Alþýðublaðið - 02.12.1976, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 02.12.1976, Qupperneq 2
2 STJORNMÁL Fimmtudagur 2. desember 1976 asœ- alþýðu- 'titgefandi: Alþýðiiflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aösetur ritstjórnar er i Síðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentnn: Blaðaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánpði og 60 krónur i lausasölu. BRETINN ER FARINN EFTIR 570 ÁR i Nýja annál segir svo um árið 1412: ,,Kom skip af Englandi austur fyrir Dyrhóhraey.Var róið til þeirra og voru fiskimenn út af Englandi." Þetta er elzta íslenzk heimild um fiskveiðar Brefa hér við land. Hins vegar segir í skjölum brezka þingsins frá 1415, að mið enskra fiski- manna væruþurr-ausin og hafi þeir leifað á ýmsa aðra staði á hafinu, unz þeir fundu mið við ísland, þar sem mikil gnægð sams konar fiskjar veiddist. Segir og, að þar hafi þeir stundað veiðar ,,undanfarin sex eða sjö ár" og má af því ætla að þær haf i byrjað ekki síðar en 1408 eða 1409. Síðan eru liðin tæplega 570 ár og gerðust á þeim langa tíma margvísleg tíðindi. Siglingar Breta, sem síðar urðu alráðir á heimsins höfum, höfðu veruleg áhrif á f iskveiðar og utanríkisverzlun islendinga. Innan um fiskimenn komu hingað kaupmenn og sjóræn- ingjar og leiddi af bæði friðsamleg skipti og ófrið, þegar ráns- menn létu greipar sópa um íslenzkar byggðir. Áður en Danakonungar afvopnuðu (slendinga, vörðu þeir hendur sínar, en síðar varð flotaveldi Breta til þess að sjórán lögðust að mestu niður hér um slóðir. Það er vandskýrt, hvers vegna hið vaxandi Bretaveldi, sem lagði undir sig nýlendur um- hverf is jörðina, svo að sól settist aldrei á þær, þótti það ekki ómaksins vert að leggja ísland undir sig, allt frá dögum Hinriks VIII til Napóleonsstyrjaldanna. Um það leyti sem brezk herskip komu hingað til að hrekja Jörund hunda- dagakonung frá völdum, skrifaði yfirmaður þeirra skýrslu til flotaforingja síns i Leith, þar sem hann lýsti þeirri skoðun, að hans hátign Bretakon- ungur mundi hafa meiri útgjölden tekjuraf því að eignast þetta arma land, en auk þess gæti minnsta f leyta þeirra tekið landið, hvenær sem væri. Það fór þó á annan veg. íslendingar hófu frelsis- baráttu og unnu hana smám saman með þunga orða og röksemda, en ekki vopnum. Þegar frelsið fékkst, fylgdi sá böggull, að einvaldsstjórn Danmerkur hafði gert 50 ára samning við Breta um 3ja milna fiskveiði- landhelgi við fsland, og skyldi hún ná inn á f lóa og firði. Hið frjálsa ísland stóð við þennan samning, en hóf þegar eftir lyktir hans baráttu fyrir út- vikkun f iskveiðiland- helginnar. Það var gert þrep fyrir. þrepeftir því, sem framast var talið unnt eftir hinum óljósa þjóðarétti. Heimsveldis- stefnan var að hrynja, nýjar hugmyndir að ryðja sér til rúms. Hið nýja ísland, sem varð alf rjálst lýðveldi ári á undan Ind- landi, hlaut að verða í fararbroddi fyrir baráttu f yrir breyttum haf rétti — ,og hefur verið það. Þegar 200 mílna tand- helgin er orðin að veru- leika, má með sanni segja, að eiginlegri frelsisbaráttu íslendinga sé lokið, hvort það miðast við útfærsludaginn eða þann dag, er síðasti þýzki togarinn fer af miðunum eftir rúmlega ár. Það má þó aldrei gleymast, að erfiðara getur reynzt að varðveita frelsið en að afla þess. Samkvæmt undan- þágusamningi þeim, er ríkisstjórnin gerði við Breta í sumar, átti öllum veiðum brezkra togara innan 200 milnanna að Ijúka á miðnætti síðast- liðnu. I trausti þess að ríkisstjórnin veiti Bretum eða Ef nahagsbandalag- inu ekki enn nýjar veiði- heimildir, má því segja að lokið sé um 570 ára sögu brezkra fiskveiða hér við land. Einnig ætti að vera lok- ið 25 ára nær samfelldri þorskadeilu, með löndunarbönnum og þorskastríðum, er sjálfur brezki flotinn réðst inn í íslenzka landhelgi til að vernda sjóræninga nú- tímans. Frá stjórnartíð