Alþýðublaðið - 02.12.1976, Page 7

Alþýðublaðið - 02.12.1976, Page 7
Fimmtudagur 2. desember 1976 SJÖNARMHl 7 Gylfi Magnússon, Olafsvík: UM VERKSTJÓRN Ævi vor, allt frá æsku til elli, er nær sifellt starf. Störf mannlegs lífs eru margs konar, og öll hafa þau, á einn eða annan veg þýðingu fyrir okkur: Sagt er að eftir verkunum skulum við dæmdir. Hér varðar því miklu hvernig verk eru unnin. — llla unnin verk eru oft verri en óunnin. Því ber að keppa að því að öll verk séu unnin sem best, og sem hagkvæmast að þeim staðið. AAeð öðrum orðum: unnið sé af viti en ekki striti. Um það verður ekki deilt að stjórn verkanna verður alltaf mikils verður þáttur i allri framleiðslu. A verkstjórn hvilir þvi meiri ábyrgð og rheiri skyldur en hinum, sem verkin eiga að vinna. Það er verkstjór- ans að gæta þess að sem mest og bestvinna fáist, án óþarfa erfið- is. Hvernig má þetta verða? Hvernig á að haga verkstjórn- inni, til þess að fáist mest verð- mæti? Verðmæti fyrir það fé sem til vinnslunnar er kostað og verkstjóranum er trúað fyrir. Hér verður verkstjórinn að nota hagsýni og verklega þekkingu sina. Hvernig mönnum er skip- að til vinnu, i hinum einstöku viðfangsefnum byggist hjá verkstjóranum á hyggjuviti og æfingu i starfi. Vissulega má margur verkstjórinn horfa i eigin barm á þá leið að „engan hefi ég lærdóm i starfinu, enga menntun eða kennslu notið i starfi minu, umfram það sem „skóli lifsins” kennir og er það miður”. Þá er að drepa á viðhorf verk- stjórans til verkafólksins: þvi mikla hjóli sem viðhorf vinn- unnar, vinnuafkasta, — veitur á. Gildir þar enn öðrum þræði, að hvaða störfum er að unnið. Það er alkunna að mikil breyting hefur á orðið i afstöðu verkstjórans til verkafólksins, anda og blæ þeirra samskipta. Hinar gömlu umgengnisvenjur verkstjórans gilda raunveru- lega ekki lengur. 1 vitund þeirra, sem nú eru á efri árum var verkstjórinn einskonar harðstjóri. Sem betur fer eru þeir timarnú liðnirundirlok, að- eins til i einhverskonar endur- minningu, og er þar vel farið. Engu að siður er mikils um vert að samtiðin liti þennan þátt for- tiðarinnar af sanngirni, þvi vissulega er hér margs að gæta, og aðgát skal höfð. Nú þarf verkstjóri á stundum að geta skyggnst inn i sálarlif sumra i vinnuflokknum, ef svo mætti að orði komast, á tima hraða og streitu. Augu manna eru alltaf að opnast betur og betur fyrir þvi að frumskilyrði fyrir þvi að góð vinnuafköst náist hjá verkafólkinu sé að verkstjórinn þekki það, ekki að- eins að nafninu til, heidur og hæfni þess til starfa, raunar andlegan þroska þess. Já, eitt af frumskiiyrðunum fyrir þvi að góðri verkstjórn verði komið á og við haldið er gott samstarf milli verkafólksins og verk- stjórans. — Sama er að segja um samstarf vinnpveitandans og verkstjórans. Allir aðilar þurfa að vera sér þess meðvitr. andi að starf hvers eins, hversu smávægilegt sem það kann að virðast, sé einn hlekkur i keðjunni, hlekkur sem ekki má bresta ef verkið á vel að vinn- ast. Það þarf þvi að gæta þess vel að samheldni og ánægja riki meðal verkafólksins. Verkstjóri þarf umfram allt að geta stjórn- að sjálfum sér, geti hann það ekki er hann ekki fær um að stjórna öðrum. Sá verkstjóri sem heldur jafnvægi þegar á móti blæs, hefur um leið góð áhrif á verkafólkið. Aðfinnslur við verkafólkið þurfa að vera réttlátar, og það þarf að koma þeim þannig á framfæri að öruggt megi telja að þær hafi