Alþýðublaðið - 02.12.1976, Page 9

Alþýðublaðið - 02.12.1976, Page 9
Fimmtudagur 2. desember 1976 'i.bSaSið1*- 8 VEBKALYÐSIWIAL OG BLÁSI SVO TIL SÓKNAR GEGN AUÐVALDI ,,Ég legg áherzlu á aö þessir flokkar láti af þingræöislegum tálsýnum sínum,, sagöi Jósep Kristjánsson frá Verkalýösfélagi Kaufarhafnar. Jósep Kristjánsson, annar af tveim fulltrúum verkamanna á Raufarhöfn, sagöi eftirfarandi þegar blaðamaöur Alþýöublaðs- ins vék að honum nokkrum spurningum i gær: ,,Ég kem hingað til að vinna að samfylkingu verkalýðsflokkanna til eflingar baráttu fyrir bættri stöðu verkalýðsins. Ég ,legg áherzlu á að þessir flokkar lati af þingræðislegum tálsýnum sínum og geri sér grein fyrir þvi, að það er hin virka fjöldabarátta, sem árangur kjarabaráttunnar markastaf. Þess vegna vinni þeir saman á lýðræðislegan hátt að þvi að efla virkni verkalýðs- stéttarinnar i félögum sinum og blási svo til sóknar gegn auðvald- inu.” Þetta voru orð Jóseps Kristjánssonar á ASl þingi i gær. ,,Þurfu meira Pétur Sigurðsson, fulltrúi Sjó- mannafélagsins og alþingismað- ur sagði á Alþýðusambandsþingi i gærmorgun, að hann ætlaði sér ekki, sem fulltrúi Sjómanna- félagsins, að fara að halda uppi vörn fyrir rikisstjórnina. Af þvi mátti skilja að þingmað- urinn Pétur Sigurðsson yrði að hafa hljótt um sig meðan Pétur Sigurðsson, fulltrúi sjómanna, m að taka af hverjum" flytti mál sitt á ASl þingi.' „Við Sjálfstæðismenn sem hér erum.erum allir meira og minna til vinstri.” Við þetta varð nokkur hlátur i salnum og þótti sumum erindið það merkilegt, að nauð- synlegt væri að biðja Pétur að endurtaka það, sem hann og gerði. En Pétur Sigurðsson lætur ekki setja sig út af laginu. Alþingis- maðurinn og stuðningsmaður rikisstjórnarinnar hrópaði út yfir salinn: „Við þurfum að taka meira af hverjum manni heldur en aðrar þjóðir. Við erum fámenn þjóð og við þurfum að byggja vegi, reisa sjúkrahús og fleira. Það er þessvegna út i hött að bera saman tekjur fólks i þessu landi og i öðrum löndum.” Þannig mæltist Pétri Sigurðssyni i gær. „Ætla ekki, sem fulltrúi Sjd- mannafélagsins, að halda uppi vörnum fyrir rikisstjórnina," sagði Pétur Sigurðsson Halldor Hafsteinsson sagöi aö augljóst væri aö Framsóknar- menn ætluðu aö standa viö hliöina á ihaldinu „Ekki skynsamlegt að neyta aflsmunar" Halldór Hafsteinsson fulltrúi Félags bílamálara á þinginu sagði að sér virtist augljóst að þeir framsóknarmenn sem þingið sætu ætluðu sér að standa fast Við hliðina á ihaldinu. „Það er ekki annað að sjá en að þessir menn komi hér fram sem stuðningsmenn rikisstjórnarinn- ar”, sagði Halldór. „Hinsvegar er ég þeirrar/sk unar að vinstrimenn eigi alls ekki að neyta aflsmunar til þess að hrekja þessa menn út úr mið- stjórninni,” sagði Hafsteinn. Bentihann á að þetta væru full- trúar fjölmennra hópa láglauna- fólks og þeirra rödd yrði að fá að heyrast. Á hinn bóginn taldi hann að fulltrúar rikisstjórnarinnar Jjefðu verið of sterkir innan mið- stjórnarinnar og þvi væri nauð- syniegtað gera nokkra breytingu þar á. Halldór sagði að kjaramálin og stefnuskráin væru stærstu og mikilvægustu mál þingsins. Hann taldi stefnuskrána vera of al- menna og taka ekki nægilega af - gerandiafstöðu i einstökum mál- úm, svo sem i herstöðvamálinu, hei lbrigðismálum og lifeyris- sjóðamálinu. Benedikt Davfösson formaöur Sambands byggingamanna og Snorri Jónsson, framkvæmdastjóri og varaforseti ASt ræöast viö á þinginu I gær. Fimmtudagur 2. desember 1976 WEBKALÝÐSIWIAL 9 F ALÞYÐUSAMBANDSÞINGi Hermann Guömundsson, formaö- ur lllifar og fyrrverandi forseti ASt. SÚ sókn þarf að byrja strax í dag Hermann Guðmundsson, for- maður Hlifar i Hafnarfirði og fyrrverandi forseti Alþýðusam- bandsins flutti ræðu á þinginu i gær. Hann tók undir frá stefnu- yfirlýsingu Björns Jónssonar við setningu þingsins á mánudag, að varnarstriðinu væri lokið og sókn hafin. Siðan sagði Hermann: ,,En sú sókn þarf að byrja strax, strax að loknu þessu þingi.” Hermann sagðist tala fyrir munn hafn- firzkra verkamanna þegar hann sagði að verkamenn mundu ekki ’biða lengur. Hann vék að verðbólguþróun siðustu ára, gengissigum og gengisfellingum, sem væru eitt og hið sama. Nú væri svo komið að þeir sem lægst hefðu launin lifðu ekki af tekjum sinum „það erkjör þessa fólks sem