: „Að láta mótmælin gcgn vinnuiöggjöfinni rigna yfir Al- þingi frá öllum verkalýðsfélög- um á landinu.” Og enn segir: „Kommúnistaflokkurinn er eini flokkurinn, sem strax tók ákveðna og skýlausa afstöðu gegn vinnulöggjöfinni. Hann mun telja það öndvegismál sitt, að safna alþýðunni til baráttu gegn þessum þrælalögum, þar til allar tilraunir til að hneppa verkalýðsfélögin i lagafjötra liafa verið brotnar á bak aftur.” Mörg og stór orð en engar at- hafnir. Umþær tillögur sem nú liggja fyrir Alþingi um breytingar á vinnulöggjöfinni, sem allar ganga gegn hagsmunum laun- þega er það að segja, að fram- gang þeirra verður að hindra með öllum tiltækum ráðum. Og það mega atvinnurekendur vita 10 árum áður en hún var lögfest töldu kommúnistar hana óalandi og óferjandi, þrælalög o.s.frv. að slikar breytingar á vinnu- löggjöfinni munu verkalýðs- samtökin ekki láta verða að veruleika, og gæti slik aðför að launþegum orðið til þess að sundra núverandi vinnulöggjöf, sem á sinum tima var gerð, að visu gegn mótmælum kommún- ista, en sem í raun hafa reynst launþegum vel. Það er svo annað mál, að þær leikreglur og þau réttindi sem vinnulöggjöfin tryggði launþegum, hafa marg- sinnis verið þverbrotin með bráðabirgðalögum og gerðar- dómum. j>.p. | Kosningalög og kjördæmaskípan: Hvað hefur raunverulega raskazt frá árinu 1959? Nokkrar umræður eru nú hafnar um hugsanlegar breytingar á kjördæmaskipan. Þessar umræður snúast einkum um tvennt. Annars vegar leiðir til að auka möguleika hins almenna kjósanda til meiri áhrifa á hverjir veljast til setu á Alþingi. Og hins vegar jafnari kosningarétt með tilíiti til búsetu og nýlega hafa flestir þingmenn Reykjavikur og Reykjanesskjör- dæmis flutt á Alþingi tillögu til þingsályktunar um þetta efni, en áður en ég vik að henni vil ég fara nokkrum orðum um fyrra atriðið. Þetta er árgerð 71. Honum hefur aðeins veriö flogið Einn megin galli á núverandi kosningakerfi okkar íslendinga er áreiðarlega sá, að við hverjar kosningar til Alþingis er raunverulega aðeins kosið um 10—15 þingsæti. Fyrir kosningarnar hafa flokkarnir nánast ákveðið, hverjir skipi hin 45—50 sætin. Brýnt er aö breyta þessu. Gefa þarf öllum kjós- endum tækifæri til aö hafa i hverjum kosningum bein áhrif á val allra þingmanna i hverju kjördæmi. Þetta mætti til dæmis gera með þvi, að hverfa frá nú- verandi hlutfallskosningum og taka i þess stað upp persónu- bundnari kosningar. Kjósendur eiga að geta valið á milli manna, sem stjórnmálaflokkur býöur fram og einnig valið menn úr ýmsum flokkum. Þegar núverandi kjördæma- skipan var upp tekin árið 1959 var stigið stórt skref til jöfnunar á kosningarétti meö tilliti til búsetu kjósenda og skiptingar þeirra milli flokka. Núverandi kjör- dæmaskipan er þegar orðin allgróin og hefur að flestu leyti gefist vel, utan það, sem áður hefur veriö minnst á. Innan nú- verandikjördæma hefur myndast margvislegt félagslegt samstarf milli byggðarlaga og tengsl milli manna, sem áður var ekki til að dreifa. Þvi er mjög hæpið að fara Nokkrar athugasemdir í tilefni af tillögum þingmanna Reykjavíkur og Reykjaness nú að hrófla nokkuö viö núverandi kjördæmaskipan I grundvallar- atriðum. Frá þvl að núverandi kjördæmaskipan var tekin upp hefurorðiðnokkur búseturöskun I landinu, en hún er mun minni almennt en látið er I veöri vaka i umræðum um þessi mál og getur ekki ein sér réttlætt, að kjör- dæmunum verði kollvarpað. 