Alþýðublaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 3
3 b23w‘ Fimmtudagur 2. desember 1976 stofnunar Orkustofnun hefur sent frá sér greinargerð um stöðu gufuöflunar við Kröflu 1. desember 1976. I upphafi greinargerðarinnar eru taldar upp þær holur sem bor- aðar hafa verið á þessu ári, en þær eru, holur 6,7.8,10,11 Þá er þess getið að framkvæmd boranna hafi gengið vel og hafi bortimi verið styttri en áætlaðvar engin óhöpp hafi orðið ef frá er talin myndun leirhversins sem myndaðist þann 12. október s.l. Siðan er vikið að þeim HUGSANLEGT AÐ BREYTTIR VINNSLU- EIGINLEIKAR B0RH0LA STAFI AF BREYTINGUM A JARÐHITASVÆÐINU skemmdum sem komið hafa I ljós • á borholum 3 og 5 en siðan segir orðrétt: ,,Af þeim holum sem boraðar hafa veriö i sumar liggur nú fyrir árangur úr holum KJ-6 og KJ-7. Hola KJ-7 gefur um 7kg/sek af gufu, en hola KJ-6 um 5kg/sek af gufu. Til samans mun þetta samsvara um 5MW af raf- afli frá virkjuninni.” Þá segir greinargerðinni aö aörar holur sem boraðar hafi verið i sumar, (þ.e.a.s., Lolur 8,10, og 11) hafi enn ekki verið afl- mældar. Vegna þess að holur 10 og 11 eru enn ekki farnar að blása er ekki hægt að spá fyrir um af- köst þeirra, en hins vegar mun vera ljóst að afl holu 8 er litið sak- irlágs hitastigs og niðurrennslis i holunni. Hátt gufuhlutfall 1 greinargerð Orkustofnunar segir að gufuhlutfall hola 6 og 7 sé 50-60% miðað við þunga og sé þetta hæsta gufuhlutfall mun aö öðru jöfnu vera kostur viö raf- orkuvinnslu. Þó að hátt gufuhlutfall sé æski- legt til raforkuframleiðslu, fylgja gufunni úr holum 6 og 7 margir ókostir og eru þeir taldir upp i greinargerð Orkustofnunar. Ifyrsta lagi er vinnsluþrýsting- ur holanna tiltölulega lágur. 1 öðru lagi er m jög miklar kisil- útfellingar i holunum. Iþriðja lagi hefur orðið vart við tæringu i fóöurrörum i þeim I fjórða lagi ermikið magn af ó- þéttanlegri kolsýru samfara guf- unni. Segir i greinargerðinni öll þessi atriði þurfi að vega og meta þeg- ar talað sé um stöðu gufuöflunar fyrir virkjunina. „Breytingar á jarðhita- svæðinu” Þá kemur fram að vinnslu- eiginleikar hola 3 og 4 sem bor- aðar voru árið 1975 séu mjög frá- brugðnir eiginleikum hola 6 og 7 sem boraðar voru nú i ár. I holun- um sem boraðar voru i f yrra kom fram mikið rennsli og mikill þrýstingur, en i holum 6 og 7 sem boraðar voru i ár er lágur þrýst- ingur, litið rennsli, en innstreymi i holur blanda af vatni og gufu. Er sett fram sem hugsanleg skýring á breyttum vinnslueigin- leika borhola, að hann stafi af breytingum á jarðhitasvæöinu. Er bent á að verulegra breytinga hafi orðið vart i efnasamsetningu borholuvatnsá siðast liðnu ári, en auk þess hafi orðiö miklar breytingar á rennsli úr hvernum sem einu sinni var hola númer 4. Sam t sem áður sé enginn munur á ummyndun bergs i holum sem boraðar voru i ár viö Kröflu og þeim sem boraðar voru i fyrra. I lok greinargerðarinnar segir: ,,Það má vera ljóst af þvi, sem að ofan er greint, að við ýmis vandamál