Alþýðublaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 1. desember 1976 VETTVANGUR 5 Mafa lítið í höndunum til að spá um hvar og hvenær jarðskjálftar verða - þó er rétt að vera við öllu búin Fréttir í fjölmiðlum síðustu daga, um að næstu ár megi búast við mjög stórum jarðskjálfta á Suðurlandi, hafa skotið mörgum manninum skelk í bringu. Alþýðublaðið hafði samband við Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðing og bað hann að tjá sig um þessi mál. Ragnar sagöi mál þessi oft hafa verið til umræöu, en hins vegar heföu menn litiö i hönd- unum eins og er til að setja fram ákveðna spá um hvar og hvenær þessi jarðskjálfti yrði. Það væriekki búið að sannreyna neina reglu um með hvað löngu millibili stórir skjálftar yrðu á Suðurlandi og engan veginn væri hægt að segja fyrir um styrkleika hans. Taldi Ragnar liklegt að jarð- skjálftinn færi ekki mikið yfir 7 stig á Richterkvarða, en þvi hefur verið haldið fram i fjölmiðlum að skjálftinn færi að minnsta kosti i 8 stig á Richterkvarða. Þeir któru jarðskjálftar sem mönnum eru hvað minnis- stæðastir af fréttum, i lok 18. og 19. aldar, ollu gifurlegum skemmdum á húsum. Ragnar kvað þó ekki unnt að segja með öryggi um hversu sterkir þeir skjálftar voru. Sennilegt er að þeir stærstu hafi komist yfir 7 stig á Richter. Að búa til þá reglu út frá heimildum um hrunda bæi frá þvi um miðja 12. öld aö skjálftar af stærðinni 7-7 1/2 komi að jafnaði á 50-100 ára fresti er ekki tima'bært. Talið er að torfbæir eins og þeir gerðust hérlendis gætu hafa fallið i stórum stil við jarðskjálfta af Richter stærð 6, væru þeir nálægt upptökunum. Jarðskjálftarnir i lok 18. og 19. aldar gætu þvi hafa verið báðir á hápunkti virknisskeiðs sem kannski stendur yfir i 500-1000 ár. Ragnar taldi að reynslan sýndi þó að þessi mál skyldu vera rann- sökuð itarlega og bezt væri að vera við öllu búinn. Það sem skortir eru undir- stöðurannsóknir, sagði Ragnar. — Hvernig skjálftar koma til meö að virka, hvort meiri hætta er á jarðskjálftatjóni við ákveðnar aðstæður, hvert er væntanlegt timabil á milli stærri jarðskjálfta og liður i jarðskjálftaspá ætti einnig að vera, að finna út hversu oft og hversu mikið tjón er hverju sinni af jarðskjálftum, sagði Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur að lokum. Ótti greip um sig vegna jarðskjálftafréttanna: „Hafði á tilfinningunni að bezt væri að fara strax út” Fréttir i fjölmiölum siöustu daga þess efnis, að búast mætti viö jaröskjálftum næstu daga, ollu þvf aö mikii skelfing greip um sig á meöal ibúa Suöurlands. Attu striðsfyrirsagnir dagblaöa sinn þátt í þvf aö fóik átti von á snörpum jaröskjálftum næstu daga og jafnframt þeim eyöi- leggingu húsa og jafnvel heilia byggöa. Haldiö var fram i blööum og útvarpi aö búast mætti viö allt aö 8 stiga jaröskjálfta hvenær sem er. Er þvi ekki aö furöa þótt allsherjarótti hafi gripiö um sig viöa. A Selfossi tóku menn fréttunum þó meö ró og engin ofboösleg hræösla greip um sig meöal fólks. Eitt voru Selfyssingar þó sammála um, aö sögn starfs- manna sýsluskrifstofunnar, þaö aö fréttir um jaröskjálftana hafi veriö óþyrmilega