1 greinargerð með þingsályktunar- tillögu þingmanna Reykjavikur og Reykjaness eru birtar tölur um þróun ibúafjölda i einstökum kjördæmum frá árinu 1960 til 1974. Þessar tölur sýna, að hlutfallsleg breyting á ibúafjölda kjördæmanna hefur verið sem hér greinir á þessu timabili: Reykjavik 17,07% Reykjanes 68,95% Vesturland 15,77% Vestfirðir-l- 5,39% Norðurland vestra+ 1.47% Norðurland eystra 19,23% Austurland 14,97% Suðurland 15,67% Allt landið 22,18% 1 greinargerðinni segir einnig m.a.: „Þessar tölur leiöa þaö i ljós að gifurlegur munur er á vægi atkvæða eftir kjördæmum. Þannig eru Reykjavik og Reykja- nes í algjörum sérflokki, þar sem miklu fleiri atkvæði eru þar að baki hvers þingmanns en i hinum kjördæmunum. Siðan segir: „Hefur þessi munur vaxið mjög verulega frá þvi á árinu 1960” Þessi staðhæfing er rétt að þvi er Reykjanes varðar en alröng hvað Reykjavik áhrærir. Tölurnar i greinargerðinni sýna, að Ibúum hefur fjölgað mjög svipað, frá 15% til 19% I fimm kjördæmum á þessu timabili, fækkað á Vestf jörðum og Norður- landi vestra, en fjölgað mjög verulega á Reykjanesi. Þaðer þvi aðeins i þessum þremur kjör- dæmum, sem umtalsverð röskun á ibúafjölda hefur átt sér stað. Til að koma þessum málum i svipað horf og var árið 1959 þyrfti þvi aðeins að færa 2 til 3 þingsæti á milli þessara kjördæma, án þess að ég vilji með þessum oröum leggja þaö til. Hér þarrg þvi ekki að gera neinn allsherjar uppskurð á kjördæmaskipaninni til að koma við eðlilegum leiðréttingum fyrir Reykjaneskjördæmi. A áðurnefndu timabili hefur ibúum Reykjavikur fjölgað um 17,07% meðan landsmönnum öllum hefur fjölgað um 21.62%. Þess vegna hefur ekkert haliast á Reykjavik i þessum málum frá 1959, nema siður sé. Og meira að segja hefur Reykjavik frá árinu 1971 átt alls 16 þingmenn i stað 15 áður, þar sem fjögur uppbótar- sæti hafa fallið I hlut Reykja- vikur, en á árunum 1959—1971 voru þau aðeins þrjú. 1 greinar- geröinni meö þingsályktunar- tillögu þingmanna Reykjavikur og Reykjaness er þvi farið með vægast sagt villandi fullyröingar hvað hlut Reykjavikur varðar og er fuil ástæða til að mótmæla svo óvönduðum málatilbúnaði I þýðingarmiklu stórmáli. Akranesi, 25. nóvember 1976 Guömundur Vésteinsson. Rcykjavik: A sfðustu árum hefur Ibúum höfuðborgarinnar fjölgað hægar en landsmönnum I heild. Við siðustu kosningar bættist svo Reykjavik eitt uppbótaþingsæti. Landsbyggðin: Frá þvi núverandi kjördæmaskipan var tekin upp hefur orðið nokkur búseturöskun I landinu, en hún er mun minni almennt en látið hefur verið i veðri vaka. 100000000 kilómetra. Líggur Pér eitthvað á hjarta Hafðu þá samband við Hornið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.