Alþýðublaðið - 02.12.1976, Page 11

Alþýðublaðið - 02.12.1976, Page 11
UTLÖND 11 sær Fimmtudagur 2. desember 1976 Hvað álíta þeir í Kreml um jafnaðarstefnuna Eins og allir vita, hefurlöngum verifi mjög verulegur skoöana- ágreiningur milli kommúnista annars vegar og sósialdemókrata eða jafnaðarmanna hins vegar. Hér i Alþýöublaðinu hafa álit og stefna lýðræðislegra jafnaðarmanna jafnan verið túlkuö i þeim máium sem upp hafa komið. Hins vegar er það augljóst, að tvær skoðanir hijóta ævinlega að vera uppi I slikum ágreiningsmálum um grundvallaratriði sem hér er um að ræða. Meðfylgjandi grein Borisar Ponomarjof, ritara miöstjórnar Kommúnistaflokks Sovétrikjanna gerir grein fyrir sjónarmiðum vaidhafanna I Kreml. Alþýðublaðinu finnst rétt að þau sjónar- mið komi fram, svo lesendur þess geti að eigin raun kynnt sér hvert álit Kremlverja er, beint frá þeim. Sdsialiskir og sósial-demókrat- iskir flokkar eru nú i stjórn i all- nokkrum auðvaldslöndum en koma fram sem sterkasta afl stjórnarandstöðunnar i öðrum. Þessir flokkar hafa þvi talsverða möguleika á að hafa áhrif á innan-og utanrikisstefnu viðkom- andi rikja. Stöðugt og yfirgripsmikið sam- starf kommúnista, sósialista og sósialdemókrata gæti átt rikan þátt i að tryggja heiminum frið og félagslegar framfarir. Slikt sam- starf myndi auka mjög stjórn- málavöld verkalýðshreyfingar- innar og annarra framfaraafla i baráttunni gegn vigbúnaði, gegn striðsundirbúningi og gegn yfir- gangi fjölþjóðlegu auðhringanna. ! Kommúnistar álita baráttuna fyrir afvopnun stærsta verkefni nútimans. Mannkynið er orðið þreytt ða vigbúnaðarkapphlaup- inu sem árásarseggir heimsvaldastefnunnar hafa sett af stað. Sósialdemókratar láta ofti ljósi áhyggjur af sama tilefni. En á sama tima stuðla margir stjórn- málamenn þeirra að auknum fjárframlögum til hermála og taka þannig þátt i vigbúnaðar- kapphlaupinu. Akveðins tvi- skinnungs gætir einnig i afstöðu sósialdemókratiskra ráðamanna til spennuslökunar. Annars vegar mæla þeir með slökun spennu sem eina skynsamlega mögu- leikanum, hins vegar sýna þeir oft undarlegt aðgerðarleysi þegar leysa þarf úr ákveðnum vanda- málum sem haft gætu áhrif á þróun þessarar stefnu, og stundum fylgja þeirbeinlinis ans- tæðri stefnu. Stundum má heyra þá tala á jákvæðan hátt úm útrýmingu hernaðarbandalaga, þ.e. að NATO og Varsjárbanda- lagið verði lögð niður samtimis. En i utanrikisstefnu sinni miða þeir allt við að styrkja hernaðar- bandalag Vesturlanda, og tala m.a.s. stundum um stofnun þriðja bandalagsins, á grundvelli Efna- hagsbandalagsins. Okkur virðist sem sósialdemó- kratar eigi nú enn á ný tveggja kosta völ, á sama hátt og rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina og á fjórða áratugnum. Taka þeir þá afstöðu að berjast gegn heim- svaldastefnu, vigbúnaðarkapp- hlaupi og striði, eða láta þeir aftur til leiðast að þjóna hags- munum þeirra sem fela i sér raunverulega striðshættu? í hópi sósialdemókrata eru margir raunsæir menn með heilbrigða skynsemi. 1 finnska blaðinu „Suomensosialidemokraatti” stóð nýlega: „Sósialdemókratar þurfa að herða baráttuna fyrir friði og öryggi i Evrópu og i heiminum öllum”. Timabær athugasemd. I stefnuskrá v-þýskra sósial- demókrata fyrir árin 1976-1980 segir m.a.: „slökun spennu er eini valkosturinn” þegar um er að ræða „að forða heiminum frá þriðju heimsstyrjöldinni”. Stór hluti sósialdemókrata virðir og metur framlag Sovétrikjanna til slökunar spennu. „1 okkar augum eru'Sovétrikin friðarafl” sagði Francois Mitterand. Aðal- atriðið er þó að láta ekki sitja við orðin töm. Aukin virkni hægri- aflanna á krepputimum i auðvaldsrikjunum skapar áþreifanlega og alvarlega hættu fyrir lýðræðið. Valdarán fasisku herforingjannna i Chile var öllum sönnum lýðræðissinnum mikið áhyggjuefni. Það kallaði fram voveiflegar minningar