settar upp. — Maöur haföi á tilfinningunni aö búast mætti viö þessu á morgun og best væri bara aö standa úti og bíða, sagöi starfsmaður sýslu- skrifstofu Selfoss. Energo mun standa við sitt - viðtal við Miodrag Popnavokovitsj. skrifstof ustjóra hjá Energo- projekt Alþýðublaðiö átti viðtal við skrif stof ustjóra Energoprojekt, AAiodrag Popnavokovitsj út af við- skiptum fyrirtækisins við innlenda aðila. „Allt það verk sem við tókum að okkur að vinna verður unnið. Að vísu hefur ýmislegt komið fram, sem við gerðum okkur ekki grein fyrir í upphafi. Sérstaklega hef- ur verðbólgan og óstöðug- leiki alls verðlags hér á landi leikið okkur grátt. En um það tjáir ekki að fást," sagði AAiodrag Popnavokovitsj. Hann sagði að hver einasti eyrir sem Energo skuldaði fyrir vörur og þjónustu hér á landi yröi greiddur upp áður en þeir færu af landi. „Þetta er mikiö fyrirtæki, að taka sig upp með allt hafurtask- iö, enda hefur starfið i heild ver- ið mjög umfangsmikið eins og flestum íslendingum mun kunnugt,” sagöi skrifstofustjór- inn. Hann sagðist gera ráð fyrir að það yrði ekki fyrr en um mitt næsta ár sem þeir væru allir á bak og burt. Þegar blaðam. vék að þvi að einstakar kvartanir hefðu heyrzt frá fyrirtækjum sem Energo hefði haft viöskipti við, sagði skrifstofustjórinn, aö auð vitað hefði ekki alltaf veriö hægt að ynna allar greiðslur af hendi á réttum tima. Sum fyrirtæki eru lika það aðþrengd fjárhags- lega, að smágreiðsludráttur setur allt á annan endann. „En við höfum ekki einir átt sök á þvi að greiðsludráttur hefur orðið af og til,” sagði skrifstofu- stjórinn. Blm.: „Hvað fyrirtæki hafið þið aðallega skipt við? MP.: „Við höfum til dæmis keypt 40 þúsund tonn af sementi frá Sementsverksmiöjunni á Akranesi. Verkfæri, tæki, vara- hlutir og annað þvi um likt er stór liður. Einnig leiga á tækj- um og vélum. Þá kemur matar- kostnaöurinn. Það eru stórar upphæðir. Þetta eru allt svim- andi upphæðir.” Blm.: „Hve margir starfs- menn hafa verið hér frá Júgó- slaviu?” MP.: „Frá þvi við byrjuðum i lok ársins 1973 og til loka ársins 1975 vorum við um 150 þegar flest var. En árið 1976 var okkur bannað af verkalýðssamtökum- Um að hafa þetta marga menn og siöan höfum við verið þetta i kring um 50 talsins frá Júgó- slavíu.” Blm.: „Hvernig er að vinna fyrir Islendinga?” MP.: „Fólk hér er misjafnt eins og annars staðar. Sumir eru betri, aðrir verri, eins og gengurog gerist. En þetta hefur ekki verið neinn dans á rósum og við það fer ekki á milli mála, að við höfum orðiö fyrir veru legu áfalli i sambandi við þessi viðskipti.” __gj Eyjan á litríka sögu - hefur verið bitbein stórvelda 1 viðtali þvi er birt var i gær viö Guðmund Sigvaldason jarð- fræðing, er eyjan Guadeloupe oftlega nefnd á nafn. Guadeloupe erllklega fáum kunn að öðru leyti en þvi, aö nafn hennar lætur kunnuglega i eyrum siðan i sumar, er hún var mjög I heims- fréttum. Sagan segir, að þegar Kristófer Kólumbus var á annarri ferð sinni i „Nýja heiminum”, að hann hafi þá komið til Guadeloupe 4. nóvember 1493. Fyrstu land- nemarnir frá Evrópu tóku sér hins vegar bólfestu á eyjunum þar um slóðir á 