bætandi áhrif. Ekki má heldur gleymast að koma að viður- kenningarorðum fyrir það sem vel er unnið, og þegar það á við. Einnig er nauðsynlegt að hlýðaá kvartanir með athygli, þær er upp kunna að koma á hverjum tima. Mikið atriði er að búa vel að öllu fðlki, sem starfar hjá fyrir- tækinu. Þá þarf að lita vel i kring um sig og varast að vera of ihaldssamur á viðkvæmum breytingartimum. Það hefur sýnt sig að góður aðbúnaður borgar sig i meiri og betri vinnu. Þar sem gamalt fólk er og las- burða þarf að gæta þess vel að hagræða störfum þannig að það fái vinnu við sitt hæfi. Snyrtileg umgengni þarf að vera upp á það besta, eftir þvi sem við verður komið. Nýjar kröfur um aukið hreinlæti létta undir með verkstjóranum að svo megi verða. Þetta á við jafnt utan húss sem innan. Ég tel að enn megi og þurfi að gera ákveðnari reglur þar um. Það er gamalt mál að enginn kunni tveimur herrum að þjóna. Atvinnurekandinn hugsar sér fyrirmyndar-verkstjórann á annan veg en verkafólkið hugs- ar sér hann. Af þvi leiðir að það getur oft verið vandasamt starf- iðsem kemur i okkar hlut. — Ég vil geta hér fárra atvika um samskipti verkstjóra og vinnu- veitanda: 1. Verkstjóri er sérstakur trúnaðarmaður vinnuveitanda, gagnvart starfsfóiki þvi, sem hann stjórnar. 2. A verkstjóra hvilir alger þagnarskylda um öll málefni vinnuveitanda, sem hann fær vitneskju um vegna verkstjóra- stöðu sinnar. 3. Verkstjóri hefur ekki verk- fallsrétt. Honum er skylt að gæta þess verðmætis, sem honum er trúað fyrir og yerja það skemmdum. Auk þess er ótal margt annað, sem ekki er hægt að telja upp. Og við vinnuveitanda og aðra yfirmenn ber að vera kurteis og ákveðinn i svörum. Ekki er heppilegt að samþykkja ef yfir- maður ætlar að gefa beinar skipanir til verkafólks. sem vinnur verk sem verkstjóri hefur i sinni umsjón. Aðfinnslur yfirmanna til verkstjóra ætti aldrei að bera fram, þar sem verkafólkið heyrir tii, er það einungis til að veikja aðstöðu hans gagnvart verkafólkinu. Um vinnutima okkar verk- stjóranna er það alveg ákveðið: okkur ber að mæta fyrstum og hætta siðast allra á vinnustað. Fjölda auka-verkefna verðum við einnig að leysa af hendi, bæði i vinnutima og utan. Má þarna til dæmis nefna: ráðningu starfsfólks, flutninga á starfs- fólkinu, innkaup margskonar, fiskmat á fiskvinnslu- stöðvunum, verslun á hlifðar- Jlötum, eftirlit ýmiskonar, byggingar og viðgerðir, auk fyrirgreiðslu i smáu og stóru. Ég er félagi i verkstjórafélagi Snæfellsness, sem var endur- vakiöárið 1972. Félagið hét áður Verkstjórafélag Stykkishólms, sem hafði hætt störfum eftir nokkurra ára starf, en stofnað var það 17. desember 1955. Fé- lagið er aðili i Verkstjóra- sambandi Islands, sem stofnað var i april 1938. Var það stofnað sama dag og fyrsta verkstjóra- námskeiði hérá landi lauk. Mun það hafa verið i húsi Eimskipa- félags Islands. Fyrsti forseti þess var hinn kunni verkstjóri Jóhann Hjörleifsson. Nuverandi formaður er Adolf Petersen. — Blaðið VERKSTJÖRINN hefur sambandið gefið út siðan árið 1943. Ég læt hér staðar numið en vil að lokum segja: Minnumst þess, að þeir timar sem við lif- um á eru ekki aðeins timar tækniþróunar heldur og félags- og mcnningarlegra farmfara og allir þeir, sem telja sig hafa öðlast allan ,,visdóm”i þessum efnum munu fljött lenda utan gátta og daga uppi eins og nátt- tröllin i sögunum. Ólafsvik í nóvember 1976. Stóryrði námsmanna eða hæpinna ummæla 