Clements Attlee sýndu Bretar viðsýni með þvi að veita fyrri nýlendum sín- um frelsi fljórt og greið- lega. Það er óskiljanlegt, að þjóð sem sleppti tökum á 500 milljón Indverjum á nokkrum vikum, skyldi halda af slíkri þrjózku í fiskimiðin við ísland, sem eru aðeins dropi í haíi efnahagsmála þeirra. Þrátt fyrir allt hafa lengi verið náin og vin- samleg samskipti milli Islendinga og Breta, og viðskipti verða mikil áfram vegna nábýlis. En þorskastríðin skilja eftir mörg sár. Þau sýndu þá hlið á Bretanum, sem fékk hann til að trúa í eina tíð, að þjóð hans væri af Guði gerð til þess að stjórna heiminum. Hvílík gæfa, að við urðum aldrei brezk nýlenda, sem oft gat orðið. Þá hefði Austen Laing getað orðið lands- stjóri hennar hátígnar í Reykjavík. BGr L0KUNAR- TÍMI VERZLANA I DESEMBER 1 desembermánuði er kaupmönnum heimilt að haga opnunartima verslana sinna sem hér segir: Mánudaga til fimmtudaga Föstudaga Laugardaginn 4. des. Laugardaginn 11. des. Laugardaginn 18. des. Þorláksmessu 23. des. Aðfangadag 24. des. Gamlársdag31. des. má hafa opið til kl. 18.00 má hafa opið til kl. 22.00 má hafa opið til kl. 18.00 má hafa opið til kl. 18.00 má hafa opið til kl. 22.00 má hafa opið til kl. 23.00 má hafa opið til kl. Í2.00 má hafa opið til kl. 12.00 Á jóladaginn skulu allir sölustaðir vera lokaðir allan daginn. Lokunar- timinn er þannig ákveðinn i Kjarasamningum og i reglugerð um afgreiðslu- tima verslana i Reykjavik. EIN- DALKURINN Er börnunum fórnað fyrir aðkeypt lífsgæði Jónas Jónsson í Brekku- koti ritar grein i Tímann í gær þar sem hann fjallar m.a. um áhrif morðtóla sem leikfanga á ómótaða barnssálina. Jónas dregur mál sitt saman í fimm aðalatriði, sem hann raðar niður til i- hugunar og glöggvunar. Atriðin fimm eru þessi: 1. Eitt hiö fyrsta, sem alls ekki ætti að leyfa innflutning á, eru leikföng af þvi tagi, sem hér voru umtöluð. Fyrir utan það, aðalatriöi., að þau leiða huga barnsins afvega, þ.e. frá mann- úð og kærleika til ofbeldis- og drápshugleiðinga, mun erlend- ur gjaldeyrir til annars nauð- synlegri þjóö á gjaldþrots- barmi. 2. Herða eftirlit með kvikmynd- um, sem börnum eru ætlaöar, svo og viö sýningar á rayndum, sem bannaðar eru börnum, og draga úr sýningum á hvers- kyns ofbeldi og glæpum I sjón- varpi. Peningasjónarmiða gæt- ir alltof viða. 3. Vinna gegn námsleiðanum i skólum. stytta námstimann, a.m.k. að hausti og vori, leyfa þá, bæöi þeim yngri og eldri, þátttöku i lifrænu starfi i sam- ræmi við atvinnuvegi þjóðar- innar, til kynningar, ánægju og svo tekjuauka fyrir þá, sem nú viröast sveltandi á sinni erfiöu menntabraut. Miða þarf kennsluna strax og alltaf meira en er algengast, við þaö, að nemandinn á að mæta lifinu og lifa þvi starfandi af drengskap og heiðarleik i friði við aðra. 4. Reyna aö gera heimiliö barn- inu meira athvarf en nú er viöa. Samanborið viö þann gæfu- gjafa og þá þjóöarnauösyn, að sinnt sé af alúð uppeldi barn- anna, má þaökallast, sókn eftir vindi fyrir móðurina, að leita sér vinnu utan heimilis, til þess t.d. að geta eignazt nýtt sófa- sett, eða fé fyrir árlegri ferð til sólarlanda, til kaupa á áfengi og tóbaki o.fl. „Mannsæmandi lifi’’ er unnt að lifa án þessa, en ekki þar, sem börnin verða að flýja heimiliö og lenda á „úti- gangi”. 5. Setja ströng viðurlög varðandi innflutning skotvopna, varð- veizlu þeirra og sölu, reglur um byssuleyfi og alla meöferð þessara drápstækja. — Hér eru lagðir fram nokkrir punktar til athugunar. — Ef viðbrögðin gagnvart ofbeldi og öðrum glæpafaraldri á þessum siðustu og varasömustu timum eiga fyrst og fremst aö verða þau, að veita lögreglumönnum okk- ar áhættuþóknun i starfi, má gera ráð fyrir, að ekki dugi minna en þjálfaöur her til aö halda uppi lögum og reglu, meö okkur sjálfum i eigin landi, inn- an fárra áratuga!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.