verður að bæta,” sagði Hermann Guðmundsson. ,,Það er undiralda hér á þinginu" sagði Jón Kjartansson formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja Fulltrúar Vestmannaeyinga eru ellefu á Alþýðusambands- þingi að þessu sinni. Verkalýðs- félag Vestmannaeyja er með tvo fulltrúa, Verkakvennafélagið Snót þriá fulltrúa, Sjómanna- félagið Jötunn er með tvo fulltrúa og siðan koma fjögur önnur félög með einn fulltrúa hvert: Verzlunarmannafélag Vest- mannaeyja, Sveinafélag Járn- iðnaðarmanna, Félag rafiðnaðar- manna og Félag byggingar- iðnaðarmanna. Það var Jón Kjartansson, for- maður Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja, sem fór eitthvað illa i finu taugarnar á Pétri Sigurðs- syni, fulltrúa Sjómannafélags Reykjavikur, á fundi i gærmorg- un. Jón Kjartansson gerði þar grein fyrir sérstakri ályktun sem félag hans hefur gert um frum- varp til laga um stéttarfélög og vinnudeilur. t upphafi þessarar ályktunar Segir á þessa leið: „Vinnulöggjöfin hefur ávallt veriö tæki auðstéttarinnar til að takmarka stéttarbaráttu verka- fólks og draga úr áhrifamætti verkfallsvopnsins, hins eina vopns er alþýðan hefur sér til varnar, gegn linnulausum árás- Jón Kjartansson vill losna viö Sjálfstæöismennina úr miöstjórn- inni um auðstéttarinnar og óvinveitts rikisvalds á kjör hennar.” Siðan segir i ályktun þeirra Vestmannaeyinganna: „1 skjóli meirihluta afturhalds- aflanna á Alþingi, hugsar auð- stéttin sér enn til hreyfings. Frumvarptillaga um nýja vinnu- löggjöf verður lagt fram á þingi á komandi vetri og er i þvf að finna aukna skerðingu á öllum sviðum baráttu alþýðunnar fyrir bættum kjörum.” Siðan er skorað á miðst jórn ASl að beita öllu afli til að hrinda á bak aftur þeirri „fólskulegu árás á verkalýðsstéttina”, sem frum- varpið um vinulöggjöf er. Nánar verður greint frá þessari ályktun siðar. PéturSigurðsson tók til máls og deildi hart á ræðu Jóns Kjartans- sonar og ályktun þá um stéttar- félög og vinnudeilur, sem hann kynnti. ,,Ég hef aldrei lesið aðra eins vitleysu og það sem Jón Kjartansson hefur lagt hér fram,” sagði Pétur Sigurðsson. Þegar Jón Kjartansson var spurður álits um þessi orð Péturs sagði hann: „Ég tek þetta sem mikið hrós þégar það kemur frá Pétri Sigurðssyni.” Þá var Jón Kjartansson spurð- ur um þingið og störf þess al- mennt. Jón sagði að láglauna- félögin væru upp til hópa mjög ó- ánægð. Fulltrúar þessara félaga vilja þrýsta á um hreina vinstri samvinnu. „Við viljúm losna við Sjálfstæðismennina,” sagði Jón. Blm.: — Hvað um Fram- sóknarmennina? JK.: „Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur og þar skiptast menn algerlega i tvö horn. Hins- vegar er ég þeirrar skoðunar að flestir Framsóknarmenn sem hér eru á þinginu séu góðir sam- vinnnumenn og vinstrisinnar.” „Það er undiralda hérna á þinginu. Okkur finnst hlutur lág- launafólksins of litill i stjórn Al- þýðusambandsins. Þvi þarf að breyta,” sagði Jón Kjartansson formaöur Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja. „Ég held þaö væri skynsamlegt aö hyggja að einhverjum breyt- ingum,” sagöi Jón Ilelgason, for- maður Einingar á Akureyri. Ýmsar blikur Jón Helgason, formaður Einingar á Akureyri sagði að nauðsynlegt væri að fá stefnu- skrána bæðði fyrir miðstjórnina og ekki siður fyrir aðildarfélögin út um allt land. Sagði Jón að stefnuskráin og umræður um hana mörkuðu viss timabót i sögu Alþýðusam- bandsins og ef til vill gerðu ekki allir sér fyllilega ljóst hversu- mikilvægt spor hér væri verið að stiga. „Kjaramálin eru samt sem áður stærsta mál þingsins,” sagði Jón Helgason. „Þau eru mál mál- anna nú eins og hingað til.” Jón sagði að leggja þyrfti meiri áherzlu á samvinnu innan sam- bandanna. „Félögin innan Verka- mannasambandsins hafa til dæmis ekki verið nægilega sam- stillt.” Blm.: — Er eitthvað sérstakt að gerast hérna hjá ykkur i sam- bandi við kosningu miðstjórnar? JH.: „Þessa stundina er ekki hægt að segja neitt um það, en þvi er ekki að leyna, að það eru ýms- ar blikur á lofti.” Blm.: — Er hægt að búast við einhverjum breytingum? JH.: „Ég held það væri skyn- samlegt að hyggja að einhverjum breytingum.” Þannig mælti Jón Helgason þegar blaðam. ræddi við hann um hádegisbil i gær.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.