11 # „ Jóns Sigurðssonar vaðall embættismanna ? Föstudaginn 19. nóvember siðast liðinn birtist I dagblaöinu Timanum og Visi skömmu siðar, viðtal við Jón Sigurðsson for- mann stjórnar Lánasjóös islenskra námsmanna, þar sem hann fullyrðir meöal annars að 85% af umframfjárþörf náms- manna samsvari rúmlega 73 þús- und króna mánaðartekjum laun- þega. Við teljum okkur ekki geta staðið aðgeröalaus og látið slikri árás ósvarað og tökum þvi eftir- farandi dæmi máli okkar til stuðnings. Um skatta, laun og námslán: Fullt námslán nemur 56.375 krónum á mánuði. Ofan á þessa upphæð leggur Jón 11% útsvar og 15% i lið sem hann kallar „önnur gjöld og útgjöld” og fær þá út rúm 73 þúsund. — En þetta er ekki rétt að farið. 1. Skattar eru dregnir frá brúttó- tekjum en ekki lagðir ofan á nettótekjur (eins og Jón vill vera láta). 2. Persónufrádráttur er dreginn beint frá útsvari (þessum liö „gleymir” Jón alveg). 3. Námsmenn borga kirkjugjald og sjúkragjald (1% af útsvars- skyldum tekjum) af þvi sem þeim tekst að öngla inn á árinu. 4. Hvað „útgjöldin” varöar, koma þau lika niður á náms- mönnum sem öðrum. Sem betur fer fyrir launþega með 73.000 á mánuði verður meira eftiren rúm 57 þúsund eftir meðhöndlun skattayfirvalda eins og Dæmi 1. sýnir. Að sköttum frá- dregnum verða um 64 þúsund til ráöstöfunar á mánuði: Af þessu má sjá að meira þarf til en að bæta gjöldum ofan á tekj- ur til að koma 57.375,- (fullu námsláni) upp I 73.000,- Vonandi hefur okkuritekist að draga fram að slfkir útreikningar sem Jóns eru alls ekki raunhæfir — heldur sýna best hvernig for- maður lánasjóðs gerir sitt besta til að ófrægja okkur. Nú er það svo að ekki eru góðir mannasiðir að brigsla öðrum um að fara vísvitandi með rang- færslur, svo að við hljótum þvi aö draga þá almennu ályktun að þekkingu Jóns Sigurðssonar á skattalögunum sé æði ábótavant. Það er ef til vill þessi sama van- þekking á skattalögunum er veldur þvi að hann ber óeðlilega þunga byrði af „vappi okkar upp og niður skólakerfið” eins og hann orðar svo skynsamlega i fyrrnefndu viðtali. Ef það skyldi verða til þess að bæta viðhorf hans til okkar, og á þvl er vist engin vanþörf, þá vilj- um við fúslega leggja það á okkur að telja fram til skatts fyrir hann næst. Um námsmenn i for- eldrahúsum: Um mögulega misnotkun á lán- um ef námsmenn i foreldrahús- um fengju fullt lán segir Jón orð- rétt: „Námsmenn gætu þá bara Framhald á bls. 10 Dæmi I: Skrifstofumaður; 25ára, einhleypur. Ráðstöfunarfé á mánuði: 63.715,- Mánaðarlaun 73.000,- Arslaun 876.000,- Frádráttur: Lifeyrissjóður 35.040,- Félagsgjöld 8.760,- Skyldusparnaður • 131.400,- Opinber gjöld: Útsvar — pers.frádr. 72.500,- Tekjuskattur * 19.099,- Kirkjugarðsgjald 1.667,- Kirkjugjald 2.000,- Sjúkragjald 7.400,- Samtals 102.666,- Gjöldá mánuði: 8.555,- + félagsgjöld 730,- Tilsamanburöar er rétt aötaka dæmi reiknað út frá sömu röngu forsendum og Jón Sigurðsson gefur sér þ.e. 57.375,- kr. ráð- stöfunarfé á mánuði. Þá verða mánaöarlaun að viðbættum álögð- um gjöldum kr. 64.537,-: Dæmi II: Dagsbrúnarmaður; 27 ára einhleypur. Mánaðarlaun 57.375,- Arslaun 688.500,- Frádráttur: Lifeyrissjóður Félagsgjöld Opinber gjöld: Útsvar —pers. frádr. Tekjuskattur Kirkjugjarðsgjald Kirkjugjald Sjúkragjald Samtals 27.590,- 9.000,- 66.400,- 9.221,- 1.527,- 2.000,- 6.800,- 85.948,- 7.162,- Gjöld á mánuði:

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.