17. öld. Það voru Frakkar, komnir frá héruðunum Normandy og Touraine, og komu þeir til Guadeloupe áriö 1635. Viö landnám Guadeloupe urðu kafla- skipti i sögu eyjarinnar. Þá bárust til hennar nýjar tegundir af ávöxtum og grænmeti, nýjar aðferðir viö sykurrækt voru inn- leiddar og það sem meira var. hafinn var innflutningur á ódýru vinnuafli til að annast störfin á plantekrunum: þrælaflutningar frá Afriku. Þegar vegur eyjarinnar iók að vaxa og menn fóru að taka til auðlegðar margra eyjarskeggja, upphófustmikil átök um yfirráð á eynni á milli Frakka og Breta. Bretar gerðu að henni harðar at- lögur og lögðu hana undir sig aö lokum. Árið 1763 var Guadeloupe viðurkennd sem franskt land, en i Frönsku byltingunni náöu Bretar henni undir sig á ný. Frakkar náðu enn undirtökum á eynni og námu úr gildi þrælalögin árið 1794. Sá góöi mann, Napóleon Bónaparte, fyrirskipaöi hins vegar endursetningu þræla- laganna 1802, en 27. april 1848 ákvað stjórn II. lýöveldisins að nema þessi illræmdu lög endanlega úr gildi. Þann 19. marz 1946 var Guadeloupe formlega sett i rikja- samband við Frakkland, en 1974 varð eyjan formlegt „hérað” i Frakklandi og nýtur siðan allra réttinda sem slikt. Frönskumælandi íbúar A Guadeloupe búa um 330.000 manns, þar af 38.000 i aðsetri stjórnarinnar, Basse Terre, og 83.000 i aðalverzlunarborginni Point-a-Pitre. I auglýsingapésa fyrir ferðamenn á Guadeloupe getur að lita eftirfarandi lýsingu á hinum „dæmigerða” eyjar- skeggja og lifinu á eynni - undir kaflanum næturlif. „Guadeloupani er i eðli sinu hamingjusamur maður. Hann hefur taktinn á tilfinningunni, elskar tónlist og dans, og ekkert fellur honum betur i geð en það að hafa það notalegt. Þetta speglast mjög i nætur- lifinu, og sá sem tekur þátt i þvi, þarf ekki að láta sér leiðast. Næturklúbbar og diskótek um alla „Riveriuna” sjá um að eitthvað sé á boðstólum fyriralla. 1 vinalegu andrúmslofti, undir stjörnubjörtum Karabiahimni, áttu kost á þvi að eyða nóttinni i dunandi dansi, hvort sem er á ströndinni eða i laufi skrýddum lundi, við hljómfall bestu hljóm- sveitar eyjarinnar eða nýjustu poppplatna heimsins. Þrátt fyrir að áhugi fyrir öörum dönsum fafi vaxandi svo sem calypso, meringue, pingouin, rampa og reggae, þá er þó hinn þjóðlegi dans vinsælastur ennþá. Þannig má sjá, að margt ber fyrir gests augaö á þessari litlu eyju i Vestur-Indium. Minna varð hins vegar úr þvi að túristar vögguöu sér i lendunum, við undirleik innfæddra siðastiiöiö sumar, en efni stóöu til i upphafi. Stafaði það af fréttaflutningi alþjóölegra fréttastofa, sem fluttu þær skelfingarfregnir um heimsbyggðina, að fjallið La Soufriere myndi þá og þegar sundrast i einni herlegri sprengingu. Þessar fregnir urbu til þess að allir erlendir feröamenn afboðuöu drauma- ferðir sinar til Guadeloupe, enda hafa þeir liklega hugsað sem svo að ekki væri mikið vit i að kaupa sér far til staðar þar sem von væri til þess að vitissprenging leysti þá i frumeindir. Þarna tapaðist eyjarskeggjum þvi margur dýr- mætur dollarinn. —ARH Auglýsingasími Alþýðu blaðsins 14906

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.