er að etja varðandi Vopnfirðingar lokaðir inni 5-7 mánuði á ári Allir fjallvegir lokaðir vegna snjóa Vopnafjörður en einn þeirra staða sem við miklar snjókomur lokast gersamlega inni. Þannig hefur ástandið verið hjá þeim um nokkurn tima, allir fjallveg- ir lokaðir en sæmilega fært inn- an sveitar. Að sögn Kristjáns Magnússonar sveitarstjóra á Vopnafirði eru Vopnfirðingar lokaðir inni landleiðis um 5-7 mánuði á hverju ári. Fremur snjólétthefur þó verið þetta árið og enginn snjór sézt fyrr en fyrir nokkrum dögum. Vetrarsamgöngur með far- þega eru eingöngu loftleiðir, að sögn Kristjáns. Flugfélag Norð- urlands hefur haldið uppi fjór- um ferðum á viku og Flugfélag Austurlands Egilsstöðum hefur flogið tvisvar i viku. Það óhapp vildi til á Egilsstöðum fyrir nokkru, að ein vél Flugfélagsins skemmdist mikiö og hefur flug legið niðri siöan frá Egilsstöð-' um til Vopnafjaröar. Eru þvi samgöngur i miklum ólestri til Vopnafjarðar um þessar mund- ir. Togarinn þeirra Vopnfiröinga landaöi nýverið 98 tonnum sem telzt sæmileg veiði. Fyrir utan togarann eru gerðir út 10 dekk- bátar, en Kristján sagði nauð- synlegt að fá annað skip til að viöhalda nægri atvinnu. Unnið er að þvi aö fá leyfi fyrir öörum togara, en þar sem lokað er fyr- ir allan innflutning á togurum i bili gengur það fremur hægt. Undirbúningur undir oliumöl hefur verið gerður á löngum vegarköflum i sumar og bygg- ingarframkvæmdir veriö með miklum blóma. Heilsugæzlustöð Vopnfirðinga er nú aö verða fokheld. Er þar gert ráð fyrir að til staðar séu 1 læknir, 1 hjúkrunarkona og 1 ljósmóðir. Læknir og ljósmóðir eru á Vopnafirði nú en hjúkrun- arkonuna vantar. Verið er að reisa smáibúðir fyrir aldraða, fjórar einstak- lingsibúðir og tvær hjónaibúðir og eru þær þegar uppsteyptar. Byrjað er á 111 fbúöum á veg- um einstaklinga I þorpinu og þrjú sveitabýli eru i byggingu. Sildin hefur ekki látiö sjá sig á Vopnafirði þetta áriö, en Kristján sveitarstjóri sagðist vonast eftir mikilli loðnu upp úr áraótum. í Vopnafjarðarhrepp búa um 860 ibúar, þar af um 600 i þorp- inu Fjölgun ibúa hefur verið hægfara siðastliðin ár, en þó var mannfjölgun siöustu 2-3 ár aö- eins fyrir ofan landsmeðaltal. ,,Ef þaö tekst að koma at- vinnuhorfum i betra horf hér, þá efast ég ekki um að sú þróun haldi áfram”, sagði Kristján Magnússon sveitarstjóri á Vopnafirði. —AB gufuöflunina. Sum þeirra má rekja til áhrifa gosvirkninnar fyr- irári siðan. Hins vegar er rétt að hafa i huga að boranir standa enn yfir ogmælingar á þeim borhol- um, sem lokið er við, standa einn- ig yfir. A þessu stigi málsins er ástæða til að varast bæði ótima- bæra svartsýni og ótimabæra bjartsýni. Unniö verður áfram aö rannsóknum og mælingum á bor- holunum eins og aðstæðurfrekast leyfa. Má vænta þess, að staðan verði orðin skýrari i janúar. Jafn- framt þvi sem haldið verður áfram rannsóknum á borholunum verður unnið aö tillögugerð um boranir næsta árs.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.