frá fjórða áratugnum, a.m.k. i hugum eldri kynslóðarinnar. Andspyrna gegn fasisku afturhaldi er málstaður allra verkamanna, allra lýðræðissinna. Þetta skilja margir sósialdemókratar, einsog starf þeirra i samstöðuhreyfing- unni 'með chilenskum lýðræðis- sinnum sýnir glögglega, en þar hafa þeir m.a. starfað með kommúnistum. Engu að siður hafa sósialdemókratiskir leiðtogar nokkurra landa frið- mælst við andlýðræðisleg öfl og jafnvel sjálfir notað gerræðis- legar aðferðir, á borð við hið ill- ræmda atvinnubann i V-Þýska- landi (Berufsverbot). Það vekur undrun, að i Bretlandi, þar sem Verkamannaflokkurinn er við völd, voru framleidd vopn eftir pöntun frá Pinochet, og i V- Þýskalandi, þar sem sósial- demókratar stjórna, fengu her- menn Pinochets þjálfun. Hvað snertir eðli þjóðfélags- legra framfara og leiðir til að koma þeim á, eru skoðanir sósial- demókrata að mörgu leyti ólikar skoðunum kommúnista, sem kunnugt er, enda eru þessar skoðanir aðaluppistaðan i þeirri hugmyndafræðilegu baráttu sem á sér stað milli þeirra. Marx- leninistar telja t.d. að kreppa auðvaldsins, sem hefur geysað núna á undanförnum árum af miklum krafti, hafi enn á ný sannað óumflýjanlegt gjaldþrot borgaralegs þjóðfélags og hversu útilokað sé að eyða göllum þess með y f i rb o r ð s ke n n d u m umbótum. Hver er afstaða sósialdemó- krata andspænis þeirri sögulegu nauðsyn að öll verkalýðs- og framfarasinnuð öfl sameini krafta sina, að kommúnistum og sósialdemókrötum meðtöldum? Nú á dögum eru uppi meðal sósialdemókrata tvær aðal- stefnur i þessu máli. Annars vegar eru þeirsem telja samstarf við kommúnista nauðsynlegt, á einn eða annan hátt. Hins vegar eru þeir sem eru á móti þessu samstarfi og gera allt sem i þeirra valdi stendur til að hindra það. Reyndar eru þeir einnig til sem ekki hafa tekið neina afstöðu, láta berast með vindinum ef svo mætti segja. Liklega hefur spurningin um samstarf við kommúnista aldrei verið rædd eins mikið og á undanförnu ári. í viðræðum sem fram hafa farið milli sovéska kommúnistaflokks- ins annarsvegar og ýmissa sósialdemókratiskra flokka hins vegar (t.d. belgiska sósialista- flokksins, finnska sösial- demókrataflokksins, franska sósialistaflokksins, og breska verkamannaflokksins) hafa komið fram svipuð sjónarmið i mörgum málum, þá m.a. varðandi samstarf kommiinista og sósialdemókrata. Margt bendir til þess að möguleikar séu núfyrirhendiásliku samstarfi. A sviði alþjóðamála má t.d. minna á friðarþingið i Moskvu 1974, þar sem fulltrúar 49 sósialista- og sósialdemókratiskra flokka áttu fulltrúa. Margir sósialistar og sósialdemókratar tóku þátt i tveimur ráðstefnum um öryggi og samstarf I Evrópu. A seinni ráðstefnuna (1975) sendu sósial- istaflokkar Belgiu, Italiu og Frakklands, og sósialdemókrata- flokkur Finnlands og breski Verkamannaflokkurinn opinbera málastefnu sinni. Afstaða kommúnista er heiðarleg, opin og hugsuð til langframa eða allt þar til sósialisma hefur verið komið á. Uppá siðkastið hefur austur- riski flokksleiðtoginn Kreisky látið andkommúniskt hugarfar sitt i ljós af meiri hávaða en flestir aðrir. í nafni „vestrænna lýðræðisverðmæta” lýsti hann þvi yfir nýlega á opinberum vett- vangi að þörf væri á að breyta stjórnskipulaginu i sósialisku rikjunum. Annað dæmi um and- kommUnisma sem hefur reynst lýðræðinu mikill bölvaldur er sú afstaða sem margir sósialdemó- krataflokkar Evrópu hafa tekið gagnvart ástandinu i Portúgal eftir að fasismanum var steypt þar af stóli. Jafnvel alvarlegar félagslegar og efnahagslegar ráðstafanir sem miða að þvi' að ista. En reynslan sýnir okkur að þeir sem reka andkommúniskan og andsovéskan áróður svipta sjálfa sig tækifærinu til að þjóna hagsmunum þjóðfélagslegra framfara. Og nú eiga sósialdemókratar semsé tveggja kosta völ. Þeir þurfa fyrst og fremst að ákveða hvort