Alþýðublaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. desember 1976 i3 Helmingi hærra flutningsgjald fyrir varahluti en bíla: Skipakaup bílainnflytjenda myndu lækka verð bifreiða verulega Hugmyndir bilainn- flytjenda um að kaupa sér eigið bílaskip og flytja vöru sína sjáifir til landsins/ hafa vakið mikla athygli. Þessar sömu hugmyndir komu fram fyrir tæpum tveim - árum, en þá lækkaði Eimskipa- félagið flutningsgjald fyrir bifreiðir um 25%, og uppskipunargjald um 40%. Hins vegar hélzt flutningsgjald fyrir varahluti óbreytt, en ekki hafði verið gert ráð fyrir þeim mögu- leika i hugmyndum innflytj- enda, aö varahlutir yrðu fluttir með skipinu. Hætt var við þessa hugmynd á sinum tima, en nú hefur hún hins vegar skotið upp kollinum aftur, og að sögn Þóris Jóns- sonar forstjóra Sveins Egils- sonar hf., er gert ráð fyrir þvi, að skipið flytji bæði bila og varahluti i þá. Sagði Þórir, að i, dag væri ástandiö þannig, aö' flutningsgjaldiö fyrír var a h.væri 8000 krónur fyrir rúmmetrann, en 4100 fyrir rúmmetrann af bilum. Þórir kvað möguleika á margskonar flutningi fyrir hendi, ef úr kaupum á skipinu yrði, en ákvörðun um þessi skipakaup verður tekin á næstu dögum. Hins vegar vildi hann ekki nefna neinar tölur um sparnað, þar sem ákvörðun hefði i fyrsta langi ekki veriö tekin um kaupin og i öðru lagi myndi liðanokkur tlmi þar til það kæmi til landsins. —hm Bókmennta- verðlaun Norður- landaráðs FUGLASKOTTIS 0G EFTIRÞANKAR JÓHÖNNU FRÁ (SLANDI Fulltrúar i dómnefnd um bókm enntaverölaun Norður- landaráðs hafa valið eftirtalin rit til dómsúrskuröar um verðlaun ársins 1977: Danmörk: Svend Age Madsen: Tugt og utugt i mellemtiden I-II. Jörgen Gustava Brandt: Jatharam, Mit hjerte i Köben- havn, Regnansigt. Finnland: Bo Carpelan: I de mörka rumnen, i de ljusa (1976) Ulla-Lena Lundberg: Kökar (1976). lsland: Vésteinn Lúðviksson: Eftirþankar Jóhönnu (1975) Thor Vilhjálmsson: Fuglaskottis (1975). Noregur:Sigurd Evensmo: Inn i din tid. Knut Faldbaljken: U&r Uar Sweet- fessor. aftenlandet (1974) water (1976). Sviþjóð:P.C. Jersild: Barnens ö (1976) Göran Sonnevi: Det omöjliga (1976). Verðlaununum verður úthlutað á 25. þingi Norðurlandaráðs: Helgingfors 19. febrúar 1977. Slðast hlaut ólafur Jóhann Sigurðsson verðlaunin fyrir ljóöa- bækurnar: Að laufferjum og Að brunnum. Dómnefndina um bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs skipa: Danmörk: Torben Broström lektor. Mogens Bröndsted pró- Finnland:Fil. dr. Kai Laitinen. Sven Willner rithöfundur. tsland: Njörður P. Njarðvik lektor. Hjörtur Pálsson dagskrár- stjóri. Noregur: Dr. philos. Arne Hannevik. Leif Mæhle prófessor. Sviþjóð: Petter Bergman rit- höfundur. Per Olov Sundman rit- höfundur. VETRARFERÐIR TIL TENERIFE Siðast liðinn vetur hófu Flug- leiðir sólarferöir til eyjunnar Tenerife, sem er stærsta eyjan i Kanarieyjaklasanum. Voru farnar þangað sjö ferðir sem alls 608 manns tóku þátt I. I vetur eru svo fyrirhugaðar samtals sex ferðir tilTenerife, og veröur sú fyrsta farin þann 19. desember n.k. Er það jólaferð, sem stendur i þrjár vikur. Væntanlega veröur bryddaö upp á nokkrum nýjungum i ferðunum i vetur. M.a. veröur tekin upp ný ferð, og er þaö sigling meö stóru seglskipi út með eyjunni norðanveröri. A heim- leiðinni er stanzað i fallegri vik, og þar setjast feröalangar að snæðingi. Meöalhitinn I Tenerife það timabil sem feröir Flugleiða standa yfir er um 20 stig. Veröinu er stillt I hóf og fyrir tvo er það frá kr. 65.700 i fimmtán daga ferð. —JSS hugsið um stofnkostnað, rekstrarkostnað og velliðan i rétt upphituðu húsi raf* * .. . hitun býður allt þetta HDHX 3\o 6.0 Mjög hagkvæmt verð -—n pyi i i - . •::.i Hárnákvæmt hitastilli. r ADAX ofnarnir 1 þurrka ekki loft. Yfir 20 mismunandi gerðir. isl. leiðarvisir fylgir Samþykktir af raffangaprófun. Rafmagnsv. rikisins Im |l,„ Q J EF Nafn Til Einar Farestveit & Co hf Bergstaöastræti 10A Reykjavik Ég undirritaður óska ettir bæklingum yfir ADAX rafhitun Heimilisfang. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. 8ÍRGSTADASTR/€TI TOA SÍMAR: 2-15-65 — 1-69-95 Askriftarsími Alþýðublaðsins er 14900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.