þeir ætla að slást i för með þeim sem berjast fyrir velferð mannkynsins eða halda áfram að vera samvistum við þá sem standa fyrir vigbúnaðarkapp- hlaupinu.l öðru lagi þurfa þeir að meta fordómalaust og af heil- brigðri skynsemi hlutverk sósialismans i heimi okkar, losa sig við andsovétismann óg til- hneigingar til að koma á sundrungu meðal sósialisku rikj- anna. I þriðja lagi þurfa leiðtogar sósialdemókrata nú loksins að horfast i augu við sannleikann og fulltrúa. Stöðugt færast i aukana sambönd kommúniskra og sósial- demókratiskra æskulýðs- hreyf inga. Á sviði innanlandsmála verður einnig i vaxandi mæli vart við þá stefnu að sameina krafta kommúnista og sósialdemókrata. Mikilvæg reynsla hefur hlotist á þessu sviði i Frakklandi þar sem vinstri breiðfylking hefur nú starfað saman i rúm fjögur ár á grundvelli sameiginlegrar stefnuskrár. SU reynsla sem fengist hefur sýnir glögglega að samstarf kommUnista og sósialdemókrata getur borið góðan ávöxt og stuðlað að eflingu verkalýðs- hreyfingarinnar þar sem sósial- demókratar hafa lagt niður and- kommúniskar kreddur og eru reiðubúnir til samstarfs á jafn- réttisgrundvelli. Hvað kommúnista snertir er samstarfsstefnan ekki tima- bundið bragð. Einsog fram kem- ur i mö'rgum plöggum hinnar al- þjóðlegu kommúnistahreyfingar og margra einstakra flokka telja þeir samstarf við sósialdemó- krata ibaráttunni gegn auðhring- um og fyrir lýðræði lið i stjórn- rifa fasismann upp með rótum eftir hálfrar aldar valdaferil hans, hafa mætt andspyrnu af hálfu þessara flokka. Þeir hafa beitt kröftum sinum aðallega til þess að einangra og veikja þann aðila sem mest og best barðist gegn fasismanum, portúgalska kommUnistaflokkinn. Sósialdemókratar voru við- staddir fund þann i Puerto Rico þar sem samþykkt var að beita itali efnahagslegum þvingunum ef kommúnistar kæmust þar i rikisstjórn. Þá eru þeir einnig til i hópi sósialdemókrata sem halda að samstarf við einhverja ákveðna kommúnistaflokka megi nota sem tæki til baráttu gegn kommúnistahreyfingunni i heild. Þeir hyggjast smita þessa flokka af sósialdemókratiskum hug- myndum og fá þá til að snúast gegn öðrum kommúnistaflokk- um. Margir sósialdemókratar á hægra arminum taka virkan þátt i áróðursherferðum gegn kommúnistaflokkum sósialisku rikjanna og þá fyrst og fremst sovéska flokknum. Tilgangur þessara herferða er að koma orði á stefnu og hugsjónir kommún- viðurkenna að hagsmunir auð- valds og verkalýðs fara ekki saman. Sá timi er kominn að verkalýðurinn hlýtur að spyrja sósialdemókrata hvort þeir ætli að gera ráðstafanir til að bæta úr kreppuástandinu á kostnað auðhringanna en ekki verka- manna, eða hvort þeir ætli að koma fram i hlutverki læknis og lækna kaunin á auðvaldinu sem sagan hefur dæmt til dauða. 1 fjórða lagi þurfa sósialdemókrat- ar að taka afstöðu i ljósi þeirra miklu jákvæðu hreyfinga sem eiga sér stað I Afriku, Asíu og Rómönsku Ameriku. Ætla þeir að styðja þau framsæknu öfl sem i þessum löndum berjast gegn heimsvaldasinnum eða taka af- stöðu með nýlendukúgurunum? Samstarf kommúnista og sósialdemókrata er eitt af vanda- málum samtimans, vandamál sem sósialdemókrötum ber að taka afstöðu til. Timabært er að hafa þetta i huga nú þegar Al- þjóðasamband jafnaðarmanna hefur nýlokið þingi sinu i Genf. Evrópskir kommúnistar hafa þegar lagt fram sinar tillögur i þessu máli. Nú er röðin komin að sósialdemókrötum. KOSTABOÐ á kjarapöllum PÓSTSENDUM TROLOFUNARHRiNGA KJÖT & FISKUR Breiðholti Tloli.iimrs Urnsson V It.msnUrQi 30 Sillli T 1200 — T 12111 &itni 10 200 DUflft Síðumúla 23 /ími 84200 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Ó'ðmstotg Símar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 onnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gðmul husgogn

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.